Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþing­ is um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls spari­ sjóðanna var kynnt sl. fimmtudag. Rannsóknarnefndin var skipuð í ágúst 2011 á grundvelli þingsálykt­ unar. Óhætt er að segja að við lestur skýrslunnar að víða komi fram los­ arabragur á rekstri sparisjóða. Los­ arabragur sem birtist m.a. í óljósum reglum um útlán og áhættustýr­ ingu, heimildir starfsmanna til lán­ veitinga, slælegt eftirlit með fjár­ hag skuldunauta og útlán að stærri hluta utan við starfssvæði sjóðanna, svo eitthvað sé nefnt. Í skýrslunni er fjallað almennt um sparisjóði í landinu og síðan um einstaka sjóði. Þar á meðal er fjallað um Spari­ sjóð Mýrasýslu sem lagður var inn í Kaupþing árið 2008 eftir að verða tæknilega gjaldþrota. Sá hluti skýrslunnar sem fjallar um Spari­ sjóð Mýrasýslu er 70 blaðsíður af samtals 1.900 síðna rannsóknar­ skýrslu. Kaflinn um SPM er númer 20 í 5. bindi skýrslunnar. Í þessari stuttu samantekt úr kaflanum sem fjallað er um Sparisjóð Mýrasýslu er einungis dreypt á sumu. Þeir sem vilja kynna sér efni kaflans nánar er bent á að hana er að finna inni á vef Alþingis. Áhættustýringu mjög ábótavant Mjög margt virðist hafa verið at­ hugunarvert við rekstur og stjórnun Sparisjóðs Mýrasýslu árin fyrir bankahrun. Um útlán SPM segir meðal annars í skýrslunni: „Reglu­ verk um útlán Sparisjóðs Mýra­ sýslu var ófullkomið og samþykkt­ arferli við veitingu útlána ekki eins og tíðkaðist annars staðar; útlána­ heimildir sparisjóðsstjóra og ann­ arra starfsmanna voru miklar, en einstakir starfsmenn gátu skuld­ bundið sparisjóðinn fyrir mjög háar fjárhæðir. Fremur sjaldan var fjallað um útlán í stjórnarfundargerðum og ekki var tryggt að öll útlán yfir 10% af eiginfjárgrunni sparisjóðs­ ins færu fyrir stjórn. Til að ráða bót á þessu voru settar nýjar lánareglur, en við þær var stuðst í mjög stuttan tíma þar sem sparisjóðurinn sam­ einaðist Nýja Kaupþingi banka hf. nokkrum mánuðum eftir að regl­ urnar voru settar. Dæmi voru um að nýjum lánareglum hefði ekki verið fylgt.“ Þá segir í skýrslunni að misbrestur hafi verið á skjala­ gerð og formlegri tryggingatöku. „Til að mynda reyndist erfitt að útvega rannsóknarnefndinni gögn sem sýndu fram á að mat á greiðslu­ getu lántakenda hefði farið fram. Þá vantaði upp á að fjárhagur lögaðila sem óskuðu eftir lánum sparisjóðs­ ins væri kannaður, til að mynda vantaði oft ársreikninga þeirra, og því var ógerlegt fyrir sparisjóðinn að fá raunsanna mynd af fjárhags­ stöðu lántaka.“ Í rannsóknaskýrsl­ unni er farið ítarlega yfir mál ein­ stakra skuldunauta sjóðsins, fyrir­ tæki og tengda aðila. Rekinn með hagnaði 2001-2007 Rannsóknin á sparisjóðunum náði yfir árin 2001­2008. Sparisjóður Mýrasýslu var rekinn með hagn­ aði frá 2001 til 2007 og í hugum eigenda, íbúa í Borgarbyggð, lék sjaldnast minnsti vafi á að SPM væri traust stofnun, hornsteinn í héraði. Hagnaður jókst nokkuð stöðugt fram til 2005 þegar hann nær þrefaldaðist. Árið 2006 varð önnur eins aukning þegar hagnað­ ur meira en tvöfaldaðist. Bæði þessi ár var hagnaðurinn borinn uppi af fjárfestingartekjum eða arðs­ og hlutdeildartekjum, en þó einkum gengishagnaði af öðrum fjáreign­ um. Árið 2008 fóru hins vegar að sjást tölur um verulegan rekstrar­ halla. Uppgjör samstæðunnar fyr­ ir fyrsta ársfjórðung 2008 sýndi 1,6 milljarða króna tap, hálfsársupp­ gjörið sýndi tap upp á rúmlega 4,6 milljarða króna, og loks var árið í heild gert upp með 21,2 milljarða króna tapi. Nær allir tekjuliðir drógust saman, einkum afkoma af fjáreignum sem var neikvæð um 5,4 milljarða króna. Framlag í afskrift­ areikning margfaldaðist einnig og nam 15,7 milljörðum króna saman­ borið við 579 milljónir króna árið áður. Miðað við fast verðlag nam tapið liðlega fimmfalt hærri fjárhæð en samanlagður hagnaður spari­ sjóðsins undanfarin tíu ár. Ljóst var í hvað stefndi um mitt árið 2008 þegar boðað var til fjölmenns borg­ arafundar um stöðu SPM í ágúst það ár. Eftir fall íslensku bankanna var stundum sagt í hálfkæringi að hrunið hafi hafist í Borgarnesi. Afkoma af kjarna- starfsemi jákvæð Árin 2001–2005 var afkoma af kjarnarekstri SPM jákvæð ef árið 2003 er undanskilið. Það ár var framlag í afskriftareikning tals­ vert hærra en hin árin. Sparisjóð­ urinn var einn fárra sparisjóða með jákvæða afkomu af kjarnarekstri þessi ár. Frá og með 2006 hækk­ aði almennur rekstrarkostnaður hins vegar langt umfram hækkun hreinna vaxtatekna og þjónustu­ tekna og fyrir vikið varð afkoma af kjarnarekstri neikvæð. Heildar­ eignir samstæðu SPM þrefölduð­ ust á árunum 2005–2007 og námu tæplega 48 milljörðum króna í árslok 2007. Sama gilti um eign­ ir móðurfélagsins sem námu tæp­ lega 40 milljörðum króna á sama tíma. Þessi vöxtur samstæðunnar var borinn uppi af útlánaaukningu og tíföldun á hlutabréfaeign. Virði fjáreigna Sparisjóðs Mýrasýslu sex­ faldaðist frá árslokum 2004 til 2007 hvort sem litið er til samstæðu eða móðurfélags og á sama tíma tvö­ faldaðist hlutfall þeirra af heild­ areignum. Vægi fjáreigna í efna­ hagsreikningi var talsvert meira hjá Sparisjóði Mýrasýslu en hjá spari­ sjóðunum í heild. Allt tímabilið 2001­2008 vógu hlutabréf þyngst í fjáreignum samstæðunnar. Skuldir Fjármögnun Sparisjóðs Mýrasýslu, önnur en eigið fé, skar sig nokk­ uð frá öðrum sparisjóðum, eink­ um þegar kom fram á síðari hluta þess tímabils sem hér er til skoð­ unar. Hlutfall milli innlána og út­ lána fór stöðugt lækkandi öll árin og hjá móðurfélaginu var það kom­ ið niður í 50% í árslok 2004. Eftir það voru útlán að meirihluta fjár­ mögnuð með lántökum. Lántaka óx mjög hratt frá 2004. Hluti henn­ ar fólst í skuldabréfaútgáfu spari­ sjóðsins, en hún var þó alltaf inn­ an við þrjá milljarða króna. Bein lántaka hjá erlendum bönkum varð æ meiri, einkum á vegum móður­ félagsins. Þessi liður hækkaði mik­ ið árið 2008 vegna falls íslensku krónunnar. Þá hækkuðu skuldir við lánastofnanir mjög ár frá ári, eink­ um við Sparisjóðabanka Íslands hf. sem hafði milligöngu fyrir spari­ sjóðinn um erlendar ádráttarlínur. Staðan á þessum lið í árslok 2008 var að langmestum hluta skuld við Nýja Kaupþing banka hf. Eignasafn Sparisjóðs Mýrasýslu stækkaði tölu­ vert frá árslokum 2005 til ársloka 2008 eða um 20 milljarða króna. Þar af hækkuðu útlán til viðskipta­ vina um 19 milljarða króna. Útlán sparisjóðsins voru 81% af heildar­ eignum hans í lok árs 2005 og 87% í lok árs 2008. Útlán sparisjóðsins til einstaklinga voru yfirleitt um 40% lánasafnsins en um 50% út­ lána voru til fyrirtækja. Árið 2007 tóku útlán til einstaklinga stökk og námu um 48% af heildarútlánum á meðan útlán til fyrirtækja lækkuðu í tæplega 48%. Stóreign í óskráðum hlutabréfum Allt frá 2003 gerði endurskoð­ andi SPM athugasemdir um stóran hluta óskráðra hlutabréfa og stofn­ fjárbréfa. Sú eign var í árslok 2003 531 milljón króna, en fjáreignir námu þá alls 1,6 milljörðum króna. Frá 2005 var ávöxtun eignarhluta Sparisjóðs Mýrasýslu svipuð eða betri en hjá öðrum sparisjóðum. Ljóst þykir að tekjur af fjáreignum höfðu mikla og jákvæða þýðingu fyrir rekstur sparisjóðsins fram til ársins 2007, en höfðu að sama skapi mjög neikvæð áhrif árið 2008 með þeim áföllum sem þá dundu yfir ís­ lenskan fjármálamarkað. Ytri end­ urskoðandi hafði fjallað um áhættu sem fólgin var í fjáreignum spari­ sjóðsins í skýrslu sinni vegna end­ urskoðunar ársreiknings 2005. Þar segir að líkt og árið 2004 er veru­ legur hluti afkomu ársins tilkom­ inn vegna liða sem ekki heyra undir kjarnastarfsemi sjóðsins. „Ljóst er að ekki sé hægt að reiða sig á viðlíka hagnað af þessum rekstrarþáttum á næstu árum og því mikilvægt að okkar mati að treysta stoðir kjarna­ starfsemi sjóðsins.“ Þær fimm fjár­ eignir sparisjóðsins sem voru verð­ mætastar í lok árs 2007 voru fjár­ málafyrirtæki eða eignarhaldsfélög utan um slík fyrirtæki. Svipting­ ar sem urðu á íslenskum fjármála­ markaði haustið 2008 höfðu mikil áhrif á virði þessara eigna, og voru þær orðnar nærri verðlausar í lok ársins. Þá má nefna að tap Spari­ sjóðs Mýrasýslu á eign í Sparisjóða­ bankanum var um 2,1 milljarður króna árið 2008. Vettvangsathugun Fjármálaeftirlits Fjármálaeftirlitið vann vettvangsat­ hugun hjá sparisjóðnum á útlána­ áhættu, markaðsáhættu og eftirliti með peningaþvætti sumarið 2008. Markmiðið var að gefa góða yfirsýn yfir útlánasafn Sparisjóðs Mýra­ sýslu, meta gæði útlána og leggja mat á áhættustýringu og innra eft­ irlit. Skýrslu um niðurstöður athug­ unarinnar var skilað 30. júlí 2008. Voru helstu niðurstöður hennar að óvarlegar lánveitingar væru ein af ástæðum þess að eigið fé spari­ sjóðsins var talsvert undir lögboðn­ um mörkum. Þær voru bundnar við gengi erlendra gjaldmiðla og ein­ ungis tryggðar með veði í óskráðum hlutabréfum. Þá hefði sparisjóð­ urinn ekki í allmörgum tilfellum gætt nægilega að tryggingastöðu áhættuskuldbindinga og það gæti í einhverjum tilvikum leitt til frekari tapshættu. Gerð var athugasemd við það að sparisjóðurinn fylgd­ ist ekki nægjanlega vel með geng­ isbundnum útlánum til aðila sem hefðu ekki tekjur í erlendri mynt, sbr. leiðbeinandi tilmæli Fjármála­ eftirlitins nr. 2/2004. Útlán spari­ sjóðsins með veði í verðbréfum, svo sem hlutabréfum, hefðu auk­ ist verulega sem hlutfall af eigin fé frá haustmánuðum 2007 og fram á mitt ár 2008. Þar vægju þyngst lán vegna kaupa á hlutabréfum í Ice­ bank hf. Fjármáleftirlitið gerði tals­ verðar athugasemdir við útlána­ reglur Sparisjóðs Mýrasýslu og verklag við útlán, útlánaáhættu og áhættustýringu, virkni áhættustýr­ ingarnefndar og skýrsluskil til eft­ irlitsins. Útlánareglur sparisjóðsins frá árinu 2005 höfðu ekki að geyma ítarleg ákvæði um lánveitingar og heimildir. Samkvæmt lánareglun­ um var markmiðið að hafa þjón­ ustu, öryggi, frumkvæði, hraða og sveigjanleika að leiðarljósi. Stærstu lántakendur Útlán voru stærsta eign sparisjóðs­ ins árin 2005­2008. Afskriftir og tap af útlánum á árinu 2008 höfðu talsverð áhrif á rekstrarárangur sparisjóðsins. Rannsóknarnefndin valdi úrtak lántakenda til sérstakr­ ar skoðunar og greiningar til að varpa ljósi á útlánastarfsemi spari­ sjóðsins, útlánastefnu og ástæð­ ur afskrifta. Úrtakið var valið með hliðsjón af stærð áhættuskuldbind­ inga við sparisjóðinn, auk þess sem skoðuð voru sérstaklega lán þar sem sparisjóðurinn færði háar af­ skriftir. Sparisjóður Mýrasýslu var með margar stórar áhættuskuld­ bindingar í lok árs 2008, en heild­ arstærð útlánasafnsins var þá um 40 milljarðar króna. Á miðju ári 2008 Áfellisdómar fjölmargir um rekstur SPM í rannsóknarskýrslu um fall sparisjóðanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.