Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Álagning fasteignagjalda hefur farið fram. Álagningarseðlar verða sendir til íbúðaeigenda fæddra 1947 og eldri - aðrir geta nálgast þá á vefnum www.island.is. Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15. janúar 2014. Afhending klippikorta til eigenda fasteigna á Akranesi fer fram í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi. Kortin eru til notkunar við skil á úrgangi í móttökustöð Gámu. Frekari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda er hægt að nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is og í þjónustuveri í síma 433 1000 eða með tölvupóst á netfangið akranes@akranes.is Álagning fasteignagjalda árið 2014 og afhending klippikorta til notkunar í móttökustöð (Gámu) Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafelli 6 og 7 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að afmarka 3,39 hektara lóð og staðsetja tvo byggingarreiti fyrir íbúðarhús. Lýsingin liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 22. janúar 2014 til 5. febrúar 2014. Hún verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 5. febrúar 2014 fyrir kl. 15.00. Þær skal senda í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is Borgarnesi 20. janúar 2014 Lulu Munk Andersen Skipulags- og byggingarfulltrúi Lýsing á tillögu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7, Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2014. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningar- seðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er 15. dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 67 ára eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 67 ára eða eldri afþakkað greiðslu- seðla. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Borgarnesi 20. janúar 2014 Skrifstofustjóri Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Íslendingar eru stöðugt eftirsóttari Hrannar dregur enga dul á að hann þurfti að hafa fyrir því að rjúfa múrana og komast í skipsrúm á skipi í norska olíuiðnaðinum. „Samhliða öllum undirbúningi var ég búinn að vinna í því að sækja um störf í nærfellt heilt ár. Ég sendi umsóknir beint á útgerðirnar og í gegnum ráðningarstofur. Það er tiltölulegt nýmæli að íslenskir sjó- menn hasli sér völl á þessum vett- vangi. Segja má að þetta hafi byrjað eftir hrunið. Við höldum tengslum okkar á milli, erum til dæmis með lokaðan hóp á Facebook þar sem við getum spjallað saman, spurt hvora aðra um ráð og þess hátt- ar. Þar eru rúmlega 60 menn í dag, skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar og áfram má telja.“ Mikill áhugi er á svona störfum á meðal íslenskra sjómanna. „Margir eru að velta þessu fyrir sér. Það hef- ur hjálpað mikið að Siglingastofn- un gaf út nýja tegund sjóferðabókar á síðasta ári sem er alþjóðlega við- urkennd. Íslenskir sjómenn telj- ast mjög góðir starfskraftar. Orð- stír okkar er hratt að verða betri á alþjóða vettvangi, ekki síst í Nor- egi. Við teljumst hafa litla fjarveru, erum taldir samviskusamir og hæf- ir menn sem hægt sé að treysta á. Þetta skiptir máli. Fyrir nokkrum árum var þetta öðruvísi. Þá voru ís- lenskir sjómenn fáséðir í olíuiðnað- inum. Norsku útgerðirnar höfðu í raun enga reynslu af Íslendingum. Þeir höfðu þannig ekkert orðspor. En þetta hefur breyst mjög hratt. Ég held að Íslendingar hafi undan- tekningalaust staðið sig vel í þess- um störfum og verið til sóma.“ „Náið ykkur í réttindin á meðan þið eruð með vinnu“ Hrannar segist vilja ráðleggja þeim sem hafi áhuga á svona störf- um að afla sér alþjóðlegu réttind- anna í frítíma sínum á íslensku fiskiskipunum, og koma umsókn- um í umferð eins og hann gerði. Skipsrúm í íslenska fiskiskipaflotan- um geti verið hverful. Nýleg dæmi sanni að það sem allir héldu að væri örugg pláss séu það alls ekki. „Það er svo miklu erfiðara að fara í að reyna að afla alþjóðlegu rétt- indanna ef þú er orðinn atvinnulaus eins og við sáum að henti rúmlega 100 íslenska frystitogarasjómenn nú í desember. Auk þess getur það tekið langan tíma að fá skipspláss erlendis.“ Þessi ungi vélstjóri af Skaga num segist mjög ánægður með starfið á norska dráttarbátnum. „Launin eru góð. Ég er á föstum tekjum og fæ útborgað í hverjum mánuði al- veg sama hvort ég er á sjó eða hér heima. Um borð er gert ráð fyrir að ég vinni 12 tíma á dag. Í raun er það bara þannig þegar skipið er á sjó og við göngum vaktir. Þegar við liggjum í höfn sláum við vaktirnar af. Vinnum bara dagvinnu og höf- um yfirleitt frí á sunnudögum. Það er nóg að gera um borð. Viðhald- ið á öllum búnaði er afar gott. Því er alltaf ýmislegt sem þarf að sinna. Manni leiðist aldrei.“ Hann fer aftur út í byrjun febrú- ar. Eftir mánaðar frí heima á Akra- nesi flýgur hann á Saga Class far- rými út til Kaupmannahafnar og þaðan til Aberdeen. Þar mun „Stril Challenger“ og ævintýri næstu fjögurra vikna bíða Hrannars Ein- arssonar og 13 félaga hans. mþh Olíuborpallarnir sem Hrannar og félagar hans á „Stril Challenger“ þjóna eru engar smásmíðar þar sem þeir gnæfa yfir skipin. Hrannar Einarsson heima á Akranesi, við höfnina þar sem hann sleit barns- skónum og ákvað að gerast sjómaður og vélstjóri. Þessi selur var innilokaður í Kirkju- fellslóni við Grundarfjörð á dögun- um og komst ekki til sjávar vegna útfiris. Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns í Grund- arfirði gekk fram á hann og mátti ekki á milli sjá hvor var forvitnari um hinn. Í hálftíma grandskoðuðu þeir hvorn annan. Selurinn synti ítrekað að Tomma og virti hann fyrir sér. Fór svo í kaf og kom svo aftur. Á meðan mundaði Tommi myndavélina. Þessi ljósmynd var ein þeirra sem teknar voru á þess- um mínútum. Spyrja má; hefur sel- urinn mannsaugu? Við látum les- endum eftir að dæma um það. mþh Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi telur sig að einhverju leyti hafa tekjur af menningu og list- um. Þetta kemur fram í niðurstöðum fyrirtækjakönnunar Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum. Þar sögðu um 5% fyrirtækja hafa tekjur af menningu og listum að öllu eða miklu leyti á meðan tæp 30% fyrir- tækja sögðust hafa tekjur að nokkru eða litlu leyti. Drjúgur meirihluti fyrirtækja, eða 65%, telja sig hins vegar hafa engar tekjur af slíkri starf- semi. Að sögn Vífils Karlssonar hag- fræðings hjá SSV voru fyrirtæki sem flokkast undir aðra framleiðslu, mannvirkjagerð, verslun, gisti- og veitingarekstur og upplýsingatækni marktækt frekar á þeirri skoðun að þeir hefðu tekjur af menningum og listum. „Fyrirtæki sem flokkast und- ir fiskveiðar, námur, orkufyrirtæki og fjármála- og tryggingafyrirtæki töldu sig hins vegar algerlega laus við slíkar tengingar. Engin mark- tækur munur var síðan á þessari af- stöðu á milli landssvæða innan Vest- urlands.“ Að mati Vífils hefur lengi verið áhugi á því að vita hvert vægi skap- andi greina er á Vesturlandi. Hefð- bundin atvinnugreinaflokkun veitir engar slíkar upplýsingar og af þeim orsökum voru fyrirtæki á Vestur- landi spurð að hve miklu leyti þau hefðu tekjur af menningu og listum í könnunni. „Svörin ættu því að gefa vísbendingar fyrir því hvert vægi skapandi greina er á Vesturlandi.“ Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum landshlut- ans tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Víf- ils sem vann könnunina ásamt Einari Þ. Eyjólfssyni hjá SSV. hlh Selur í sjálfheldu í Kirkjufellslóni Þriðjungur fyrirtækja hefur tekjur af menningu Að hve miklu leyti hefur fyrirtæki þitt tekjur af menningu og listum? Hér má sjá hlutfallslega skiptingu svara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.