Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Verkalýðsfélag Akraness 90 ára Hátíðardagskrá Laugardaginn 11. október: Kl. 15:00 Tónleikar með Pollapönk í Bíóhöllinni, Akranesi. Frítt fyrir öll börn á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnar kl. 14:20. Kl. 20:30 Tónleikar með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Í Bíóhöllinni, Akranesi. Hver félagsmaður fær afhentan einn miða á skrifstofu félagsins, athugið að einungis eru 300 miðar í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þriðjudaginn 14. október: Kl. 14-16 Opið hús á Sunnubraut 13. Heitt kaffi á könnunni og meðlæti. Endilega láttu sjá þig! Miklar annir eru hjá sóknarprest- inum á Staðarstað á Snæfellsnesi vegna aukins ferðamannastraums til landsins. Hann er þó ekki starf- andi í ferðaþjónustu, heldur leitar fjöldi para til hans til að láta gefa sig saman í Búðarkirkju, en kirkjan er sem kunnugt er vinsæll áfanga- staður ferðamanna á Snæfells- nesi. „Ég vissi að þetta væri vin- sæll ferðamannastaður og að eitt- hvað af brúðhjónum hefðu látið gefa sig þarna saman, en ég hafði ekki gert mér í hugarlund að eft- irspurnin væri svona mikil,“ sagði sr. Páll Ágúst Ólafsson í samtali við Skessuhorn. Hann hefur ver- ið starfandi sóknarprestur í Staðar- staðarprestakalli frá því 1. desemb- er 2013. Hann segir að flest pörin sem láti gifta sig í kirkjunni komi erlendis frá en þó séu einhverjir Ís- lendingar í bland. „Þetta er aðal- lega fólk sem kemur gagngert til Íslands til að láta gifta sig á þess- um stað. Það kemur í raun ekk- ert á óvart, kirkjan er einstök í út- liti og á einstökum stað. Hún er á stað sem býður upp á allt það besta sem Ísland hefur upp á bjóða; úfið hraun, magnaðan jökul, dásamlega strandlengju og stórbrotinn fjall- garð. Það er mikil náttúrufegurð þarna í kring og staðurinn er ein- stakur hvað það varðar,“ segir Páll Ágúst. Hrifinn af heitunum Hann segir brúðarathafnir erlendu paranna vera aðeins frábrugðnar hefðbundnum íslenskum athöfn- um. Athöfnin fer fram á ensku eða dönsku og stundum þarf Páll að breyta út af vananum. „Einhvern tímann var ég beðinn um að prjóna saman asískar hefðir við okkar helgisiði og brúðkaupshætti, það var mjög skemmtilegt. En oftast er það þannig að fólkið óskar eft- ir kristilegri athöfn í kirkjunni og svo þarf að kenna því restina. At- höfnin er formleg og heilög í eðli sínu en ég hef gaman af því þegar fólk hefur fjölbreyttar hugmyndir og hvað fólk leggur mikla hugsun í þetta.“ Brúðkaupin sem um ræð- ir eru yfirleitt fámenn. Brúðhjón- in koma í flestum tilvikum bara tvö saman, með sínu nánasta fólki. Hann segir að mikil áhersla sé lögð á brúðkaupsheitin sem hjónaefn- in gefa hvort öðru, en ekki sé eins mikil áhersla lögð á t.d. tónlistina líkt og hjá Íslendingum. „Þau eru að gera þetta fyrir hvort annað. Ég er mjög hrifinn af brúðkaupsheit- unum, þar sem fólk tjáir og heitir hvort öðru trúnaði og tryggð með eigin orðum. Mér hefur fundist það vanta aðeins í okkar hefðir. Þar sem fólk lofar hvoru öðru ást, trún- aði og tryggð með eigin orðum til viðbótar við spurningarnar sem presturinn spyr, þar sem jáið fylgir í kjölfarið. Það gefur þessu aukna einlægni,“ segir Páll Ágúst. Hann bætir því við að pörin leggi mik- ið upp úr staðsetningunni og um- hverfinu þar í kring. Yfir sumar- tímann sé dásamlegt útsýni á Búð- um og á haustin og fram á nýja árið séu norðurljósin vinsæl. „Margir vilja ná brúðarmyndum af sér og norðurljósunum og eru oft með atvinnuljósmyndara, innlenda eða erlenda, til að ná einstökum mynd- um á þessum fallega stað. Það er lagt mikið upp úr upplifuninni og minningunum í kringum hana.“ Allir í gönguskóm, líka presturinn Páll Ágúst segir að oft sé einhver skemmtileg saga í kringum það þeg- ar fólk giftir sig á Snæfellsnesi, brúð- hjónin kannski komið þangað áður, eða jafnvel trúlofað sig á þessum sama stað. „Einhver hafði lesið „A Journey to the Center of the Earth“ eftir Jules Verne og svo eru nokkr- ir sem hafa fundið staðinn á netinu í gegnum leitarvélar og séð myndir af þessum einstaka stað og sérstöku kirkju. Það er allur gangur á þessu. Það kemur fyrir að fólk vilji láta gefa sig saman úti, svo sem niðri á strönd eða á Djúpalónssandi og jafnvel við rætur jökulsins. Ein brúðhjónin gaf ég saman í Búðarhrauni. Útivist og fjallgöngur voru sérstakt áhugamál hjá þeim og því kom ekkert annað til greina en að athöfnin færi fram úti og allir áttu að vera í gönguskóm, presturinn líka. En það var nú samt meira af praktískum ástæðum því at- höfnin var úti í hrauni,“ segir Páll og hlær. Veðrið virðist oftast leika við brúðhjónin, jafnvel þau sem láta gifta sig úti og þrátt fyrir slæma spá. „Ég hef stundum verið að keyra í átt- ina að kirkjunni í dökku veðri en af einhverjum óútskýranlegum ástæð- um hefur veðrið tilhneigingu til að verða bærilegt, eða jafnvel gott, á meðan á athöfninni stendur. Þó þungt hafi verið yfir, þá hefur það oft gerst að þegar brúðhjónin hafa gengið út úr kirkjunni hafa geislar sólarinnar tekið á móti þeim þegar út er komið. Það staðfestir fyrir mér trúna á að Guð vaki yfir okkur, sé annt um okkur og vilji vera þátttak- andi í lífi okkar,“ segir sr. Páll Ágúst Ólafsson að endingu. grþ Sr. Páll Ágúst að gefa saman brúðhjón úti á Djúpalónssandi. Ljósm. Kristín María Stefánsdóttir fyrir Pink Iceland. Snæfellsnes vinsælt hjá erlendum brúðhjónum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.