Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða í starf félagsmálastjóra Helstu verkefni og ábyrgðarsvið Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með rekstri og ábyrgð á allri starfsemi sem heyrir undir málefni fjölskyldunnar. Barnavernd Félagsleg heimaþjónusta Félagsleg ráðgjöf Fjárhagsaðstoð Málefni aldraðra Málefni fatlaðra Umsjón með æskulýðsstarfi Fræðslumál Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæðinu. Almennt stjórnunarsvið Félagsmálastjóri starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um verkefni félagsþjónustu. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu og samkvæmt markmiðum félagsþjónustunnar og fjárhagsáætlunar á hverjum tíma. Nokkrir helstu samráðsaðilar eru félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd og þjónusturáð í málefnum fatlaðra. Starfar með fjölskyldunefnd og með fræðslu- og skólanefnd. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Kjör Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá berist á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið; hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 433 8500 eða laufey@hvalfjardarsveit.is Sveitarstjóri S K E S S U H O R N 2 01 4 Við leitum að rétta einstaklingnum í starf markaðs - og kynningarfulltrúa Akraneskaupstaðar. Við erum fyrst og fremst að leita að kraftmiklum einstaklingi sem hefur mikinn metnað og hefur sýnt árangur í sölu og markaðs- málum. Viðkomandi þarf að þekkja vel til á Akranesi og hafa gott tengslanet t.d. við aðila í ferðaþjónustu. Meðal helstu viðfangsefna: • Kynna Akranes sem áhugaverðan kost fyrir fyrirtæki • Kynna Akranes sem áfangastað fyrir innlenda og erlenda ferðamenn • Umsjón með upplýsingamiðstöð ferðamanna • Markaðsrannsóknir • Almenn upplýsingamiðlun til íbúa og kynning á viðburðum Við mat á hæfni umsækjenda mun Akraneskaupstaður meðal annars meta eftirfarandi þætti: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynslu af starfi t.d. sem markaðs- eða sölustjóri og/eða við ferðaþjónustu • Reynslu og hæfni í notkun samfélagsmiðla • Þekkingu á staðháttum og tengslanet • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni • Færni í samskiptum og tjáningu • Íslensku- og enskukunnáttu Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is fyrir 31. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í síma 433 1000 eða í gegnum netfangið baejarstjori@akranes.is MARKAÐS- OG KYNNINGARFULLTRÚI Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum Meistaraflokkur karla 1. deild Föstudaginn 24. janúar kl. 19.15 ÍA – Augnablik Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu sem nánar er skilgreind í útboðsgögnum fyrir útboðsverkið: Snjómokstur á Akranesi Útboðið gerir ráð fyrir verksamningi til 3ja ára og verklok því á árinu 2017. Útboðsgögn verða til afhendingar án endurgjalds á CD diski frá og með föstudeginum 24. jan. n.k. í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 1. hæð. Tilboð verða opnuð 14. feb. n.k. kl. 11:00 á skrifstofum umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 1. hæð. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ar ákveðið var að byggja grísabú- ið þar upp á sínum tíma, sáu þeir mikla framtíðarmöguleika í því að nýta landið til kornræktar. Þá voru einmitt hafnar tilraunir í kornrækt á Kjalarnesi. Land Mela er gríðar- stórt. Á seinni árum hefur síðan ver- ið keypt til viðbótar land Sómastaða og stór hluti Áss. Alls hefur búið yfir að ráða um 550 hekturum lands. Síðustu 3 til 4 árin hafa skurðir ver- ið grafnir til að þurrka landið. Þessi misserin er verið að plægja það og bæta til kornræktar. Þegar er búið að setja í akra um 2500 tonn af skeljasandi til að kalka og bæta jarð- veginn. Gerðir hafa verið fjórir kíló- metrar af vegum til að komast um landið. Eftir er að gera eina tvo kíló- metra vega til viðbótar. „Við höfum beðið eftir tækifæri til að hefjast handa. Lengi vel vor- um við fjárhagslega ekki í stakk bún- ir til þess,“ segir Geir Gunnar um kornræktina og þau miklu áform sem þar eru. Síðasta vor var sáð byggi í 150 hektara. Núna í vetur er undirbúnir 300 hektarar til sáning- ar næsta vor. Þegar allt svæðið sem Stjörnugrís hefur möguleika á að rækta á korn verður tilbúið til sán- ingar eftir nokkur ár, er vonast til að eigin byggframleiðsla verið orð- in stór hluti af fóðurþörfinni. „Við notum í dag allt sem til fellur í ís- lenskri framleiðslu, svo sem hrat frá ölgerðinni og brauðafganga frá bak- aríunum í fóðrið. Við viljum gjarnan kaupa korn af bændum. Síðasta vor keyptum við korn af Haraldi Bene- diktssyni bónda á Vestri-Reyni. Við eigum stóran og afkastamik- inn kornþurrkara. Í okkar augum felast tækifæri fyrir bændur hérna í nágrenninu að rækta korn sem við gætum keypt af þeim og þurrkað. Það gæti orðið ágætis aukabúgrein fyrir þá.“ Draumastarf að yrkja jörðina Stjörnugrís er með tvo starfs- menn sem hafa eingöngu það starf að vinna og undirbúa land í eigu búsins fyrir kornræktina. Blaða- maður hitti þá Ólaf Jón Guðjóns- son og Jón Þór Marinósson um morguninn sem hann var í heim- sókninni á Melum. Þeir voru þá í þann mund að fara út á traktorana að plægja akrana. „Þetta er mikil vinna sem felst í því að vinna landið, tæta og plægja og bæta í jarðveginn. Óbrotið land er súrt. Við þurfum að bæta í það kalki og efnum. Til þess not- um við til dæmis skeljasandinn. Svo erum við búnir að gera marga kílómetra af vegum og eigum eftir að bæta við fleirum,“ segir Ólafur Jón sem í mörg ár var kjúklinga- bóndi á Kjalarnesinu. Félagi hans Jón Þór Marinós- son er frá Hvítanesi í Hvalfjarðar- sveit og greinilega talsvert bónda- efni. „Ég get varla hugsað mér skemmtilegra starf en vinna land- ið fyrir kornræktina. Þetta verð- ur líka ábyggilega frábært land til kornræktar. Ég held að varla sé steinvala í landinu. Það er að þorna og þótt við séum á stórum og miklum traktorum ber það þá ágætlega. Ef að við sjáum fram á að blotni meira þá erum við til- búnir að setja þá á tvöföld dekk. Þá fljóta þeir enn betur,“ sagði Jón Þór, skömmu áður en blaða- maður kíkti inn til grísanna. Eins og sjá má á myndunum er þeir vel haldnir og verða áreiðanlega að góðri matvöru þegar þar að kem- ur. þá Svínin eru pattaraleg. Kornþurrkarinn sem byggt hefur verið utan um til bráðabirgða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.