Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Í þessari viku verður byrjað á öðr­ um áfanga endurgerðar Skalla­ grímsgarðs í Borgarnesi. Verk­ ið verður unnið samkvæmt sam­ þykktri hönnun sem byggir á upp­ haflegu skipulagi garðsins og áætl­ að að ljúka verkinu fyrir lok maí. Verkinu stýra Samson B. Harðar­ son landslagsarkitekt og hönnuður endurgerðar garðsins, Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari, Steinunn Pálsdóttir sumarstarfsmaður garðs­ ins, sem í ár mun vera við vinnu í garðinum lengra tímabil en und­ anfarin ár, og Björg Gunnarsdóttir umhverfis­ og landbúnaðarfulltrúi. Árið 2013 var lokið við skipu­ lagsteikninguna af garðinum og samþykkt í sveitarstjórn. Í frétt á heimasíðu Borgarbyggðar segir að í framhaldinu hafi verið farið í lít­ ilsháttar grisjun á gróðri og hafin gróðursetning á fjölærum skugga­ þolnum þekjuplöntum um miðbik garðsins sem nú þegar eru farnar að gægjast grænar og hraustlegar upp úr moldinni. Þær eiga væntanlega eftir að gleðja gesti garðsins í sum­ ar. Í þessum öðrum áfanga verksins verður hafist handa við hleðslu set­ bekks við Skallagrímshaug og stefnt á að ljúka því og frágangi svæðisins við hann fyrir mánaðamótin maí og júní. Setbekkurinn mun ná í hálf­ hring utan við hauginn. Setbekk­ urinn verður unninn úr samskonar grjóti og hlöðnu veggirnir við inn­ ganginn og við sviðið í garðinum. Á vef Borgarbyggðar má lesa nán­ ar um einstaka verkþætti við endur­ bætur garðsins. mm Síðastliðinn föstudagsmorgun veitti stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigð­ isstofnunar Vesturlands móttöku fyrsta stóra framlaginu í söfnun fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki á sjúkrahúsið á Akranesi. Gjöfin kom frá Lionsklúbbnum Eðnu á Akra­ nesi og var að upphæð tvær millj­ ónir króna. Steinunn Sigurðardótt­ ir formaður stjórnar Hollvinasam­ takanna veitti gjafabréfi viðtöku úr hendi Maríu Kristínar Óskarsdótt­ ur formanns Eðnu. Steinunn þakk­ aði fyrir hönd hollvinasamtakanna rausnarlega gjöf frá Eðnukonum. María Kristín lét þá ósk í ljósi að þetta framlag yrði öðrum hvatn­ ing til að veita góðu málefni lið. Steinunn sagði líka af þessu tilefni að söfnunin hefði fengið góðar við­ tökur og hún vissi af fleiri framlög­ um á leiðinni. Hollvinasamtök HVE voru stofnuð í janúar síðastliðnum. Stjórn samtakanna ákvað að for­ gangsverkefni yrði að safna fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki. Tæk­ ið sem nú er í notkun var reyndar einnig keypt fyrir söfnunarfé. Það var keypt notað og tekið í notkun í ársbyrjun 2007. Gert var ráð fyr­ ir að það myndi vart endast leng­ ur en fimm ár, þótt tölvuhluti þess væri nýuppfærður. „Því miður eru vissar tölvusneiðmyndarannsókn­ ir aflagðar hér því þetta mikilvæga tæki er að úreldast og ræður ekki lengur við ákveðnar rannsóknir,“ segir Gróa Þorsteinsdóttir fagstjóri myndgreiningar hjá HVE. Veita ágóða fjáraflana til samfélagsverkefna Stjórnarkonur í Lionsklúbbn­ um Eðnu sem afhentu framlag­ ið til kaupa á tölvusneiðmynda­ tækinu, segja það ágóða af fjár­ öflunum klúbbsins. Stærsta fjáröflunin væri útgáfa alman­ aks, þar sem klúbburinn nyti stuðnings félaga í Vitanum fé­ lags áhugaljósmyndara á Akra­ nesi sem legðu til myndirnar í almanakið. Svokallaður „svelti­ fundur“ sem haldinn er í febrú­ armánuði er einnig drjúg fjár­ öflun hjá lionskonum. Þar njóta þær stuðnings verslana og fyrir­ tækja á Akranesi sem gefa veg­ lega vinninga í happadrætti. Einnig hafa Eðnukonur séð um veitingar fyrir Verkalýðsfélag Akraness á verkalýðsdaginn 1. maí. Eðnukonur segja að ágóða að fjáröflunum sé ætíð veitt til samfélagsverkefna á Akranesi og í nágrenni. þá Síðastliðinn miðvikudag var at­ höfn í húsnæði Heilbrigðisstofn­ unar Vesturlands á Akranesi þar sem tvö endurlífgunartæki, köll­ uð Lúkas, voru afhent formlega. Fram kom að neyðarhjálpar­ og sjúkraflutningamenn á Akranesi sem voru í forsvari fyrir söfnun­ inni ætluðu í fyrstu að safna fyrir einu tæki. Þegar framlag barst hins vegar óvænt en strax fyrir tækinu, ákváðu þeir að safna fyrir öðru. Það fór á sama veg og þeir félag­ arnir Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutningsmaður og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarð­ stjóri hjá Neyðar línunni sögðust hafa grátið af gleði yfir viðbrögð­ unum sem þeir fengu. Fyrirtæk­ in sem gáfu af rausnarskap tæk­ in voru annars vegar Skaginn hf og Þorgeir & Ellert og hins veg­ ar Runólfur Hallfreðsson ehf. Það verður því sitthvor Lúkasinn sem verða til notkunar í tveimur fyrstu sjúkrabílunum sem fara í neyðarútköll á Akranesi. Stend­ ur HVE á Akranesi eftir þetta langbest sjúkrastofnana á landinu hvað endurlífgunar­ og hjarta­ hnoðtæki varðar. Væðing sjúkra­ stofnana á þessum nauðsynlega búnaði er skammt á veg komin. Tækin eru til á Reykjanesi, Sel­ fossi og á höfuð borgarsvæðinu. Nú er verið að safna fyrir Lúkasi í Dalasýslu og í undirbúningi er söfnun á Snæfellsnesi. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE, flutti við upphaf athafnarinnar í síð­ ustu viku ávarp þar sem hann sagði frá söfnuninni og mikilvægi tækisins í sjúkrabílana. Sigurður Már sjúkraflutningsmaður sýndi síðan hvernig Lúkas vinnur, en tækið hjartahnoðar stöðugt með jöfnu álagi, mun jafnar og leng­ ur en menn geta gert í sjúkrabíl­ unum, enda er hjartahnoð erfitt og tekur á sjúkraflutningsmenn­ ina. Fram kom að stundum þyrfti að hjartahnoða upp 40 mínútur. Tvö fyrirtæki gáfu sitthvort tæk­ ið, sem hvort um sig kosta um tvær milljónir fyrir utan virðis­ aukaskatt. Það voru Skaginn hf og Þor­ geir og Ellert annars vegar og Runólfur Hallfreðsson ehf sem gáfu tækin á Akranesi. Fleiri fyr­ irtæki og einstaklingar veittu auk þess peninga til söfnunarinnar og verður því sem safnaðist umfram til kaupa á Lúkösunum tveimur, notað til kaupa á sendibúnaði sem verður tengdur þeim, sem tek­ ur línurit og sendir gögn á næstu heilsugæslu og einnig á hjarta­ gátt Landspítalans ef senda þarf sjúkling þangað svo sem í þræð­ ingu. Fyrirtækin sem gáfu pen­ inga auk fyrrgreindra fyrirtækja og einstaklinga eru: Bjarmar ehf, Neyðarlínan, Spölur ehf og Steðji ehf. Þeir sem að söfnuninni stóðu áttu varla til orð til að þakka gef­ endum í athöfninni á Akranesi sl. miðvikudag. Þeir létu jafnframt í frammi þá ósk að einnig myndi takast að væða aðrar hjúkrunar­ stofnarnir á svæði HVE Lúkus­ um, en söfnunin í Dölunum virð­ ist ganga vel og í undirbúningi er söfnun á Snæfellsnesi. þá Frá Brákarhátíð í Skallagrímsgarði. Framkvæmdir við annan áfanga endurgerðar Skallagrímsgarðs Sigurður Már Einarsson sjúkraflutningsmaður sýnir hvernig Lúkas vinnur. Sigurður Már og Guðjón Hólm Gunnarsson, sem er með honum á myndinni, stóðu fyrir söfnuninni til kaupa á endurlífgunartækjunum á Akranesi. Tvö endurlífgunartæki afhent á Akranesi Gefendur og aðstandendur söfnunarinnar fyrir tækjunum við athöfnina sl. miðvikudag. Fyrsta stóra framlagið í söfnun fyrir sneiðmyndatæki Gjafabréfið afhent við gamla tölusneiðmyndatækið. María Kristín Óskarsdóttir formaður Lionsklúbbsins Eðnu, Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtaka HVE, Sævar Þráinsson varaformaður hollvinasamtakanna, Sigríður Eiríksdóttir stjórnarmaður í hollvinasamtökunum, Rósa Mýrdal formaður líknarnefndar Eðnu og Dagrún Dagbjartsdóttir gjaldkeri klúbbsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.