Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Sumarlesari vikunnar Áfram höldum við að heyra í þeim krökkum sem lesa í sum- ar bækurnar sem er að finna á Bókasafni Akraness. Þess má geta að þetta er ekki keppni, heldur les hver einstaklingur á eigin forsendum. Nafn: Dagbjört Líf Guðmunds- dóttir Aldur: 10 ára Hvenær lestu? Oftast á kvöldin Áttu uppáhalds bók? Já, Dag- bók Kidda klaufa - tómt vesen (Jeff Kinney) Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Nei Hvaða bók lastu síðast? Ertu Guð, afi? (Þorgrímur Þráins- son) Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Já. Ertu Guð, afi? Í hvaða skóla ertu? Grunda- skóla Áttu einhver önnur áhugamál? Já að spila fótbolta og á píanó. Gistinætur á hótelum landsins í maí voru 180.880 sem er 13% aukning miðað við maí 2013. Gistinætur er- lendra gesta voru 80% af heildar- fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 13% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Ís- lendinga fjölgaði um 11%. Á sam- anlögðu svæði Vesturlands og Vest- fjarðar var aukningin 10% í mán- uðinum. Mest var aukningin á Suð- Mikið hvassviðri var á norðanverðu Snæfellsnesi í síðustu viku. Þriðju- daginn 1. júlí var vindurinn svo hraður að vel rauk úr bæjarfossin- um í Ólafsvík eins og sést á með- fylgjandi mynd. Sjómenn sigldu bátum sínum í höfn til að forðast óveðrið en hér sést Egill SH koma í heimahöfn eftir að hafa verið á veiðum á Vestfjarðamiðum. Nýtt strandveiðitímabil hófst þennan sama dag. Þar sem spáði illa fóru nokkrir strandveiðisjómenn á Snæ- fellsnesi út um miðnætti og veiddu upp í dagsskammtinn strax um nóttina. jsb/ Ljósm. þa. Um fimmtíu kílóa guðlax rak á fjöru við Melabakka í Hvalfjarð- arsveit í lok júní. Það var hópur hestafólks sem reið fram á nýdauð- an og ferskan fiskinn í fjörunni neð- an við Sælu í Melasveit, en það er smábýli úr landi Hafnar. Í hópnum voru tveir líffræðingar og gátu þeir ekki annað en gert tilraun hvernig kjötið af fiskinum smakkaðist, en guðlax þykir herramannsmatur og kostar hvítuna úr auganu að kaupa á markaði. Reyndist kjötið af þess- um afar bragðgott og hafði einhver á orði að það væri jafnvel nýrra en sushi sem hægt er að kaupa í sum- um verslunum. Afar sjaldgæft er að guðlax veiðist hér við land sem meðafli og enn sjaldgæfara að þá reki á fjöru. Guð- lax er í hópi nýtanlegra uppsjávar- tegunda, skyldur túnfiski, sverð- fiskum og vogmær. Guðlax lif- ir á að éta sér minni tegundir upp- sjávarfisks og smokkfisk. Útlit hans minnir í raun ekkert á hefðbund- inn lax því hann er rauðleitur, stutt- ur og digur og því erfitt að festa á honum taki. Þrátt fyrir að guðlax þyki herramannsmatur var þessi við Melabakka ekki nýttur að öðru leyti en smakkað var á honum. mm/ Ljósm. ggþ Hann var glæsilegur bíllinn sem lagt var fyrir utan Sögumiðstöð- ina í Grundarfirði síðasta föstu- dag. Þar var á ferðinni Hol- lendingur á forláta Rolls Royce Phantom II bifreið árgerð 1926. Bíllinn er merktur „Around the world in a 80 year old car,“ eða umhverfis jörðina á 80 ára göml- um bíl. Hjónin sem þarna ferðast saman eru í mikilli ævintýra- ferð. Þau hafa farið til 54 landa á bílnum og ekið yfir 80.000 kíló- metra. Það var Sverrir Karlsson sem rakst á kappann og fékk að smella mynd af þessari glæsilegu bifreið. tfk „Það er kannski smá von til þess að gefi á sjó á sunnudaginn. Maður er allavega að búa sig undir það,“ sagði Friðrik Magnússon útgerðar- maður og skipstjóri á Keili II AK á Akranesi þegar hann var að leggja lokahönd á að gera bátinn kláran til makrílveiða í Akraneshöfn síð- astliðinn föstudag. Um borð í Keili II eru sjö DNG rúllur ásamt slítur- um, plastrúllum og öðrum búnaði þannig að rúlluskógurinn er mikill. Frést hefur af makríl nánast hringinn kringum landið og allt norður og vestur í Grænlands- sund. Örfáir makrílbátar komust þó á sjó í síðustu viku en einn bát- ur sem fór út frá Arnarstapa fékk þó góðan afla. Þá eru stóru flottrolls- skipin farin af stað og Faxi RE kom með fyrsta farminn til Vopnafjarð- ar aðfararnótt föstudagsins, um 350 tonn sem fengust við Rauða torgið suðaustur af landinu. hb Stjórn Hollvinafélags Landbún- aðarháskóla Íslands hefur sent frá ályktun á þessa leið: „Stjórn Holl- vinafélags Landbúnaðarháskóla Ís- lands fagnar góðu starfi LBHÍ. Stjórnin telur mjög mikilvægt að þetta góða starf haldi áfram íslensk- um landbúnaði til heilla. Stjórnin skorar því á mennta- og menning- armálaráðherra og ríkisstjórnina alla að tryggja stöðu skólans sem sjálfstæðrar og öflugrar stofnunar.“ Þórir Haraldsson er formað- ur hollvinafélagsins. Hann seg- ir að stjórn þess sé í raun að koma á framfæri skoðun margra og ekki síst þeirra sem nýta þá þekkingu sem kemur út úr skólanum. „Við megum ekki vanmeta mikilvægi framtíðarmöguleika þessa skóla við að kenna fólki að framleiða og afla fæðu. Það líður ekki á löngu þar til Evrópa verður ekki aflögufær. Mér hefur verið sagt að á hverj- um degi bætist 260 þúsund munnar við í heiminum sem þarf að metta. Því er sú menntun sem hefur feng- ist á Hvanneyri og á öðrum stöð- um skólans mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að styrkja hana og efla, til þess að við vitum hvað við getum boðið landinu okkar og umhverfi uppá í nútíð og framtíð,“ segir Þór- ir Haraldsson. bgk Skora á yfirvöld að tryggja stöðu og sjálfstæði LBHÍ Gistinóttum fjölgaði mest á Vesturlandi síðustu tólf mánuði urlandi í maí, eða 41%. Á tólf mán- aða tímabili fjölgaði gistinóttum á landinu öllu um 13%. Á Vestur- landi og Vestfjörðum var aukning- in 23% síðasta árið og er það mesta aukning einstakra landshluta milli ára. mm Nýdauðan guðlax rak á fjöru við Melabakka Keilir II orðinn klár til veiða og rennir að olíubryggjunni á föstudaginn. Ljósm. hb. Tregar gæftir á makrílinn Rolls Royce á ferðinni Hvassviðri á fyrsta degi nýs strandveiði- tímabils Vel rauk úr bæjarfossinum í Ólafsvík í hvassviðrinu. Egill SH að koma að landi eftir að hafa verið á veiðum á Vestfjarðamiðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.