Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Tónlistarfélag stofnað HVALFJ.SV: Áhugafólk um tónlistarlíf í Hvalfjarðarsveit stofnaði Tónlistarfélag Hval- fjarðarsveitar 1. október síð- astliðinn. Alexandra Cherny- shova var kjörin formaður félagsins, Gunnar J. Strauml- and ritari og Guðfinna Indr- iðadóttir gjaldkeri. Þá voru þær Valdís Inga Valgarðsdótt- ir og Sigríður Vilhjálmsdóttir kjörnar meðstjórnendur. Að sögn Gunnars J. Straumland er markmiðið með félaginu að reyna að styðja, efla og virkja tónlistariðkun í sveit- arfélaginu á sem breiðustum grunni, ásamt því að koma á framfæri þeim sem eru að fást við tónlist í sveitarfélaginu. „Þá eru einnig hugmyndir um að stefna að einhvers kon- ar tónlistarhátíð á vordögum, hvort sem það yrði heil helgi eða einn dagur. Jafnvel að hafa minni uppákomur, fræðslu og fjölbreytta fundi þar sem tón- list yrði þungamiðjan. Það eru margir sem eru að fást við tón- list í Hvalfjarðarsveit og þetta snýst um að finna sameigin- legan grundvöll eða flöt fyrir þá,“ segir Gunnar J. Strauml- and, einn af stjórnarmeðlim- um Tónlistarfélags Hvalfjarð- arsveitar. –grþ Innbrot af ólíkum toga LBD: Tvö innbrot í vikunni eru til rannsóknar hjá lög- reglunni í Borgarfirði og Döl- um. Í öðru tilvikinu var um að ræða innbrot í sumarhús þar sem verðmætum var stolið. Í hinu tilviki braust karlmað- ur í annarlegu ástandi inn í íbúðarhús án þess að eiga nein tengsl við fólkið sem þar býr. Kom lögregla á vettvang, fjar- lægði manninn og veitti hon- um aðstoð við að finna rétta leið heim. –þá Vetrarþjónusta aukin á vegum AKRANES: Í undirbúningi er að vetrarþjónusta Vegagerðar- innar á Akrafjallsvegi, frá Hval- fjarðargöngum inn á Akranes, verði aukin frá og með haust- inu. Þessi leið verði færð úr þjónustuflokki tvö í eitt, þó ekki að fullu þar sem þjónust- an verði ekki veitt á tímabilinu frá miðnætti og til klukkan sex á morgnana. Einar Páls- son á þjónustudeild Vegagerð- arinnar staðfesti í samtali við Skessuhorn að undirbúning- ur fyrir vetrarþjónustu miðað- ist við breytingu á þessu svæði en eftir eigi að staðfesta hana í ráðuneytinu. Í þjónustuflokki eitt felst meðal annars meiri hálkueyðing og í þessu sam- bandi hefur m.a. verið tekið á leigu á Akranesi húspláss fyrir saltgeymslu. Einar hjá Vega- gerðinni sagði að áfram yrði þó leiðin frá göngum og inn á Grundartanga í þjónustu- flokki tvö, en áætlað væri að lengja þjónustutímann aðeins frá því sem nú er á þeim kafla Vesturlandsvegarins. –þá Spilurum hefur farið fram BORGARFJ: Bridgespilarar í Borgarfirði kærðu sig kollótta af yfirvofandi mengunarskýi frá Holuhrauni og mætti gal- vaskir í Logaland á mánu- dagskvöldið. Hrægammar að sunnan mættu og til leiks en þeir Þorvaldur Pálmason og Þórður Þórðarson hafa haft þann sið að koma einu sinni á hausti og rúlla heimamönn- um upp. Eitthvað gekk það brösulega hjá þeim félögum í þetta skiptið og höfðu á orði þegar úrslit voru kunngjörð: „Ykkur hefur farið fram.“ Annars er það að frétta af úr- slitum að Jói á Steinum og Kristján í Bakkakoti eru í feiknarformi þessa dagana og unnu með skor upp á 65%. Spurning hvort þeir hafi ekk- ert farið úr skála í leitunum? Hvanneyringarnir Svein- björn og Lárus hirtu ann- að sætið með naumindum en þeir enduðu með sama skor og Jón á mjólkurbílnum og makker hans, en höfðu bet- ur í innbyrðis viðureign. Enn er pláss fyrir áhugasama spil- ara og ævinlega spilað klukk- an 20:00 á mánudögum í há- tíðarsal Logalands. –ij Þrír ökumenn teknir úr um­ ferð AKRANES: Lögreglan á Akranesi stöðvaði akstur þriggja ökumanna í vikunni, þar af voru tveir teknir und- ir áhrifum fíkniefna. Ann- ar þeirra var reyndar svipt- ur ökuréttindum og hefur margoft áður komið við sögu lögreglu fyrir að aka án rétt- inda. Hann var undir áhrif- um fjölda efna og hinn sem tekinn var dópaður í umferð- inni var undir áhrifum kanna- bisefna. Þriðji ökumaður- inn sem handtekinn var hafði áður verið sviptur ökurétt- indum. –þá Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi var hald- in síðasta laugardag á Hótel Sögu. Vikan á undan var svokölluð „gleði- vika“ á HVE á Akranesi. Þar var búið að skreyta tíu rými víðsveg- ar um sjúkrahúsið eftir árstíðar- þemum og fengu starfsmennirnir á hverri deild frjálsar hendur með hvernig skreytingarnar voru. Mikill metnaður var lagður í skreytingar og víða höfðu starfsmenn klætt sig upp í samræmi við það þema sem skreytt var eftir. Dómnefnd skipuð Ingibjörgu Pálmadóttur og Magn- úsi H. Ólafssyni gekk um stofn- unina, skoðaði herlegheitin og gaf þeim umsagnir og stjörnur. Sig- urvegarar á gleðivikunni í ár voru ritarar sem eru með aðstöðu inni af gangi sjúkrahússins. Þemað hjá þeim var sumarið 2014 og var búið að skreyta rýmið í samræmi við veðurfarið á suðvesturhorni lands- ins í sumar. Glansandi pollar voru á gólfinu og regndropar og ský hang- andi úr loftinu. Gluggar voru opn- ir, þannig að það var frekar svalt þar inni, enda sumarið ekki það hlýjasta í manna minnum. Að sögn Huldu Gestsdóttur, sem átti sæti í árshátíðarnefndinni, var það Sigríður Gísladóttir iðjuþjálfi á heilsugæslunni sem átti hugmynd- ina að fyrstu gleðivikunni og var hún nú haldin í fimmta sinn. Af því tilefni var einnig haldið veg- legt afmælisboð, með kökum og fleiri kræsingum fyrir starfsmenn. „Við höldum gleðiviku á hverju ári í aðdraganda árshátíðarinnar, til að kætast og efla andann innan deild- anna og á stofnuninni sjálfri fyr- ir árshátíðina. Sumrin eru oft þung vegna manneklu og því er nauð- synlegt að lyfta brúninni á mann- skapnum með hlátri og gleði þeg- ar haustið kemur,“ sagði Hulda. Árshátíðarnefndin vildi einnig nota tækifærið og færa öllum þeim fyr- irtækjum sem gáfu gjafir til vinn- inga í happadrætti árshátíðarinnar. „Það voru meira og minna öll fyrir- tæki hér í bænum sem gáfu gjafir til starfsmanna stofnunarinnar og fyr- ir það erum við endalaust þakklát.“ grþ Skrifstofan var skreytt sem Húsafell 1970. Þar hafði verið tjaldað til allskyns gömlum og góðum ferðabúnaði, ásamt birkitrjám og þjóðlegu nesti. Lyktin minnti óneitanlega á útilegu í Húsafelli. Gleðivika á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Aðstaða ritara á HVE var valin best skreytta rýmið á föstudaginn. Hér má sjá Ingi- björgu Pálmadóttur úr dómnefndinni ásamt riturum sem klæddir eru í regnkápur í samræmi við veðurfarið síðasta sumar. Dómnefndin var einnig skrautleg. Á þriðju hæð höfðu skátar búið um sig og tjaldað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.