Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Á Hellissandi er tilhlökkunin mik- il og um fátt annað talað þessa dag- an en Sandaragleðina sem fram- undan er. Í Rifi tekur Frystiklefinn þátt í þessu magnaði skemmtana- haldi með tveimur leiksýningum, 21:07 og Hetju. Leikritið 21:07 er gamanleikur byggður á lendingu geimvera árið 1993 og með hann fara leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson. Hetja er flestum kunnug en sýningin fjallar um Snæfells sögu Bárðaráss og er heimasýning Frystiklefans í sumar. Í sumar hefur hún oftast verið flutt á ensku en þetta skiptið fer Kári Viðarsson með hana á íslensku. Stórviðburður Frystiklefans í tengslum við Sandaragleðina hlýtur þó að teljast frumsýning Ara Eld- járns á nýju stand-upi á fimmtudeg- inum. Ari hefur ákveðið að frum- flytja grínefnið í Rifi en hann mun í sumar ferðast um með verkið hér á landi, í Danmörku og að lokum á stærstu grínhátíð Norðurlandanna sem verður í Lundi. mm Rafhljómsveitin Worm Is Green, sem skipuð er tónlistarfólki frá Akranesi og Borgarnesi, hefur gefið út nýja plötu. Platan sem heitir To Them We Are Only Shadows kom út sjötta júlí síðastliðinn og er sú fjórða frá hljómsveitinni. Lítið hef- ur farið fyrir Worm Is Green síð- astliðin ár en síðasta plata hljóm- sveitarinnar, Glow, kom út árið 2009. Hljómsveitarmeðlimir fóru þó í tónleikaferðalag til Kína í apríl á síðasta ári og spiluðu þar í þrem- ur borgum. To Them We Are Only Shadows inniheldur tíu lög og hefur platan þegar fengið lof erlendra gagnrýn- enda. Í grein Igloo magazine um nýju plötuna segir tónlistargagn- rýnandinn Daniel Miller, að plat- an sé safn raftónlistarstrauma síð- ustu fimm ára sem mæti tilfinning- um þeirra radda sem voru í tónlist fimm árum áður. Segir hann að með því að hlusta á lög plötunnar finni fólk fyrir þeirri fagurfræði sem sé í vonleysi sínu staðsett á litlum fal- legum kletti í Norður-Atlantshafi. Daniel heldur svo áfram að lofsama plötuna og hvetur lesendur sína að taka skoðunarferð um Akranes á Google-maps til að fá meiri tilfinn- ingu fyrir tónlistinni. jsb Myndlistasýningin Dalir og hólar - LITUR var opnuð síðastliðinn laugardag í Ólafsdal við Gilsfjörð. Sýningin mun standa til 10. ágúst. Myndlistarsýningin er nú sett upp í fimmta skipti en fyrsta sýning- in var sumarið 2008. Sýningarn- ar Dalir og hólar draga nafn sitt af staðsetningu sinni; Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Döl- um. Markmið sýninganna er að vekja athygli á menningu og nátt- úru þessara héraða og hvetja sýn- ingargesti til ferðalags um svæðið. Um leið eru kynnt verk samtíma- listamanna og nálgun þeirra við viðfangsefni sín. Að þessu sinni eiga fimm mynd- listamenn verk á sýningunni; Bjarki Bragason, Eygló Harðardóttir, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason og Tumi Magnússon. Stjórn sýningar- innar er í höndum Sólveigar Aðal- steinsdóttur og Þóru Sigurðardótt- ur. Að sögn Þóru eru sýningarn- ar ólíkar á milli ára. „Það eru allt aðrir listamenn og verkin eru hvert með sínu sniði. Þemað í ár er lit- ur,“ segir Þóra. Hún segir þessa til- teknu listamenn hafa verið valda til þátttöku vegna þess að þeir vinna gjarnan með liti í sinni list. „Við bjóðum að auki alltaf einum er- lendum listamanni til að vera með verk á sýningunni. Í ár er það Gerd Tinglum frá Noregi. Hún var ný- lega kosin sem rektor í Listaaka- demíunni í Bergen og var reyndar ráðin eftir að við fengum hana með í sýninguna,“ bætir hún við. Verk- in sem sýnd eru í ár eru af ýmsum toga. Meðal annars má þar finna teikningar, málverk, skúlptúra, myndbönd og hljóðverk. Hver listamaður velur sér stað Hver listamaður hefur valið sér stað til að vinna með og eru sýn- ingarnar staðsettar í húsum og á landsvæðum bænda og landeig- enda á svæðinu. Náttúra og menn- ing sveitanna mynda sérstaka um- gjörð sýningarinnar og eru kveikja verkanna sem unnin eru sérstak- lega fyrir sýninguna. „Við fórum í vettvangsferð í byrjun apríl. Þá heimsóttum við alla þá staði sem komu til greina og við höfðum fengið ábendingar um. Listamenn- irnir tóku þá ákvörðum um stað- ina og í framhaldi af því unnu þeir verk sem tengjast þeim.“ Sýningin er á stóru svæði sem afmarkast af Byggðasafninu á Laugum, Skarðs- strönd, Reykhólum, Króksfjarða- nesi og Ólafsdal. „Í raun er sýnt á átta stöðum og staðirnir dreifast um dálítið svæði. Verkin geta ver- ið staðsett t.d á atvinnusvæði, í yf- irgefnum húsum eða utandyra. En gert er ráð fyrir að fólk geti með góðu móti farið um sýningarsvæð- ið á dagsparti,“ útskýrir Þóra. Sýn- ingarskráin er aðgengileg á helstu áfangastöðum á Vesturlandi og er hún jafnframt vegakort um sýning- arsvæðið og veitir leiðsögn um það. „Forsendan fyrir sýningunum Dal- ir og hólar er samvinna við land- og húseigendur, einstaklinga og fyrirtæki hér á svæðinu. Það er líka einn af þeim þáttum sem gera sýn- ingarnar svo áhugaverðar, það er þetta samtal sem verður. En einn- ig stuðningur aðila eins og Menn- ingarráðs Vesturlands sem hefur styrkt allar sýningarnar og Mynd- listarsjóðs, sem styrkir verkefnið að þessu sinni. Sveitarfélögin Reyk- hólasveit og Dalabyggð leggja okk- ur líka lið, sem og Ólafsdalsfélag- ið, Myndlistarskólinn í Reykjavík, Norðursalt og Nýlistasafnið, auk Nýpurhyrnu.“ grþ Gullfoss, nýr hvalaskoðunar- og sjóstangveiðibátur á Akranesi, fór í jómfrúarferð sína á sunnudaginn við lok Írskra daga. Regína Ásvalds- dóttir, bæjarstjóri var með í för og landaði hún fyrsta fiskinum um borð. „Hún veiddi þónokkra fiska, tók tvo makríla í hali og veiddi þorsk líka,“ segir Gunnar Leif- ur Stefánsson einn eigenda Gull- foss. „Það var mokveiði hjá öllum. Báturinn kemur vel út og allir voru ánægðir. Svo grilluðum við aflann á heimleiðinni,“ sagði Gunnar. Gullfoss verður eini báturinn hér á landi sem býður upp á blöndu af sjóstangveiði og hvalaskoðun, en hann tekur 100 farþega og 25 veiðistangir eru um borð. Í þess- ari fyrstu ferð veiddust tugir fiska; ýsa, þorskur, ufsi og makríll sem nýlega er genginn hér inn á veiði- slóð. „Við sigldum bara rétt út fyr- ir höfnina. Hér við Akranes er alls staðar fiskur og sérstaklega mikið af makríl. Hvalurinn er svo hérna rétt fyrir utan.“ Gullfoss var keyptur í vetur frá Pool í Englandi en hann verð- ur gerður út frá Akranesi. Gunn- ar Leifur segist reikna með að í lok vikunnar verði báturinn kominn á fullan skrið í rekstri. „Við erum að hefja mikla uppbyggingu í ferða- þjónustunni hér sem innifelur með- al annars í sér samstarf við aðila í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Hug- myndin er að þjappa þessu saman og búa til það sem við ætlum að kalla „demantshringinn“. Það eru spennandi tímar framundan.“ mm/sas Eygló Harðardóttir kemur fyrir mynd- listarverki sínu í hinni fornu Skarðs- stöð á Skarðsströnd. Ljósm. Þóra Sigurðardóttir. Myndlistarsýningin Dalir og hólar opnuð Plötuumslagið á nýju plötu Worm Is Green, To Them We Are Only Shadows. Erlendir gagnrýnendur hrifnir af nýrri plötu Worm Is Green Ari Eldjárn hitar upp fyrir Sandaragleðina Aflinn í þessari fyrstu veiðiferð var fínn. Ljósm. Jónas H Ottósson. Regína landaði fyrsta fiskinum í Gullfossferð Regína Ásvaldsdóttir með fyrsta fiskinn. Ljósm. sas. Gullfoss í hafnarmynninu. Ljósm. Jónas H Ottósson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.