Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Guðríður Haraldsdóttir, eða Gurrí eins og hún er jafnan kölluð, hefur komið víða við í fjölmiðlum lands- ins í gegnum árin. Hún er aðstoð- arritstjóri Vikunnar, hefur starf- að í útvarpi og lengi verið vinsæll bloggari, hún heklar og ferðast daglega til vinnu í Garðabæ með strætisvögnum. Hún býr í „gömlu blokkinni“ við Jaðarsbraut á Akra- nesi með syni sínum og köttunum Kela og Krumma. Þar deilir hún stórkostlegu útsýni með heiminum í gegnum vefmyndavél sem staðsett er úti í glugga. Bókaormur Gurrí er fædd í Reykjavík en flutti fljótlega á Vesturlandið með for- eldrum sínum og systur. Hún er dóttir Haraldar Jónassonar lög- fræðings frá Flatey á Skjálfanda og Bryndísar Jónasdóttur sem var um tíma yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Akraness. „Ég flutti til Stykkishólms og bjó þar í þrjú ár en 1961 fluttum við til Akraness,“ segir Gurrí í samtali við blaða- mann. „Við bjuggum um tíma í „nýju blokkinni“ við Höfðabraut en lengst af í Arnarholti 3, húsinu fyrir aftan Einarsbúð. Mér fannst mikið sport að fá að fara bakdyra- megin til Einars, Ernu og Gunnu. Bókasafn Akraness var uppáhalds- staðurinn minn í æsku. Ég fór mik- ið þangað og var algjör bókaorm- ur. Ég var til dæmis nánast búin með barnabókasafnið tíu ára gömul og þá leiddi Ásta Ásgeirsdóttir mig að bókmenntum Theresu Charl- es og Barböru Cartland og alls kyns ástarsögum. Ég man að í eitt skipti beið ég í biðröð klukkan 16 til að fá lánaðar tvær bækur, Kim- bók og Ævintýrabók. Flýtti mér heim með þær og kláraði þær báð- ar fyrir lokun en þegar ég kom aft- ur og vildi fá nýjar fékk ég það ekki og var mjög ósátt. Ásta var ekki við þann dag,“ rifjar Gurrí upp. Þegar hún var búin að lesa ævintýrabæk- ur og ástarsögur í þúsundatali tóku við þyngri nöfnin: Laxness, Thor, Svava, Vigdís Gríms og fleiri. Gurrí segist vera nánast alæta á allt sem prentað er á pappír. Lærði að aka Gurrí flutti á þrettánda aldursári til Reykjavíkur, í Norðurmýrina. Hún hætti í skóla á miðjum landsprófs- vetri og fór á vertíð til Vestmanna- eyja aðeins 15 ára gömul, sem þótti auðvitað fremur ævintýralegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „En það var brjálæðislega mikil vinna og sérlega mikil lífsreynsla og mjög skemmtilegt ævintýri. Eftir vertíð- ina flutti ég til Sauðárkróks. Þar bjuggu pabbi og konan hans en for- eldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára. Þar tók ég loks landsprófið. Ég vann á hótelinu um sumarið og pabbi gaf mér bílprófið þegar leið að hausti. Kannski er það ástæðan fyrir að ég keyri aldrei, svona af því ég lærði að keyra í svona litlum bæ þar sem lítil umferð var. Svo lærði ég á Moskvich, sem var elskulegt austantjaldsskran,“ segir Gurrí og hlær við endurminninguna. Hún varði svo árinu 1976 sem au pair í London og gætti tveggja barna. Skilnaður, eigin íbúð og útvarpsmennska „Fljótlega eftir að ég kom frá London, þá átján ára, fór ég að vera með manninum sem síðar varð eig- inmaður minn og enn síðar fyrr- verandi eiginmaður. Við höfð- um kynnst þrettán ára og vorum perluvinir. Ekkert var á milli okkar annað en vinátta fyrstu árin þar til þarna. Ég dró hann með mér upp á Skaga þar sem við bjuggum í sex ár og hér fæddist sonur okkar, Ein- ar.“ Nokkrum árum síðar fluttu þau til Reykjavíkur og skildu í vináttu í framhaldi af því. „Þetta var svolítið basl fyrstu árin, eilífir flutningar og litlir pen- ingar milli handanna en í minning- unni voru þetta skemmtilegir tímar. Ég fékk frábæra skrifstofuvinnu hjá DV og starfaði þar í sjö ár en þarna kviknaði áhuginn á blaðamennsku. Ég fékk að spreyta mig aðeins fyr- ir Vikuna og Úrval en hafði enga menntun til þess, ekki einu sinni stúdentspróf.“ Gurrí bjó á tíu stöðum næstu fimm árin, sem var heldur óhag- stætt, en þannig var leigumarkað- urinn. Hún hafði frétt af Verka- mannabústöðum og sótt árlega um íbúð þar. Eftir þrjú ár fékk hún út- hlutað lítilli íbúð í Grafarvogi með bílskýli. „Ég varð að afþakka hana, enda átti ég engan bíl og hafði ekki efni á að kaupa rándýrt bílskýli. Ég fór allra minna ferða með strætó og líkaði bara vel þótt ýmsir skildu ekki hvernig ég afbæri það. Margir héldu reyndar að einstæðar mæður hefðu það mjög gott,“ segir Gurrí og hlær. Þremur árum síðar voru mæð- ginin flutt í litla verkamannaíbúð í Vesturbænum og bjuggu þar næstu átján árin, upp á dag. „Árið 1986 fékk ég minn fyrsta útvarpsþátt á Rás 2 og var þar í tæpt ár. Í fyrstu var ég svo stressuð og hrædd að ég grenntist um heil tíu kíló á einum mánuði,“ segir hún og hlær. Seinna var Gurrí með þætti bæði á Stjörnunni og Aðalstöðinni. „Fyrst sá ég um bókmenntaþátt sem ég reyndi að hafa fjölbreyttan og að æskuvinkonan, hún Barbara mín Cartland fengi sömu virðingu og t.d. Guðbergur Bergsson.“ Um þetta leyti lærði hún tarotlestur í Tómstundaskólanum og í helgar- þætti sem hún sá um á Aðalstöðinni byrjaði hún að lesa í tarotspil fyrir hlustendur sem hringdu inn. Fórnaði geitungum fyrir máva Árið 1998 vann Gurrí hjá Hús- næðisstofnun ríkisins. Þegar stofn- uninni var breytt í Íbúðalánasjóð missti hún vinnuna. „Ég fékk þá biðlaun og komst í langþráð nám. Til að komast inn í nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands, sem var framhaldsnám, voru kröfurnar BA-próf eða reynsla við fjölmiðla. Í raun fannst mér ég vera lítið meira en plötusnúður en hafði þó vissu- lega skrifað nokkuð, meðal ann- ars grein í Mannlíf um hljómsveit- ina Radiohead en það tók mig óra- tíma að skrifa hana. Ég komst þó inn í námið og það ár var eitt besta ár lífs míns. Námið var afskaplega hagnýtt og fljótlega eftir að því lauk fór ég að vinna hjá Fróða sem nú heitir Birtíngur,“ segir Gurrí, en hún hefur nú starfað þar í 14 ár. Ta- rotspilin notar hún enn, nú til að gera stjörnuspá Vikunnar. „Ég er samt enginn miðill, alls ekki. Ég kann bara að lesa í spilin, í táknin á þeim.“ En hvernig kom það til að Gurrí fluttist á Akranes í þriðja skipti? „Þegar ég bjó hérna með mínum fyrrverandi áttum við heima við hafið. Eftir að hafa búið í um ald- arfjórðung án þess að sjá til sjáv- ar var mig farið að dreyma sjóinn í vöku og svefni. Þegar ég heyrði að strætó ætti að fara að keyra á milli sá ég mér kleift að flytja, fór að skoða íbúðir á Netinu og fann þessa. Strætófargjaldið þrefaldaðist um tíma hér á milli en nú greiðum við tvöfalt gjald. Akraneskaupstað- ur niðurgreiðir um þennan þriðj- ung og er ég mjög þakklát fyrir það, enda munar þetta miklu. Að flytja hingað er ein af bestu ákvörðunum lífs míns. Ég skipti út umferðarhávaða fyrir öldunið og blessuðum geitungunum fórnaði ég fyrir máva. Ég hef alltaf verið ró- lynd en hér kom yfir mig enn meiri innri ró. Ég fæ orku frá hafinu og útsýninu. Ef jörðin væri ekki hnött- ótt sæi ég héðan alla leið til Amer- íku. En ég keypti mér góðan kíki og get í góðu skyggni séð flugvélar nar í Keflavík taka á loft.“ Gurrí lítur út um gluggann, þaðan sem útsýn- ið er frábært. Ferðaðist um heiminn með aðstoð myndavéla Þegar Gurrí var í sumarfríi fyrir nokkrum árum, í slökun og hvíld heima, fann hún spennandi síðu á netinu, Opentopia.com. „Þar voru þúsundir myndavéla alls stað- ar að úr heiminum. Ég ferðaðist um heiminn þetta sumar, í gegn- um vefmyndavélar. Mér fannst þetta svo spennandi að ég ákvað að setja upp svona vél hérna í glugg- anum til að geta fylgst með sjónum „mínum.“ Það eru oft svo flottar öldur og ég í vinnunni, fjarri góðu gamni. Ég kíki sjálf daglega á öld- urnar við Langasand, þegar ég er ekki heima. Ég hef alltaf verið svo- lítill nörd.“ Myndavélin hefur notið mikilla vinsælda og margir hafa farið inn á vefslóðina til að skoða Langa- sand. „Bara í gegnum norsku veð- ursíðuna, www.yr.no (slá inn Akra- nes), hafa komið yfir 30 þúsund notendur. Hún var líka valin ein Besta ákvörðunin að flytja á Skagann Rætt við Guðríði Haraldsdóttur fjölmiðla- og Skagakonu Gurrí á fjöldann allan af bókum enda mikill bókaormur. Kötturinn Keli er hálfgerður bókaormur líka. Í fyrra vaknaði hekláhugi Gurríar af þrjátíu ára dvala. Hér er hannyrðaklúbburinn Hekls Angels; Bára, Gunna og Gurrí. Þær hittast vikulega og hekla saman. Á hverju ári fær Gurrí skemmtilega afmælistertu frá Bernhöftsbakaríi. Hér er kakan síðan 2012.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.