Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Skessuhorn gerði í liðinni viku könnun á stöðu dvalarheim- ila aldraðra á Vesturlandi. Með- al annars voru þrjár spurningar sendar til forstöðumanna allra heimilanna. Spurningarnar voru þessar: 1. Hversu margt fólk er í vist hjá ykkur? (bæði hjúkrunar- og dvalarrými) 2. Hvernig er staðan varð- andi biðlista? Hefur fækkað eða fjölgað? 3. Hvernig er fjárhagsleg staða stofnunarinnar? Niðurstöðurnar sýna einróma að staða dvalarheimilanna er afar erf- ið um þessar mundir. Öll rými eru fullsetin og biðlistar. Sum heim- ilanna hafa verið rekin með miklu tapi á síðustu árum. Stjórnendur hafa gripið til niðurskurðaraðgerða og ýtrasta sparnaðar. Þeir telja öll tormerki á að lengra verði gengið í þeim efnum og flestir telja dvalar- gjöld frá ríkinu of lág. Þau þurfi að hækka um 15%. Mikið tap á Höfða Stærsta dvalar- og hjúkrunarheim- ilið á Vesturlandi er Höfði á Akra- nesi. Þar eru samtals 78 íbúar, 48 í hjúkrunarrýmum og 30 í dvalar- rýmum. Auk þess eru 20 dagdval- arrými. Kjartan Kjartansson fram- kvæmdastjóri upplýsir að biðlistinn hafi frekar styst en lengst undan- farin misseri og eru um 20 manns á honum í dag. Rekstrarleg staða Höfða er mjög erfið. Taprekstur undanfarinna tveggja ára er um 200 milljónir króna eins og fram kemur í viðtali við Kjartan hér í blaðinu. Biðlistar lengjast í Borgarnesi Alls búa 50 einstaklingar á hverj- um tíma í Brákarhlíð, dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi. Þar af eru 30 í hjúkrunarrýmum og 18 í dval- arrýmum. „Við höfum einnig leyfi fyrir tveimur í hvíldarrýmum í senn sem hafa nýst mörgum afar vel sem tímabundin lausn, t.d. eftir veikindi og/eða til að brúa bilið eftir sjúkra- hússdvöl. Einnig erum við með þrjú dagdvalarrými. Það úrræði er í boði á virkum dögum til kl. 16:00,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson forstöðu- maður í samtali við Skessuhorn. „Biðlistinn er frekar að lengj- ast en styttast, þrátt fyrir að margir heimilismenn hafi fallið frá á und- anförnum mánuðum. Einstakling- ar geta þurft að bíða lengi, allt upp undir ár í brýnni þörf. Núna eru að minnsta kosti tólf á biðlista. Þar af bíða átta eftir hjúkrunarrými. Þetta er mjög hátt hlutfall af heild- arfjölda hjúkrunarrýma á heim- ilinu. Þörfin er meiri því við vitum að það er verið að vinna mat fyrir væntanlega íbúa í framtíðinni. Bið- in og ásóknin í hvíldarrýmin hef- ur einnig aukist. Fólk sem kemur í hvíldarinnlögn dvelst oftast hjá okkur í 3 til 6 vikur í senn.“ Björn Bjarki dregur enga dul á að rekst- urinn sé mjög þungur í Brákarhlíð. „Eins og hjá nánast öllum hjúkr- unar- og dvalarheimilum á land- inu,“ bætir hann við. Hann þakk- ar frábæru starfsfólki sem hafi axl- að ábyrgðina af mikilli festu og fag- mennsku að rekstrarerfiðleikar hafi ekki komið niður á faglegum gæð- um starfseminnar. Ráðuneyti svarar ekki Forstöðumaður Brákarhlíðar í Borgarnesi segir að tap sé nú á rekstrinum og hafi verið undan- farin ár. Athygli ráðuneytis heil- brigðismála hafi ítrekað verið vakin á vandanum án þess að brugðist sé við. „Stór hluti rekstrarvandans er að þróun daggjalda hefur ekki fylgt þróun verðlags. Einnig eru tölu- verður hluti þeirra sem hér dvelja á dvalarrýmum með hjúkrunarrýmis- mat og fær þjónustu sem slíkt. Dag- gjöldin sem fylgja þeim eru hins vegar miðuð við dvalarrými. Mun- ur á daggjöldum dvalarrýma og hjúkrunarrýma er rúmlega tvöfald- ur. Okkar mat er að ef næðist við- urkenning á stöðunni hér og við fengjum 38 til 40 hjúkrunarrými samþykkt og dvalarrýmin yrðu 10 til 12 þá væri reksturinn í jafnvægi. Við höfum fengið óháða rekstrar- úttekt sem styður þetta. Rekstur- inn er því afar þungur þó við séum hvergi í vanskilum í augnablikinu. Hverjum steini er velt til þess að halda sjó. Lítið má út af bera til að illa fari.“ Stjórn Brákarhlíðar hefur hald- ið bakhjörlum heimilisins upp- lýstum um stöðuna á rekstri þess. Þetta eru sveitarfélögin Borgar- byggð, Eyja- og Miklaholtshrepp- ur og Skorradalshreppur, auk Sam- bands borgfirskra kvenna. „Þess- ir aðilar hafa ekki komið með fjár- framlag enn sem komið er til rekst- urs. Það er og alfarið hlutverk rík- isins að standa undir rekstri hjúkr- unar- og dvalarheimila. Sveitar- félögin leggja þó árlega fram fjár- muni til húsnæðis heimilisins. Það framlag stendur t.d. undir kostnaði við þær miklu endurbætur sem nú fara fram á húsakosti Brákarhlíðar. Þeim lýkur í vor. Félög og klúbb- ar hafa og staðið afar vel við bak- ið á heimilinu hvað varðar kaup á búnaði fyrir heimilismenn,“ segir Björn Bjarki. Slæm staða í Dölum Dvalar og hjúkrunarheimil- ið Silfurtún í Búðardal er með 9 heimilismenn í hjúkrunarrými, tvo í dvalarrými og einn í hvíldarrými. Heimilið hefur óskað eftir dagvist- unarrýmum en ekki fengið við- brögð. „Það er töluverð vöntun á dagvistunarrýmum í Dalabyggð. Í dag er enginn á biðlista í hjúkrun- arrými en einn á biðlista í dvalar- rými,“ segir Eyþór Gíslason rekstr- arstjóri Silfurtúns. Eyþór segir að fjárhagsstaða heimilisins sé afar slæm þrátt fyr- ir aðhaldsaðgerðir liðinna ára. „Rekstrarhallinn var rúmar 16 millj- ónir árið 2012. Það liggja ekki fyrir endanlegar tölur vegna ársins 2013. Þó lítur út fyrir að hallinn verði 11 til 12 milljónir króna. Samanlagð- ur hallarekstur síðustu þriggja ára er um 58 milljónir. Þetta hefur ver- ið greitt af sveitarsjóði og er veru- lega íþyngjandi fyrir rekstur Dala- byggðar,“ segir Eyþór. Að hans sögn er ekki hægt að ganga lengra í hagræðingu. Daggjöld verði að hækka um minnst 15% til að kom- ast megi hjá hallarekstri. Uppsafnað tap og hús- næðisvandi að auki Þröng rekstarstaða hrjáir einnig dvalarheimili aldraðra á norðan- verðu Snæfellsnesi. Þau eru í Stykk- ishólmi, Grundarfirði og Snæ- fellsbæ. Dvalarheimilið í Stykkis- hólmi hefur alls 18 rými. Þar af eru 13 hjúkrunarrými og fimm dvalar- rými. Við þetta bætast svo tvö dag- vistunarrými. „Að jafnaði eru um þrír á biðlista fyrir hjúkrunarrými og einn til tveir í dvalarrými. Rekst- ur heimilisins er í járnum. Dvalar- heimilið skuldar 70 milljónir vegna taprekstrar fyrri ára,“ segir Hildi- gunnur Jóhannesdóttir forstöðu- kona. Eins og fram kemur í grein um heimsókn blaðamanns Skessuhorns í Dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi hér í blaðinu þá glímir heim- ilið einnig við húsnæðisvanda. Allt í járnum í Grundarfirði Fellaskjól í Grundarfirði hefur tólf heimilismenn. Þar af eru níu í hjúkrunarrými og þrír í dvalar- rými. „Fjórir einstaklingar eru nú á biðlista. Frá árinu 2012 hefur sigið á ógæfuhliðina þar sem ráðuneytið tók af heimilinu eitt hjúkrunarrými það ár. Því er ekki hægt að taka inn fólk í hvíldarinnlagnir. Heim- ilið hefur þannig orðið af þeim tekjum sem af þeim hefði hlotist. Það er ekki heldur möguleiki að færa fólk af dvalarrými yfir á hjúkr- unarrými þegar heilsa þess versn- ar. Rekstrarlega séð eru lítil heim- ili viðkvæmari en þau stóru. Það má lítið út af bera til að öll starf- semi fari úr skorðum. Árum saman hefur verið velt við hverjum steini á Fellaskjóli til að spara. Rekstur- inn var t.a.m. jákvæður um 85.000 krónur við árslok 2012. Það urðu ekki neinar meiriháttar breytingar á rekstrinum á nýliðnu ári. Ég sé ekki að lengra verði gengið í hag- ræðingu hér. Tap ársins stefnir í að verða um fimm prósent eða sem nemur hjúkrunarrýminu sem tek- ið var af heimilinu,“ segir Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls. Auð rými í Snæfellsbæ vegna fjárskorts Á Jaðri í Ólafsvík eru tíu íbúar í hjúkrunarrými og fimm í dvalar- rými. Auk þess eru sjö í leigufyr- irkomulagi og einn í dagvistun. Tveir eru á biðlista eftir hjúkrun- arrými og tveir eftir dvalarrými. Að auki eru nokkrir einstaklingar, sem hafa óskað eftir plássi, nú í færni- og heilsumati. „Undanfarin ár hefur Jaðar ver- ið rekinn með halla. Ástæðan er að heilbrigðisráðuneytið hefur enn ekki staðið við samninga um fjölda hjúkrunarrýma, sem var forsend- an fyrir því að farið var í nýbygg- ingu hjúkrunarheimilis við Jað- ar. Frá því að nýbyggingin var tek- in í notkun hafa tvö hjúkrunarrými staðið auð og ónotuð. Hallarekst- urinn er brúaður með framlagi frá Snæfellsbæ. Þetta er afar óeðlilegt þar sem sveitarfélög eiga ekki að bera kostnað af rekstri hjúkrunar- heimila,“ segir Sigrún Erla Sveins- dóttir hjúkrunarfræðingur á Jaðri. Þokkaleg staða á Reykhólum Dvalarheimilið Barmahlíð á Reyk- hólum virðist standa einna best dvalarheimilanna á Vesturlandi. „Við höfum að mestu verið með öll okkar pláss nýtt. Hér eru 13 hjúkrunarrými og tvö dvalarrými. Einnig erum við með eitt hvíldar- innlagnarými. Dagvist er fyrir tvo einstaklinga, dvöl frá klukkan 8 til 16 á virkum dögum. Biðlistinn er ekki langur. Yfirleitt hefur mað- ur komið í manns stað hjá okkur. Fjárhagsleg staða okkar er nokkuð góð. Jafnvægi hefur verið á dagleg- um rekstri. Við finnum þó fyrir því að viðhald og endurnýjun á tækjum og öðrum búnaði sem og viðhald á húsnæði er þungur baggi. Við höf- um lagt áherslu á mannauðinn og að vera með gott fólk í vinnu,“ seg- ir Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- forstjóri í Barmahlíð. mþh Fréttaskýring: Dvalarwheimili aldraðra á Vesturlandi glíma við ýmsa erfiðleika Hjúkrunarrými Dvalarrými Samtals rými Á biðlista Höfði, Akranesi 48 30 78 20 Brákarhlíð, Borgarnesi 30 18 48 12 Silfurtún, Búðardal 9 2 11 1 Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi 13 5 18 5 Fellaskjól, Grundarfirði 9 3 12 4 Jaðar, Snæfellsbæ 10 12 22 4 Barmahlíð, Reykhólum 13 2 15 0 Samtals: 132 72 204 36 Fjöldi dvalarrýma og hjúkrunarrýma og áætlaða biðlista á dvalarheimilum á Vesturlandi. Ekki eru tekin með rými í dagvistun og hvíldarrými. Tölur um fjölda á biðlista eru með fyrirvara um að staðan getur breyst á skömmum tíma ef íbúar dvalar- heimila falla frá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.