Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Pennagrein Í bréfi til Norðuráls 7. júlí sl. velt- ir Umhverfisvaktin fyrir sér kynn- ingu Norðuráls á góðum árangri í umhverfismálum og hvort það sé rétt að álverið á Grundartanga sé á heimsmælikvarða. Svarið við þess- ari spurningu er: Já, álverið á Grundartanga er á heimsmælikvarða. Það á við um umhverfismál og það á einnig við um öryggismál, gæði framleiðslu og rekstur álversins almennt. Þessi góði árangur er hvorki sjálfgefinn né tilviljun. Hann hefur náðst með þjálfuðu og góðu starfsfólki, mark- vissum vinnuferlum, fjárfesting- um í búnaði og hópi íslenskra sér- fræðinga á sviði álframleiðslu sem hafa vakið alþjóðlega athygli fyr- ir árangur sinn. Starfsfólk Norð- uráls er stolt af þeim góða árangri sem hefur náðst í umhverfismálum á Grundartanga. Hann er staðfest- ur í niðurstöðum umhverfisvökt- unar og græns bókhalds sem sýn- ir að áhrif Norðuráls á lífríkið eru óveruleg og losun efna er vel innan settra marka. Hér eru spurningar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð og svör Norðuráls: 1. Er frammistaða Norðuráls á heims- mælikvarða ef iðjuverið þarf heimild til að losa ríflega 40% meira af flú- or á hvert tonn áls heldur en Alcoa Fjarðaál? Álver Norðuráls á Grundartanga fylgir reglugerðum og ákvæðum í starfsleyfi sem sett eru af Umhverf- isstofnun. Við útgáfu starfsleyfis er stuðst við lög og reglur og einnig aðstæður á hverjum stað. Hvorki Norðurál né sambærileg fyrirtæki ákvarða sjálf heimildir eða við- miðunarmörk. Reynslan sýnir að Norðurál hefur staðist vel öll skil- yrði sem sett hafa verið og t.d. er losun flúors á síðasta ári langt undir leyfilegum mörkum í starfsleyfi. 2. Finnst Norðuráli rétt að miða „ár- angur“ sinn við s.l. ár þar sem veð- urskilyrði voru allt önnur en árin á undan og flúor rigndi jafnt og þétt af gróðri? Hér gætir þess misskilnings að veð- urfar hafi áhrif á losun. Það er ekki rétt. Myndin, sem vísað er til, sýnir hvað álverið losar af flúor við fram- leiðslu sína. Veðurfar hefur eng- in áhrif á það. Veðurfar hefur hins vegar augljóslega áhrif á dreifingu útblásturs. Ítarlega er fjallað um það á hverju ári í umhverfisvökt- unarskýrslum fyrir Grundartanga- svæðið. Eins og áður sagði hafa þær staðfest að frá upphafi starfsemi Norðuráls, árið 1998, hafa engin neikvæð áhrif fundist á lífríki svæð- isins. Eins og sést er losun flúors langt undir viðmiðunarmörkum. Einn- ig að losun á hvert framleitt tonn af áli hefur minnkað verulega. Þetta er eftirtektarverður árangur og reynd- ar svo góður að þrátt fyrir að álver- ið á Grundartanga framleiði nú nærri 30 þúsund tonnum meira af áli á ári en fyrir nokkrum árum síð- an þá er heildarlosun flúors minni. Ekkert bendir til annars en að svo verði áfram við frekari framleiðslu- aukningu. 3. Finnst forsvarsmönnum Norður- áls það óveruleg umhverfisáhrif að á meirihluta vöktunarbæja skuli ár eft- ir ár mælast svo hátt flúor í kjálkum sauðfjár að hætta sé á tannskemmdum og að tannskemmdir hafi orðið í sauðfé nú þegar? Bein og tennur í á annað þúsund fjár á svæðinu hafa verið rannsök- uð og dýralæknar hafa skoðað mun fleiri ær með reglubundnu eftirliti. Í þeim rannsóknum hafa aldrei fund- ist dæmi um neikvæð áhrif flúors á fé eða aðrar skepnur. Engar tann- skemmdir, engar beinskemmdir né önnur neikvæð áhrif, sem tengja má við starfsemi Norðuráls með nokkrum hætti. Samkvæmt Sigurði Sigurðarsyni dýralækni hefur tann- heilsa sauðfjár í Hvalfirði lengi ver- ið frekar léleg. Sú heilsufarssaga hefst löngu fyrir iðnaðaruppbygg- ingu í firðinum. Því er ekki óþekkt að blettir sjáist á tönnum. Ef grun- semdir um áhrif flúors á tennur hafa verið tilkynntar, hefur Norð- urál ávallt farið fram á að slíkt sé skoðað frekar og dýralæknar hafa farið á staðinn. Í þeim skoðunum hafa aldrei fundist merki þess að um áhrif af flúor sé að ræða. 4. Í ljósi þess að austlægar vindátt- ir ríkja á svæðinu: Finnst forsvars- mönnum Norðuráls það óveruleg um- hverfisáhrif að afföll sauðfjár vestan við iðjuverið skuli vera marktækt meiri og frjósemi minni heldur en í öðru sauðfé? Hér er vísað til meistararitgerðar Gyðu Björnsdóttur, stjórnarmanns í Umhverfisvaktinni. Engin ástæða er í sjálfu sér til að efast um þá nið- urstöðu Gyðu að frjósemi sé lægri og afföll meiri á svæðinu. Hins veg- ar sýnir skýrslan að nánast eng- ar líkur eru á því að þetta sé vegna mengunar frá Grundartanga. Í ritgerðinni er veigamikil ástæða aukinna affalla tilgreind. Á bls. 40 í ritgerðinni er vísað í viðtal við bónda á því svæði sem um er rætt. Þar segir: „Í viðtalinu leggur hann áherslu á að ýmsir sjúkdómar sem hann nefnir, s.s. hósti og kregða, liðbólga, vörtur í munnvikum og svöðusár á klaufum hafi borist á bæinn með fé sem hann hafi keypt. Hann hefur misst um 14,3% af fé á bænum á síðastliðnu ári (nóv. 2012 - des. 2013) en nefnir að það sé einsdæmi að svo margt fé hafi drepist á einu ári.“ Ljóst er að umræddir sjúkdómar hafa ekk- ert með flúor eða mengun að gera. Á bls. 44 er fjallað um lægri frjó- semi fjár á þessa sama svæði. Þar kemur fram miðað við fyrirliggj- andi rannsóknir sé ekkert sem bendi til þess að lægri frjósemi á svæðinu sé vegna flúors. Orðrétt segir: „Ólíklegt er að sauðfé í ná- grenni iðjuveranna á Grundar- tanga fái fóður sem inniheldur flú- or í því magni sem NRC tilgrein- ir að þurfi til þess að hafa áhrif á frjósemi.“ Sérfræðingar Norðuráls benda á að ekki sé ólíklegt að sjúk- dómar í aðfluttu fé (sbr. tilvitnun hér að framan) séu megin ástæða þessara frávika. Þá er ánægjulegt að lesa það úr ritgerð Gyðu að bændur í Hval- firði eru almennt ánægðari með heilsufar sauðfjár síns en bænd- ur fjær Grundartanga. Þetta kem- ur skýrt fram á bls. 43 í ritgerðinni: „Niðurstöður spurningakönnun- arinnar benda til þess að bændur séu almennt ánægðir með heilsufar sauðfjár á bæjum sínum... Þá eru marktækt fleiri bændur nær iðju- verunum á Grundartanga sem telja heilsufar mjög gott eða frekar gott en fjær.“ 5. Finnst Norðuráli það æskileg staða, að áhrif langtíma flúorálags á kind- ur og hross skuli ekki þekkt, en leyfi- legt útsleppi flúors byggt á áætluðu þoli dýranna? Áhrif flúors á búfénað hafa ver- ið rannsökuð í tugi ára og eru vel þekkt. Á grundvelli þeirra rann- sókna hafa viðmið um magn flúors í fóðri verið sett. Á Íslandi er alla jafna miðað við evrópsk viðmið sem eru 30 µg F/g [1]. Viðmið í Banda- ríkjunum fyrir fóður eru að fyrir 12 mánaða tímabil á flúor að vera inn- an við 30-35 µg F/g, meðaltal hvaða tveggja mánaða tímabils sem er má ekki fara yfir 60 µg F/g og meðaltal hvaða eins mánaðar tímabils sem er má ekki fara yfir 80 µg F/g. Í vöktunarskýrslum Norðuráls sést að styrkur flúors í grasi utan þynningarsvæðis á Grundartanga hefur aldrei mælst yfir 30 µg F/g, allt frá upphafi mælinga árið 1997. Hæsta gildi mælinga í grasi á síð- asta ári var 7,9 µg F/g í Fannahlíð, sem er við mörk þynningarsvæðis á Grundartanga. 6. Skýrslur sýna að heysýni voru ekki flúormæld fyrr en sex árum eftir meng- unarslysið í álveri Norðuráls 2006. Hverju sætir það? Þessi fullyrðing er ekki rétt. Þann 24. ágúst 2006 fór rafmagn af einu hreinsivirki Norðuráls í um 20 klukkustundir. Atvikið var tilkynnt viðkomandi yfirvöldum. Stuttu síð- ar, í september 2006, voru tekin sýni á 5 bæjum utan þynningarsvæðis. Hæsta gildi flúors í grasi mældist í Fannahlíð, 15 µg F/g sem er um 50% undir viðmiðunarmörkum. Fylgst hefur verið með gróðri á svæðinu á hverju ári frá 1997. Þar á meðal hefur verið fylgst með magni flúors í grasi. Grassýni eru tekin nærri túnum en ekki á rækt- uðum túnum eða úr heyi af þeim. Fyrir því er sú einfalda ástæða að á tún eru bornar ýmsar tegund- ir af áburði. Ef sýnin væru tekin af túnum eða úr heyi myndu áhrif áburðargjafar blandast við áhrif af útblæstri iðjuvera. Áburður getur innihaldið ýmis efni, þar á meðal bæði brennistein og flúor. 7. Norðurál hefur á hendi umsýslan vöktunar vegna eigin mengunar. Telur Norðurál, í ljósi beinna fjárhagslegra og viðskiptalegra tengsla fyrirtækisins við rannsakendur, Umhverfisstofnun og höfunda vöktunarskýrslna, trúverð- ugleika mengunarmælinga nægilegan? Álver Norðuráls á Grundartanga fylgir reglugerðum og ákvæðum í starfsleyfi sem sett eru af Umhverf- isstofnun. Hvorki Norðurál né sambærileg fyrirtæki ákvarða sjálf heimildir eða viðmiðunarmörk. Það sama á við um vöktun svæðis- ins. Lög og reglur segja til um að fyrirtækin skuli láta gera ákveðnar mælingar, greiningar og skýrslur. Frá því Norðurál hóf rekstur á Grundartanga árið 1998 hefur far- ið fram ítarleg vöktun á áhrifum álversins á umhverfi sitt. Vöktun- in felur í sér rannsóknir og eftirlit með 59 mæliþáttum í og við Hval- fjörð, s.s. loftgæðum, veðri, úr- komu, ferskvatni, kræklingi, sjáv- arseti, grasi, laufi, barri, heyi, sauðfé og hrossum. Rannsóknirnar eru gerðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúru- fræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri óháðum aðilum. Við höfum aldrei efast um færni og einurð þeirra tuga vísinda- manna sem koma að umhverfis- vöktun á nágrenni álvers Norður- áls. Hins vegar hafa þeir vissulega þurft að þola að bornar séu brigður á trúverðugleika starfa þeirra. Faxaflóahafnir fengu á síðasta ári teymi sérfræðinga til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðju- svæðinu við Grundartanga. Nið- urstöðurnar sýna að störf fyrr- greindra vísindamanna eru fyrsta flokks og gefa góða mynd af áhrif- um fyrirtækjanna á umhverfi sitt. Þær sýna að rétt hefur verið stað- ið að mælingum og að niðurstöð- ur þeirra eru réttar. Jafnframt kem- ur fram að þær kröfur sem gerðar eru til álvera hér á landi eru meðal þeirra ströngustu í heimi. 8. Finnst forsvarsmönnum Norður- áls það til fyrirmyndar að erfitt sé að lesa skýrslur um umhverfisvöktun sér til gagns? Ábendingar um framsetningu í skýrslum eru vel þegnar og hægur vandi er að koma þeim á framfæri, enda er tilgangurinn sá að fólk geti nýtt sér upplýsingarnar og haft af þeim gagn. Skýrsla Umhverfisvökt- unar iðnaðarsvæðisins á Grundar- tanga og allar sérfræðiskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu Norður- áls www.nordural.is. 9. Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að ekki sé til við- bragðsáætlun vegna mengunarslysa í iðjuverinu? Viðbragðsáætlun Norðuráls á Grundartanga tekur til hugsanlegra mengunarslysa. 10. Finnst forsvarsmönnum Norð- uráls það til fyrirmyndar að auka ál- framleiðsluna og þar með losun flúors þó iðjuverið starfi í blómlegu landbún- aðarhéraði? Okkur hjá Norðuráli er vel ljóst að við erum stórt fyrirtæki á viðkvæmu svæði. Starfsemin er viðamikil og þarf mikið olnbogarými. Við erum líka meðvituð um að það eru ekki allir sáttir við staðsetninguna og áhrifin. Við getum ekki breytt stað- setningunni - augljóslega. Hins veg- ar getum við sýnt metnað og vilja til að lágmarka áhrifin. Það höfum við lagt áherslu á og munum kappkosta áfram. Rannsóknir sýna að starf- semi Norðuráls er ekki skaðleg um- hverfinu og ekkert sem bendir til að starfsemin verði það eftir að stækk- unin hefur farið fram. Grundartanga, 11. september 2014. Norðurál. Svör Norðuráls við spurningum í opnu bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð Myndin sýnir hvað álverið losar af flúor við framleiðslu sína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.