Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Ef þú klemmir uppá stag - úr þér kvensemina Vísnahorn Það er nú svo með þessa blessaða stjórnmálamenn okkar að um þá sýnist sitt hverjum enda sýnist þeim líka ýmislegt um hvern annan og ekki öllum það sama. Þeirra starf á þó að vera að vinna landi og þjóð til gagns en ýmislegt virðist tefja þá frá þeirri göfugu hugsjón. Sigmundur Benediktsson, sem titlar sig í kveðju til þingmanna skatt­ borgari, sendi alþingismönnum bréf á dögun­ um þar sem hann fór einarðlega fram á að þeir bættu hegðan sína: Kröfur til Alþingis: Þingsins hegðun þarf að laga þjaka samstarfs mein. Hnakkrífst eins og hundaþvaga, sem hefur fundið bein. Kurteisi og virðing visnar, vandans aukast tök. Málvísi og greindin gisnar, glymja haldlaus rök. Stund þar ekki fæst af friði, með fítonsyrðum berst. Að borga þessu lastaliði laun, er allra verst. Farið þegar satt að segja, sýndarmakk er böl. Fari snarast þau að þegja, sem þykir lygin völ. Augljós mistök á að laga, ekki þrasa hót. Þannig verður sannreynd saga sátt og yfirbót. Þjóðinni svo þjóna reynið það er ykkar starf. Agaleysis auðnumeinið uppræta hér þarf. Vinnið djörf með vinaþjóðum, verjið lögmál gilt. Fullveldis svo gildum góðum geti ekkert spillt. Flokkar saman stilli strengi, styrki málin góð. Vandið gjörð svo vaxi gengi. Vinnið okkar þjóð! Virðing fjöldans víst mun tapast, von ef finnst ei ný. Aftur gæti álit skapast ef þið hlítið því. Um skyldu síst í vafa vefst ég, valdsvið mitt er hér. Háttvísi og hyggni krefst ég. Þið hafið laun frá mér! Hitt er svo eftir að vita hvort þessar bréfa­ skriftir hafa einhver áhrif á þingmennina en tæplega geta þeir versnað. Annars hafa lengi kjósendur verið ánægðir hver með sinn flokk og beðið málgagnanna þolinmóðir. Meðan samgöngur voru ófullkomnari en nú er kom fyrir að flokksmálgögnin söfnuðust svolítið upp á pósthúsunum og varð þá nokkurt magn sem þurfti að meðtaka í senn. Á valdatíma Ólafs Jóhannessonar kom maður út af póst­ húsinu á Skagaströnd með nokkur Tímablöð í fanginu og reif utanaf og byrjaði að gleypa í sig fagnaðarerindið með óduldum ánægju­ svip. Páll Valdimar Jóhannesson átti þar leið hjá og orti: Að sér Tímann óspart dró, ánægður hann kímdi og hló. Það var Óli en ekki Jó, en Framsóknarmaður þó! Þessa vísu hef ég birt áður með lítilshátt­ ar breyttu orðalagi og eignaða öðrum höfundi og leiðréttist það hér með og allir beðnir vel­ virðingar á vitleysunni í mér. Það hefur lengi loðað við alla stjórnmála­ flokka að þeir reyni að hygla sínum liðsmönn­ um hver með sínum hætti eftir því sem best hentar hverju sinni. Um forstjóra fyrir ríkis­ fyrirtæki sem á sínum tíma var sagt að hefði vinnukonuútsvar kvað Stefán Stefánsson frá Móskógum: Aldrei mikið útsvar bar eða skatta og þess konar sem heldur ekki von til var? Vinnukona Framsóknar? Meðan það þótti ennþá nokkuð eðlilegt viðhorf að ríkið stæði við sínar fjárhagslegu skuldbindingar voru stjórnmálamenn stund­ um að hnýta hver í annan fyrir ógætilega meðhöndlun á vorum sameiginlegu sjóðum. Á einhverjum tímapunkti kvað Karl Friðriks­ son: Ríkiskyllir rausn sem bar rýrna vill að neðan af því frillur Framsóknar fara illa með hann. Ekki var Tíminn heldur að hlífa sínum and­ stæðingum og 23. júní 1959 birtist þessi nafn­ laus í þeim fjölmiðli Framsóknar: Á því kenna íhaldsmenn, orðstír grenna svikin. Rofnir brenna eiðar enn, orð og pennastrikin. Nú nálgast vorið okkur óðfluga og allavega ekki hægar en um einn dag í einu. Í tilefni þess væri ekki úr vegi að rifja upp þessar vor­ vísur eftir Andrés Björnsson frá Bæ: Ársól skær á himni hlær, hvetur blærinn sporið. Blánar sær og grundin grær. Gleði færir vorið. Grænkar hlíð og ljóðar lind lágt við fríðan hólinn. Harpa blíð sem helgimynd hjalla skrýðir stólinn. Það er margt sem breytist á einum manns­ aldri eða svo og ekki síst viðhorf manna til hinna ýmsustu hluta og spurningin um hvað er feimnismál og hvað ekki. Fyrir svona sirka löngum mannsaldri ólst upp piltur hjá systk­ inum sem voru hið mætasta fólk á allan hátt. Eitt sinn var húsmóðirin að þvo þvott og breiddi síðan nærpils sitt yfir balann og bað piltinn að hengja þvottinn á snúru. Eitthvað vafðist þetta fyrir drengnum en húsbóndinn sá til hans og stakk að honum þessari vísu: Flest má viðra og færa í lag svo fúni ekki eins og sina ef þú klemmir uppá stag úr þér kvensemina. Margir hafa gaman af vísum sem bet­ ur fer enda væri að öðrum kosti tilgangslít­ ið að halda úti svona þætti. Sigurður Jónsson frá Brún var um margt stórmerkur maður og að mínu áliti verulega vanmetinn sem skáld en fékk sinn skammt fyllilega mældan af erf­ iðleikum lífsins. Ekki virðist hafa legið allt of vel á honum þegar hann kvað: Kólnar inni. Kólna hót. Krap á sinnis vökum. Helst þá finnur hrakningsbót hugur minn í stökum. Ætli það sé svo ekki við hæfi að enda þenn­ an þátt á vísu eftir Braga Jónsson frá Hoftún­ um öðru nafni Ref bónda: Dvalins glóð ei dvínar góð, drótt sá óður kætir. Eru ljóðin Íslands þjóð andans fóðurbætir. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Stærðfræðikeppni fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskóla var hald­ in í Fjölbrautaskóla Vesturlands 11. mars síðastliðinn. Fyrsta keppnin af þessu tagi var haldin í febrúar 1999 og hefur hún ver­ ið haldin árlega síðan. Að þessu sinni voru keppnisgögn búin til af kennurum Fjöl­ brautaskóla Vesturlands og notuð við þrjá skóla. Hinir tveir voru Borgarholtsskóli og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Keppendur hafa jafnan verið á annað hundrað og koma frá grunnskólum frá Kjalarnesi í suðri allt norð­ ur til Hólmavíkur. Í ár voru þátttakendur 138, sem er fjölgun frá því í fyrra þegar 128 tóku þátt. Síðastliðinn föstudag var tíu efstu nemend­ um í hverjum árgangi boðið til athafnar á sal FVA þar sem veittar voru viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan árangur í keppninni. Þeir sem voru í tíu efstu sætunum í hverjum árgangi fengu viðurkenningarskjöl og fengu þeir sem voru í þremur efstu í hverjum ár­ gangi peningaverðlaun að auki: 20.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 15.000 kr. fyrir annað sæti og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Líkt og und­ anfarin ár var allur kostnaður við keppnina greiddur af Norðuráli, sem einnig gaf veit­ ingar og verðlaunin. Hér eru taldir upp þeir sem voru í tíu efstu sætum í hverjum árgangi. Þeir sem eru í 4. til 10. sæti eru taldir upp í stafrófsröð. grþ 8. bekkur 1. sæti: Bjartur Finnbogason, Grundaskóla. 2. sæti: Aníta Jasmín Finnsdóttir, Grunn­ skólanum í Borgarnesi. 3. sæti: Aron Máni Nindel Haraldsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykj­ um. 4. ­10. sæti: Andri Freyr Eggertsson, Grundaskóla. 4. ­10. sæti: Eydís Lilja Kristínardóttir, Auð­ arskóla. 4. ­10. sæti: Kristmann Dagur Einarsson, Grundaskóla. 4. ­10. sæti: Oliver Konstantínus Hilmars­ son, Brekkubæjarskóla. 4. ­10. sæti: Ragnar Líndal Sigurfinnsson, Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi. 4. ­10. sæti: Svava Kristín Jónsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi. 4. ­10. sæti: Þorgrímur Magnússon, Grunn­ skólanum í Borgarnesi. 9. bekkur 1. sæti: Halla Margrét Jónsdóttir, Brekku­ bæjarskóla. 2. sæti: Steinþór Logi Arnarsson, Auðar­ skóla. 3. sæti: Svavar Örn Sigurðsson, Brekkubæj­ arskóla. 4. ­10. sæti: Alexander Helgi Sigurðsson, Brekkubæjarskóla. 4. ­10. sæti: Bjarni Guðmann Jónsson, Grunnskólanum í Borgarnesi. 4. ­10. sæti: Eiríkur Hilmar Eiríksson, Brekkubæjarskóla. 4. ­10. sæti: Inga Lilja Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi. 4. ­10. sæti: Kári Haraldsson, Klébergsskóla. 4. ­10. sæti: Kristján Elí Hlynsson, Heiðar­ skóla. 4. ­10. sæti: Logi Örn Axel Ingvarsson, Heiðarskóla. 4. ­10. sæti: Sveinn Logi Kristinsson, Grundaskóla. 10.bekkur 1. sæti: Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi. 2. sæti: Anna Chukwunonso Eze, Grunda­ skóla. 3. sæti: Selma Dís Hauksdóttir, Brekkubæj­ arskóla. 4. ­10. sæti: Árni Teitur Líndal Þrastarson, Grundaskóla. 4. ­10. sæti: Bergþóra Hrönn Hallgrímsdótt­ ir, Brekkubæjarskóla. 4. ­10. sæti: Björk Gísladóttir, Lýsuhóls­ skóla. 4. ­10. sæti: Margrét Helga Magnúsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi. 4. ­10. sæti: Matthías Finnur Vignisson, Brekkubæjarskóla. 4. ­10. sæti: Patrekur Björgvinsson, Brekku­ bæjarskóla. 4. ­10. sæti: Sindri Þór Harðarson, Grunda­ skóla. 4. ­10. sæti: Vigdís Erla Sigmundsdóttir, Heiðarskóla. Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda á Vesturlandi Keppendur sem urðu í þremur efstu sætunum í öllum árgöngum. Hér eru þeir sem mættu af nemendum 10. bekkjar. Hér eru tíu efstu úr 9. bekk. Hér eru þeir sem mættu af nemendum 8. bekkjar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.