Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Fækka grennd­ arstöðvum BORGARBYGGÐ: Sveit- arfélagið Borgarbyggð hefur ákveðið að fækka grenndarstöðvum fyr- ir sorp á næstu dögum, en eins og kunnugt er var tek- ið upp nýtt fyrirkomulag sorpmála í dreifbýli í sveit- arfélaginu í sumar. Fjórar grenndarstöðvar í Borgar- byggð, sem ekki eru nálægt sumarhúsabyggðum, verða fjarlægðar á næstu dögum til viðbótar við þær fimm sem voru fjarlægðar um mánaðamótin júlí og ágúst, segir í frétt frá sveitarfé- laginu. Þetta eru stöðvarn- ar við Samtún og skólann á Kleppjárnsreykjum. Stöð- in við Litla-Kropp í Flóka- dal, við Múlakot í Lundar- reykjadal og stöð í Hraun- hreppi á Mýrum. „Þá eru enn eftir 26 grenndar- stöðvar í sveitarfélaginu. Þeim verður fækkað um tvær til fjórar til viðbótar fyrir áramót en hinar verða ekki teknar fyrr en búið er að setja upp stöðvar á öll- um sumarhúsasvæðunum,“ segir í frétt Borgarbyggðar. –mm Sextán brutu af sér í umferðinni LBD: Sextán umferðar- lagabrot komu inn á borð lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í vikunni. Þar af voru tveir ökumenn grun- aðir um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Reyndist annar þeirra einnig sviptur ökuréttindum vegna fyrri mála svipaðs toga. Þrettán voru teknir fyrir of hrað- an akstur og sá sem hraðast ók mældist á 135 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Eitt umferðaróhapp var í liðinni viku og voru þar á ferð erlendir ferða- menn sem misstu stjórn á bifreið sinni í lausamöl. Af- leiðingarnar voru þær að bifreiðin fór út fyrir veg og valt en ferðamennina sakaði ekki. Loks má geta þess að kranabíll frá Vega- gerðinni fór útaf í vikunni, eins og lesa má um í frétt á bls. 2. Engan sakaði í því óhappi. –þá Ámundi í áhaldahús BORGARBYGGÐ: Níu sóttu um nýtt starf í áhalda- húsi Borgarbyggðar sem auglýst var í haust. Fell- ur það undir umhverfis- og skipulagssvið. Ámundi Sigurðsson húsasmiður var ráðinn í starfið. Í starfs- lýsingu felst m.a. að vinna við umhirðu og verklegar framkvæmdir, svo sem við gatnakerfi, opin svæði og veitur. Þá felst einnig í starf- inu að aðstoða við verkefni í tengslum við vinnuskóla auk annarra verkefna. -mm Framlengja skilafrest GRUNDARFJ: Þar sem að afar fáar myndir höfðu borist í ljósmyndasam- keppni Grundarfjarðar 30. september sl. þegar skila- frestur rann út, var ákveðið á fundi menningarnefnd- ar Grundarfjarðar 2. októ- ber að lengja frestinn til 31. október. Verðlaunaaf- hendingin og myndasýning mun fara fram á árlegum aðventudegi kvenfélagisns í desember. Nánari upp- lýsingar um keppnina er að finna á vef bæjarins. –mm Skilvirkara heilbrigðiskerfi ALÞJ.: Dr. Anna Elísa- bet Ólafsdóttir, aðstoðar- rektor við Háskólann í Bif- röst hefur ásamt teymi al- þjóðlegs vísindafólks feng- ið birta fræðigrein í hinu viðurkennda tímariti BMC Health Services Research. Greinin fjallar um niður- stöður rannsóknar á að- ferðafræði sem ætlað er að stuðla að skilvirkara heil- brigðiskerfi og draga úr mæðra- og barnadauða í fá- tækari ríkjum heims. Heiti greinarinnar er „Pay for performance: an analys- is of the context of imple- mentation in a pilot project in Tanzania“. –fréttatilk. Aflatölur fyrir Vesturland 27. september ­3 . október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 18.784 kg. Mestur afli: Ísak AK: 16.010 kg í átta löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 13.784 kg. Mestur afli: Bárður SH: 7.762 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 4 bátar. Heildarlöndun: 155.102 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.431 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildarlöndun: 46.819 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 13.544 kg í þremur lönd- unum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 113.197 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 52.054 kg í einni löndun. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 39.814 kg. Mestur afli: Hannes Andrés son SH: 25.439 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.431 kg. 1. október 2. Saxhamar SH – RIF: 52.054 kg. 2. október 3. Helgi SH – GRU: 47.439 kg. 28. september 4. Sóley SH – GRU: 39.354 kg. 1. október 5. Rifsnes SH – RIF: 37.879 kg. 30. september. mþh Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. Form- legt söluferli hefst 17. október nk. og geta þá væntanlegir kaupendur nálgast ítarlega upplýsingaskýrslu um söluferlið og eignirnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Sölu- ferlið er nýjung í sölumeðferð fast- eigna hjá sjóðnum. Þessar 400 íbúðir verða í sjö eignasöfnum og eru staðsettar á Austurlandi, Norð- urlandi, Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu. Fasteignamat þeirra er um 6,5 milljarðar króna. Tilboðs- gjafar í eignirnar geta boðið í eitt eða fleiri söfn. Markmið Íbúðalánasjóðs með söluferli þessu er að draga úr um- fangi þess eignasafns sem sjóðurinn hefur nú í vörslu sinni, að styðja við uppbyggingu almenns íbúðaleigu- markaðar og stuðla áfram að hús- næðisöryggi þeirra leigjenda sem í íbúðunum búa. „Við sölu þessara eigna er það gert að skilyrði að þær verði einungis seldar til þeirra sem munu reka þær áfram til útleigu. Þannig stuðlar Íbúðalánasjóður að því að eignirnar haldist áfram í út- leigu. Nýr eigandi yfirtekur rétt- indi og skyldur þeirra leigusamn- inga sem nú eru í gildi,“ segir í til- kynningu. Á fundi með áhugasömum fjár- festum sem haldinn verður 14. október næstkomandi verða eigna- söfnin kynnt og þau skilyrði sem sjóðurinn setur í söluferlinu. Fund- urinn verður haldinn í húsakynnum Capacent að Ármúla 13 kl. 9:00. Þeir sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á síðu ÍLS. „Flestar þeirra eigna sem fara í söluferli að þessu sinni eru nú þegar í útleigu og marg- ar þeirra voru byggðar sérstaklega sem leiguíbúðir. Við söluna er lagt til grundvallar að þær verði einung- is seldar til aðila sem ætla að reka þær áfram til útleigu,“ segir í til- kynningu frá ÍLS í gær. mm Síðastliðinn fimmtudag fengu all- ir nemendur í 1. bekk Grundaskóla á Akranesi að gjöf endurskinsvesti merkt skólanum. Með því vill skól- inn auka öryggi barnanna í umferð- inni og gera þau sýnilegri. „Nú eiga því öll börn í 1. – 5. bekk Grunda- skóla endurskinsvesti og eru þau hvött til að nota vestin hvort sem þau eru að koma eða fara í skólann, fara á milli vina eða húsa eftir skóla eða á íþróttaæfingu,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir umferðar- fulltrúi í Grundaskóla. Hildur Karen hvetur unga sem aldna til að vera sýnilega í umferð- inni. Ökumenn lesi þetta: Börn eru smávaxin og hafa ekki • jafngóða yfirsýn og fullorðnir. Í umferðinni er þýðingarmikið að sjá vel í kringum sig og sjást. Börn eiga erfitt með að meta • fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berast. Börn eiga erfitt með að setja sig • í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn ætla að gera. Börn fá oft skyndihugdettur sem • þau framkvæma á stundinni. Við- brögð þeirra byggjast fremur á fljótfærni en skynsemi. Börn sjá einungis smáatriði í um-• ferðinni en ekki aðstæður eða umhverfi í heild. Börn eiga oft erfitt með að ein-• beita sér nema að einu atriði í einu og aðeins í stutta stund í einu. mm Íbúðalánasjóður selur 400 íbúðir í sjö eignasöfnum Svipmyndir frá því nemdur 1. bekkjar í Grundaskóla fengu endurskinsvestin sín. Yngstu nemendur fá allir öryggisvesti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.