Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Fyrrverandi og núverandi bílstjór- ar Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík voru saman á ferð um síðast- liðna helgi. Það er árlegur viðburð- ur hjá þeim að fara í ferð saman og í þetta skiptið komu þeir við á Akra- nesi, kíktu á Sauðamessu í Borgar- nesi, Hernámssetrið í Hvalfjarðar- sveit og borðuðu að lokum kvöld- verð í Kaffi Kjós. Hér eru þeir við Akranesvita á Breiðinni. grþ/ Ljósm. Áskell Þórisson. Mjólkurbílstjórar á ferð Fjölmenni við opnun Landbúnaðarsafnsins Síðastliðinn fimmtudag var Land- búnaðarsafn Íslands formlega opn- að í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Ull- arselið flutti jafnframt starfsemi sína og verslun í anddyri fjóssins á sama tíma. Fjölmenni var saman komið til að fagna þessum merka áfanga. Í fjóshlöðunni fór fram samkoma þar sem bekkir voru þétt setnir. Björn Þorsteinsson rekt- or LbhÍ og stjórnarmaður í safns- stjórn stýrði samkomunni. Bjarni Guðmundsson fór í ávarpi yfir sitt- hvað er snertir varðveislu minja úr búnaðarsögunni, allt frá upphafi til dagsins í dag. Kolfinna Jóhannes- dóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar ávarpaði samkomuna og færði drif- fjöðrunum að safninu blóm. Loks var það handhafi borgfirsku menn- ingarverðlaunanna; Karlakórinn Söngbræður, sem flutti nokkur lög undir stjórn Viðars Guðmundsson- ar. Jóhannes Ellertsson starfsmað- ur Landbúnaðarsafns setti loks for- láta húna úr horni á hurð að safn- inu áður en það var formlega opn- að með því að Anna Guðrún Ás- geirsdóttir, settur þjóðminjavörður, leysti reipishnút í fjósdyrunum og opnaði sýninguna formlega á nýj- um stað. Skessuhorn vísar til umfjöllunar í blaðinu í síðustu viku um safn- ið á nýjum stað. Meðfylgjandi eru til viðbótar þeirri frásögn nokkrar myndir frá því á fimmtudaginn. mm Anna Guðrún Ásgeirsdóttir naut liðsinnis tveggja ungra pilta við að leysa hnútinn. Jóhannes Ellertsson festir húnana. Sveitarstjórn Borgarbyggðar færði nokkrum af driffjöðrum safnsins blóm að gjöf. F.v. Haukur Júlíusson, Jóhannes Ellertsson, Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri og Bjarni Guðmundsson. Karlakórinn Söngbræður. Félagar þjóðlega klæddir í tilefni dagsins. Hér er gantast með að sýningarbrúðan sé þreytuleg eftir annir undanfarinna daga. Árni í Árdal og Jómundur á Heggsstöðum. Hluti af hópnum sem stendur að Ullarselinu. F.v. Kristín Gunnarsdóttir, Ágústa Þorvaldsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Ástríður Sigurðardóttir og Guðríður Ebba Páls- dóttir. Nýtni er kjörorð Ullarselsfólks sem notar gömul Skessuhornsblöð í búðarpoka. Í Ullarselinu er mikið úrval ullarfatnaðar. Hér eru peysur í hundraðatali.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.