Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Forsjárhyggja Ummæli liðinnar viku í fjölmiðlum átti Sigrún Magnúsdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Verið var að ræða um hugsanlega komu verslunar Costco, afleggjara frá stærstu smásölukeðju heims. Í sjónvarps- viðtali aðspurð um hvort Sigrún ætlaði að leggjast gegn því að þessi versl- anakeðja kæmi til landsins, kvaðst hún vissulega ætla að gera það. Ástæðan; jú hún vildi ekki að Íslendingar færu að borða innflutt kjöt þeim til heilsu- tjóns. Meðan á þessu stóð fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra viðskipta með fulltrúum Costco, því eins og ráðherra sagði, henni finnst sjálfsagt að skoða málið með opnum huga. Engu að síður hefur Ragnheið- ur Elín tekið það fram í Bændablaðinu að hún hafi ekkert gefið út um það hvort hún sé hlynnt eða andvíg innflutningi á hráu kjöti. Held ég reynd- ar að slíkt verði ekki heimilað, jafnvel þótt Costco verði leyft að opna hér verslun. Engum vafa er undirorpið að komi Costco til Íslands myndi það hafa umtalsverð áhrif á samkeppnisumhverfi í verslun. Verslanakeðja þessi legg- ur áherslu á að selja margvíslegan varning í magnpakkningum, allt frá mat- vöru til fatnaðar, húsgagna og raftækja. Reyndar einnig áfengi og eldsneyti á bíla svo fátt eitt sé nefnt. Áherslur hennar eru því aðrar en Bónus- og Krónubúðanna sem hafa illu heilli markaðsráðandi stöðu hér á landi. Áður en til þess kemur að sprútt yrði t.d. selt á svona stað yrði að breyta marg- víslegum lögum og reglugerðum til að leggja af ríkiseinokun í sölu áfengis, svo ég tali nú ekki um allt hripleka regluverkið sem á að verja þjóðina fyr- ir innflutningi á kjöti, en er löngu hætt að gera það. Raunin er nefnilega sú að íslenskar verslanir eru nú þegar stappfullar af útlendu kjöti, misjafnlega mikið elduðu og unnu, bara í hinum ótrúlegustu felubúningum. Skortur á samkeppni er versta mögulega staðan á markaði á hvaða sviði viðskipta sem er. Nú hlýtur maður því að spyrja; hvaða hagsmuni er Sigrún Magnúsdóttir alþingismaður að verja með ummælum sínum? Ég afþakka fyrir mína parta þessa meintu og heilsutengdu forsjárhyggju Sigrúnar, (sem ég að öðru leyti held að sé hin ágætasta kona). En hvað getur maður sagt þegar einn af áhrifamestu þingmönnum þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að val og frelsi skuli frá okkur tekið til að forða okkur frá ótímabærum heilsu- bresti - og dauða? Er erlent kjöt raunverulega svo baneitrað að þingmenn þurfi að beita fyrir sig málflutningi sem þessum? Ég held ekki. Ef svo væri hefðu margir nú þegar látið lífið hér á landi vegna neyslu á ýmsu kjöti sem er að finna í kæli- og frystiborðum stórmarkaða, svo ég tali nú ekki um stórhættuleg ferðalög til útlanda þar sem útlendur matur er snæddur! Ég tek það skýrt fram að ég er afar hlynntur framleiðslu íslenskra land- búnaðarvara. Ég meira að segja trúi Guðna Ágústssyni þegar hann prjé- dikar um lambakjötið; það besta í heimi. Öfgakennd ummæli samflokks- konu hans, lituð forsjárhyggju, finnst mér hins vegar skaða þann góða mál- stað og mun, ef látið verður óátalið, snúa þjóðinni gegn íslenskri landbún- aðarframleiðslu. Vitleysan í þessum orðum er nefnilega svo gegnsæ að hver einasti Íslendingur sér í gegnum svona tal. Við eigum að hafa frelsi og val um hvað við kaupum og hvers við neytum. Vilji ég kaupa íslenskt lamba- eða nautakjöt, þá einfaldlega held ég áfram að gera það. Velji ég frekar að kaupa bensín á bílinn minn hjá Costco, þá geri ég það, fái ég til þess frelsi. Ef Olís, N1 og Orkan ætla að hafa mig áfram í viðskiptum, þá verða þessi fyrirtæki einfaldlega að standa sig betur! Aukin samkeppni er nefnilega ná- kvæmlega það sem fyrirtækjum sem stunda augljóst verðsamráð vantar hér á landi. Þegar hins vegar kemur að því hvort við veljum að kaupa íslenskt kjöt eða innflutt, verði það í boði, þá treysti ég bæði mér og þorra Íslend- inga til að velja skynsamlegasta kostinn. Ef íslensk vara stenst bæði gæði og verðsamanburð, líkt og hún hefur gert fram að þessu í flestum tilfellum, er engu að kvíða fyrir íslenskan landbúnað. Magnús Magnússon. Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á fundi nýlega tillögu mennta- og menningarmálanefndar sveitar- félagsins um ráðningu Ástu Sjafn- ar Kristjánsdóttur í stöðu skóla- stjóra Reykhólaskóla. Ásta Sjöfn var ein umsækjenda sem uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar voru að mati nefndarinnar. Ásta Sjöfn hefur lok- ið B.Ed. sem grunnskólakennari en áður hafði hún lokið námi í rekstr- arfræði og hefur því góða þekkingu á stjórnun og rekstri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er umhverfi sem ég þekki vel sem kennari enda hef ég starfað við skólann í fimmtán ár. Ég þekki því allt skólaumhverfið og kon- urnar sem vinna með mér vel,“ segir Ásta í samtali við Skessuhorn. Reykhólaskóli er sameinaður grunn- og leikskóli með 40 nem- endur á grunnskólastigi en 18 börn á leikskólastigi. „Mig langar að leggja áherslu á að auka flæðið meira á milli leik- og grunnskólans. Það hefur ver- ið unnið mjög gott starf innan skól- ans undanfarin ár. Við erum vel sett af starfsfólki, höfum meðal annars þroskaþjálfa, iðjuþjálfa og sérkenn- ara og stefnan er að halda áfram því góða starfi sem verið hefur í skólan- um,“ segir Ásta Sjöfn. grþ Stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi hefur ráðið nýjan skólameistara. Eins og kunnugt er hefur Kolfinna Jó- hannesdóttir fráfarandi skólameistari verið ráðin sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hinn nýi skólameistari er Guðrún Björg Aðal- steinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bif- röst en tók auk þess kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Háskólanum á Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af við Háskólann á Bifröst, verið þar umsjónarmaður með ýmsum námsbrautum og kennt svo það helsta sé nefnt. mm Gerður Ólína Steinþórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Gerður hefur lok- ið meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana og er einnig bygg- ingafræðingur að mennt. Kjörsvið hennar í kennaranámi var upplýs- ingatækni og miðlun. Hún hefur starfað við umsjón tölvukerfa auk kennslu, nú síðast í Hólabrekku- skóla í Reykjavík. Gerður hefur störf seinni hluta júlímánaðar. Þá hefur Ásdís Snót Guðmundsdótt- ir verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Ás- dís er leik- og grunnskólakenn- ari að mennt og er í meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana. Hún hefur starfað sem sem kennari við Grunnskóla Vesturbyggðar síð- astliðin 14 ár en frá 2011 hefur hún verið deildarstjóri Bíldudalsskóla. Ásdís hefur störf í ágúst. Loks tók Gunnar Jóhann Elísson nýlega við starfi umsjónarmanns fasteigna. Gunnar Jóhann, eða Hanni eins og hann er kallaður, er byggingafræðingur og búfræðing- ur að mennt og starfaði hjá Grund- arfjarðarbæ við húsvörslu í grunn- skólanum hér á árum áður. Í frétt á vef Grundarfjarðarbæjar eru allir þessir starfsmenn boðnir velkomn- ir til starfa. mm Umhverfissjóður Snæfellsness var stofnaður árið 2006, en grunnur- inn að honum var Minningarsjóð- ur um Guðlaug heitinn Bergmann, sem aðstandendur hans gáfu sem stofnfé fyrir sjóðinn. Í stjórn sjóðs- ins eru Kristinn Jónasson bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, Guðrún Berg- mann rithöfundur og framkvæmda- stjóri og Stefán Gíslason umhverf- isstjórnunarfræðingur hjá UMÍS. Síðastliðinn miðvikudag voru af- hentir fjórir styrkir úr sjóðnum fyr- ir árið 2014. Auglýst var eftir um- sóknum í vetur og bárust fjórar. Ákvað stjórn sjóðsins að veita öll- um umsóknaraðilum styrk. Styrkina hljóta: Áhugamannafélag um endur-• hleðslu gömlu fjárréttarinn- ar við Ólafsvík fékk 400.000 krónur. Viðtakandi styrksins er Guðrún Tryggvadóttir sem stýrir verkefninu. Menningar- og markaðs-• svið Grundarfjarðarbæjar fékk 175.000 krónur til gerð- ar á upplýsingaskilti sem skýr- ir síldargöngur, síldardauða og lífríki Kolgrafafjarðar. Leikskólinn Kríuból og • Grunnskólinn á Hellissandi fá 300.000 krónur til upp- byggingar á sameiginlegri úti- kennslustofu á Hellissandi. Ferðafélag Snæfellsness fékk • 70.000 krónur til gerðar á upplýsingaskilti um göngu- og reiðleiðir á Snæfellsnesi, svo og upplýsingar um bíla- stæði og upplýsingamiðstöðv- ar. Stefnt er að mörgum skilt- um, en það fyrsta verður sett upp í Grundarfirði mm Ásta Sjöfn ráðin skólastjóri Reykhólaskóla Skólastjórnendur og umsjónarmaður fasteigna Ingibjörg Stefánsdóttir leikskólastjóri, Guðrún Tryggvadóttir, Guðrún Bergmann og Alda Hlín Karlsdóttir markaðsfulltrúi. Ljósm. af. Úthlutað úr Umhverfissjóði Snæfellsness Guðrún Björg er nýr skólameistari Mennta- skóla Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.