Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Rökkurdagar í Grundarfirði hefjast í dag, miðvikudag. Hátíðin hefur nú verið haldin árlega frá 2003 og er dagskráin vegleg að vanda. Að sögn Öldu Hlínar Karlsdóttur, menn- ingar- og markaðsfulltrúa Grund- arfjarðarbæjar, hefur undirbúning- ur hátíðarinnar gengið vel. „Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að skipuleggja hátíðina í ár. Bæj- arbúar sem og utanbæjarfólk hefur verið duglegt að leggja til dagskrá- liði. Við lögðum upp með að hafa eitthvað fyrir alla og það virðist sem því markmiði hafi verið náð,“ segir Alda í samtali við Skessuhorn. Fyrsti dagskrárliður hátíðarinnar í ár verður kaffihúsakvöld í sal FSN sem hefst klukkan 20 miðvikudags- kvöld. Þar mætir landsfrægi uppi- standarinn og Gettu betur spyr- illinn Björn Bragi Arnarson og skemmtir gestum. Hátíðinni lýkur svo ekki fyrr en í næstu viku. Meðal dagskrárliða má nefna stórtónleika söngdeildar Tónlist- arskólans í Grundarfirði á fimmtu- dag klukkan 18. Eldgosafræðsla verður í Bæringsstofu þar sem Har- aldur Sigurðsson eldfjallafræðing- ur fræðir gesti um eldgosið í Holu- hrauni. Árlegt „Pub Quiz“ meist- araflokks fótboltaliðs Grundar- fjarðar verður svo á RúBen á föstu- dagskvöldinu. Þar mun, líkt og fyrri ár, Kári Pétur Ólafsson spyrja gesti spjörunum úr og er þemað í ár; fólk með hatt/one hit wonder. Þá mun orgelleikarinn Eyþór Franz- son Wechner leika klassísk tón- verk eftir Bach, Mozart og fleiri þekkt tónskáld í Grundarfjarðar- kirkju á laugardaginn. Sama dag verður nytja- og handverksmark- aður opnaður í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Laugardagskvöld heldur svo Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, sérstakt bjórnám- skeið í Sögumiðstöðinni. Á sunnu- daginn verður harmonikkuball í dvalarheimilinu og á þriðjudaginn í næstu viku verður barnaskemmtun með Sveppa og Villa í Samkomu- húsinu klukkan 17. Rökkurdög- um lýkur svo formlega á fiskisúpu- kvöldi Northern Wave þar sem þeir Einar Melax og Ómar Stefáns- son úr Diablo Quinte spila lifandi tónlist fyrir gesti. jsb Kór Akraneskirkju hefur byrj- að vetrarstarf sitt af fullum krafti. Auk þess að sinna messusöng við athafnir í Akraneskirkju, sitja kór- félagar ekki auðum höndum. Laug- ardaginn 11. október nk. klukk- an 16 heldur kórinn tónleika í Ak- ureyrarkirkju. Flutt verður sálu- messan Eternal Light eftir How- ard Goodall ásamt annarri fallegri kórtónlist. Kórinn frumflutti sálu- messuna hér á Íslandi í mars sl. og vakti verkið verðskuldaða athygli og hrifningu. Þann 4. nóvember heimsækir Tómas R. Einarsson Akranes. Flutt verða á tónleikum sönglög Tómas- ar R. í útsetningu Gunnars Gunn- arssonar, sungin af Sigríði Thorla- cius og Kór Akraneskirkju. Hljóð- færaleik annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Gunnar Gunnars- son á píanó. Tómas gaf nýverið út geisladiskinn Mannabörn með lög- um sínum og hefur sá diskur fengið mjög góða dóma. Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 30. nóvember, mun kórinn síðan halda veglega jólatónleika að Kal- mansvöllum. Fyrirhugaður er flutn- ingur á Jólaóratoríu eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns ásamt annarri fjölbreyttri jólatón- list. Það er því öflugt starf fram- undan og farið vítt um völl í verk- efnavali. Stjórnandi Kórs Akranes- kirkju er Sveinn Arnar Sæmunds- son. -fréttatilkynning A l e x a n d r a Chernyshova , sópran söngkona í Hvalfjarðar- sveit verður með styrktartónleika f immtudaginn 16. október í Sel- tjarnarneskirkju. U n d i r l e i k a r i verður Jónína Erna Arnardótt- ir í Borgarnesi. Tilefni tónleikanna er ferð hennar til Kína en þar mun hún taka þátt í stórri alþjóðlegri söngkeppni í Ningbo, fyrst allra Íslendinga. „17 dagar í Kína,“ er heiti tónleikanna og vísa í dagana sem hún kemur til með að vera ytra. „Á tón- leikunum kem- ur hún til með að syngja lögin sem flutt verða í keppninni, sung- ið verður á sjö t u n g u m á l u m , m.a. kínversku. Allir tónleika- gestir verða leystir út með falleg- um gjöfum, geisladiskum sem Alex- andra hefur gefið út á undanförn- um árum,“ segir í tilkynningu. mm Ég, undirritaður, er fæddur og uppalinn á Akranesi en hef búið á höfðuborgarsvæðinu síðan 1991. Ég hef sterkar taugar til Akra- ness og alltaf öðru hverju, í það minnsta, grípur mig löngun til að flytja heim á Skagann. Ég og mín kona höfum nokkrum sinn- um á undanförnum árum skoðað hús sem hafa verið til sölu á Akra- nesi en svo þegar á hólminn hefur verið komið höfum við alltaf hætt við. En hvers vegna? Jú – meðal annars vegna fýlu, ódauns (afsak- ið orðbragðið), sem stafar aðalega frá fiskhausa-þurrk-fabrikkunni í bænum. Nú er svo komið að ég er enn og aftur með hugann við Akranes og er með aðra höndina á gömlu húsi í gamla miðbænum sem mig lang- ar að kaupa, lagfæra að utan sem innan, og plan A er að opna gisti- hús fyrir ferðamenn næsta sumar. Ég er þessa dagana að skoða ýmsa þætti og gera áætlanir en hef dálitl- ar áhyggjur af máli sem ég heyrði af í fyrsta sinn núna fyrir rúmri viku. Ég var sem sagt að heyra að það stæði til að festa hausaþurrk- unarverksmiðju Laugafisks (HB Granda) í sessi til næstu framtíð- ar með fjárfestingu upp á nokkur hundruð milljónir króna og stað- setning á nýjum húsakynnum starf- seminnar myndi jafnvel auka líkur á að lykt berist yfir glæsilegt Akra- torgið á góðviðrisdögum umfram það sem er í dag, og gamla miðæ- inn allan. - Nú spyr ég: Er virki- lega ekki nóg landrými annarsstað- ar innan bæjarmarkanna fyrir þessa starfsemi, stór hluti hráefnisins er keyrður til Akraness hvort sem er eftir því sem ég kemst næst? Glöggt er gests augað, segir gam- alt máltæki, og þegar ég hef komið á Akranes sem gestur á undanförn- um árum, rúntað um og heimsótt fólkið mitt sem býr að miklu leyti á Neðri-Skaganum, hef ég undr- ast að það skuli geta hugsað sér að búa við þessa megnu skítafýlu sem liggur yfir öllu annað slagið. Ég var í heimókn á sólríkum degi í sumar og það var varla verandi úti í góða veðrinu. Ég er ekki viss um að íbúar Akraness átti sig allir á alvöru málsins en staðreyndirnar tala sínu máli. Ég þekki ekki marga sem kjósa að flytja á Neðri-Skag- ann í dag – það vilja flestir búa í efri-hluta bæjarins, í nýrri hverf- unum. En hvers vegna? Jú, það er vegna stækjunnar sem fólk á allt- af von á að geti lagst yfir Neðri- Skagann. Það er ekki hægt að opna glugga vegna þessa og það er ekki hægt að hengja út þvott. Og það sem meira er, ekki þarf að staldra lengi við til þess að bíllinn fyllist óþef frá þurrkuninni. Ég skil vel að það þurfi að halda störfum í bæn- um, fólk þarf að hafa vinnu, en það er ekkert annað en tímaskekkja að vera með starfsemi eins og fisk- hausaþurrkun svo nálægt íbúða- byggð árið 2014. Þetta er mengun sem hefur mikil og neikvæð áhrif á svæðið þó hún sé kannski ekki beint hættuleg heilsu manna. Akurnesingar horfa bjartsýn- ir fram á veginn núna þegar búið er að slökkva á Semenstverksmiðj- unni og margir líta það svæði björtum augum og sjá fyrir sér aukinn straum ferðamanna í bæ- inn, fjölbreyttara mannlíf og þjón- ustu tengda ferðamönnum, jafnvel hótel í gamla Landsbankahúsinu, veitinga- og kaffihús o.s.fv. Þetta er allt voða skemmtilegt, en ég er ekki viss um að margir hafi áhuga á að spranga um á fögru Akratorgi ef þeir þurfa að upplifa þessa lykt. Ég ber sterkar og jákvæðar til- finningar til HB Granda af ýms- um ástæðum og vona að fyrirtækið blómstri og verði sem allra lengst á Akranesi og með fjölbreytta starf- semi. Ég starfaði þar sjálfur öll mín unglingsár bæði á sjó og landi, byrjaði í niðursuðuverksmiðjunni hjá Ingimundi fyrir fermingu, var á eyrinni í síld, skreið og saltfiski, vann í frystihúsinu og á togurum og síldarbát. Hjá HB lærði ég að vinna. Ég þekki alla lyktina sem fylgir fiskvinnslu og er ekki við- kvæmur fyrir lykt af fiski og finnst hún meira að segja nokkuð góð yfirleitt, þar sem hún á heima. En þessi fnykur sem hefur legið yfir Akranesi á undanförnum árum frá umræddri hausaþurrkun hef- ur ekkert með góða lykt af fiski að gera. Þessi skítafýla (afsakið orð- bragðið aftur) er mengun og tíma- skekkja. Hún hefur áhrif á þró- un byggðarinnar, búsetu, stemn- inguna í bænum, ferðamanna- straum o.fl. Ég skora á ykkur sem ráðið ferð- inni á Akranesi í dag að hugsa ykk- ur vel um áður en þið takið minni hagsmuni fram yfir meiri. Ykkar er tækifærið og tækifærið er núna. Með kærri Skagakveðju. Ólafur Páll Gunnarsson Pennagrein Opið bréf til bæjarfulltrúa á Akranesi: Fiskifýla af þessu tagi er tímaskekkja í íbúabyggð Jónína Erna og Alexandra. Heldur styrktartónleika vegna Kínaferðar Fjölbreytt vetrarstarf Kórs Akraneskirkju er hafið Rökkurdagar hefjast í dag í Grundarfirði. Eitthvað fyrir alla á Rökkur­ dögum í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.