Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Eins kom fram í síðasta tölu- blaði Skessuhorns var Kristín Halla Haraldsdóttir í Grundar- firði sæmd eirmerki Frjálsíþrótta- sambands Íslands á landsþingi FRÍ sem nýverið fór fram á Akureyri. Kristín er ein af þeim sem vill hafa mörg járn í eldinum. Hún segist vera mikill orkubolti og að íþrótt- ir hafi alltaf spilað stórt hlutverk í hennar lífi. Mikil íþróttamenning í Grundarfirði Kristín hefur þjálfað frjálsar íþróttir í Grundarfirði í 15 ár og segir hún að íþróttin sé stór hluti af íþróttamenningu bæjarins. „Það eru rosalega margir krakkar sem æfa frjálsar íþróttir í Grundarfirði og hafa vinsældir íþróttarinnar verið að aukast á síðustu árum. Ég myndi segja að um 98% nemenda í fyrsta til þriðja bekk í grunnskól- anum æfi frjálsar. Hér í Grund- arfirði er hægt að æfa margar íþróttagreinar en eftir því sem krakkarnir eldast þurfa þau þó að velja og hafna á milli íþrótta en til eru dæmi um krakka sem stunda allt að átta íþróttagreinar á sama tíma. Yfirleitt er um helmingur allra nemenda í grunnskólanum í Grundarfirði að æfa frjálsar íþrótt- ir hjá mér. Flestir líta þó á frjáls- ar íþróttir sem auka grein og vilja bara hafa gaman eða nota þjálf- unina til að styrkja sig fyrir aðrar íþróttir. Ég hef oft fengið að heyra það þegar fólk horfir á krakka spila fótbolta eða aðrar hópíþróttir að það sjáist vel hverjir hafa verið í frjálsum hjá mér. Svo eru það hin- ir sem vilja ná langt í frjálsum og verða afreksfólk í íþróttunum. Það er stór munur á þessum einstak- lingum og mikilvægt að skilgreina á milli þeirra. Það er svo í hlut- verki þjálfarans að tvinna þessa ólíku hópa saman svo að öllum líði vel og fái það sem þeir leita að úr íþróttunum.“ SamVest tekist mjög vel Kristín segir að krakkarnir í Grundarfirði hafi verið að standa sig mjög vel á keppnismótum en þau keppa undir merkjum HSH. Meiri áhugi og betri árangur síð- ustu ára má ef til vill rekja til Sam- Vest samstarfsverkefnisins sem er upphaflega hugarfóstur Kristínar. „Fyrir nokkrum árum kom ég með hugmyndina af SamVest þar sem við í héraðssamböndum á Vestur- landi myndum samnýta þjálfara og aðstöðu að einhverju leyti. Mark- miðið var að stækka umgjörðina í kringum frjálsar íþróttir á Vest- urlandi og leyfa krökkunum sem æfa þær að kynnast hvert öðru. Í dag eru þrjú ár síðan við byrjuðum með SamVest og hefur það gengið alveg ótrúlega vel. Ég veit að það eru mörg önnur héraðssambönd sem horfa til þess að taka upp svip- að kerfi. Það sem hefur einna helst áunnist er að áhuginn hefur aukist og krakkarnir eru að haldast leng- ur í frjálsum íþróttum en áður. Þá er starfsvettvangurinn orðinn mun betri og höfum við sem dæmi fengið að æfa í Laugardalshöllinni og fengið til okkar frábæra gesta- þjálfara frá stærri félögum. Þetta var nánast ómögulegt þegar all- ir voru í sínu horni. Krakkarn- ir þekkja nú orðið gestaþjálfarana og eiga því meiri möguleika á að halda áfram í íþróttunum þó þau flytji til dæmis til Reykjavíkur til að stunda nám.“ Meiri orka í landsbyggðinni Kristín segir að hún hafi alltaf ver- ið mikill orkubolti en auk þess að þjálfa frjálsar íþróttir þjálfar hún blak í Grundarfirði, kennir jarð- fræði í FSN og er lærður nuddari. Ofan á allt kallar Kristín sig einnig „áhugabónda“ og á sínar 60 kind- ur, 13 hross, hund, kött og endur. Hún tekur þátt í smölunum og fer í réttir á hverju ári. „Um helgina fór ég í Álfthreppingaafrétt á Mýr- unum og svo tók við heimasmöl- un fyrir vestan. Að hafa stund- að íþróttir hjálpar til í smölun- inni en svo er það kannski nett of- virkni í mér sem gerir mér kleift að vera í svona mörgum verkefn- um. Ég var ein af þeim sem æfði allar íþróttir sem mér bauðst þeg- ar ég var barn. Ég kem af Mýrun- um og æfði lengst af með UMSB. Ég var í tólf ár í heimavistarskóla, fyrst á Varmalandi og svo í Reyk- holti en á báðum stöðum stund- aði ég mikið af íþróttum. Að vera í íþróttum hefur alltaf verið hluti af mínu félagslífi. Þær stuðla að heil- brigðum lífsstíl og maður eignast mikið af góðum vinum. Ég held að það tengist því að vera lands- byggðarbarn að hafa þessa orku. Gestaþjálfararnir sem hafa komið til okkar í gegnum SamVest segja að það sé mun meiri orka í krökk- unum okkar en í borgarbörnun- um. Þeir séu ófeimnir og tilbúnir að læra nýja hluti sem sé ekki al- gengt viðmót borgarbarnanna. Ég hef ekki samanburðinn sjálf en ég get fullyrt að krakkarnir sem ég hef þjálfað eru algjört æði. Það er alveg sama í hversu slæmu skapi ég mæti á æfingar, ég fer alltaf heim í góðu skapi. Það klikkar ekki að það er einhver sem segir eitthvað fyndið og bókstaflega bjargar deg- inum,“ segir Kristín að endingu. jsb Fjöliðjan á Akranesi ber svo sannar- lega nafn með rentu en innan veggja vinnustaðarins er unninn fjöldinn all- ur af ólíkum verkefnum. Fjöliðjan á Akranesi er langstærsti vinnustaður sinnar tegundar á Vesturlandi en þar starfa alls á fimmta tug manna ef tald- ir eru allir starfsmenn og leiðbeinend- ur. Húsinu er skipt í tvo hluta; vinnu- stöð þar sem framleiðsla og vinnsla fer fram og Hæfing, þar sem einstak- lingar með mikla fötlun fá einstak- lingsbundna leiðsögn. Starfsmenn eru á aldrinum 18 ára og uppúr og hafa allir nóg að gera. Lagt er upp með að hafa gott flæði í húsinu og að starfs- menn séu ekki fastir á sama stað lang- tímum saman. Prins Póló sumarið Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir umfangi starfseminnar í Fjöliðj- unni. Mörgum íbúum á Akranesi er þó kunnugt um dósa- og flöskumót- töku og flokkun Fjöliðjunnar en þar fara um tvær milljónir drykkjarum- búðaeininga í gegn á hverju ári. Þar af leiðandi eru rúmlega þrjátíu millj- ónir króna sem Fjöliðjan greiðir út á hverju ári í beinhörðum peningum. Dósa- og flöskusöfnunin er þó að- eins brot af allri starfsemi Fjöliðjunn- ar, en þar er unnið að ýmsum öðrum verkefnum, bæði stórum og smáum. Að sögn Guðmundar Páls Jónsson- ar, forstöðumanns Fjöliðjunnar, hefur sumarið verið annasamt. „Það er svo margt að gerast hjá okkur þessa dag- anna. Í sumar var sérstaklega mikið að gera við að pakka hinu vinsæla Prins Póló súkkulaði í fjöldapakkningar fyr- ir búðir. Það mætti eiginlega kalla sumarið hjá okkur Prins Póló-sum- arið en aðalvinnusalur hússins leit út eins og vöruskemma þegar mest lét.“ Fjölbreytni vinnunnar í Fjöliðjunni nær þó enn lengra en að pakka súkk- ulaði og flokka drykkjarvöruumbúðir. Þar er einnig framleiddur ýmis varn- ingur fyrir iðnað auk þess sem starfs- menn sjá um að merkja matvörur, plasta kort, sauma sængurver og líma endurskinsmerki á vegstikur. „Hér er lítil verksmiðja þar sem við setj- um saman sex víra raftengi fyrir Berg- plast og höfum einnig verið að koma sterk inn með framleiðslu á plötu- hólkum sem notaðir eru við byggingu húsa. Húsasmíði hefur tekið við sér eftir hrun og stefnum við ótrauð á að verða best á Íslandi í þeirri framleiðslu og keppa við innflutningsaðila. Það er mikil samkeppni en við höfum þolað álagið hingað til og sjáum ekki að það fari eitthvað að breytast enda starfs- fólkið meira en vel í stakk búið fyrir slíkt,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætir við að lengi sé hægt að telja þau verkefni sem starfsmenn Fjöliðj- unnar sinna. „Ef keyrt er á þjóðveg- um landsins er alveg öruggt að veg- farendur hafa séð endurskinsmerkin á vegstikum en þau eru einmitt límd á í Fjöliðjunni á Akranesi. Eða ef einhver hefur þurft að leggjast inn á sjúkra- húsið á Akranesi. Þar eru sængur- og koddaver HVE saumuð af starfsfólki Fjöliðjunnar.“ Gróðurhús í garðinn Starfsmenn Fjöliðjunnar tóku Orku- veitugarðinn á Akranesi, sem er listi- garður fyrir aftan bækistöðvar OR á Akranesi, í fóstur í sumar. Reynslan af þeirri umsjón var að sögn Guðmund- ar Páls mjög góð og er nú stefnt að því að reisa gróðurhús á lóð Fjöliðjunnar. „Starfsmenn sáu um að halda Orku- veitugarðinum fallegum í sumar og gekk það alveg ágætlega og fengum við þar dýrmæta reynslu sem vonandi verður framhald á. Á framkvæmda- áætlun Akraneskaupstaðar eru áform um að reisa gróðurhús í garðinum fyrir aftan Fjöliðjuna og vonum við að þær framkvæmdir hefjist nú á haust- mánuðunum. Ég held að það eigi eft- ir að vekja mikla lukku meðal starfs- manna. Það er alltaf gott að sjá eitt- hvað vaxa og dafna sem maður hugsar vel um. Starfsmenn geta svo sannar- lega upplifað þá tilfinningu og margir verið virkir við ræktunarstörf í gróð- urhúsinu,“ segir Guðmundur Páll. Atvinna með stuðningi er að reynast vel Í Fjöliðjunni er veitt margskonar að- stoð sem getur reynst mörgum dýr- mæt. Þar á meðal er atvinna með stuðningi en það er verkefni sem Alltaf verið mikill orkubolti Rætt við jarðfræðikennarann, frístundabóndann og frjálsíþróttaþjálfarann Kristínu Höllu Kristín hefur þjálfað frjálsar íþróttir í Grundarfirði í 15 ár og fékk fyrir skemmstu viðurkenningu frá FRÍ fyrir vel unnin störf. Hún sést hér fyrir utan FSN þar sem hún kennir jarðfræði. Fjöliðjan á Akranesi ber nafn með rentu stuðlar að því að auka lífsgæði fólks með skerta starfsorku. Að sögn Ástu Pálu Harðardóttir, yfirþroskaþjálfa Fjöliðjunnar, eru nú margir einstak- lingar á Akranesi sem nýta sér að- stoð Fjöliðjunnar við að komast út á almennan vinnumarkað. „Atvinna með stuðningi hefur reynst mjög vel og eru nú 17 slíkir samningar í gangi á Akranesi. Við í Fjöliðjunni hjálpum þar einstaklingum með skerta starfs- orku við að fóta sig inn í atvinnulíf- ið. Í sumum tilfellum getur það ver- ið eftir áfall eða slys. Í Fjöliðjunni er starfandi atvinnumálafulltrúi og er unnið mjög einstaklingsmiðað að allri þjónustu. Misjafnt er hvort einstak- lingar koma fyrst í Fjöliðjuna á starf- þjálfunar/prófunarsamning eða fara strax í atvinnuleit með stuðningi frá atvinnumálafulltrúa. Þessir hlutir eru metnir hverju sinni,“ segir Ásta Pála í samtali við Skessuhorn. jsb Starfsmenn í Hæfingu Fjöliðjunnar voru í kaffipásu þegar blaðamaður Skessu- horns kom við. Hér sjást Anna Björk Þorvarðardóttir, Jón Einarsson og Sigurður Smári Kristinsson ásamt leiðbeinendum. Strákarnir í Fjöliðjunni eru harðduglegir. Hér sjást þeir Jonni, Freyr, Stebbi, Guð- mundur Elías og Kristmundur setja kort í plastumbúðir og pakka sexvíratengjum. Endurskinsmerki á vegastikum á þjóðvegum landsins eru límd á í Fjöliðjunni. Hér sjást þær Kristjana Guðrún og Ólöf Margrét setja endurskinsmerki á snjóstikur. Í Fjöliðjunni eru gömul föt gerð að tuskum. Guðmundur Örn, eða Addi eins og hann er jafnan kallaður, sést hér flokka fötin áður en þau eru skorin í sundur og pakkað sem tuskum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.