Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Fimm óku á búfé LBD: Í liðinni viku voru skráð hjá lögreglunni í Borg- arfirði og Dölum 79 mál og verkefni af ýmsum toga. Af þeim má helst nefna að 18 voru kærðir fyrir of hrað- an akstur. Fjögur umferð- aróhöpp urðu án meiðsla en tvö slys með líkamstjóni voru skráð. Annað eftir fall en hitt vegna manns sem lenti illa á svifvæng. Þessi meiðsli eru þó ekki talin alvarleg. Fjór- ir voru kærðir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var í fimm skipti ekið á búfé á þjóðvegunum í umdæminu. –jsb Innan við ein sala á dag VESTURLAND: Á Vestur- landi var 26 kaupsamning- um um húsnæði þinglýst í júnímánuði sl. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjöl- býli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 725 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,9 milljónir króna. Af þess- um 26 samningum voru 10 samningar um eignir á Akra- nesi. Þar af voru 7 samning- ar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um eignir í sér- býli. Heildarveltan var 305 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 30,5 milljón- ir króna. Það er Þjóðskrá Ís- lands sem tekur þessar upp- lýsingar saman. –mm Enginn hvalur síðan á sunnu- dag HVALFJ: Ekki hefur geng- ið alveg nógu vel á hvalveið- unum að undanförnu. Það hefur verið bræla og skyggni lítið. Að sögn Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar verkstjóra brosa þeir ekki sínu breiðasta í augnablikinu starfsmenn- irnir í Hvalstöðinni. „Það hefur bara ekki komið hvalur síðan á sunnudaginn næstsíð- asta. Þeir eru úti núna bátarn- ir en það er ekki gott skyggni hjá þeim. Það var bræla í all- an gær og lélegt skyggni. Við förum ekki að brosa fyrr en hann rífur af sér svo hvalfang- ararnir sjái eitthvað til veiða,“ sagði Gunnlaugur Fjólar þegar við heyrðum í honum á mánudaginn. -bgk Slasaðist á svifvængju BORGARFJ: Björgunar- sveitir á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru á ellefta tímanum á laugardagskvöld- ið kallaðar út vegna slyss ofan við Hest í Borgarfirði. Mað- ur hafði verið á svokallaðri svifvængju (paraglider) og slasast þegar hann lenti illa. Björgunaraðgerðir gengu vel og var maðurinn kominn í sjúkrabíl um klukkustund eft- ir útkallið. Hann var ekki tal- inn lífshættulega slasaður. -mm Prjónaþema á matar- og antíkmarkaði AKRANES: Hlédís Sveins- dóttir verkefnastjóri matar- og antíkmarkaðsins á Akra- nesi hefur ákveðið að skella upp prjónaþema á markað- inn sem haldinn verður 12. júlí næstkomandi milli kl. 13-17. „Hugmyndin er að fá prjónaáhugafólk til að hittast og skipta eða selja dokkur, prjónablöð eða aðra prjóna- tengda muni. Markaðurinn fer fram í anddyri Lands- bankahússins að Suðurgötu 57 við Akratorg. Matar- og antíkmarkaðurinn hefur ver- ið í gangi síðan um miðj- an júní og er Hlédís þakk- lát fyrir viðtökurnar. Mik- ið mannlíf og skemmtileg stemning hefur verið á Akra- torgi í sumar. Næsta laug- ardag verður einnig lifandi tónlist. Við hvetjum fólk til þess að setja sig í samband við Hlédísi á netfangið hled- is.sveinsdottir@akranes.is,“ segir í tilkynningu. –mm Rólegt á Írskum dögum AKRANES: Lítið var að gera hjá lögreglunni á Akranesi þessa vikuna. Mikill mann- fjöldi var í bænum vegna Írskra daga en að sögn lög- reglunnar var ölvun í bæn- um ekki áberandi. Lögregl- an hafði þó afskipti af tveim- ur mönnum á laugardags- kvöldið vegna ósættis og ölv- unar. Gistu þeir í fangaklefa þar til rann af þeim áfengið og reiðin. Þá var einn stöðv- aður vegna ölvunaraksturs og annar fyrir fíkniefnaakst- ur. Enginn var tekinn fyrir að aka of hratt þessa vikuna. -jsb „Það verður algjörlega í höndum kaupendanna hvað þeir gera við skipið. Þetta fyrirtæki, sem kaupir það og er í Grenå í Danmörku, hef- ur verið að kaupa gömul skip, flest þeirra hafa farið í niðurrif en ein- hver hafa verið nýtt á annan hátt,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson for- stjóri HB Granda þegar hann var spurður um hvort Víkingur AK-100 sé á leið í niðurrif eða ekki. Danska fyrirtækið hefur keypt Víking fyrir aðeins 43 milljónir íslenskra króna, sem er ekki hærra verð en svo að líklegt þykir að skipið fari til nið- urrifs. Brottför ræðst af Sigga Villa Víkingur AK hefur lengi legið að mestu aðgerðarlaus í Akraneshöfn síðustu árin en þessu tæplega 54 ára skipi hefur verið vel við hald- ið og það haft tilbúið til nótaveiða með stuttum fyrirvara. Oft hefur það verið notað á loðnuvertíðum til að hlaupa undir bagga með útgerð- inni þegar stórar vertíðir hafa ver- ið. Síðast fór það til veiða á loðnu- vertíðinni 2013. „Við erum búnir að vera með skipið til sölu frá því í haust og tókum þessu tilboði nú. Víkingur er seldur eins og hann er núna, öll tæki og tól fylgja en það er kaupendanna að ákveða hvað verður um þau. Skipið fer líklega í lok vikunnar, sennilega á morgun fimmtudag, en það ræðst svolítið af því hvenær Sigurður Villi Guð- mundsson vélstjóri getur farið með því út en hann er nú í sumarfríi,“ segir Vilhjálmur. Sigurður Villi hefur séð um viðhald skipsins og að hafa það ávallt tilbúið til veiða síðustu ár. „Það er allavega ljóst að það verða menn sem þekkja til skipsins sem fylgja því síðasta spöl- in héðan en Magnús Þorvaldsson skipstjóri og Gunnar Gunnarsson, sem var skipstjóri á síðustu vertíð- inni, verða í brúnni, svo er ekki ljóst hverjir fleiri fylla þau pláss sem þarf til að sigla Víkingi út.“ Mikill munur á nýju skipunum Vilhjálmur segir auðvitað söknuð af þessu skipi enda hafi það verið feikilega farsælt alla tíð en ekki sé margt í stöðunni þegar skip verði gömul og úreltist. Dýrt sé að halda þeim við og geyma þau án verkefna. Nú liggur fyrir að HB Grandi fær tvö ný uppsjávarveiðiskip sem eru í smíðum í Tyrklandi og leysa þau eldri skipin af hólmi strax á næsta ári. „Stærsti munurinn á þeim skip- um er að það sést ekki borð á þeim fulllestuðum og skipverjar á nýj- asta Berki NK, sem er smíðað eft- ir sömu teikningu, segja það mesta munin að standa þurrum fótum við vinnuna á dekkinu í stað þess að vera á kafi í sjó. Svo er hægt að dæla beint úr pokanum frá skutnum sem er mikil munur á meðferð hráefn- is frá þvi að draga þetta fram með síðunni,“ sagði Vilhjálmur. Hann bendir á að tímarnir og tæknin breyttust í útgerð sem öðru og allt útgerðarmynstrið réðist nú aðallega af því hvaða kröfur væru gerðar á markaði fyrir afurðirnar. hb Víkingur AK-100 kyrfilega bundinn við bryggju á Akranesi. Ekki er ljóst hver verða afdrif Víkings AK-100 Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri á skrifstofu HB Granda á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.