Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 „Ríkið þarf að koma til móts við Höfða með því að hækka daggjöld- in og verður ekki lengi búið við nú- verandi skipan þeirra mála,“ segir Kjartan Kjartansson framkvæmda- stjóri hjúkrunar- og dvalarheimilis- ins Höfða á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Rekstur Höfða á Akra- nesi átti undir högg að sækja á ný- liðnu ári og segir Kjartan að gera megi ráð fyrir rekstrarhalla sem nemi líklega rúmlega 100 milljón- um króna árið 2013. Árið 2012 nam hallarekstur heimilisins 97 milljón- um króna og því versnar afkom- an nokkuð á milli ára. „Staðan er ekki góð en bókhaldslegt tap segir þó ekki allt þar sem inni í þessum tölum eru reiknaðar stærðir eins og áfallnar lífeyrisskuldbindingar og afskriftir. Sem dæmi er hallinn árið 2012 55 milljónir króna án reikn- aðra lífeyrisskuldbindinga. Hall- inn á síðasta ári kemur til þrátt fyr- ir að gripið hafi verið til aðhalds í rekstri. Lausafjárstaða heimilisins er þó sterk, þrátt fyrir hallarekst- urinn.“ Myndi gjörbreyta rekstrinum Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að Höfði er rek- inn með halla. „Fyrir það fyrsta eru daggjöldin of lág. Á þetta hef- ur verið bent lengi og er ljóst að ríkið verður að fara að taka á þess- um málum. Gísli Páll Pálsson for- maður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu (SFV) hefur bent á að daggjöldin ættu að vera 10- 12% hærri en þau eru í dag og nú- verandi heilbrigðisráðherra hefur sjálfur bent á að þau séu að minnsta kosti 9% of lág. Pláss er fyrir 78 íbúa á Höfða í dag, 48 í hjúkrunar- rýmum og 30 í dvalarrýmum. Þess utan eru 20 dagdvalarrými. Hækk- un daggjalds myndi því þýða nauð- synlega tekjuaukningu fyrir heimil- ið og gjörbreyta rekstrinum,“ seg- ir Kjartan. Hækki daggjöldin um 10% frá síðasta ári myndi tekju- aukning verða um 55 milljónir króna. ,,Þetta myndi slá á brýnustu þörfina varðandi daglegan rekstur,” segir Kjartan. Lokun E-deildar þyngdi reksturinn „Einnig hefur hjúkrunarþyngd heimilisins aukist og gætir þar áhrifa vegna lokunar E-deildar- innar á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi,” segir Kjart- an. ,,Sú staða hefur kallað á aukin mannskap hjá okkur og sömuleið- is höfum við þurft á fleira fólki að halda í umönnun eftir breytingar í kjölfar stækkunarframkvæmda á Höfða árið 2012 til þess að útrýma tvíbýlum. Í ofanlág eru nokkrir einstaklingar í dvalarrýmum sem hafa fengið flutningsbeiðni heim- ilaða í hjúkrunarrými, en kom- ast ekki að þar sem öll rými eru í notkun. Þessir einstaklingar njóta þó þeirrar þjónustu sem þeir þurfa, en heimilið fær þó ekki daggjöld í beinu samræmi,“ segir Kjartan. Hann hefur sótt um til heilbrigðis- yfirvalda að fá að fjölga skilgreind- um hjúkrunarrýmum á Höfða um átta og fækka um leið dvalarrým- um að sama skapi. „Þess utan eru áfallnar lífeyrisskuldbindingar að taka sinn toll í rekstrinum. Á síð- asta ári voru greiddar lífeyrisskuld- bindingar um 25 milljónir króna. Í heildina eru lífeyrisskuldbindingar Höfða um 780 milljónir króna, en samningaviðræður hafa staðið yfir í tæp fimm ár milli forsvarsmanna SFV og ríkisins um að ríkið taki við þeim. Þær viðræður hafa verið án niðurstöðu.“ Grunnþjónustan varin Til að stemma stigu við halla- rekstrinum hefur verið ráðist í ýmsar sparnaðaraðgerðir á Höfða. „Fyrir það fyrsta verður ekki sett- ur peningur í viðhaldsframkvæmd- ir á árinu 2014. Stöðugildum hefur verið fækkað í eldhúsi og í dagvist- un og þá hefur verið skorið niður í ýmissi þjónustu svo sem í félags- starfi, hlutastarfi djákna og áskrift- um af afþreyingarefni. Á móti höf- um við lagt áherslu á að skera ekki niður í grunnþjónustu, svo sem í hjúkruninni.“ Kjartan segir Höfða hafa notið mikillar velvildar á liðnum árum í formi ýmissa gjafa sem velunnarar heimilisins hafa fært því af góðum hug. „Þær gjafir hafa runnið í gjafa- sjóð heimilisins og hefur sjóðurinn veitt um 65 milljónum króna til ým- issa verkefna í þágu heimilisfólks á undanförnum fimm árum. Sjóður- inn er ekki eins stór og áður og því hefur þurft að takmarka framlög úr honum en þau hafa staðið und- ir ýmissi þjónustu fyrir heimilis- fólk. Sjóðurinn nýtist því ekki eins vel og áður, en framlög úr honum hafa m.a. verið nýtt í félagsstarf og afþreyingu.“ Sveitarfélögin í bakábyrgðum Höfði er stofnun í eigu Akranes- kaupsstaðar og Hvalfjarðarsveitar og bera þessi sveitarfélög rekstr- arábyrgð í hlutfalli við eignarhluta. Kjartan segir ljóst að til lengdar gangi ekki upp að hallarekstur sé á heimilinu og því sé brýnt að tekið verði á fjárhagsvanda þess. „Stjórn SFV sendi nýlega frá sér ályktun þar sem m.a. er skorað á heilbrigð- isráðherra að beita sér fyrir því að daggjöldin verði hækkuð og lausn fundin á lífeyrisskuldbindingar- málum. Að öllu óbreyttu munu því Akraneskaupstaður og Hvalfjarðar- sveit þurfa að leggja fram fé í rekst- urinn til að mæta hallanum,“ segir Kjartan. hlh Fjórir einstaklingar búsettir á Akra- nesi birtu í síðustu viku auglýsingu í Skessuhorni og fleiri fjölmiðlum þar sem kynnt er stofnun Hollvinasam- taka Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands. Stofnfundurinn verður laug- ardaginn 25. janúar nk. klukkan 12 í húsnæði HVE á Akranesi. Þrátt fyrir stofnfundarstað eru hollvina- samtökin engu að síður hugsuð fyr- ir allt starfssvæði Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands sem teigir sig um vestan- og norðvestanvert land- ið á átta starfsstöðum. „Ein mikil- vægasta grunnstoð búsetu á Vest- urlandi er öflug heilbrigðisþjón- usta. Á liðnum áratugum hefur sú þjónusta m.a. verið byggð upp fyrir atorku og með öflugum stuðningi íbúa á starfssvæði HVE. Samstaða íbúa á Vesturlandi um heilbrigðis- þjónustu er mikilvæg forsenda þess að verja og efla þessa grunnstoð samfélagsins,“ segir meðal annars í stofnfundarboðinu. Undir það rita Steinunn Sigurðardóttir, Sæv- ar Freyr Þráinsson, Sigríður Eiríks- dóttir og Gísli Gíslason. Að mati fjórmenninganna er mikilvægt að horfa til heilbrigðis- starfsemi á Vesturlandi sem einnar heildar og að hlutverk samtakanna verði m.a. að standa fyrir fjáröfl- un frá hollvinum og fleirum, kynna starfsemi HVE á opinberum vett- vangi og veita starfseminni stuðn- ing með ráðum og dáð. „Þenn- an hornstein samfélagsins þarf að verja,“ er megin inntak fundar- boðsins næstkomandi laugardag. Verið í undirbúningi um hríð Í tvígang hefur ítarlega verið fjallað um væntanlega stofnun Hollvina- samtaka HVE í Skessuhorni. Í vikunni sem leið birtist grein eft- ir Sigríði Eiríksdóttur á Akranesi í Skessuhorni þar sem hún hvetur íbúa á Vesturlandi til að taka þátt í stofnfundi hollvinasamtakanna. Þá var í jólablaði Skessuhorns, sem kom út 18. desember sl., ítarlegt viðtal við Steinunni Sigurðardótt- ur fyrrverandi hjúkrunarforstjóra á Akranesi, en heilbrigðismál eru hennar hjartans mál enda er hún forgöngumaður að stofnun holl- vinasamtakanna. Í viðtalinu sagði Steinunn orðrétt: „Heilbrigðismálin eru mitt hjartans mál. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem lýtur að skipulagi þeirra til framtíðar. Ég saknaði þess allt- af þegar ég var stjórnandi innan SHA og síðar HVE að það væru engir utanaðkomandi leikmenn sem gengju fram fyrir skjöldu og tækju frumkvæði að því að stofna hollvinasamtök. Þetta væri góð stofnun sem standa bæri vörð um. Mér fannst það ekki mitt hlut- verk þegar ég var stjórnandi að gera þetta. Nú þegar ég er hætt að vinna þá vil ég hins vegar fara í þetta. Ég fékk Gísla Gíslason, Sig- ríði Eiríksdóttur og Sævar Þráins- son með mér og við erum nú að undirbúa stofnun samtakanna. Við erum komin með drög að lögum en erum að velta fyrir okkur stærð svæðisins sem þau myndu ná yfir. Það eru þegar fyrir hendi holl- vinasamtök um heilbrigðisþjón- ustuna á ákveðnum stöðum sem starfsemi HVE nær yfir. Spurn- ingin er hvort við ættum að stofna hollvinasamtök fyrir allt svæðið og fá hina til liðs við okkur, eða hvort menn vilji vera útaf fyrir sig á hverjum stað. Ég fæ alls staðar mjög miklar og sterkar undirtektir þar sem ég hef rætt stofnun hollvinasamtakanna. Ótrúlega stór hópur fólks hefur notið þjónustu á HVE, bæði sjúk- lingar og aðstandendur. Stofnunin nýtur mikils velvilja. Þetta verða vonandi regnhlífarsamtök ein- staklinga, félagasamtaka og fyr- irtækja. Við sjáum fyrir okkur að hollvinasamtökin gætu aðstoðað stofnunina á ýmsan hátt svo sem í kaupum á stærri tækjum. Ugglaust gætu svona samtök líka látið í sér heyra ef þeim þætti gengið nærri stofnunni,“ sagði Steinunn Sig- urðardóttir í viðtali sem Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður tók við hana í desember. mm Rekstur Höfða á undir högg að sækja Kjartan Kjartansson, framkvæmda- stjóri Höfða. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi. Steinunn Sigurðardóttir forgöngumaður að stofnun hollvinasamtakanna. Standa fyrir stofnfundi Hollvinasamtaka HVE á laugardaginn Sjúkrahúsið á Akranesi er stærsta starfsstöð HVE af átta á vestan- og norðanverðu landinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.