Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Tímamótin Leiðari Þegar ég var barnungur hugsaði ég með talsverðum kvíða yfir því að eld­ ast. Sjálfsagt voru þetta neikvæðar hugsanir, allavega ekki tímabærar, svona þegar litið er í baksýnisspegilinn og vonandi ekki algengar hjá ungum drengjum. Man til dæmis að ég var alltaf að rifja það upp með sjálfum mér að ég yrði 36 ára aldamótaárið. Fannst það gríðarlega hár aldur. En 36 urðu árin og nú eru þau orðin 50. Mér er minnisstætt að á unglingsárum fannst mér þeir sem komnir voru á sextugsaldurinn vera gamalmenni, ættu stutt eftir. Nú þegar maður er sjálfur kominn á þennan virðulega aldur kemur í ljós að það er hreint ekki svo slæmt. Nú gleðst maður bara yfir hverju árinu sem maður fær til viðbótar. Þegar ég að morgni afmælisdagsins í síðustu viku byrjaði í hljóði að vorkenna sjálfum mér yfir aldrinum, varð mér hugs­ að til ágætrar konu í Borgarnesi. Hún verður 100 ára í þessari viku. Þarna í upphafi sjálfsvorkunnar rann upp fyrir mér að ég er akkúrat helmingi yngri en hún. Ég snarhætti allri sjálfsvorkunn og sneri mér af gleði að morgun­ verkunum, fullviss um að nú ætti ég a.m.k. hálft lífið framundan ef ég hag­ aði mér sómasamlega. Hin tíræða Guðný Baldvinsdóttir í Borgarnesi er einstök. Undanfarin ár hefur hún nær daglega gengið frá heimili sínu við Böðvarsgötu og upp á dvalarheimilið Brákarhlíð og lesið fyrir frænda sinn og aðra heimilismenn. Hún fer semsé að lesa fyrir gamla fólkið! Kómískt, en engu að síður stað­ reynd og ber vott um mikla umhyggju hennar fyrir samferðarfólki sínu. Þetta gerir Guðný enn og er mér til efs að margir á sama aldri geti stát­ að af viðlíka heilsu. Hér í blaðinu í dag er stuttlega rætt við Guðnýju í til­ efni áfangans. Í mun ítarlegra viðtali við hana sem birt var í Jólablaði okk­ ar 2011 var margt fróðlegt sem kom fram. Meðal annars um hvernig kjör þeirra voru sem ólust upp á öndverðri 19. öldinni. Guðný er næstyngst úr átta systkina hópi. Sökum fátæktar ólust fjögur elstu systkinin upp á öðrum bæjum, voru fljótlega eftir fæðingu tekin í fóstur af kunningjum foreldra þeirra. Þannig var þetta í þá daga. Yngstu fjögur systkinin ólust hins veg­ ar upp á Grenjum, þar sem foreldrar Guðnýjar komu sér að endingu fyrir eftir skamma búsetu á nokkrum stöðum. Með viðtalinu við Guðnýju birtist mynd af henni og þremur systrum hennar. Það merkilega við þessa mynd var að þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þessar fjórar systur komu allar saman á lífsleiðinni. Sýnir þetta þann mun sem var á aðstæðum fólks í þá daga og kannski ekki síst samgöngum. Þegar aðstöðumunur fólks fyrir ekki lengri tíma síðan er borinn saman við kjör okkar í dag eigum við að vera þakklát. Í viðtalinu sagði Guðný til að mynda frá frá því þegar tveir bræð­ ur hennar árið 1926 voru við þriðja mann sendir á hestum úr Reykholtsdal alla leið norður að Laugum í Reykjadal í skóla. Þeir voru níu daga á leiðinni norður þarna um mánaðamótin september og október. Á leið sinni lentu þeir m.a. í snjó og öskubyl á heiðunum og fóru yfir óbrúaðar ár. Bræðurnir höfðu þrjá hesta, einn undir töskur og trúss. Þegar norður var komið voru hestarnir látnir sem meðgjöf með drengjunum fyrir skóladvölina. Hestun­ um var slátrað og þeir lagðir inn í mötuneytið. Nýtnin í þá daga var aldeilis önnur en hún er í dag þegar reiknað er út að um 40% af matnum sem fólk kaupir ónýtist og/eða sé hent. Við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, kannski þakklátari en við oft sýnum. Þess vegna er öllum hollt að heyra frásagnir fullorðna fólks­ ins þegar það rifjar upp minningar sínar líkt og Guðný frá Grenjum hefur gert. Hún er ein af okkar hetjum. Eins og þjóðfélagið okkar er í dag er hins vegar engin ástæða til að kvíða efri áranna líkt og ég af fáfræði gerði sem ungur drengur. Í dag er gott að eldast og auðvitað á maður að setja markið hátt, til dæmis að geta eftir önnur fimmtíu ár tekið mér daglega göngutúr á dvalarheimili aldraðra og lesið þar fyrir gamla fólkið. Magnús Magnússon. Fyrri umræða um ársreikning Grundarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár fór fram á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Þar kom fram að rekstrarniðurstaða ársins var tals­ vert betri en áætlun gerði ráð fyr­ ir. Samkvæmt samanteknum árs­ reikningi A og B hluta var rekstr­ arniðurstaðan jákvæð upp á 24,6 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1,8 milljón króna afgangi. Rekstar­ afkoma A hluta var jákvæð um 5,2 millj. kr. en rekstraráætlun gerði ráð fyrir halla upp á 15,8 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunn­ ar voru 830 milljónir en fjárhags­ áætlun ársins gerði ráð fyrir tekjum upp á 822,1 milljón. Rekstrartekjur A hluta voru 703,3 millj. kr. en fjár­ hagsáætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 699,4 millj. kr. Heildargjöld bæjarsjóðs voru samkvæmd ársreikningi 805 millj­ ónir. Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 18,6% en 13,9% af A hluta. Heild­ arskuldir og skuldbindingar sveit­ arfélagsins voru 1.468,9 millj. kr. og skuldahlutfall 173,1% en var 180,3% árið áður. Eigið fé sveitar­ félagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi er 419,5 millj. kr. í árs­ lok 2013 og eiginfjárhlutfall 22,2% en var 16,8% árið áður. Veltufé frá rekstri var 109,6 millj. kr. og hand­ bært fé í árslok 63,6 millj. kr. en var 31,1 millj. kr. árið áður. þá Ársreikningur Akraneskaupstað­ ar var lagður fram í bæjarráði sl. fimmtudag og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 29. apríl næstkomandi. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Akraneskaupstaðar en rekstrarniðurstaða A­hluta var jákvæð um 316,1 milljónir króna eða um 7,1% af tekjum. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir 40 milljóna króna afgangi í A hluta. Reg­ ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir helstu skýringar á bættri rekstrarniðurstöðu aðhald í rekstri en nær allir málaflokkar eru innan ramma. Útgjöld eru þannig lægri á heildina 2013 en þau voru árið 2012. Kostnaður vegna yfirstjórnar hefur lækkað á milli ára, úr 9,8% af skatttekjum í 8,3%. Þrátt fyrir að útsvarstekjur hafi ekki hækkað eins og búist var við, bætti Jöfnunarsjóður það að mestu upp. Í tilkynningu frá Akraneskaup­ stað segir að kennitölur úr rekstri A­hluta beri vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri A­ hluta er 664,5 milljónir sem er um 15% af rekstrartekjum. Fram­ legð A­hluta sem hlutfall af tekjum er 10,9%. Eigið fé A­hluta nemur 5.936 milljónum króna og er eig­ infjárhlutfallið 53%. Skuldahlut­ fall A­hluta er 119% en skulda­ viðmið 105%. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A og B hluta, er sömuleiðis jákvæð og er rekstr­ arafgangur um 190,7 milljón­ ir króna. Kennitölur samstæð­ unnar bera sömuleiðis vott um góða stöðu en veltufé frá rekstri er 641,6 milljónir króna sem er um 12,8% af rekstrar­ tekjum. Framlegð samstæð­ unnar sem hlutfall af tekjum er 8,2%. Eigið fé samstæðu nem­ ur 5.252 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall 45%. Skuldahlut­ fall samstæðu er 129% en skulda­ viðmið er 113%. þá Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vest­ urlands fór fram í félagsheim­ ilinu Árbliki í Dölum síðastlið­ inn fimmtudag. Góð mæting var á fundinn og mættu fulltrúar frá flest­ um búnaðarfélögum innan samtak­ anna. Á fundinum lét Guðný Jak­ obsdóttir frá Syðri Knarrartungu á Snæfellsnesi af formennsku eftir níu ára setu. Í stað hennar var Þórhild­ ur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Norðurárdal kjörin formaður. Stjórnarmennirnir Daníel Ottesen, Kristján Magnússon og Valberg Sigfússon voru endurkjörnir en Halldór Gunnlaugsson var kjörinn nýr í stjórn. Nokkrir gestir komu á fundinn og fluttu erindi. Þetta voru Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson for­ maður Bændasamtaka Íslands, Þor­ grímur Guðbjartsson bóndi á Erps­ stöðum sem kynnti fundarmönn­ um fyrir verkefninu „Hittu heima­ manninn“ og Bryndís Geirsdóttir frá Hinu blómlega búi sem kynnti hugmyndir sínar um matarbúrið Vesturland. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum og fjöll­ uðu þær m.a. um uppbyggingu og lagfæringar á malarvegum á starfs­ svæðinu, um mótmæli við gjald­ töku fyrir forðagæslu og ágang álfta og gæsa. Einnig ályktaði fundurinn að styðja við stefnu Bændasamtaka Íslands um að standa vörð um sjálf­ stæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Vonast til að standa sig Í samtali við Skessuhorn sagði Þór­ hildur Þorsteinsdóttir nýkjörin for­ maður BV að formennskan legð­ ist vel í sig. „Ég er búinn að vera í stjórninni síðan 2011 og þekki því aðeins til á þessum vettvangi. Það verður erfitt að feta í fótspor Guð­ nýjar en hún hefur staðið sig gífur­ lega vel sem formaður á undanförn­ um níu árum,“ segir Þórhildur sem einnig situr í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og er framkvæmda­ stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðar­ ins. „Starf samtakanna hefur mikið breyst eftir að Ráðgjafamiðstöðin var sett á laggirnar. Þó eru ýmis mikilvæg verkefni rekin á vegum samtakanna á borð við sæðingarstarfsemi í naut­ gripa­ og sauðfjárrækt, bændabók­ hald og klaufskurður. Ég horfi með ánægju til næsta starfsárs og vona að ég eigi eftir að standa mig vel sem formaður samtakanna.“ hlh / Ljósm. Guðmundur Sig. Þórhildur tekur við formennsku í BV Frá aðalfundinum sem fram fór í Árbliki í Dölum. Guðný Jakobsdóttir, fráfarandi formaður BV og Þórhildur Þorsteinsdóttir, nýkjör- inn formaður samtakanna. Mun betri afkoma Akraneskaupstaðar en gert var ráð fyrir Betri afkoma Grundarfjarðarbæjar en áætlað var

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.