Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 L A N D B Ú N A Ð A R H Á S K Ó L I ÍS L A N D S Á S G A R Ð U R G A M L I S K Ó L I S K Ó L A S T J Ó R A H Ú S K IR K JA H V A N N IR R A N N S Ó K N A R H Ú S L B H Í H A L L D Ó R S FJ Ó S SKEMMAN LEIKSKÓLI GRUNNSKÓLI NEMENDAGARÐAR HÓTEL SÓL L A N D B Ú N A Ð A R S A F N B Ú T Æ K N IH Ú S U L L A R S E L K O L L U B A R LEIKFIMIHÚS HÁTÍÐARHALDA Á HVANNEYRI 12.júlí kl. 1330 - 17& FORNBÍLAR& ÓKEYPIS Á LANDBÚNAÐARSAFNIÐ » » Í TILEFNI AF 125 ÁRA SKÓLAHALDI EFNA STAÐARMENN TIL FJÖLBREYTT DAGSKRÁ SAFNADAGUR í Landbúnaðarsafni Íslands. Opið kl. 12- 18 / Fornbílafjelag Borgarfjarðar verður á staðnum / TRAKTÓRADAGUR / OLGA Vocal Ensem- ble syngur nokkur vel valin lög / Sveinn Hallgrímsson og Magnús B. Jónsson ganga um HVANNEYRARTORFUNA og segja frá / Bjarni Guðmundsson fly- tur ÁGRIP AF SÖGU SKÓLANS / Sr. Flóki og Trausti verða í KIRKJUNNI / Guðmundur Hallgrímsson leggur fyrir SVEITAÞRAUTIR / Tóvinna á vegum ULLARSELSINS / LEIKIR FYRIR BÖRN á vegum Ungmennafélagsins Íslendings / MARKAÐUR í tjaldi - landbúnaðarafurðir og nytjahlutir / ÁRNI Í ÁRDAL sér um grillið / HÚSDÝR MEÐ UNGVIÐI og teymt undir börnum / Kvenfélagið 19. júní verður með KAFFISÖLU / SKEMMAN KAFFIHÚS býður góðgæti til sölu / MYNDASÝNING úr skólastarfi síðustu 125 árin. TÓNLEIKAR MEÐ BROTHER GRASS Í HALLDÓRSFJÓSI KL. 20 Í ár eru 150 ár síðan timburkirkj- an á Stað á Reykjanesi í Reykhóla- hreppi var byggð. Af því tilefni var messað í kirkjunni síðastliðinn laugardag. Kirkjan er ekki lengur sóknarkirkja en sameining Stað- ar- og Reykhólaprestakalls átti sér stað árið 1957. Prestssetrið var hins vegar flutt að Reykhólum nokkru fyrr eða árið 1948. Það var sr. Elína Hrund Óskarsdóttir sóknarprestur sem messaði. Gamla timburkirkjan á Stað var byggð árið 1864 af Daníel Hjalta- syni sem var gullsmiður og þjóð- hagi, eins og segir í heimildum, en sr. Ólafur E. Johnsen, sóknarprest- ur á Stað 1841-1884, var hvatamað- ur að byggingunni. Staðarkirkja er talin vera gott eintak af íslenskri timburkirkju sem margar voru byggðar fyrir miðja 19. öld. Gríð- arlega margt fólk kemur ár hvert að skoða kirkjuna og er m.a. talið að það sé vegna þess að hún er sniðin og smíðuð eftir svokölluðu gullin- sniði. Frú Unnur Guðmundsdótt- ir fyrrum húsfreyja á Stað lét sér afar annt um kirkjuna á meðan hún lifði og fylgdi gestum og gangandi gjarnan til kirkju. Unnur hefði orð- ið 100 ára núna 7. júlí ef hún hefði lifað. Árið 1964 var kirkjan tek- in á fornleyfaskrá, þá orðin frem- ur hrörleg og úr sér gengin. Þá um sumarið er hún endurreist fyr- ir tilstuðlan Þjóðminjasafnsins sem hefur séð um viðhald hennar síð- an. Yfirleitt er ein messa í kirkj- unni á ári og einnig jarðarfarir, ef ósk kemur um slíkt. Staðarbænd- ur hafa séð um hleðslugarðinn og einnig um garðinn sjálfan en kirkj- an stendur í honum miðjum. bgk Álver á heimsmælikvarða? Undanfarnar vikur hef- ur í fréttablöðum gefið að líta heilsíðu auglýsingu með fyrir- sögninni „Álver á heimsmæli- kvarða.“ Í auglýsingunni vek- ur Norðurál á Grundartanga at- hygli á góðum tökum sínum á útsleppi mengandi efna, eink- um flúors. Norðurál telur að áhrif fyrirtækisins á lífríki Hval- fjarðar séu óveruleg, bendir á niðurstöður umhverfisvöktun- ar fyrir árið 2013 því til sönn- unar og telur gæði rekstrarins á heimsmælikvarða. Af þessu til- efni óskar Umhverfisvaktin við Hvalfjörð eftir því að forsvars- menn Norðuráls svari eftirfar- andi spurningum hið fyrsta og eigi síðar en 1. ágúst n.k. Er frammistaða Norðuráls 1. á heimsmælikvarða ef iðju- verið þarf heimild til að losa ríflega 40% meira af flúor á hvert tonn áls heldur en Alcoa Fjarðaál? Finnst Norðuráli rétt að miða 2. „árangur“ sinn við s.l. ár þar sem veðurskilyrði voru allt önnur en árin á undan og flúor rigndi jafnt og þétt af gróðri? Finnst forsvarsmönnum 3. Norðuráls það óveruleg um- hverfisáhrif að á meirihluta vöktunarbæja skuli ár eftir ár mælast svo hátt flúor í kjálk- um sauðfjár að hætta sé á tannskemmdum og að tann- skemmdir hafi orðið í sauðfé nú þegar? Í ljósi þess að austlægar vind-4. áttir ríkja á svæðinu: Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það óveruleg umhverfisáhrif að afföll sauðfjár vestan við iðjuverið skuli vera marktækt meiri og frjósemi minni held- ur en í öðru sauðfé? Finnst Norðuráli það æski-5. leg staða, að áhrif langtíma flúorálags á kindur og hross skuli ekki þekkt, en leyfilegt útsleppi flúors byggt á áætl- uðu þoli dýranna? Skýrslur sýna að heysýni voru 6. ekki flúormæld fyrr en sex árum eftir mengunarslysið í álveri Norðuráls 2006. Hverju sætir það? Norðurál hefur á hendi um-7. sýslan vöktunar vegna eig- in mengunar. Telur Norður- ál, í ljósi beinna fjárhagslegra og viðskiptalegra tengsla fyr- irtækisins við rannsakend- ur, Umhverfisstofnun og höf- unda vöktunarskýrslna, trú- verðugleika mengunarmæl- inga nægilegan? Finnst forsvarsmönnum 8. Norðuráls það til fyrirmyndar að erfitt sé að lesa skýrslur um umhverfisvöktun sér til gagns? Finnst forsvarsmönnum 9. Norðuráls það til fyrirmyndar að ekki sé til viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa í iðju- verinu? Finnst forsvarsmönnum 10. Norðuráls það til fyrirmynd- ar að auka álframleiðsluna og þar með losun flúors þó iðju- verið starfi í blómlegu land- búnaðarhéraði? Svörin sendist Umhverfis- vaktinni við Hvalfjörð: um- hverfisvakt in@umhverfisvaktin. is eða formanni Umhverfisvakt- arinnar, Þórarni Jónssyni, Hálsi, 276 Kjós. Hvalfirði, 7. júlí 2014. Um- hverfisvaktin við Hvalfjörð. Opið bréf til Norðuráls á Grundartanga Kirkjan á Stað í Reykhólahreppi 150 ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.