Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Öldungurinn aldrei verið sprækari og úthaldsbetri Er mat Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA á 90 ára afmæli félagsins Um þessar mundir er þess minnst með margvíslegum hætti að 90 eru liðin frá stofnun Verkalýðsfélags Akraness. Í gögnum og sögu félags- ins er greint frá því að fimmtudag- inn 9. október 1924 kom fólk sam- an í Báruhúsi á Akranesi til að vinna að stofnun verkalýðsfélags. Frum- heimildir greina frá því að mætt hafi til þessarar félagsstofnunar, all- margir sjómenn og verkamenn og ein kona. Það hefur vakið athygli að sérstaklega var tilgreint að ein kona mætti til fundarins. Framhaldsstofn- fundur var síðan haldinn í Báruhúsi fimm dögum síðar eða þriðjudags- kvöldið 14. október, þar sem sam- þykkt var frumvarp að lögum fyr- ir félagið. Þar segir í fyrstu grein að félagið skuli heita Verkalýðs- félag Akraness. Í annarri grein seg- ir að það skuli efla og styðja hag al- þýðunnar á félagssvæðinu, með því að vinna að eflingu sjálfsbjargarvið- leitni almennings og ákveða vinnu- tíma og kaupgjald. Á fundinum var Sæmundur Friðriksson kosinn fyrsti formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur Birgisson núverandi for- maður félagsins segist vera þess full- viss að verkafólk á þeim tíma sem félagið var stofnað hafi horft á mál- in með öðrum hætti en almenning- ur geri í dag. „Það þurfti svo sann- arlega að berjast fyrir sínu lífsvið- urværi og við stöndum í ævarandi þakkarskuld fyrir það hvað þessir frumherjar fengu áorkað og þeim miklu hagsbótum og ávinningi sem fengist hefur fyrir verkafólk í gegn- um Verkalýðsfélag Akraness um tíð- ina,“ segir Vilhjálmur. Sprækt afmælisbarn Stofnfélagar í Verkalýðsfélagi Akra- ness voru 108 og af þeirri tölu sést að góður hljómgrunnur var fyr- ir stofnun félagsins á sínum tíma. Félögunum hefur stöðugt fjölgað og aldrei meira en síðasta áratug- inn. Vilhjálmur formaður nefnir að þegar hann tók við formennsku með nýrri stjórn sem kosin var í félaginu árið 2003 hafi félagatalan ekki náð 1600. Í dag sé hún komin í rúmlega þrjú þúsund, hefur nær tvöfaldast á þessum tíma. „Það má segja að fé- lagið beri aldurinn vel og öldungur- inn hafi aldrei verið sprækari og út- haldsbetri en hann er í dag,“ segir Vilhjálmur og brosir. „Félagið hef- ur kjark og þor til að berjast fyrir réttindum og hagsmunum félags- manna. Við byggjum á því sem frumherjarnir höfðu að leiðarljósi og áunnist hefur með mörgum sigr- um á löngum tíma, ýmis réttinda- mál sem verkafólki stendur til boða í dag. Enn það má alltaf gera betur. Við reynum stöðugt að sækja fram og einkum reynum við að ná fram þeirri sjálfsögðu kröfu að verka- fólk fái að njóta góðs af því þegar vel gengur í atvinnulífinu. Útflutn- ingsgreinarnar hafa átt góðu gengi að fagna nú um nokkra hríð og sem dæmi má nefna að þar höfum við náð að bæta kjör verkafólks veru- lega síðustu árin. Við erum tilbúin að halda þessari baráttu áfram þegar gengið verður til kjarasamninga um næstu áramót og teljum stöðu okkar þar allsterka.“ Sterkt atvinnulíf er styrkur félagsins Vilhjálmur þakkar ekki síst öflugu atvinnulífi á félagssvæðinu hvað Verkalýðsfélag Akraness hafi dafnað vel um tíðina. „Okkar styrkur und- anfarið hefur verið öflug fyrirtæki og atvinnuuppbygging á Grundar- tanga. Framtíðin þar virðist björt og æði margt sem bendir til þess að þar muni á næstunni byggjast upp 400 manna nýr vinnustaður, sem er sól- arkísilverksmiðja Sílicor Materi- als. Það yrði gríðarleg innspýting í atvinnulífið á svæðinu. Ég get al- veg trúað að tilkoma þess fyrirtæk- is gæti orðið til þess að skapa sam- keppni um vinnuafl. Útgerðin og fiskvinnslan hefur líka verið mjög öflug um tíðina og eftir að þar hafði hallað undan fæti um tíma virðist HB Grandi vera að efla starfsem- ina hér á Akranesi og fjölga störfum. Þessi jákvæðu teikn sem virðast vera í uppbygginu atvinnulífs hér á þessu svæði kalla á að mörg fyrirtæki verði í startholunum og viðbúin uppbygg- ingu. Því fylgir krafa um góð kjör, aðbúnað og starfsumhverfi.“ Verkalýðsfélögin gríðarlega mikilvæg Vilhjálmur þakkar styrk þann sem Verkalýðsfélag Akraness byggir á um þessar mundir, að félagsmenn hafi sýnt mikla samstöðu og félagið ver- ið óragt að taka þátt í þjóðfélagsum- ræðunni. „Við höfum verið óhrædd að benda á misskiptingu og órétt- læti í þjóðfélaginu. Eftir okkur hefur verið tekið og það er ekki aðeins hér á félagssvæðinu sem félögunum hef- ur fjölgað heldur hefur fólk héðan og þaðan af landinu gengið í félagið. Á þessum tíma sem ég hef gegnt for- mennskunni, í þessi ellefu ár, hef ég svo oft séð það svart á hvítu hversu gífurlega mikilvægt verkalýðsfélag er. Þótt sem betur fer gangi yfir- leitt vel að fá leiðréttingu ýmissa réttindamála hjá atvinnurekendum, þá er ef því er að skipta ójafn leik- ur milli launþegans og atvinnurek- andans. Við höfum síðustu árin inn- heimt um það bil 240 milljónir fyr- ir félagsmenn. Þetta eru vangoldin laun, kröfur vegna brota á ákvæðum um hvíldartíma, starfsfólk hefur ver- ið hlunnfarið með bónusgreiðslur og þannig mætti áfram telja.“ Öflug þjónusta Þegar Vilhjálmur er spurður hvern- ig staða Verkalýðsfélags Akraness sé á þessum tímamótum, segir hann að félagið sé mjög sterkt og öflugt. „Félagið er gríðarlega sterkt bæði félagslega og efnalega og á trúlega eftir að eflast enn frekar næstu árin ef fram fer sem horfir. Eiginfjárstaða félagsins er góð og við höfum nýtt hana til eflingar sjóðum félagsins og þar með þeirri þjónustu sem félags- menn njóta. Þar nefni ég m.a. að við stöndum undir lögfræðikostnaði ef félagar þurfa að sækja rétt sinn með þeim hætti. Félagar í Verkalýðsfélagi Akraness eiga sterkan sjúkrasjóð og fræðslusjóð sem hjálpar þeim til að auka hæfni og kunnáttu og þar með að afla aukinna réttinda. Við styrkj- um félagsmenn til heilsueflingar, tökum þátt í greiðslu bæði til tann- lækninga og augnlækninga og þann- ig mætti áfram telja. Eins og ég segi þá höfum við aldrei þurft að kvarta yfir því að samstaða félagsmanna sé ekki næg, því í kjarabaráttunni stæð- um við ansi berskjölduð ef hana skorti. Við höfum líka borið gæfu til að hafa hér frábært starfsfólk á skrif- stofunni. Samhent fólk hefur verið í stjórn félagsins og það er morgun- ljóst að það skiptir gríðarlegu máli þegar taka þarf á hlutunum og fylgja vel eftir baráttumálum,“ segir Vil- hjálmur. Verðtryggingin stórt baráttumál Eitt helsta baráttumál Verkalýðs- félags Akraness síðustu árin hefur verið afnám verðtryggingar. Ýms- um hefur sýnst að þar sé við vind- myllur að eiga og ekki að vænta mikils árangurs, en Vilhjálmur er á öðru máli. „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu núna í mánuðinum í því máli sem við höfum höfðað og er til meðferð- ar fyrir EFTA dómstólnum. Okkar mál snýst um það hvort lánastofn- unum hafi verið heimilt að setja í lánasamninga og greiðsluáætlanir ákvæði þar sem miðað væri við 0% verðbólgu á lánstímanum. Í mál- flutningi fyrir dómstólnum voru bæði framkvæmdastjórn ESB og eftirlitsnefnd ESA sammála okk- ur að þetta ákvæði væri ólögmætt. Umrædd lán og samningar ná til lána allt aftur til ársins 1993 og eru um 90% húsnæðislán. Ef sigur vinnst í þessu máli sem ég hef mikla trú á, yrði það gríðarlegur sigur fyr- ir íslenska neytendur. Niðurstaðan ef hún verður jákvæð kæmi til með að gjörbreyta öllu lánaumhverfi í landinu. Ég held að það sé morg- unljóst,“ segir Vilhjálmur Birgisson að endingu. þá Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir utan skrifstofu félagsins við Sunnubraut. Margt hefur breyst á Akranesi síðustu öldina. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Glaðir á góðri stund í vinnunni. Ljósm. Ása Birna Viðarsdóttir. Iðnaðaruppbygging á Grundartanga er stærsta ástæðan fyrir mikilli fjölgun félaga í VLFA síðustu áratugina. Myndin er úr Norðuráli. Sjávarútvegurinn hefur verið einn stærsti þátturinn í atvinnulífinu á Akranesi síðustu 90 árin. Myndin er úr Laugafiski. Ljósm. Friðþjófur Helgason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.