Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Afmælið Þegar þetta var skrifað voru nákvæmlega upp á mínútu sex ár frá því Geir bað Guð að blessa Ísland. Bankarnir höfðu farið á hausinn og allir vita jú framhaldið. Mér finnst mjög mikilvægt að þjóðin gleymi aldrei þessum degi. Þá kom nefnilega í ljós hvað hópur glæpamanna hafði gert þjóð sinni. Þeir voru kallaðir útrásarvíkingar og einhver taldi að þeir hefðu verið 33 að tölu. Nú á sex ára afmælinu minnist ég þess ekki að nokkur þessara 33 ein- staklinga hafi hlotið dóm sem nokkru nemur fyrir misgjörðir sínar. Örfáir hafa jú fengið hvíldarinnlögn á Kvíabryggju fyrir siðasakir, en það eru ein- ungis litlu peðin í miklu stærra tafli. Víkingar þessir hafa síðan þetta var notað gróðan af braski sínu til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, svo sem smálánafyrirtækjum, matvörukeðjum eða fjölmiðlum. Aðrir komust með peningana úr landi, sumir segja í ferðatöskum. Eina refsingin sem þeir hafa hlotið er skert álit almennings á viðkomandi. Og fjandinn vorkenni þeim fyrir það. Á afmæli hrunsins á fólk að rifja upp hvað orsakaði að svona fór fyr- ir heilli þjóð. Af hverju þessum mönnum tókst að ræna innanfrá banka og önnur stoðfyrirtæki í íslensku samfélagi. Almenningur var vissulega líka búinn að spila með í geyminu og það þótti enginn maður með mönnum í henni Reykjavík nema eiga að minnsta kosti hundrað milljóna króna hús á mörgum hæðum, með fimmtán herbergjum, vínkjallara og þreföldum bíl- skúr. Allt þetta fólk fór náttúrlega á hausinn, eða réttara sagt tapaði eign- um sem það raunverulega hafði aldrei átt neitt í, en var skrifað fyrir. Það var bara svo fínt að þykjast eiga svona stór hús og svona rúmgóða skúra fyr- ir kaupleigubílana. En það voru ekki einungis víkingar þessir og ráðvilltur almenningur sem hagaði sér svona. Stjórnmálamenn höfðu árin fyrir hrun tekið sér milljón- ir í styrki frá stórfyrirtækjum til að heyja prófkjör og berjast til valda. Af hverju þáðu þeir styrki? Jú, gegn greiða af því tagi skyldu þeir ekki setja regluverk sem kæmi í veg fyrir að hægt væri að ræna banka innanfrá, líf- eyrissjóði eða önnur fyrirtæki um hábjartan dag. Það þótti t.d. sjálfsagt að veðsetja fiskkvóta fyrir hlutabréfum í flugfélögum eða gambla með tjóna- sjóði tryggingafélaga og kaupa verðlaus hlutabréf. Þjóðfélagið var gjörsam- lega komin á hvolf. En nú er árið 2014 og má velta fyrir sér hvað hafi breyst. Breyst? Það hefur ekkert breyst! Það eru meira að segja sömu flokkar komnir í ríkis- stjórn og voru fyrir öll ósköpin. Almenningur er að vísu talsvert blankari á pappírunum en hann var fyrir hrun. Það er nefnilega lögmál að ef einhver græðir peninga, þá tapar annar jafn miklu. Alltaf er það jú almenningur sem ber skarðan hlut frá borði því þannig vilja peningaöflin hafa það. Þau sem raunverulega stjórna landinu. Þessi öfl þrífast á að það sé vitlaust gef- ið. Á sama tíma og þjóðin telur sig ekki eiga sextíu milljarða til að byggja nýjan spítala, græða bankarnir hærri upphæð á einu ári! Eitt útgerðarfyrir- tæki græddi 22 milljarða á síðasta ári. Af hverju? Jú, af því gengi krónunnar er skráð því í hag, í boði Seðlabankans og peningaaflanna sem stjórnmála- mennirnir vinna fyrir eins og strengjabrúður. Hverjum hefði t.d. dottið það í hug fyrir síðustu kosningar að ríkisstjórnin myndi hafa það sitt fyrsta verk að leggja niður auðlegðarskatt? Sama stjórn er ekki ennþá, hálfu öðru ári frá kosningum, búin að leiðrétta svo mikið sem um eina krónu stökk- breyttu húsnæðislánin. Samt tryggði það loforð framhaldslíf þessara flokka. Og fjölmiðlarnir? Þeir þegja þunnu hljóði af því þeim er líka stýrt af þess- um litla hópi fólks sem er peningamegin í þjóðfélaginu. Eru í eigu útvegs- manna eða útrásarvíkinga sem verst af öllum höguðu sér. Meira að segja Ríkisútvarpið er á hausnum, hvernig í veröldinni sem það var hægt. Dug- ar ekki fjórir milljarðar á ári í áskriftartekjur en er ógjaldfært af greiðslum á tæplega sex milljarða króna láni! Þótt þetta sé engin skemmtilesning, þá fannst mér ekki annað koma til greina en að rifja nokkur þessara „smáat- riða“ upp svona á afmælisdegi hrunsins. Það má ekki gleyma svona lög- uðu, aldrei. Magnús Magnússon. Á fimmta hundrað ferðaþjónustu- fyrirtæki komu saman í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík þegar kaupstefnan Vestnorden var haldin í síðustu viku. Þar kynntu þau vöru- framboð sitt fyrir erlendum ferða- heildsölum sem sóttu kaupstefn- una. Ferðaþjónustuaðilar á Vestur- landi létu sig ekki vanta á samkom- una en Markaðsstofa Vesturlands var í forsvari fyrir landshlutann. Að sögn Rósu Bjarkar Halldórsdóttur hjá Markaðsstofunni hafa fulltrúar frá Vesturlandi aldrei verið fleiri en í ár. Vestlensku ferðaþjónustufyr- irtækin sem sóttu Vestnorden eru bjartsýn á framgang ferðaþjónust- unnar í landshlutanum, enda eru mörg spennandi verkefni í farvatn- inu hjá þessari stærstu útflutnings- grein landsins. Á meðfylgjandi hópmynd má sjá þá ferðaþjónustuaðila frá Vestur- landi sem voru með kynningarbás á Vestnorden 2014. Í efstu röð frá vinstri eru Þór Magnússon Vatns- helli, Sigurður Skarphéðinsson Ís- helli, Þórir Örn Ólafsson Hót- el Búðum, Jóhannes Arason Hót- el Búðum, Kristján Guðmunds- son Markaðsstofu Vesturlands, Ar- grímur Hermannsson Ice Explorer, Gísli Ólafsson Láki Tours og Hót- el Framnes, Skarphéðinn Stein- arsson Harbour hostel og Ocean Safari, Þórður Kristleifsson Hót- el Húsafelli, Stefanía Óttarsdóttir Hótel Bifröst og Ægir Þór Þórsson Vatnshelli. Í miðröð frá vinstri eru Helga Halldórsdóttir Egils Guest- house, Nadine E. Walter Sæferð- um, Þórunn Sigþórsdóttir Hótel Egilsen, María A.Valdimarsdóttir Sæferðum, Kristján Karl Kristjáns- son Hótel Sól og Ferstikluskálan- um. Í neðstu röðinni eru frá vinstri: Edda Arinbjarnar Sögu Jarðvangi, Gréta Sigurðardóttir Hótel Egil- sen, Shelagh Smith Láki Tours og Hótel Framnesi, Rósa Björk Hall- dórsdóttir Markaðsstofu Vestur- lands. Ljósmyndirnar tók Helga Halldórsdóttir. grþ „Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Ís- lands mótmælir skefjalausum nið- urskurði á starfi LbhÍ og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að taka til al- varlegar skoðunar þá fordæmalausu stöðu sem stofnunin hefur ver- ið sett í. Frá stofnun skólans árið 2005, með sameiningu Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri, Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, hefur starfsfólki fækkað um helm- ing þrátt fyrir fyrirheit um upp- byggingu,“ segir í fréttatilkynn- ingu í gær sem allir starfsmenn LhbÍ eiga aðild að. „Ekki sér fyrir endann á niðurskurði og uppsögn- um starfsfólks með óvæntum nið- urskurði á framlögum frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti um 18 milljónir, til viðbótar við harða endurgreiðslukröfu Alþingis og mennta – og menningarmálaráðu- neytis. Sú fjölbreytta starfsemi á sviði menntunar og rannsókna á ís- lenskri náttúru, matvælaframleiðslu og fjölbreyttri nýtingu náttúruauð- linda sem fram fer við skólann á því verulega undir högg að sækja. Kæru ráðamenn þjóðarinnar: Nú er nóg komið,“ segja starfsmenn LbhÍ, all- ir sem einn. mm „Í þessari hagræðingu sem uppsögn- um fylgja reynum við að verja eins og kostur er kennslu og rannsókn- ir. Nokkur af störfunum tíu sem lögð verða niður um næstu áramót tengjast verkefnum sem liggja utan kjarnastarfsemi háskóla í strang- asta skilningi. Þar má nefna verk- efni eins og þjónustuefnagreiningar á fóðri og jarðvegi, kynbótamatsú- treikninga og fleira. Ekki er lengur rekstargrundvöllur fyrir þessi verk- efni og tengist það að hluta til þeirri kreppu sem verið hefur í stoðkerfi landbúnaðarins síðustu árin og minnkandi eftirspurn eftir þjón- ustunni. Einnig verður brugðist við fækkun starfa við skólann með því að sameina störf á kennslusviði og við umsjón fasteigna og fleira,“ seg- ir Björn Þorsteinsson rektor Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri í samtali við Skessuhorn. Á starfs- mannafundi sem haldinn var mið- vikudaginn 1. október var tilkynnt um skipulagsbreytingar vegna upp- sagna tíu starfsmanna við skólann sem tóku gildi þann dag og eiga að koma til framkvæmda um næstu áramót. Björn segir að erfitt sé að verða við þeirri hagræðingarkröfu sem beint er til stjórnenda skólans í fjár- lagafrumvarpinu. Þegar fjárlögin voru kynnt var 7,8 milljóna króna hagræðingarkrafa í rekstri skólans fyrir næsta ár auk þess sem skól- anum verði gert að greiða framúr- keyrslu liðinna ára upp á samtals 35 milljónir króna. „Síðan birtist það óvænt frá atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytinu að ráðuneytið lækkar framlag til rannsóknarsamnings við skólann um 18 milljónir króna. Þá er þetta orðið samtals aðhaldskrafa upp á 60 milljónir króna á næsta ári. Eins og þetta blasir við okk- ur er þetta eins og 10% flatur nið- urskurður á skólann þegar á heild- ina er litið, sem Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra virðist hafa verið ókunnugt um,“ segir Björn Þorsteinsson. þá Helga Halldórsdóttir frá Egils Guesthouse og Ása Sigurlaug Harðardóttir frá B&B Borgarnesi. Aldrei fleiri ferðaþjónustuaðilar frá Vesturlandi á Vestnorden Allir ferðaþjónustuaðilarnir frá Vesturlandi samankomnir á Vestnorden. Hótel Egilsen í Stykkishólmi var meðal þeirra fyrirtækja sem voru með bás á kaupstefnunni. Björn Þorsteinsson rektor er hér ásamt nokkrum nemendum LbhÍ við plöntu- rannsóknir. Ljósm. úr safni. Skipulagsbreytingar á starfsemi LbhÍ í kjölfar uppsagna Allir starfsmenn LbhÍ standa saman og segja „Nú er nóg komið“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.