Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 www.simenntun.is Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða til sín verkefnastjóra í 50% starfshlutfall. Starfsstöðin er á Snæfellsnesi en viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi. Spennandi starf Starfssvið: • Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Símenntunarmið- stöðvarinnar • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi sí- og endurmenntun • Þátttaka í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum á sviði framhaldsfræðslu • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar og/eða menntunarfræða er æskileg • Þekking á atvinnulífi á Vesturlandi er kostur og þá sérstaklega Snæfellsnesi • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignar- stofnun, starfar á sviði framhaldsfræðslu og rekur þrjár starfsstöðvar á Vesturlandi; á Snæfellsnesi, á Akranesi og í Borgarnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og fjölmörg tækifæri eru til staðar til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan framhaldsfræðsl- unnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. Viltu vera með okkur og sækja fram? Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 437 2390 eða 863 0862 Umsóknir, ásamt ferilskrá, skal senda á netfangið ingadora@simenntun.is fyrir 1. febrúar Betri er krókur en kelda segir mál- tækið og kemur það fljótt upp í hugann þegar rætt er við verkstjór- ana Birgi Andrésson og Guðmund Smára Valsson hjá Loftorku í Borg- arnesi. Báðir eru nefnilega orðnir góðir kunnáttumenn í pólsku eftir störf sín fyrirtækinu í áraraðir. Þeir byrjuðu að tileinka sér tungumálið í kjölfar þess að pólskum starfsmönn- um Loftorku tók að fjölga á árun- um fyrir bankahrun 2008. Tungu- málið hafa þeir lært ágætlega eftir samskipti sín við pólska samstarfs- menn svo eftir því hefur verið tek- ið. Blaðamaður Skessuhorns hitti þá Birgi og Smára í síðustu viku og fræddist meira um málið. Einkennileg staða Birgir og Smári hafa báðir starfað til langs tíma hjá Loftorku og hafa upplifað tímana tvenna hjá fyrir- tækinu. Smári hefur starfað þar síð- an 1988 en Birgir meira og minna síðan 1995. Áður en langt um leið voru báðir orðnir verkstjórar í ein- ingaframleiðslu fyrirtækisins í höf- uðstöðvum þess að Engjaási og því komnir með ábyrgð og mannafor- ráð á sínar herðar. Sem verkstjór- ar fylgdust þeir með fjölgun verk- efna á þensluskeiðinu mikla upp úr 2004 og um leið fjölgun starfsfólks – sem þá varð í meira mæli af er- lendu bergi brotnu. Meirihluti nýja starfsfólksins kom frá Póllandi og einn góðan veðurdag var svo kom- ið að allir starfsmenn í kúluplötu- deildinni sem þeir stýrðu árið 2005 voru erlendir. „Þetta var hálf einkennileg staða,“ viðurkennir Smári fyr- ir blaðamanni. „Á mjög stuttum tíma, kannski á nokkrum mánuð- um veturinn 2004 - 2005, tók starf- semi Loftorku stökk og þurfti fyrir- tækið að ráða inn nokkra tugi nýrra starfsmanna. Þá breyttist starfs- mannaflóran hjá okkur og áður en langt um leið voru allir starfsmenn í deildinni útlendingar. Flestir komu frá Póllandi, en einnig komu nokkrir frá Portúgal og Eystrasalts- löndum.“ Birgir segir að fyrst um sinn hafi þeir lagt áherslu á að nýju starfsmennirnir lærðu íslensku. „Ég man að við komum fyrir allskyns leiðbeiningum í verksmiðjunni á ís- lensku og ensku fyrir starfsmenn til að fara eftir og einnig reyndum við að gera okkur skiljanlega á ensku. Við fundum fljótt að þessi stefna gekk ekki upp og skilaði hún litlum árangri,“ segir Birgir. Ýmislegt kom þar til. „Í fyrsta lagi þá töluðu Aust- ur-Evrópubúarnir eiginlega enga ensku, bara sitt eigið móðurmál og loks einhverja rússnesku. Í öðru lagi var þónokkur starfsmannavelta á þessum árum. Flestir komu til landsins til að vinna í nokkra mán- uði og héldu síðan út aftur þann- ig að við vorum oft komnir á byrj- unarreit með að láta menn læra ís- lensku. Þess vegna einsettum við okkar að læra pólsku,“ bætir hann við. Krefjandi en skemmtilegt Að þeirra sögn var mun einfald- ari leið og í raun skynsamlegri að þeir sjálfir lærðu pólsku. Sá krók- ur hafi í raun verið betri leið fyrir alla en keldan sem þeir hafi fund- ið sig í með því að leggja áherslu á íslenskuna. „Þetta var og hefur verið krefjandi skóli fyrir okkur. Pólska er nokkuð framandi tungu- mál við fyrstu sýn, en tengist þó að- eins íslenskunni þegar það er skoð- að nánar. Um leið hefur þetta ver- ið nokkuð skemmtilegur lærdómur að ganga í gegnum,“ segir Smári. „Í fyrstu lærðum við grundvallarorð í tungumálinu og frægar setningar. Ég man að fyrsta setningin sem ég lærði var setningin fræga úr Ham- let: „að vera eða ekki vera“,“ bæt- ir Birgir við brosandi. „Við sett- um síðan þá reglu á vinnustaðnum að alltaf yrði töluð pólska og ef við skildum ekki nöfn á hinum og þess- um verkfærum eða öðru þá vildum við fá nánari útskýringar. Með tím- anum lærðum við helling og gátum farið að skilja betur það sem sam- starfsmenn okkar voru að segja. Um leið fórum við að geta gef- ið leiðbeiningar og fyrirskipanir á pólsku,“ segir Smári. Aðeins einu sinni fóru þeir á námskeið í pólsku en segja báðir það hafa verið mun árangursríkari leið að læra tungu- málið með því að tala við Pólverj- ana í Loftorku. Hefur eflt tengslin Báðir segja þeir að uppátækið hafi vakið nokkra athygli meðal pólskra samstarfsmanna sinna sem hafi tek- ið vel í þetta frumkvæði. „Þetta hef- ur eflt tengsl okkar við starfsfólkið og bætt um leið starfsandann. Síð- an er alltaf jafn gaman að sjá undr- unarsvipinn á Íslendingunum þeg- ar þeir heyra í okkur tala. Einhvern tímann hringdi einn samstarfsmað- ur minn í mig heim og var ég þá staddur í fjölskylduboði. Ég talaði við hann á pólsku sem fyrir mér var orðið eðlilegt. Þegar ég hafði lok- ið símtalinu sá ég að allir horfðu undrandi á mig og héldu að ég væri að gera að gamni mínu,“ greinir Birgir frá og hefur Smári svipaðar sögur að segja. „Þá hafa margir af Pólverjunum leitað til okkar vegna ýmissa mála utan vinnunnar á borð við að finna leiguhúsnæði, upplýs- ingar um laus störf vinnu fyrir eig- inkonur sínar eða einhverjar ráð- leggingar vegna annarra praktískra mála sem fylgja því að búa í nýju landi,“ bætir Smári við og hafa þeir félagar reynt hvað þeir geta til að leggja samstarfsmönnum sínum lið. Ætla að kynna sér landið Birgir áætlar að þegar mest var hafi starfsmenn Loftorku verið um 300 talsins og hafi erlendir starfs- menn verið tæplega helmingur af þeirri tölu. „Þar af má áætla að um 100 Pólverjar hafi unnið hjá fyr- irtækinu og minnir mig að eitt- hvað á bilinu 60 - 70 hafi verið að vinna í verksmiðjunni hér á Engja- ási, bæði í rörasteypunni, hol- plötugerðinni og í einingunum.“ Í dag eru starfsmenn Loftorku eitt- hvað á sjötta tuginn og eru enn þó nokkrir Pólverjar starfandi hjá fyrirtækinu. „Margir af þeim hafa verið hér í mörg ár, hafa fest ræt- ur í bænum og eru nú farnir að tala ágætis íslensku. Við höldum þó áfram að tala pólsku og byggj- um áfram á þeirri reynslu sem við höfum aflað í okkar störfum,“ seg- ir Smári. Hvorugur hefur ferðast til Pól- lands enn sem komið en Birgir hyggst ferðast út í sumar. „Fyrrum samstarfsmaður okkar bauð okk- ur báðum í giftingu sína úti í sum- ar og ætla ég að nota tækifærið og heimsækja landið. Í leiðinni býst ég við að hitta fleiri samstarfsmenn,“ segir Birgir sem hlakkar til ferð- arinnar en Smári kemst því miður ekki út að sinni. „Maður skellir sér bara í ferð síðar. Við eigum heim- boð út um allt Pólland og því get- ur maður gefið sér góðan tíma til að kynnast betur þessari fróðlegu og skemmtilegu þjóð sem Pólverj- ar eru í framtíðinni. Þá fær maður að láta reyna á tungumálakunnátt- una enn frekar.“ hlh Skynsamlegra að læra pólskuna Spjallað við Birgi Andrésson og Guðmund Smára Valsson, pólskumælandi verkstjóra í Loftorku í Borgarnesi Birgir Andrésson og Guðmundur Smári Valsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.