Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Árin við störf í Noregi hafa veitt honum dýrmæta reynslu. „Það er allt í lagi vinna svona í hálfan mán- uð og eiga svo hálfan mánuð í frí. Ég er þó orðinn þreyttur á fluginu, flugvélum og flugvöllum. Það tekur tíma að ferðast með innanlandsflugi í Noregi og svo aftur milli Noregs og Íslands. Það er ekkert heillandi við þessi miklu ferðalög. En ann- ars er mjög fínt að vinna í Noregi og búa á Íslandi. Það kemur vel út tekjulega séð. Þess vegna er maður í þessu.“ Margir Vestlendingar á vegum Ístaks Fjárflutningabílstjórinn frá Skelja- brekku segist þó að óbreyttu ekki hafa í hyggju að flytja búferlum til Noregs. „Ég fer aftur til starfa í nóvember þegar fjárflutningun- um og sláturtíðinni er lokið hérna heima á Íslandi. Það verður bara áfram tvær vikur við vinnu þar og svo tvær vikur í fríi hér heima. Ég reikna með að fara núna til staðar í Nordland-fylki í grennd við bæinn Brönnöysund þar sem Ístak er að byggja fimm virkjanir.“ Margir Íslendingar hafa unn- ið svona á vegum Ístaks í Noregi á undanförnum árum. Jón Þór útskýr- ir að þeir séu með norskar kennitöl- ur, starfi samkvæmt norskum kjara- samningum og fái sín laun greidd í norskum krónum. Lögheimili hafa þeir þó á Íslandi. Að loknum sjö árum við fulla vinnu í Noregi hafi þeir unnið sér inn norsk ellilífeyris- réttindi. „Það eru margir Vestlend- ingar að vinna svona á vegum Ístaks þarna úti. Ef við tökum bara Borg- arnes og sveitirnar í Borgarfirði þá eru þetta ellefu eða tólf manns það- an. Síðan eru þó nokkrir Skaga- menn. Ég er ekki alveg með töluna á þeim á hreinu en þeir eru örugg- lega nálægt tuttugu talsins.“ Erfiðuðstu verk bóndans Við rennum upp að Hvammi, kirkjustað í Norðurárdal. Þetta er síðasta og greinilega jafnframt stærsta fjárbúið sem við heimsækj- um í dag. Mikið af fé er á túnunum í grennd við fjárhúsin. Fyrir utan þau stendur Sverrir Guðmundsson bóndi og bíður eftir okkur. Við göngum inn í fjárhúsin þar sem dilkarnir bíða eftir að leggja í sína hinstu ferð. Gulur fjárhússköttur- inn er eins og kóngur í ríki sínu. Hann lætur sér fátt um finnast en sækist þó eftir að fá klapp og viður- kenningu á tilvist sinni. Féð rennur út og er talið upp á bílinn. „Dilk- arnir í ár eru svona kílói léttari en venjulega. Hvers vegna það er, veit ég ekki. Hvort það er vegna bleytu eða einhvers annars? Mistaka hjá mér,“ segir Sverrir í spurnartón. Hann horfir á eftir dilkunum hálft í hvoru með sorgbitinni eftirsjá. „Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég geri, að senda dýrin svona frá mér til slátrunar. Það versnar bara með árunum hvernig maður tekur þetta inn á sig.“ Hvammsbóndi segir að útkom- an sé slök í sauðfjárbúskapnum. „Síðasta vetur vorum við með 350 á fóðrum í heild. Afkoman verð- ur að stórbatna til að nýliðun og kynslóðaskipti geti orðið í grein- inni. Það helst í hendur, lágt af- urðaverð og mikill kostnaður. Síð- an er byggð orðin svo gisin að félagsleg staða sveitanna er orðin mjög veik. Margir bæir eru í eyði og þetta dregur ekki fólk að. Ég er ekki bjartsýnn á framtíðina eins og staðan er.“ Þegar við förum frá Hvammi er bíllinn fullhlaðinn. Alls höfum við safnað 350 dilkum þennan dag. Nú er að leggja á Holtavörðuheiðina. Það verður komið við í hádegis- mat í Staðarskála. Svona fljótt hef- ur þetta gengið fyrir sig. Ferðalok að liðnum þrettán tímum Bíllinn sem Jón Þór ekur er í eigu Ólafs Davíðssonar á Hvítárvöll- um í Borgarfirði. Ólafur á Hvítár- völlum rekur tvo flutningabíla sem báðir aka fé til KS á Sauðárkróki. Jón Þór ekur öðrum en Ólafur sér sjálfur um að keyra hinn. Svona gengur þetta þessa haustdaga í sláturtíðinni. „Við tveir keyrum samtals á bilinu 24.000 til 25.000 fjár norður á Sauðárkrók á hverju hausti. Það er okkar að sjá um að flytja það fé sem fer úr Borgarfirði, af Mýrum og Snæfellsnesi til slátr- unar á Sauðárkróki. Ætli þetta séu ekki eitthvað rúmlega 70 bæir sem við förum á í heildina,“ útskýrir Jón Þór. Við förum á Þverárfjallið og komum niður á Sauðárkrók. Það er rétt sem Jón Þór sagði um morg- uninn. Þetta er ekki svo langt að fara. Við erum komnir á Krókinn um fjögurleytið. Féð er strax rek- ið af bílnum og upp í afar vel búna fjárréttina hjá Kaupfélagi Skag- firðinga í útjaðri Sauðárkróksbæj- ar. Allt gengur hratt og skipulega fyrir sig. Starfsmennirnir í fjár- réttinni eru sjálfir sauðfjárbændur í Skagafirði. Þeir eru með skipu- lagið á hreinu. Kunna að umgang- ast féð af fagmennsku. Slátrun hef- ur verið hætt þennan daginn. Eftir að bíllinn hefur verið þrifinn vand- lega eftir sauðféð höldum við aft- ur heim suður yfir heiðar. Féð sem við komum með af Akranesi og úr Borgarfirði mun bíða hins óum- flýjanlega í réttinni yfir nóttina. Þrettán tímum eftir að við fórum frá Innri Skeljabrekku um morgun- inn erum við komnir þangað aftur að kvöldi. Túrnum er lokið í dag. Morguninn eftir á það að liggja fyrir Jóni bílstjóra að fara vestur á Mýrar og í Kolbeinsstaðarhrepp að sækja næsta farm. Svona líða dagarnir við fjáraksturinn í slát- urtíðinni hjá sveitadrengnum frá Skeljabrekku í Andakíl. mþh Sverrir Guðmundsson bóndi í Hvammi í Norðurárdal er ágætlega tæknivæddur og slær inn tölurnar yfir dilkana í farsímann um leið og talið er upp á fjárbílinn hjá Jóni Þór. Björn Árnason frístundabóndi á Akranesi kvittar fyrir innleggið í bókina hjá Jóni Þór bílstjóra eftir að féð er komið upp á bíl. Ásmundur Guðmundsson bóndi á Arkarlæk og Óskar Guðmundur sonur hans við fjárhúsin á bænum. Dilkarnir reknir inn í vandaða og vistlega réttina hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Nokkur orð um Mjólkursamsöluna Pennagrein Í Skessuhorni 1. október er pennagrein eftir tvo stjórnar- menn í Bjartri Framtíð, þá Magn- ús Þór Jónsson og G. Valde- mar Valdemarsson, um málefni Mjólkursamsölunnar (MS) sem mjög eru í umræðu um þess- ar mundir og sjaldnast af sann- girni né þekkingu. Það mætti æra óstöðugan að eltast við allar þær rangfærslur, en þar sem höfundar eru framámenn í svolítið nýstár- legum stjórnmálaflokki leyfi ég mér að vona að þeir séu tilbúnir að skoða málin í ljósi staðreynda. MS er 90% í eigu kúabænda en 10% á Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vegna kúabænda í Skaga- firði. Greinarhöfundar segja MS einokunarhring. Það er fjarri sanni því öllum er frjálst að kaupa mjólk af bændum, vinna hana og selja hverjum sem kaupa vill, svo fremi að aðstaða til vinnslu sé fullnægjandi. Hins vegar er MS í markaðsráðandi stöðu, sem legg- ur henni ýmsar skyldur á herðar og má ekki rugla saman við ein- okun. Ýmsir hafa reynt fyrir sér í mjólkurvinnslu á liðnum árum og sumir keypt mjólk af bænd- um, þar á meðal Mjólka þeg- ar Ólafur Magnússon fór af stað með það fyrirtæki. (Ég minnist þess reyndar að MS hljóp ein- hverju sinni undir bagga og lán- aði mjólkurbíl þegar bíll bilaði hjá Mjólku. Því er Ólafur kannski búinn að gleyma). En það er kostnaðarsamt að gera út mjólk- urbíla og þessir aðilar hafa ým- ist hætt rekstri eða óskað eftir að kaupa mjólk til vinnslu af MS eft- ir þörfum hverju sinni, enda ólíkt hentugra en að standa í bílaút- gerð og samningum við bændur um viðskipti og standa e.t.v. uppi með mjólk sem ekki er þörf fyrir eða vanta hana til vinnslu. Greinarhöfundar segja að bændur hafi ekkert val um hverj- um þeir selja mjólkina. Það er auðvitað rétt meðan aðeins einn aðili býðst til að kaupa, en við kúabændur erum svo lánssam- ir að eiga einmitt það fyrirtæki og hafa notið skilnings stjórn- valda á kostum þessa fyrirkomu- lags. Rétt er líka að benda á að innan félagsins er samstaða um að bændur greiði sama flutnings- kostnað hvar á landinu sem þeir búa . Hinni markaðsráðandi stöðu MS mæta stjórnvöld með því að fela verðlagsnefnd að ákveða lág- marksverð til bænda og heild- söluverð á miklum hluta mjólk- urvaranna. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar bænda eða mjólkuriðn- aðarins, eftir því um hvort at- riðið er verið að fjalla, tveir full- trúar frá samtökum launþega og oddamaður úr ráðuneytinu. (Það eru hrein ósannindi þegar því er haldið fram að framleiðendur séu í meirihluta í nefndinni). Í verð- lagsnefnd ræðst sem sagt afkoma bænda og iðnaðarins í samning- um við launþega og stjórnvöld, sem að sjálfsögðu leggja höfuð- áherslu á að halda verðlagi niðri. Allir aðilar hafa svo stuðlað að því að verðlag sé hið sama um allt land. Möguleiki framleiðenda til afkomubata liggur því fyrst og fremst í hagræðingu í rekstri, bæði í búskapnum og vinnsl- unni. Fyrir 25 árum voru starfandi 17 mjólkursamlög við afar mis- jöfn skilyrði sem kallaði á flók- ið og óheppilegt millifærslukerfi. Þá var að tilhlutan stjórnvalda lögð mikil vinna í leit að leið- um til hagræðingar og leitt í ljós að mikinn sparnað var að sækja í fækkun samlaga. Var þá farið að bjóða styrki til úreldingar með nokkrum árangri. Kringum aldamótin sam- þykkti Alþingi að opinber verð- lagning mjólkurvara félli niður og þar með giltu samkeppnislög um starfsemina. Mörgum þótti sem það mundi hindra frekari hagræðingu og 2004 var lögum breytt þannig að samvinna milli afurðastöðva í mjókuriðnaði væri heimil þrátt fyrir ákvæði sam- keppnislaga. Þetta leiddi til þess að öll fyr- irtæki í mjólkuriðnaði, sem tóku á móti mjólk frá bændum, tóku upp náið samstarf og samein- uðust um eitt fyrirtæki, MS. KS kaus að eiga sitt samlag áfram en aðrir aðilar runnu saman í eitt samvinnufélag mjólkurframleið- enda, Auðhumlu, sem er móður- félag MS með 90% eignaraðild móti 10% KS. Þetta skapaði áður óþekkt færi til hagræðingar, sem hafa skil- að sparnaði í mjólkurvinnslu sem metinn er á 2 milljarða kr. á ári til hagsbóta fyrir neytend- ur og bændur. Þær aðgerðir urðu ósjaldan tilefni harðra deilna og jafnvel sárinda, sem enn kann að gæta. En hvað sem um þær má segja sýnist a.m.k. ástæðulaust að saka MS um leti og værukærð sem greinarhöfundar þó gera og telja að eigi einnig við um vöru- þróun og markaðssetningu. Það stenst þó varla skoðun þar sem vörur frá MS hafa ítrekað unn- ið til verðlauna á sýningum nor- ræna mjólkuriðnaðarins og menn úr þeim geira hafa jafnan undr- ast mjög hve fjölbreytt vöruúrval MS getur boðið. Sem dæmi um framsækna vöruþróun má nefna stoðmjólkina, sem hlotið hef- ur lof þeirra sem sinna næringa- þörf ungbarna og nýtur vinsælda neytenda. Þar er þó ekki um fjöl- mennan, neyslufrekan né vaxandi markhóp að ræða. Einnig er sí- vaxandi framboð af sykurskertum vörum fyrir þá sem þess óska. Langt mál mætti skrifa um að- gerðir samkeppniseftirlitsins og um nauðsyn vs. skaðsemi óheftr- ar samkeppni í mjólkurvinnslu og framleiðslu en rúmsins vegna verður það ekki gert hér og nú. Ég vona samt að þessir tveir upp- rennandi stjórnmálamenn (og jafnvel fleiri) velti þessum atrið- um fyrir sér með opnum huga en láti ekki háværar upphrópan- ir villa sér sýn. Guðmundur Þorsteinsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.