Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Lúðvík yfir tæknideild SNÆFELLSBÆR: Lúðvík Ver Smárason byggingafræð- ingur og smábátasjómaður hefur verið ráðinn forstöðu- maður tæknideildar Snæ- fellsbæjar. Auglýst var í maí- mánuði og bárust sex um- sóknir um starfið. Lúðvík hefur stundað handfæraveið- ar frá Snæfellsnesi síðan 1973 og lauk námi í byggingafræð- um frá Horsens í Danmörku í ársbyrjun 2010. Hann mun hefja störf hjá Snæfellsbæ 17. júlí næstkomandi. -grþ Alvarlega slasaður RVK: Ökumanni vélhjóls sem slasaðist á veginum norð- an við Akrafjall laugardaginn 28. júní sl. er enn haldið sof- andi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans. Sam- kvæmt upplýsingum frá vakt- hafandi lækni er líðan manns- ins óbreytt en hann er alvar- lega slasaður. –mm Um næstu helgi verða ýmsar áhuga- verðar hátíðir um landshlutann. Bæj- arhátíðin Sandara- og Rifsaragleði verð- ur í Snæfellsbæ og Heim í Búðardal í Döl- um. Þá verður á laugardaginn Hvann- eyrarhátíð þar sem saman fer safnadag- ur í Landbúnaðarsafni og þess minnst að 125 ár eru frá því fyrsti nemandinn mætti á Hvanneyri. Loks verður Skotthúf- an haldin í Stykkishólmi en það er þjóð- búningahátíð frá 11.-13. júlí. Að auki má nefna tónleika og uppistand í Borgarnesi og sitthvað fleira. Lesa má um alla þessa viðburði í Skessuhorni vikunnar. Á morgun, fimmtudag, verður hægt vax- andi austan- og suðaustanátt. Rigning eða súld vestantil en bjart með köflum um landið norðaustanvert. Rigning á Vesturlandi um kvöldið. Á föstudag verð- ur austan 5-13 m/s, hvassast með suður- ströndinni. Rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hiti breytist lítið. Á laug- ardag og sunnudag er spáð austlægri átt með rigningu fyrir sunnan og aust- an, annars björtu með köflum og víða lík- um á þokulofti við ströndina. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norðurlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ertu fylgjandi massaferðaþjón- ustu í þínu sveitarfélagi?“ Svör dreifð- ust afar jafnt milli svarmöguleika. Flestir eða 26% höfðu ekki myndað sér skoðun um viðfangsefnið. 34% voru mikið eða frekar fylgjandi því að byggja upp ferða- þjónustu þar sem lögð verður áhersla á fjöldann. 40% voru hins vegar mjög eða frekar mótfallin því. Í næstu viku er spurt: Hefur þú fylgst með heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu? Sjálfboðaliðar og skipuleggjendur bæj- ar- og héraðshátíða eru Vestlending- ar vikunnar að þessu sinni. Fjölmargir leggja á sig mikla vinnu til að skemmta sér og ekki síst öðrum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Það var notaleg stund á bæjarskrif- stofu Grundarfjarðar þegar bæjar- fulltrúar og starfsmenn bæjarins héldu lítið kveðjuhóf fyrir Björn Steinar Pálmason bæjarstjóra sem nú er að láta af störfum. Björn Steinar kvaddi þar starfsfólk sitt og kvaðst ganga sáttur frá borði enda mikið og gott verk sem hefur unn- ist á síðustu fjórum árum. Bæjar- stjórn Grundarfjarðarbæjar vinnur þessa dagana í að fara yfir umsókn- ir um bæjarstjórastarfið en listi um- sækjenda er alllangur. 22 umsóknir Alls bárust 22 umsóknir um starf bæjarstjóra sem auglýst var í júní með umsóknarfrest til 23. júní. Listi með nöfnum umsækjenda er þannig: Aðalsteinn J. Halldórs- son, Auðunn Bjarni Ólafsson, Birg- ir Guðmundsson, Borga Harðar- dóttir, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Eg- ill Skúlason, Einar S. Valdimarsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Hall- grímur Ólafsson, Hrönn Péturs- dóttir, Jóhannes Finnur Halldórs- son, Jón Pálmi Pálsson, Ólafur Áki Ragnarsson, Ólöf Guðmundsdótt- ir, Ragnar Þorgeirsson, Skúli Þórð- arson, Steingrímur Hólmsteinsson, Sverrir Berg Steinarsson, Sævar Birgisson, Tómas Logi Hallgríms- son, Tryggvi Áki Pétursson og Þor- steinn Steinsson. grþ/tfk Fráfarandi fjallskilanefnd Odds- staðaréttar í Lundarreykjadal hef- ur fengið samþykki sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að færa fyrstu rétt fram um viku. Réttardag- ur verður þá 10. september í stað sautjánda eins og hefði átt að vera. Ólafur Jóhannesson bóndi á Hóli í Lundarreykjadal var formað- ur fjallskilanefndar er beiðnin var send til sveitarstjórnar. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að ástæður breytinganna væru einkum tvær. „Oddsstaðarétt myndi verða mjög seint núna á komandi hausti miðað við að hafa hana óbreytta. Hin ástæðan er sú að gróður er í allra fyrsta lagi nú í sumar og mun því einnig falla snemma.“ Ólafur sagði einnig að leitað hefði verið til allra sem nota afréttinn um sam- þykki eða synjun og menn hefðu verið á einu máli um þessa breyt- ingu. Sama mál hefði komið upp á síðasta ári en of seint svo hægt hefði verið að bregðast við því. Nauðsyn- legt sé að svona beiðnir komi tím- anlega. Aðspurður hvort þetta væri í fyrsta sinn sem réttinni væri breytt og hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa einhvern sveigjanleika í dag- setningum á réttum sagði hann að réttardagar hefur verið hreyfðir til og sveigjanleikinn væri talsverð- ur en auðvitað væri fyrri leitin það sem máli skipti. Á afrétti Oddsstaðaréttar er mik- ið um láglendisgróður sem hef- ur ákveðinn líftíma. Ef hann lifn- ar snemma, fölnar hann líka fyrr. Ef kuldakast kæmi í ágúst myndi þessi gerð gróðurs falla hratt sem þýddi einnig minni fallþunga dilka því lömb myndu þá leggja fyrr af. Þessi ósk fjallskilanefndar Odds- staðaréttar er að líkindum fordæm- isgefandi og sýnir að ekki þarf að fastnegla dagsetningar og gott sé að hafa breytileika á fyrstu réttum eftir árferði. bgk Nýir nemendagarðar verða tekn- ir í notkun í haust við Menntaskóla Borgarfjarðar. Sveitarfélagið Borg- arbyggð og skólinn hafa stofnað fé- lag sem keypt hefur tvær íbúðir við Brákarbraut 8 í Borgarnesi. Íbúð- irnar voru keyptar af Íbúðalánasjóði sem jafnframt gefur kost á að leigja íbúð til viðbótar, gerist þess þörf. Íbúðirnar eru á fyrstu hæð, tvö her- bergi í hvorri og gert ráð fyrir að tveir nemendur geti verið saman í herbergi. Gert er ráð fyrir að reglu- bundin gæsla verði einnig á staðn- um. Kolfinna Jóhannesdóttir frá- farandi skólameistari fagnar þess- ari niðurstöðu en hún hefur unnið að þessu verkefni í töluverðan tíma sem skólameistari. Menntaskólinn fjármagnar kaupin með eigin fé en sveitarfélagið leggur tíu milljónir í verkefnið. Tilkoma nemendagarðanna mun gjörbreyta aðstöðu fyrir nemend- ur úr dreifbýlinu. Á sínum tíma lét Kolfinna gera tölfræðilega könn- un á þörfinni fyrir nemendagarða og kom í ljós að hún var töluverð. „Við höfum boðið upp á úrræði fram að þessu sem ekki voru varan- leg. Kostnaður sem leggst á nem- endur og fjölskyldur sem þurfa að keyra um langan veg í skól- ann er gríðarlegur. Að hafa mögu- leika á húsnæði breytir miklu fyr- ir nemendur úr dreifbýlinu.“ Fyr- ir venjulegan framhaldskólanema eru húsaleigubætur allt að helm- ingur leiguupphæðar og nemendur sem eiga lögheimili í meira en 30 km fjarlægð frá skóla eiga auk þess rétt á dvalarstyrk frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. „Mánaðarleg leiguupphæð ætti því ekki að verða svo há,“ segir Kolfinna og held- ur áfram. „Tilkoma nemendagarð- anna eykur einnig möguleika nem- enda úr dreifbýlinu á að taka auk- inn þátt í félagslífi því skóli er jú meira en bara hefðbundið nám. Ég er mjög ánægð með að þetta verður síðasta verkið mitt sem skólameist- ari að koma þessu máli í gegn.“ Kolfinna sagði að endingu að mikil samstaða hefði verið um verkefnið, bæði meðal allra í sveitarstjórn og stjórn skólans. bgk Björn Steinar Pálmason fráfarandi bæjarstóri, Sigurborg Kr. Hannesdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar og Eyþór Garðarsson núverandi forseti bæjar- stjórnar. Ljósm. tfk. Bæjarstjórinn kvaddur með blómum og koníaki Ný og endurbyggð Oddsstaðarétt var vígð í fyrrahaust. Ljósm. hlh. Fyrsta Oddsstaðarétt færð fram um viku Tvær íbúðir keyptar fyrir nemendagarða við Menntaskóla Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.