Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Freisting vikunnar Þótt að sólin hafi ekki skinið mikið á Vesturlandinu undanfarið og lít- ið sjáist til sumarveðurs þá birtum við uppskrift af mat sem hentar einstaklega vel á grillið á góðviðr- isdögum. Þessi uppskrift af grill- uðum humri er reyndar algjört sælgæti alla daga, sama hvernig viðrar. Ef ekki næst að kveikja upp í grillinu fyrir roki eða rigningu þá má elda humarinn í ofni með jafngóðum árangri. Grillaður humar: 1 kg humar í skel (fyrir um 4) Hvítlaukssmjör: 100 gr. smjör 1 msk. steinselja 2 smátt saxaðir hvítlauksgeirar. Bræðið smjörið í potti. Bætið hvítlauk og steinselju út í og lát- ið malla í um tvær mínútur. Hum- arinn er settur í bakka (eða eldfast mót eigi hann að fara í ofn) með skelhliðina niður. Penslið hvít- lauksblöndunni vel á og ekki spara hana. Grillið á háum hita í 6 mín- útur, snúið af og til. Sé humarinn settur í ofn á að elda hann 200 - 210°C ofarlega í ofninum í nokkr- ar mínútur. Þegar kjötið er orð- ið hvítt er humarinn fulleldaður, passið að elda hann ekki of lengi. Grillað hvítlauksbrauð: 1 stk snittubrauð Hvítlaukssmjör Hvítlaukssalt Rifinn ostur. Snittubrauðið er skorið í þrjá stóra bita og svo eftir endilöngu þannig að úr verða sex ílangar sneiðar. Smurt vel með hvítlauks- smjöri, rifinn ostur er settur yfir og örlítið af hvítlaukssalti. Grillið hæfilega eða hitið í ofni. Hvítlaukssósa: Blandið sam- an einni dós af 18% sýrður rjómi, tveimur pressuðum hvítlauks- geirum, 1 msk. saxaðri steinselju og ½ tsk sítrónusafa. Gott er að kæla þessa vel áður en hún er bor- in fram. Berið humarinn fram með brak- andi fersku salati með jarðarberj- um, grilluðu hvítlauksbrauði og ferskri hvítlaukssósu. Þá má einn- ig kreista smá sítrónu yfir humar- inn. Grillaður humar í skel Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verður haldin um næstu helgi, 11. - 12. júlí. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og að sögn Jóns Egils Jóhannssonar, formanns menningar- og ferðamálanefnd- ar Dalabyggðar, er hátíðin haldin annað hvert ár og Jörvagleði hald- in hin árin á móti. „Það hefur ver- ið mjög góð aðsókn á hátíðina und- anfarin ár og mikið af brottfluttum sem koma. Það má kannski segja að þetta sé eins og nokkuð stórt ættar- mót,“ segir Jón Egill í samtali við Skessuhorn. Fjölbreytt dagskrá Í ár verður fjölbreytt dagskrá að vanda. Kraftakeppnin Vestfjarða- víkingurinn verður hluti af dag- skránni, líkt og á Sandara- og Rifsaragleðinni sem einnig verð- ur haldin um næstu helgi. „Það verður nóg um að vera fyrir alla. Um helgina verða til dæmis tvær ljósmyndasýningar og myndlist- arsýning. Á föstudagskvöld verð- ur boðið upp á kjötsúpu í öllum hverfum á meðan birgðir endast. MS í Búðardal heldur upp á 50 ára starfsafmæli um þessar mund- ir og mun halda upp á það. Þar verður kynning á framleiðsluvör- um og boðið upp á skemmtilega afþreyingu og endar föstudags- kvöldið svo á fjölskyldutónleikum þar sem hinir síungu strákar í B4 halda uppi stuðinu við Leifsbúð,“ segir Jón Egill. Á laugardeginum heldur gleðin áfram. Þá verður meðal annars boðið upp á morg- unverð í Dalabúð á meðan birgð- ir endast. „Kassabílarallý KM þjónust- unnar verður líka haldið á laug- ardaginn. Þar er ekkert aldurstak- mark og foreldrar, afar og ömm- ur, eru sérstaklega hvattir til að aðstoða unga ökuþóra. Að auki verður barnaskemmtun, pizza- og súpuhlaðborð, trukkadráttur Vestfjarðarvíkingsins, grillvagn, markaður og skottsala, fornbíla- og dráttarvélasýning, kvöldvaka með brekkusöng og dansleik- ur í Dalabúð með Hlyni Ben og Gleðisprengjunni,“ útskýrir Jón Egill. Að lokum geta hátíðargest- ir tekið þátt í Búðardalsgöngu á sunnudag, þar sem fræðst verður um sögu bæjarins, menningu og örnefni. „Einnig langar mig að minna á Byggðasafn okkar Dala- manna, Eiríksstaði og Ólafsdal. Svo eru bæjarbúar auðvitað hvatt- ir til að skreyta bæinn hátt og lágt og mynda þannig skemmtilega stemningu. Það verður litaþema milli gatna líkt og áður. Norð- an megin við lækinn verður blátt og rautt þema en sunnan meg- in grænt og appelsínugult,“ seg- ir Jón Egill að endingu. grþ Sandara- og Rifsaragleði verð- ur haldin um næstkomandi helgi, frá fimmtudegi til sunnudags. All- ur undirbúningur er í fullum gangi en í ár hefst hátíðin á fimmtudag kl. 11:00 á kraftakeppninni Vest- fjarðavíkingnum sem haldin verð- ur í Tröð. Þar verður keppt í Kúta- kasti og bryggjupollaburði. Eft- ir það verður hver viðburðurinn á fætur öðrum. Markaðir, leiksýning- ar, myndlistarsýningar, dansleik- ir, götugrill og fleira ásamt stóraf- mæli Ungmennafélagsins Reynis. „Það verða markaðir í Röstinni og víðar ásamt kompusölum og bíls- skúrsölum. Nokkrar myndlistar- sýningar og eitthvað að gerast í öllum hornum. Ungmennafélag- ið Reynir mun halda upp á stóraf- mæli sitt og svo verður nóg að gera fyrir börnin líka. Skoppa og Skrítla koma í heimsókn á laugardegin- um og svo verða auðvitað hoppu- kastalar eins og á öllum betri há- tíðum. Leikhópurinn Vinir verða á laugardeginum í Tröð, fallega garðinum okkar fyrir ofan Hellis- sand,“ segir Drífa Skúladóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Við höfum alltaf lagt upp úr því að allt sé meira og minna heima- gert á Sandara- og Rifsaragleð- inni. En nú verður smá breyting á því þar sem Páll Óskar verður með dansleik á föstudeginum. En ball- ið í Röst á laugardeginum verður með heimahljómsveit, líkt og alltaf hefur verið,“ bætir hún við. Gleðin mæld í ánægju, ekki magni Sandara- og Rifsaragleðin hefur verið haldin annað hvert ár síðan um aldamótin. „Við höfðum vit á því að hafa þetta annað hvert ár. Það er aðal trixið. Okkur finnst þetta mjög gaman þegar hún er en það er líka gott að fá frí þess á milli. Þetta er hellings vinna og einnig smá álag fyrir heimamenn enda koma margir gestir. Ef þetta yrði haldið árlega gæti ég trúað því að fólk yrði frekar þreytt á þessu,“ segir Drífa. Hún segir að byggt sé á gömlum grunni, Sandaragleð- inni sem Átthagafélag Sandara hélt áður fyrr. „Það sem er skemmti- legast er hvað íbúarnir taka mik- inn þátt, það skiptir aðal máli. Það eru haldin götugrill og allur bær- inn er skreyttur. Það er þó leynd- armál hvernig menn skreyta en á fimmtudeginum kemur það í ljós. Það er lagt upp úr því að börn- in geti tekið þátt og jafnvel farið í búninga ásamt fullorðnum. Svo er haldin óformleg götukeppni en það er engin dómnefnd, heldur bara dómstóll götunnar. Það myndast oft heljarinnar metingur í þessu,“ segir Drífa og hlær. Hún segir von á rosalega góðu veðri enda hafi skipuleggjendur samið við veður- guðina um það sérstaklega. „En ef það breytist, þá skiptir það engu máli. Það hefur gerst áður að við höfum orðið óheppin með veð- ur og þá fluttist allt inn í bílskúra, ekkert vandamál.“ Þá segir hún að von sé á góðri skemmtun fyr- ir heimamenn og gesti. „Það mæta venjulega margir gamlir Sandarar og Rifsarar á hátíðina okkar og nú í ár höfum við stefnt á að fá líka meira af gömlum Gufsurum til okkar (fyrrum íbúar á Gufuskál- um). Vinir og frændfólk eru einn- ig duglegt að mæta. Gleðin er svo mæld í ánægju en ekki magni,“ segir hún að lokum. grþ Leikararnir Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Þorsteinn Guðmunds- son munu ferðast um nágrenni höfuðborgarsvæðisins í sumar og skemmta fólki. Dagskráin saman- stendur af uppistandi, upplestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi. Að auki eiga gestir möguleika á bingóvinningi því bingóspjald er innifalið í miðaverði og verður spil- að bingó inn á milli atriða. Lolla og Steini munu koma við á Vestur- landi í júlímánuði. Þau verða með skemmtun í Landnámssetrinu í Borgarnesi næstkomandi föstudag, 11. júlí kl. 20:30 og í Frystiklefan- um í Rifi föstudaginn 25. júlí kl. 20. Hægt er að nálgast miða á midi.is. grþ Sveitamarkaður verður hald- in í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi um næstu helgi, dagana 12. og 13. júlí. Mun markaðurinn verða opinn frá klukkan 12 til 18 báða dagana. Að venju verða á boðstólnum margs- konar handverk, góðgæti, kaffi og vöfflur. Kvenfélögin á sunnanverðu Snæfellsnesi verða með hand- verkssýningu og á laugardeginum mun Ungmennafélag Staðarsveit- ar skipuleggja útileiki fyrir utan félagsheimilið. þsk Skemmtikvöld Lollu og Steina með bingóívafi Frá sveitamarkaðnum í Breiðabliki 2013. Sveitamarkaður í Breiða- bliki um næstu helgi Ýmsar skemmtilegar skreytingar skjóta upp kollinum á Sandara- og Rifsaragleði. Þessum félögum var stillt upp á gleðinni fyrir fjórum árum. Sandara- og Rifsaragleði um næstu helgi Svipmynd frá hátíðinni fyrir tveimur árum. Heim í Búðardal um næstu helgi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.