Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – KA Þriðjudaginn 15. júlí kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er OMNIS Borið hefur á því að húsbílar og fleiri slík gistitæki fara út í Brákarey í Borgarnesi, leggi þar og hafi nátt- stað á bryggjunni. Í sjálfu sér væri þetta e.t.v. í lagi ef ekki hefði borð- ið á slæmri umgengni. Svo slæmri að kvartað hefur verið yfir þessu við sveitarfélagið. Á síðasta fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar var málið tekið fyrir og samþykkt að koma upp skiltum sem bendi fólki á að tjaldstæðið sé á öðrum stað í bæjarfélaginu, þ.e. í landi Grana- staða. bgk Ungmennafélagið Reynir á Hell- issandi fagnar 80 ára afmæli um þessar mundir. Félagið, sem stofn- að var 1934, heldur afmælishátíð á laugardaginn og nýtir til þess sömu helgi og Sandara- og Rifsaragleðin fer fram. Afmælishátíðin verður á Reynisvelli frá kl. 15 til 18 og verð- ur boðið upp á almenna skemmtun fyrir alla. „Unglingadeildin Drek- inn verður með kassaklifur og al- menna skemmtun fyrir unga sem aldna, Alda Dís verður með söng- atriði, við verðum með froðubolta en slökkviliðið býður upp á froð- una þar sem meistaraflokkur Reyn- is mætir atvinnumönnunum. Að auki verða Lionskonur með sölu- bás og Hótel Hellissandur býður upp á Bubble bolta í íþróttahúsinu frá kl. 10 - 17. Við endum svo há- tíðina á því að bjóða í grill á Reyn- isvelli,“ segir Sigursteinn Einarsson formaður Umf. Reynis í samtali við Skessuhorn. Að lokum verður styrktarball haldið um kvöldið þar sem hljómsveitin Ungmennafélag- ið leikur fyrir dansi. Allur ágóði rennur óskiptur til Umf. Reynis. grþ/ Ljósm. Mats Wibe Lund. Þessum þýska húsbíl hafði verið lagt á bryggjuna í Brákarey í stað þess að nota aðstöðuna á tjaldstæði bæjarins. Nota bryggjuna sem náttstað Ungmennafélagið Reynir 80 ára 25 föstudagur 26 laugardagur 27 sunnudagur 26 laugardagur 26 laugardagur 27 sunnudagur kl 20.00 OPNUNARTÓNLEIKAR Prokofiev-Shostakovich-Vasks kl. 13.00 -16.00 DAGSKRÁ 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar - aðgangur ókeypis kl. 14.00 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA Sr. Geir Waage kl 17.00 SÖNGTÓNLEIKAR Þjóðlegar ástríður kl 20.00 KAMMERTÓNLEIKAR Noregur - Tékkland kl 16.00 LOKATÓNLEIKAR Frá Händel til Huga Verið velkomin á óvenju fjölbreytta Reykholtshátíð! Forsala aðgöngumiða á midi.is reykholtshatið.is | snorrastofa.is 25.-27. JÚLÍ • 2014 Sígild tónlist í sögulegu umhverfi Dagskrá Snorrastofu og Norska sendiráðsins Hátíðarguðsþjónusta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.