Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Róleg vika hjá lögreglu LBD: Með rólegra móti var hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku og óvenju fá mál til meðferð- ar. Það helsta var að fimm ökumenn voru kærður fyr- ir of hraðan akstur. Eitt um- ferðaróhapp var þar sem fólk slapp án meiðsla. Ekið var á lamb á þjóðveginum í vik- unni. Einnig var eitt minni- háttar slys tilkynnt til lög- reglu. Maður féll við Tungu- rétt í Dölum og hlaut við það heilahristing. –þá Skólatösku- dagar LANDIÐ: Iðjuþjálfafélag Íslands mun í samstarfi við Landlæknisembættið, standa fyrir árlegum Skólatösku- dögum um allt land dagana 29. september til 3. október næstkomandi. Á Skólatösku- dögum fræða iðjuþjálfar nemendur, foreldra og kenn- ara um rétta notkun á skóla- töskum og mikilvægi þess fyrir líðan og heilsu. Verk- efnið er því þýðingamikill þáttur í forvarnarstarfi fyr- ir grunnskólabörn landsins. Skessuhorn fjallar nánar um Skólatöskudaga í næsta tölu- blaði. -mm Síld og makríll í góðu ásigkomulagi MIÐIN: ,,Síldin sem við erum að veiða er fín og vel á sig komin og sá makríll sem við fáum er allur stór og vel haldinn,“ sagði Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE á vef HB Granda sl. mið- vikudagskvöld. Faxi, Lund- ey og Ingunn tóku þá öll þátt í veiðunum austan við land. Faxi RE var þá á síldveiðum tæplega 90 sjómílur vestur af Glettinganesi og virtist síld- in vera á austurleið. Bein- ar veiðar á norsk-íslenskri síld hófust fyrir nokkru og hefur aflinn verið upp og ofan að því er fram kemur á vefnum. Þá hefur hann ver- ið blandaður bæði makríl og kolmunna. Að sögn Alberts er stundum lítið að hafa en ef þeir hitta á góð lóð þá sé aflinn undantekningarlaust góður. „Við viljum helst ekki fá kolmunna því hann veld- ur ákveðnum erfiðleikum við stærðarflokkun aflans í landi,“ bætir Albert við. -mm Víðtækt straumleysi BORGARFJ: Klukkan 11:58 í gær fór spennir 2 út á Vatnshömrum í Borgarfirði. Olli það viðtæku straumleysi á svæðinu. Klukkan 12:08 var komið rafmagn á alla notendur aftur. Orsök trufl- unarinnar er óþekkt, segir í tilkynningu frá Rarik. -mm Hvetur til byggingar leiguíbúða DALIR: Á fundi byggð- arráðs Dalabyggðar í síð- ustu viku var kynnt er- indi frá áhugsömum íbúa um framkvæmdir og framfarir í sveitarfé- laginu, Svavari Garðars- syni. Svavar hvetur sveit- arstjórnina til að skoða möguleika á byggingu 2-4 leiguíbúða fyrir eldri borgara í grennd Dval- ar- og hjúkrunarheimil- isins Silfurtúns. Byggð- arráð samþykkti að taka málið til skoðunar sam- hliða gerð fjárhagsáætl- unar. Þá beindi Svavar kvörtun til ráðsins um að ekki hafi verið hirt um að mála og merkja gang- brautir yfir götur í Búð- ardal. Byggðarráð þakk- aði ábendinguna og vís- aði umræðu um staðsetn- ingu gangbrauta og út- færslu til umferðarörygg- isáætlunar sem er í far- vatninu. –þá Starfsmenn Skagans og Þ&E á Akranesi hafa ásamt 3X stál á Ísa- firði að mestu lokið smíði og upp- setningu á tveimur stórum verk- efnum sem unnið var að á þessu ári. Verkefnin eru bæði í smíði vinnslulína og búnaðar í uppsjáv- arfisktegundum, fyrir annars veg- ar fiskvinnslufyrirtæki í Fuglafirði í Færeyjum og hinsvegar Skinney Þinganes á Hornafirði. Báðar þess- ar verksmiðjur afkasta upp und- ir 700 tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring og er um milljarðaverk- efni að ræða. Verksmiðjan í Horna- firði var tekin í notkun fyrir mak- rílveiðitímabilið í júlímánuði og verksmiðjan í Fuglafirði um miðj- an ágúst. Verksmiðjan í Fuglafirði var þó ekki tekin formlega í notk- un fyrr en um síðustu mánaðamót. Hönnunin og megin vinnslubúnað- urinn í verksmiðjurnar tvær kemur frá starfsmönnum 3X á Ísafirði og Skagans/Þ&E og ýmsar rafstýring- ar eru frá Straumnesi á Akranesi. Sturlaugur Sturlaugsson sölu- og markaðsstjóri í Skaganum sagði í samtali við Skessuhorn að starfs- menn fyrirtækisins hefðu unn- ið gríðarlega mikið síðustu mán- uðina við þessi verkefni. Ekki hafi verið mikið um sumarfrí að þessu sinni, enda þessi tvö verkefni klár- uð á um það bil átta mánuðum. Hann sagði að þessa dagana væri m.a. unnið að undirbúningi þátt- töku Skagans í sjávarútvegssýning- unni núna seinna í mánuðinum. Í haust væri svo framundan stórt verkefni hjá Skaganum í samvinnu við 3X á Ísafirði en það væri hönn- un og smíði nýs vinnsludekks fyr- ir Málmey SK 1, sem er í eigu Fisk Seafood og verður breytt úr frysti- skipi í ferskfiskskip. Þar verður m.a. smíðað nýtt vinnsludekk þar sem takmarkið er m.a. að undir- kæla hráefnið og geyma fiskinn í lest skipsins við -1°C án íss. Það verður önnur kynslóð vinnsludekks sem sett var í Helgu Maríu, skips HB Granda, sem einnig var leyst af 3X. „Það verður mjög spenn- andi verkefni að vinna við að ná há- marks gæðum hráefnisins,“ segir Sturlaugur. Samtals um 170 manns starfa hjá þessum þremur fyrirtækj- um sem hafa unnið saman að jafnt stórum sem smáum verkefnum á árinu. „Við sækjumst eftir verkefn- um fyrir matvælaiðnaðinn út um allan heim sem vonandi skila sér í hús á næstu mánuðum,“ segir Stur- laugur hjá Skaganum. þá Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstað- ar í liðinni viku kom fram að vilji er til að kanna áhuga fjárfesta til að kaupa Suðurgötu 57 með það í huga að starfrækja þar hótel. Suður- gata 57 er þekkt sem gamla Lands- bankahúsið og stendur við Akra- torg. Þar er nú meðal annars starf- rækt upplýsingamiðstöð Akraness, Skagastaðir og Endurhæfingarhúsið Hver. Þá var matar- og antíkmark- aður haldinn í húsinu í sumar. Bæj- arráð hefur nú falið Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra að undirbúa aug- lýsingu á Suðurgötu 57 í því skyni að þar verði hótelrekstur. grþ Ný kynslóð vigtar- og gæðaeftirlits eininga frá Skaganum sem sett var upp í Færeyjum og hjá Skinney Þinganesi. Í búnaðinum er m.a. notast við nýja mynd- greiningartækni. Áfram unnið að stórum verkefnum hjá Skaganum Gamla Landsbankahúsið auglýst til sölu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.