Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Ellan lagfærð í minningu Litla á Landi Árið 1996 var stofnað félag sem heitir Stórútgerðarfélag Mýra- manna, en að vísu er félagið óskráð. Félagið hafði það að markmiði að gera út á hamingjuna á trillunni Ellu. Voru það Halldór Brynj- úlfsson og Ásgeir Ásgeirsson sem keyptu Elluna af Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn. Báturinn var hins vegar upphaflega smíðaður í Hafnarfirði úr eik og furu. Halldór og Ásgeir endurnýjuðu bátinn tölu- vert og stunduðu hamingjuveiðar á fiski undan Mýrum, eða allt til árs- ins 2005. Halldór Brynjúlfsson lést árið 2007. Með hans hlut fór eft- irlifandi eiginkona hans, Ásta Sig- urðardóttir en aðrir eigendur eru Arinbjörn Hauksson og Sigurð- ur Halldórsson. Árið 2009 eignast Rúnar Ragnarsson hlut Halldórs í Ellunni. Var hún á Brákarsundi en lítið notuð. Það er svo árið 2010 að Pétur Geirsson keypti hlut Rúnars og á þá bátinn með Arinbirni og Hall- dóri. Í samtali við Arinbjörn Hauks- son kemur fram að báturinn hafi verið endurnýjaður að mestu leyti nema vélin sé sú sama. Tilgangur- inn sé að hafa bátinn á Brákarsund- inu því aðalhlutverk hans er að vera listaverk og gríðarlegur fjöldi fólks sem hefur myndað hann. Auk þess að skreppa kannski í einn og einn hamingjuróður. Aðspurður hvort Stórútgerðarfélag Mýramanna myndi enn gera Elluna út, sagði hann að það gæti alveg eins verið. Um væri að ræða óskráð félag sem væri á lausu og mætti nota. Pétur Geirsson sagði í samtali við Skessuhorn að ástæðan fyrir að- komu hans að málinu væri ákveð- in virðing fyrir upphafsmanni Stór- útgerðafélags Mýramanna ásamt því að er gott að hafa fallegan bát á legunni. „Ég gerði þetta einnig til ánægjuauka til að létta Borgnes- ingum lundina, því þeir mega alveg brosa meira og fátt er notalegra á að horfa en fallegur bátur sem vaggar ljúft á öldunni.“ Pétur sagði enn- fremur að ýmsir góðir menn hefði lagt í púkkið og gefið vinnu sína. „Það var m.a. einn mætur mað- ur sem sagðist vilja vera með til að heiðra minningu Halldórs Brynj- úlfssonar, eða Litla á Landi, eins og hann var oft kallaður. Ég svar- aði því til að ég skyldi koma þeirri kveðju eins langt og ég gæti.“ Ellan er forláta trilla af gömlu gerðinni upphaflega ættuð úr Stykkishólmi. Báturinn er nefndur eftir ömmu Ellu, merkilegri konu sem margir þekkja í Hólminum. Við eigendaskiptin í upphafi þótti engin ástæða til að breyta nafninu þótt hún flyttist á milli bæjarfélaga. Liggur nú Ellan að nýju á Brák- arsundi, nýuppgerð og tilbúin til hamingjuveiða að nýju. bgk/ Ljósm. Theódór K Þórðarson. Opið alla daga 11.00 - 18.00 Verið velkomin Sólbakka 2, Borgarnesi - 437 1400 - ljomalind.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Óskum eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling til aðstoðar á skrifstofu Borgarverks í Borgarnesi Helstu verkefni: Umsjón með kaffistofu• Innkaup• Umsjón með pósti• Sendiferðir og ýmisleg tilfallandi verkefni á skrifstofu• Tölvukunnátta er æskileg en rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar er mikill kostur Til að byrja með er um tímabundna ráðningu að ræða, júlí – september, en lengri ráðning kemur til greina Vinnutími er 7.30 – 16.00 Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2014 Upplýsingar veitir Ásgeir í síma 430 0303, asgeir@borgarverk.is Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Borgarnesi Borgarverk ehf. | Sólbakka 17, 310 Borgarnesi | 430 0300 SK ES SU H O R N 2 01 4 Ellan á siglingu á síðustu Brákarhátíð, nýuppgerð og glæsileg. Í áhöfninni eru m.a. Sigurður Halldórsson og Arinbjörn Hauksson. Ellan í Brákarsundinu og það er sannarlega ánægjuauki og fátt notalegra en að horfa á fallegan bát vagga ljúft á öldunni. Í þetta snatt fór síðdegið og þegar skólaakstrinum var lokið klukkan 16:30, tók ég stundum þriggja tíma vinnutörn eftir það í viðgerðum. Kvöldmaturinn var stundum borð- aður seint.“ Allskonar félagsmála- stúss Addi viðurkennir fúslega að hann hafi verið í félagsmálum af ýmsum toga. En fyrsta félagið var skátafé- lag. „Það var gríðarlega öflugt skátastarf í Borgarnesi á þessum árum og ég fór m.a. á landsmót á Þingvöllum 1948, var þó ekki all- an tímann, vildi taka sem minnst frí í vinnunni. En árið 1949 fór- um við nokkrir skátar til Danmerk- ur á skátamót sem tók fjórar vikur. Það var í fyrsta sinn sem ég kom til útlanda og var virkilegt ævin- týri. Svo starfaði ég lengi fyrir ung- mennafélagið, var t.d. að selja bíó- miða og var dyravörður í bíóinu ásamt því að spóla upp bíómynd- irnar. Jonni á Horninu, Jón Björns- son rafveitustjóri, var lengst af sýn- ingarstjóri og ég greip þar stund- um inn í en allt voru þetta ólaunuð sjálfboðaliðastörf eins og tíðkaðist yfirleitt þá. Einnig var ég lengi við- riðinn stjórn iðnaðarmannafélags- ins gamla á meðan það var til. Þar voru feður okkar hjóna báðir m.a. formenn um tíma. Félagið var orð- ið hálfgert nátttröll í kerfinu þegar það hætti því þarna voru allir iðn- aðarmenn félagsmenn saman í fé- lagi hvort sem þeir voru sveinar eða meistarar.“ Ættgengur andskoti Snemma varð Örn Símonarson pólitískur, segist hafa drukkið sjálf- stæðishugsjónina í sig með móður- mjólkinni í orðsins fyllstu merk- ingu. „Þetta er ættgengur and- skoti, held ég,“ segir hann sposkur á svip. „Afi á Grímarsstöðum var í áratugi í sveitarstjórn, pabbi sat í sveitarstjórn í 16 ár, ég í 12, Sig- rún systir í átta ár og Jónína dótt- ir mín er nú starfandi að sveitar- stjórnarmálum. Ég prófaði bæði að vera í meirihluta og minnihluta og Húnbogi Þorsteinsson var sveitar- stjóri öll þau ár sem ég sat. Þeg- ar ég settist í fyrsta sinn í sveit- arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, varð enginn meirihluti myndað- ur. Framsókn hafði verið í meiri- hluta en úrslitin urðu þrír fram- sóknarmenn, þrír sjálfstæðismenn og einn Alþýðuflokksmaður, Ingi Ingimundar sem var í lykilaðstöðu en vildi ekki mynda neinn meiri- hluta. Þetta gekk bara ágætlega en mörgum fannst þetta skrýtið fyrir- komulag.“ Addi segir sitt félagsmála- stúss hafi endað í Skógræktarfé- lagi Borgarfjarðar. „Ég var í stjórn þessa ágæta félags í a.m.k. 12 ár, sem var bara ánægjulegt. En svo er ég auðvitað félagi í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar. Það er gríðarlega skemmtilegur félagsskapur.“ Vísur og kvæði Heyrst hefur að Addi sé með mikinn áhuga á ljóðum og kunni ógrynni af þeim og lausavísum. Hann neitar því ekki en segist alls ekki geta gert vísu sjálfur, sú gáfa liggi öll í tengdafjöl- skyldunni. „Áhuginn kviknaði eig- inlega í tengslum við fráfall Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi 1964. Þá var heljarinnar dagskrá í útvarp- inu og ég heillaðist. Eignaðist svo ritsafnið hans og smátt og smátt margra fleiri í framhaldinu og hef haft gaman af ljóðum síðan. Það er því oft þegar ég heyri ljóð sem ég kem ekki alveg fyrir mig en tel mig þó þekkja höfundinn að ég þarf að fara upp í hillu og athuga mál- ið. Ég þarf að vera viss eftir hvern ljóðið er.“ Það liggur beinast við að spyrja hvort aldrei hafi verið ort um hann sjálfan. Glettnissvipur kemur á Adda sem svarar að bragði: „Jú, það hefur verið gert. Það var Þórð- ur Halldórsson frá Dagverðará sem orti um mig vísu eitt sinn þeg- ar hann kom með bíl til viðgerð- ar á BTB og þurfti að bíða nokk- uð. Þegar viðgerð var lokið fékk ég þessa vísu.“ Æskan birtist enn í þér æðstu gæði hljóttu. Gengi lífs þér gefið er, góðra kvenna njóttu. Nú skellihlær Addi og segir svo. „Ég held bara að þetta passi alveg. Ég á frábæra konu og þrjár yndis- legar dætur og er því umkringdur góðum konum.“ Bílarnir Addi segist hafa átt marga bíla en fáa lengi. Hins vegar muna marg- ir Borgnesingar eftir því að hann átti M-27 sem var Bens og eini bíll- inn sem hann hefur eignast tvisvar. Prestfrúin á Borg kallaði bílinn vor- boðann því hann var bara notaður á sumrin. Þessi bíll hefur nú verið seldur. Fyrsti bíllinn var hins vegar Plymouth en Addi var á Chervolet þegar hann kynntist ástinni sinni. „Þetta voru flottir bílar,“ segir hann með blik í auga. Heyrst hefur að Addi hafi komið bílum í gang sem aðrir hafa gefist upp á. Og meira að segja hafi eitt sinn verið komið með fulla rútu af fólki til að berja aug- um þennan galdramann sem hafi komið bíl í gang er hafði staðið í 42 ár. Addi viðurkennir að eitthvað sé til í þessari sögu. Og jafnframt að hann hafi gert upp gamla Ford fyrir Sæmund Sigmundsson sem nú er í eigu Landbúnaðarsafns- ins á Hvanneyri. „Ég hlýt að hafa verið með og er jafnvel enn með bíladellu. Alla vega finnst mér enn gaman að þessu stússi,“ segir Örn Ragnar Símonarson að lokum. bgk Örn R. Símonarson á Chervolet sem hann átti þegar hann kynntist ástinni sinni, Sonju Ásbjörnsdóttur. Vorboðinn sjálfur M 27 eini bíllinn sem Örn hefur átt tvisvar. Frá vinstri Símon Teitsson, Örn sonur hans og Finnbogi Guðlaugsson. Myndi tekin á fertugsafmæli Arnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.