Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Skátafélagið Örninn stóð fyrir heljarmiklu fjöri í íþróttahúsinu í Grundarfirði föstudaginn 11. apríl síðastliðinn. Þá var öllum krökk­ um í eldri bekkjum grunnskólans boðið í íþróttahúsið til að leika sér. Þar voru tveir stórir hoppukast­ alar ásamt öðrum skemmtilegum íþróttaáhöldum. Boðið var upp á candy floss og fleira fyrir krakkana. Svo var hamast og leikið sér inn í nóttina og var mikið fjör í krökkun­ um, enda allir nýkomnir í páskafrí. Þegar fréttaritari innti séra Aðal­ stein Þorvaldsson eftir tilefninu, þá var lítið um svör. „Af því bara,“ sagði presturinn og brosti. Það mátti ekki á milli sjá hver skemmti sér betur, krakkarnir eða séra Aðal­ steinn sem lék á alls oddi. tfk Komu saman og léku sér í boði skátanna „Þegar uppbyggingin byrjaði víða til sveita á sjöunda áratugnum réð­ umst við í það þrír; ég, frændi minn Guðmundur Guðjónsson og Ólaf­ ur Halldórsson að kaupa steypu­ hrærivél. Hægt var að moka í hana steypuefninu með dráttarvél. Þessi vél var á gúmmíhjólum og ég fór með hana víða um sýsluna. Með­ al annars steyptum við stóra sal­ inn í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal með henni. Það var mik­ ið að gera í steypuvinnu með vél­ ina í mörg ár og það tók ekki lang­ an tíma að vinna fyrir kaupverðinu á henni.“ Úr póstinum í bankann Jóhann segist rétt hafa verið hætt­ ur í póstinum þegar Friðjón Þórð­ arson þáverandi sýslumaður Dala­ manna og formaður bankaráðs Búnaðarbankans gerði boð eft­ ir honum. „Ég taldi mig ekki hafa keyrt það hratt með póstinn að það væri út af kæru vegna þess sem hann vildi hitta mig. Það kom líka á daginn að erindið var annað. Hann var að bjóða mér gjaldkerastöðu í útibúi Búnaðarbankans í Búðar­ dal sem þá var verið að stofna. Ég vann síðan þar við afgreiðslustörf lengi eða alveg þangað til ég náði 95 ára reglunni svokölluðu, ein­ mitt á 67 ára afmælinu. Við höfum svo unað okkur ágætlega hérna út í Ási í töluverðan tíma,“ segir Jó­ hann. Fjölskyldan fluttist frá Saur­ bænum árið 1965 í Búðardal og bjó þar til ársins 1968 er þau Jóhann og Jarþrúður flutti í Ás og hafa búið þar síðan. „Þar fengum við okkur kýr og kindur, konan var bóndinn. Hún ásamt börnunum sáu um búið en ég hjálpaði til. Síðan hættum við þessum rekstri um 1990.” Voru 14 tíma í einni ferðinni Það voru svo orðnir breyttir tímar þegar Kristján Sæmundsson á Neðri­Brunná, bróðir Jóhanns, tók við starfi landspósts árið 1981. Hann sinnti starfinu í rúm 30 ár, frá 1981 til 2012, lengst af í fé­ lagi við Guðbjörn Guðmundsson í Magnús skógum. Þeir skiptust yfirle itt á sitt hvora vikuna á þessu tíma­ bili og sinntu lengst af sama svæð­ inu og Jóhann hafði gert áður. Á þessu tímabili voru póstferðirn­ ar farnar þrisvar í viku og vegirnir mun betri en áður. Skólabílar voru líka farnir að fara um svæðið og þegar leið á tímabilið var farið að moka vegna skólakeyrslunnar. Það var bara einn vetur sem Kristján sagði að hafi verið virkilega erfiður í póstflutningunum. Það var snjóa­ veturinn mikla 1995. „Þann vetur var ekki mokað nema með höppum og glöppum enda hríðarveður dag eftir dag. Það féll þó aldrei niður ferð hjá okkur. Í einni ferðinni vor­ um við 14 tíma frá Laugum í Sæ­ lingsdal, það var lengsti túrinn sem ég man eftir. Þær voru margar erf­ iðar ferðirnar þennan vetur en síð­ an getur varla heitið að hafi komið snjór,“ segir Kristján. Hann sagð­ ist hafa verið beðinn að halda áfram að keyra póstinum í nokkur ár eftir að hann varð fullgildur ellilífeyris­ þegi. „Það má segja að það hafi þá verið komið fram yfir öll velsæm­ ismörk hvað ég var lengi í þessu,“ sagði Kristján gamansamur að end­ ingu. þá Páskagleðin Móðir/faðir hvar er barnið þitt? Hugleiðing í aðdraganda páskanna Íslenskar kannanir sýna að börn og unglingar/ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera. Sam- verustundir fjölskyldna eru dýrmætar og hvetja unga fólkið til heilbrigðara lífernis. Verum samstíga um að gera páskana að hátíð þar sem fjölskyldan skemmtir sér saman. Með því sjáum við til þess að börnin okkar eigi góðar og jákvæðar minningar. Mikilvægt er að virða útivistarreglur, standa saman gegn eftirlitslausum unglingapartýum og vera í góðu sambandi við foreldra an- narra barna og ungmenna. Þá er gott að hafa í huga niðurstöður rannsókna sem sýna að með því að foreldrar útvegi börnum sínum áfengi þá eykst áfengisneysla þeirra, auk þess sem það getur ýtt undir að vinir barnanna drekki einnig áfengi. Með samstilltu átaki geta foreldrar gert páskana að frábærri fjölskylduhátíð. Gleðilega páska! Bestu kveðjur frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð í samstarfi við SAMAN hópinn. Allt of margir unglingar hafa lent í aðstæðum sem þeir réðu ekki við t.d. í sumarbústaðnum! í passíuviku Páskadagskrá 1. apríl. Voropnun á Þórisstöðum og vatnaveiði hefst. Dagleg veiði milli kl. 07.00 og 23.30. Afgreiðsla veiðileyfa fer urriða á Þórisstöðum! Nánari upplýsingar í síma: 433 8975. www.thorisstadir.is 11. apríl. Frumsýning óperunnar: á midi.is. Önnur sýning laugardaginn 12. apríl. 12. apríl. 13. apríl. www.bjarteyjarsandur.is 16. apríl. fer fram á Bjarteyjarsandi og hefst kl. 20.15. Að lokinni sýningunni munu systurnar Aldís og Stefanía sælkerasússí. Lifandi tónlist á borðapantanir í síma: 433 8831 /891 6626 eða á arnheidur@bjarteyjarsandur.is. 17. apríl. 18. apríl. Passíuganga frá Leirárkirkju og að Hallgrímskirkju í 18. apríl. 19. apríl. Páskaeggjaleit á Þórisstöðum. Í skóginum við Þórisstaði www.thorisstadir.is 19. apríl. og 17 19. apríl. 20. apríl. 20. apríl. (að páskadegi undanskildum) milli kl. 13 og 19. Sjón er sögu ríkari! páska. Velkomin í Hvalörð www.visithvalordur.is Sælkerasússí og verðlaunastuttmynd Miðvikudaginn 16. apríl verður hin margverðlaunaða stuttmynd Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sýnd á tjaldi í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi. Sýningin hefst kl. 20.15. Að henni lokinni munu systurnar Aldís og Stefanía Róbertsdætur reiða fram sælkerasússí eins og þeim einum er lagið. Fram eftir kvöldi verður svo leikin lifandi tónlist fyrir gesti. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma: 433 8831 /891 6626 eða á netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur.is 19. apríl. Himinn, jörð og haf – Opnuð Myndlistar- sýning á Bjarteyjarsandi. Jóna Guðrún Ólafsdóttir sýnir olíumálverk þar sem Hvalfjörðurinn er myndefnið og rauði þráðurinn er samspil lands og sjávar. Myndefnið kallar oft fram tilfinningar sem gjarnan fá að fljóta með penslinum á strigann. Sýningin verður opin milli klukkan 14 og 17. Páskalambið beint frá býli á Bjarteyjar- sandi. www.bjarteyjarsandur.is Ferstikla: Hamborgaratilboð, pizzuveisla, kaffihlaðborð og páskalamb. Opið 10-18 alla daga. Nánar á: www.ferstikla.is. Föstudagurinn langi: Passíuganga frá Leirárkirkju að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Gangan hefst kl. 9 og tekur um 3,5 klst. Lestur Passíusálma í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hefst kl. 13.00. 19. apríl. Páskaeggjaleit á Þórisstöðum. Í skóginum við Þórisstaði verða falin 200 páskaegg og hefst leitin kl. 13.00 við Súpuskálann. Einnig verður hægt að skoða dýrin og gæða sér á ljúffengri súpu í Súpuskálanum. www.thorisstadir.is Hernámssetur að Hlöðum – opið alla daga í dymbilviku og um páska (að páskadegi undanskildum) milli kl. 13 og 19. Sjón er sögu ríkari! www.hladir.is Hótel Glymur – opið alla daga í dymbilviku og um páska. Rómantískt sveitahótel með spennandi tilboðum og úrvalskaffi og meðlæti. www.hotelglymur.is Sundlaugin að Hlöðum opin í dymbilviku og um páska (að páskadegi undanskildum) milli kl. 13 og 19. Sund, sauna og slökun í heitum potti. Gott fyrir kroppinn!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.