Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Tvö ár frá opnun Ásbyrgis í Stykkishólmi Ásbyrgi í Stykkishólmi varð ný- verið tveggja ára og fögnuðu starfsmenn deginum með tilheyr- andi veisluhöldum. Blaðamað- ur Skessuhorns kíkti við í Ásbyrgi daginn eftir afmælið og náði tali af einum starfsmanni. Að sögn Ólaf- íu Sæunnar Hafliðadóttur, starfs- manns í Ásbyrgi var margt um manninn og góð stemning í af- mælinu. „Það var mikið af fólki sem kom og fagnaði með okkur áfanganum. Bílastæðið var fullt. Við fengum tertur frá dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi og dagur- inn var hreint út sagt frábær í alla staði.“ Í Ásbyrgi eru nú átta einstakling- ar að jafnaði við ýmis störf en þar er sem dæmi öflug saumastofa og kertaframleiðsla. „Við vinnum alveg villt og galið við að sauma og búa til kerti. Það hefur gengið alveg lygi- lega vel. Við vinnum mikið af verk- efnum saman og það er góð stemn- ing í hópnum,“ segir Ólafía Sæunn en starfsmannahópurinn skellti sér svo út að borða daginn eftir afmæl- ið. Allan þann fallega varning, sem framleiddur er af starfsmönnum Ásbyrgis, er hægt að kaupa gegn vægu gjaldi og hefur að sögn Ólaf- íu selst vel. „Allar okkur vörur eru seldar á aðeins tvö hundruð krón- ur. Við seljum okkar varning í Ás- byrgi en förum líka út í bæ og selj- um þar. Ferðamenn sem koma til Stykkishólms hafa verið duglegast- ir að kaupa af okkur og láta þeir vel af því sem þeir fá enda seljum við aðeins hágæðavörur,“ sagði Ólafía í samtali við blaðamann Skessu- horns. jsb Ólafía Sæunn Hafliðadóttir heldur á tösku sem framleidd er í Ásbyrgi. Ásbyrgi í Stykkishólmi hefur nú verið starfrækt í tvö ár með góðum árangri. Hér sést Ásbyrgi en það var áður skólastjórabústaður gamla barnaskólans í Stykkishólmi. Fjölhæfir starfsmenn í Hæfingu í Borgarnesi Í húsnæði Hæfingar í Borgarnesi fer fram ýmis þjónusta og fjöl- breytt framleiðsla. Hjá Hæfingu starfa um 20 manns að jafnaði og er starfseminni tvískipt. Annars vegar fer þar fram flokkun dósa og ann- arra drykkjarvöruumbúða og fram- leiðsla á svörtum ruslapokum, en hins vegar dagþjónusta fyrir fólk með þroskahömlun. Í dagþjón- ustunni eru unnin ýmis störf þar sem starfsmenn meðal annars bæði sauma og smíða undir handleiðslu fagfólks. Meira að gera á sumrin Þar sem dósa- og flöskuflokkunin fer fram starfar hópur dugnaðar- forka frá átta á morgnana til fjög- ur á daginn, alla virka daga. Að sögn starfsmanna er góður andi í vinnunni og yfirleitt nóg að gera. Mest er að gera í flokkuninni á sumrin og segja starfsmenn það einna helst vera vegna þess hversu mikið af flöskum og dósum komi frá þeim fjölmörgu veiðihúsum og vin- sælu tjaldsvæðum sem eru í Borgar- firði. Auk flokkunar á drykkjarvöru- umbúðum framleiða þeir í Borgar- nesi einnig ruslapoka sem hægt er að fá keypta á staðnum. Segja þeir í Hæfingu að þeirra ruslapokar séu bæði sterkari og ódýrari en þeir sem fást úti í búðum. Pólitík, fótbolti og veðrið Það koma þó alltaf stundir milli stríða og í kaffipásum er margt sem færist í tal. Eins og á mörgum öðr- um kaffistofum er það þó pólitík, fótbolti og veðrið sem helst er rætt til þaula hjá þeim félögum. Einn starfsmanna í dósa- og flöskuflokk- un Hæfingar hefur einnig fundið tíma til að yrkja og er mikið skáld. Árni Jónsson hefur meðal annars gefið út ljóðabókina Vísur úr Fjöl- iðjunni II, þar sem þessa skensvísu í garð vinnufélaganna er að finna: „Í Fjöliðjunni er lunkið lið, sem lítið sést þó vinna. Hinir reka bara við, ég hef öðru að sinna!“ Skiptir mestu að allir hafi nóg að gera og líði vel Í hinum enda hússins er svo dag- þjónusta fyrir fólk með þroska- hömlun en þar gætir ýmissa grasa og fjölbreytt störf unnin á degi hverjum. Að sögn Lilju Gissurar- dóttur, forstöðuþroskaþjálfa Hæf- ingar, er aðal markmiðið að all- ir hafi eitthvað að gera í vinnunni og uni sér vel við störf sín. „Það hafa ýmis verkefni verið að poppa upp en þau hafa oft varað í frem- ur stuttan tíma. Verkefnin hjá okk- ur eru eins mismunandi og þau eru mörg. Hér er mikið föndrað og höfum við verið dugleg að skapa ýmsa hluti. Það sem skiptir mestu máli er að allir hafi eitthvað að gera og að hér líði öllum vel. Í sumar höfum við meðal annars verið að líma miða á jarðarberjaöskjur frá gróðrarstöðinni Sólbyrgi á Klepp- járnsreykjum. Það gekk hins veg- ar nánast of vel þar sem við erum þegar búin að líma miða á öskjur sem endast þeim í Sólbyrgi næstu mánuðina. Nú erum við að vinna í nýju verkefni þar sem við saum- um tuskur og litaðar taubleiur með áletrun á og gengur það verkefni mjög vel. Hæfing er mikilvæg- ur staður og hér horfum við allt- af á styrkleika fremur en veikleika og sjáum frekar sóknarfæri heldur en vandamál,“ sagði Lilja í sam- tali við Skessuhorn. Hún bætir við að hægt sé að kaupa fallegan varn- ing á góðu verði í húsnæði þeirra við Kveldúlfsgötu milli klukkan 10 og 16 á virkum dögum. Varning sem hannaður er og framleiddur af starfsfólki Hæfingar. jsb Það er oft mikið að gera hjá þeim í flokkuninni hjá Hæfingu. Hér sjást f.v. Pétur, Helgi, Árni og Guðmundur Ingi í vinnunni. Starfsmenn Hæfingar fóru í sumar í heimsókn í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum þar sem þeir fengu að sjá hvað færi í öskjurnar sem þeir voru búin að merkja. Hér má sjá mynd úr þeirri heimsókn. Ljósm. Hæfing. Í Hæfingu er mikið saumað og smíðað. Hér sjást þau Ölver Þráinn Bjarnason og Helga Björk Hannesdóttir umkringd varningi sem er bæði hannaður og framleiddur af starfsfólki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.