Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Veðrið kom ekki í veg fyrir góða stemningu á Írskum dögum Írskir dagar voru haldnir í fimm- tánda skipti á Akranesi um síðustu helgi. Að sögn Önnu Leif Elí- dóttur, verkefnastjóra menning- armála Akranesskaupstaðar, gekk hátíðin vel þrátt fyrir hvassviðri um helgina. „Hátíðin gekk ljóm- andi vel. Veðrið var ekki gott til að byrja með en við þurftum þó lít- ið að hliðra skipulagi hátíðarinn- ar og skapaðist mjög góð stemn- ing í bænum. Við áætlum að þátt- takendur hafi verið á bilinu tvö til þrjúþúsund á öllum stærri við- burðum hátíðarinnar. Götugrill- in á föstudagskvöldinu voru hald- in víðast hvar í bænum þrátt fyr- ir að veðrið hefði ekki verið sér- lega gott. Fólk var greinilega að nýta reynsluna frá vonda veðrinu í fyrra og var við öllu búið og grill- aði víða innandyra. Á laugardag- inn fór fram keppnin um rauð- hærðasta Íslendinginn og voru 35 manns sem kepptu um titilinn í ár. Jafnvel sjósund Írskra daga fór fram á laugardagsmorgninum þrátt fyrir fremur slæmar aðstæð- ur. Létu þátttakendur vel af sund- inu þótt nokkrir hefðu fundið fyr- ir sjóriðu eftirá. Á sunnudaginn var svo komið prýðis veður og var góð mæting á skemmtun í Garða- lundi,“ segir Anna Leif ánægð um gengi Írskra daga í ár. Fjöl- mennasti einstaki viðburðurinn á Írskum dögum var Lopapeysan sem fram fór í tjaldi og Sements- skemmunni niður við höfn. Að sögn Ísólfs Haraldssonar hjá Vin- um hallarinnar gekk Lopapeysan gríðarlega vel. Hátt í þrjú þúsund manns mættu og mikið af utan- bæjarfólki. Fólk skemmti sér vel og ekki vitað um nein alvarleg at- vik þrátt fyrir margmennið. jsb/ Ljósmyndir: Kolbrún Ingv- arsdóttir, Magnús Magnússon, Akraneskaupstaður og IA.is Besta veðrið á Akranesi þessa helgina var í skjólinu neðan við grjótgarðinn á Langasandi þegar sandkastalakeppnin fór fram á laugardaginn. Hér eru þátttakendur ásamt dómurum eftir að allir höfðu fengið viðurkenningar sínar. Ljósm. mm. Krakkar gátu tekið þátt í þrautabraut samhliða Hálandaleikunum. Ljósm. ki. Fjallabræður sungu að kvöldi fimmtudags í Akranesvita þar sem Bjarni Þór Bjarnason opnaði myndlistarsýninguna Hafið tók fyrr um daginn. Ljósm. ki. Setning Írskra daga fór fram á Hálandaleikunum á Merkurtúni á fimmtudeginum. Hér eru f.v. Hlédís Sveinsdóttir verkefnisstjóri, Hjalti Úrsus Árnason, Regína Ás- valdsdóttir bæjarstjóri og Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri. Ljósm. ki. Tekið á því á Hálandaleikunum. Ljósm. ki. Sögubíllinn mætti á Bókasafn Akraness á fimmtudaginn þar sem lesið var fyrir yngstu börnin. Ljósm. ki. Systkinin Bjarni Þór og Fedda ólust upp í Kringlu, þaðan sem fimm ungmenni voru sem fórust í Hafmeyjarslysinu. Hér eru þau ásamt Ástu konu Bjarna við opnun sýningarinnar í vitanum. Ljósm. mm. Þau gerðu sitt til að halda uppi stemningunni. Ljósm. ki. Dorgveiðikeppni í boði Módels var á laugardagsmorguninn. Þessi unga snót tók þátt. Ljósm. ki. Þau voru ófá írsku flöggin sem fóru illa í hvassviðrinu á Akranesi um helgina. Þetta þoldi þó hvað sem var. Garðar Jónsson málarameistari málaði einfaldlega írska fánann á veginn heima hjá sér. Ljósm. mm. Ýmis listaverk urðu til í sandkastalakeppninni. Einnig hákarlar. Ljósm. mm. Glæsibifreiðar voru til sýnis á Ráðhússplaninu. Ljósm. mm. Húsasmiðjan bauð að venju upp á pylsur. Að þessu sinni þurfti að færa grillið inn vegna veðurs. Ljósm. mm. Þau skelltu sér í sjósund á laugardaginn. Líklega var þeim eina fólkinu sem var hlýtt á svæðinu þegar þau komu uppúr! Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.