Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að senda inn tillögur til og með 3. október. Nánar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Söngkonan Hulda Gestsdóttir opnaði síðastliðinn þriðjudag aft- ur söngskóla sinn á Akranesi, eftir þriggja ára hlé. Hún stofnaði Söng- skóla Huldu Gests á Akranesi fyr- ir átta árum en þremur árum síð- ar lokaði hún honum tímabundið vegna persónulegra ástæðna. „Ég var í fullu starfi og með lítið barn. Skólinn hafði alltaf gengið vel og verið alveg æðislegur, enda er þetta svo gaman. Það voru einfaldlega ekki nægilega margir klukkutímar í sólarhringnum til að ég gæti hald- ið rekstrinum áfram,“ segir Hulda sem hefur margra ára reynslu af sviðsframkomu og söng. Hún er dægurlagasöngkona sem hefur komið víða fram, en þekktust fyr- ir framlag sitt í sýningum á Broad- way í Reykjavík. Skipulag söng- skólans verður með sama sniði og áður, boðið verður upp á kennslu fyrir börn og unglinga á aldrinum þriggja til fimmtán ára og fer hún fram í aldursskiptum hópanám- skeiðum. Þeir sem hafa áhuga geta fengið stúdíótíma með upptöku. Hulda býður einnig upp á söng- kennslu fyrir fullorðna. Börn hafa fullkomna rödd Aðspurð um áherslur í söngskól- anum segist hún leggja áherslu á söng, tjáningu, framkomu og fleira. Hún segir að hægt sé að kenna öll- um að syngja. „Ég kenni grunn- þætti raddbeitingar og öndunar en ekkert barn undir kynþroskaaldri fær eiginlega raddþjálfun. Það er of mikið inngrip og þjálfun getur skemmt raddbönd barna. Börn eru fullkomin og eiga að fá að njóta sín á eigin forsendum, það er hægt að leiðbeina þeim, þjálfa þau í fram- burði, takti og hlustun en númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa þeim að syngja, vera þau sjálf og eflast í því sem þeim langar að gera. Það skil- ar sér í auknu sjálfstrausti og betri sjálfsmynd. Þau sem eldri eru fá að auki kennslu í grunnþáttum söng- tækninnar, svo sem raddbeitingu og öndun,“ útskýrir Hulda. Hún segir að krakkarnir fái tækifæri til að koma fram þegar námskeiðinu er að ljúka, því þá séu haldnir tón- leikar fyrir foreldra og aðra gesti. „Hugmyndin er að hafa dansleik líka, þar sem þau syngja fyrir dansi. Mig hefur lengi langað að prófa þá hugmynd að hafa opinn dansleik, þar sem fólk getur mætt og dansað en börnin syngja, og ég hugsi að ég láti verða af því núna,“ segir Hulda að lokum. Nánari upplýsingar um söngskól- ann má finna á Facebook: Söng- skóli Huldu Gests. grþ Undanfarið hefur staðið yfir flutn- ingur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og er áætlað að safn- ið verði opnað formlega á nýjum stað í októbermánuði. Bjarni Guð- mundsson forstöðumaður safns- ins segir að stefnt sé á að það verði í fyrri hluta mánaðarins. Tæp- ur mánuður er síðan byrjað var að flytja safnmuni sem margir hverj- ir eru engin léttavara. Þar á meðal vegur einn af elstu traktorunum tvö og hálf tonn. „Nú erum við búin að flytja hátt í 100 tonn af járni, senni- lega þó meira, á milli húsa í ein- ar þrjár vikur, flokka gripina, setja sumt í geymslu og annað fer á sýn- inguna sem hægt og sígandi er að mótast,“ segir Bjarni í samtali við blaðamann. Auk Bjarna hefur mætt daglega til starfa við flutning safns- ins Jóhannes Ellertsson fyrrverandi véla- og málmsmíðakennari við LbhÍ og einnig Arnar Hólmarsson rafvirki, mun yngri maður en þeir Bjarni og Jóhannes, sem báðir eru komnir á áttræðisaldur. „Gömlu“ mennirnir voru sammála um að þeir væru býsna þreyttir eftir dag- inn en það gerði ekkert til því þeir væru svo brattir á morgnana. Bjarni sagði að það hefði í mörg ár staðið til að flytja Landbúnaðar- safn Ísalands úr verkstæðishúsinu sem byggt var 1963 í hús sem það rúmaðist betur í. Peningana hefði vantað til þess en það sem reið baggamuninn að unnt var að ráðast í þetta núna, var tíu milljóna króna framlag frá forsætisráðuneytinu á þessu ári. Það hús sem í framtíð- inni mun geyma Landbúnaðarsafn- ið er reyndar enn eldra en gamla verkstæðið. Það er gamla fjósið sem teiknað var af Guðjóni Samú- elssyni og byggt 1928. Bjarni segir að framtíðarplönin séu svo að taka gömlu fjóshlöðuna undir safnið líka. Hana kalla þeir félagar Bjarni og Jóhannes reyndar, „Konsertsal- inn“ því þar hafa nokkrum sinnum verið haldnir tónleikar og hljóm- burður góður. Munum Landbúnaðarsafns Ís- Hulda Gests segir alla geta lært að syngja Unnið að flutningi Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri lands er skipað í gamla fjósið sam- kvæmt þróunartímanum, það er frá handverkfærum og hestaheyvinnu- vélum til þróunarstiga á vélaöld- inni. Aðalhönnuður sýningarinn- ar er Björn G Björnsson en einn- ig kemur Unnsteinn Elíasson torf- hleðslumeistari að útfærslu sýning- arinnar. Þarna má m.a. sjá kargaþýfi sem Bjarni Guðmundsson segir að standi fyllilega undir nafni þar sem það hafi stolið vinnustundunum frá íslenski alþýðu í þúsund ár, eða allt þar til fyrstu heyvinnuvélarnar voru prófaðar á Hvanneyrarengjunum á síðasta tug nítjándu aldar. „Sérðu hérna út um gluggann, þarna sérðu algjörlega andstæðuna við karga- þýfið. Engjarnar við bakka Hvít- ár eru sléttari og mun víðáttumeiri en sjálfur Wembley,“ segir Bjarni sem greinilega er fullur tilhlökkun- ar þegar Landbúnaðarsafn Íslands verður opnað á nýjum stað í næsta mánuði. þá Séð inn í sýningarsalinn í gamla fjósinu sem væntanlega á eftir að taka breytingum fram að opnunardegi í október. Jóhannes Ellertsson, Bjarni Guðmundsson og Arnar Hólmarsson vinna ötullega að flutningi Landbúnaðarsafns Íslands. Hópurinn sem vann að stærstum hluta flutnings véla á milli húsa. Frá vinstri talið eru Kristján Ingi Pétursson, Pétur Jónsson, Unn- steinn Elíasson, Óðinn Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Jóhannes Ellertsson. Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir. Kargaþýfið skapar líka sinn sess á sýningunni. Skemman fær sitt rúm í gamla fjósinu. Herkúles var aðal hestasláttuvélin og þessi er sem ný að sjá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.