Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Þrjár ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is Allt virðist ætla að verða þessari ríkisstjórn að ógæfu. Það er eins og að hún sé ekkert í tengslum við almenning í land- inu og ákvarðanatökur hennar lýsa skilningsleysi og skeyting- arleysi um kjör þess hluta þjóð- arinnar sem þarf að hafa sig all- an við til að ná endum saman. Auðveldara reynist henni að sýna samstöðu með þeim efnameiri og stórútgerðarfyrirtækjum lands- ins sem vafin eru í bómull og hlíft við samfélagslegri ábyrgð með því að greiða ekki sjálfsagða skatta og auðlindarentu. Samráð virð- ist ekki vera til í hennar orða- bók, hvorki við stjórnarandstöðu, sveitarfélög né aðila vinnumark- aðarins. Hvert skyldi nú vera innlegg ríkisstjórnarinnar í kjarasamn- ingsviðræður sem framundan eru á almenna vinnumarkaðnum? Jú, það er hækkun á virðisaukaskatti á matvæli en láglaunafólk ver stórum hluta tekna sinna í matar- innkaup. Þá er það hækkun virðis- aukaskatts á rafmagn og heitt vatn sem leggst þungt á svokölluð köld svæði sem oftar en ekki eru lág- launasvæði. Bótatímabil atvinnuleysis- bóta er stytt úr 3 árum í 2,5 ár og stórlega dregið úr framlögum til vinnumarkaðsmála og nokkrum útibúum Vinnumálastofnunar er lokað út um land. Hvert á þetta fólk að fara? Segja sig á sveitina? Framlög til framhalds- og vinnu- markaðsfræðslu í gegnum Vinnu- staðanámssjóð eru skorin nið- ur sem og námstækifæri fyrir at- vinnuleitendur. Framhaldsskólunum er ekki gert kleift að taka við eldri nem- endum sem hafa hafið nám að nýju í gegnum ýmis úrræði eins og „Nám er vinnandi vegur“. Möguleikar fólks á vinnumarkaði til að sækja nám í framhaldsskól- um eru þar með skertir mikið og framlag til framhaldsfræðslu fyr- ir fólk með litla formlega mennt- un er skert mikið. Símenntun- arstöðvar eru skornar niður við trog. Er það ekki þjóðfélagslega hagkvæmt að fólk hafi tækifæri til að afla sér menntunar á öll- um aldri til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum í framhaldinu? Ég hefði haldið það. Áfram eru boðaðar álögur á sjúklinga með mikilli hækkun á lyfja- og lækniskostnaði. Ekkert bólar á byggingu nýs Landspítala þó þörfin sé brýn og uppsagnir og flótti heilbrigðisstétta haldi áfram ef ekkert verður að gert. Tillögur Vinstri grænna um að fjármagna byggingu nýs Land- spítala með auðlegðarskatti liggja fyrir og ríkisstjórnin hefur það í hendi sér hvort þjóðin fái nýjan Landspítala sem þjónar nútíma- kröfum um hátækni og góða að- stöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða er skert um 20% á ári á næstu fimm árum. Þetta mun koma mjög illa við þá sjóði sem hafa mikla örorkubyrði og mun skerða lífeyrisréttindi fé- laga í þessum sjóðum mikið til framtíðar. Stjórnvöld ákveða einhliða án nokkurs samráðs að falla frá þrí- hliða samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um fjármögn- un á Virk starfsendurhæfingar- sjóði sem skerða mun möguleika fólks sem lent hefur í alvarlegum slysum eða veikindum á að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ekki er gert ráð fyrir neinum aukn- um fjármunum til að mæta mik- illi þörf fyrir úrbætur í húsnæðis- málum, hvorki í almenna húsnæð- iskerfinu eða félagslega kerfinu. Einhverjum þætti þessi listi rík- isstjórnarinnar sem innlegg inn í komandi kjarasamningsviðræður vera mikill eldiviður í harðar deil- ur á vinnumarkaðnum. Samt er þetta ekki tæmandi listi í þeirri aðför að launafólki sem birtist í fjárlögum fyrir árið 2015. Á sama tíma velur ríkisstjórn- in að lækka skatta á eigna- og há- tekjufólk og afsala sér tekjum af stórútgerðinni í veiðigjöldum. Hvað gengur ríkisstjórninni til? Vill hún rífa í sundur alla sátt í landinu um að eftir erfið- an niðurskurð í kjölfar Hrunsins eigi viðsnúningur í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar að sjálf- sögðu að koma almennu launa- fólki til góða og nýtast til upp- byggingar í heilbrigðis,- velferð- ar- og menntakerfinu? Þessi ríkisstjórn er á hættulegri vegferð og við Vinstri græn mun- um beita okkur að fullum krafti við að koma í veg fyrir þá eyði- leggingarstarfsemi sem hér er á ferðinni. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður VG. Pennagrein Ráðalaus ríkisstjórn! Fjarðarási 25, 110 Reykjavík - Sími: 567 9110, 893 8638 www.utfarir.is - runar@utfarir.is Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fjölskyldufyrirtæki í 24 ár Nýjung á Íslandi – Ódýr umhverfisvænn valkostur Handsmíðaðar íslenskar viðarkistur. Einföld innri grenikista. Glæsileg ytri leigukista úr íslensku lerki frá Hallormstað. Bíldshöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Hrútavinafélagið Örvar af Suð- urlandi átti stuttan stans í höfuð- stöðum Borgarfjarðar; Hvann- eyri og Bifröst, í síðustu viku. Efnt var til umræðu um sauðkindina og vitsmuni forystufjár. Hópurinn var á ferð áleiðis á norðausturhorn landsins þar sem hinn góðkunni sauður, Gorbi frá Brúnastöðum, var afhentur til varðveislu á safn á Svalbarði í Þistilfirði. Bifröst hafði á síðustu öld hlut- verki að gegna í viðskiptasögu sauðfjárafurða og vildu Hrúta- vinir í heimsókn sinni þangað rifja upp ýmsa merka sögulega at- burði og sýna þessari arfleifð virð- ingu. Fræddust þeir í leiðinni um sögu skólans, viðfangsefni hans og markmið í nútíð og framtíð. Gengu Hrútavinir meðal annars til Jónasarstofu þar sem varðveitt- ar eru verðmætustu bækur Jónasar frá Hriflu, stofnanda Samvinnu- skólans. Af hinum gömlu bók- um er sérstök lykt, sem saman við lyktina af sauðfé, býr til einstak- an ilm. Hrútavinir kvöddu því Bif- röst í viðeigandi vímuástandi og þótti ólíklegt að jafnvel hörðustu neftóbaksmenn í hópnum tímdu að draga í nös næstu daga. Í ferð Hrútavinafélagsins er á þriðja tug hrútavina undir forystu Guðna Ágútssonar, fyrrum landbúnaðar- ráðherra. Aðrir fararstjórar voru Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason. mm/ Ljósm. bþ Guðni Ágústsson færði Vilhjálmi Egilssyni rektor eintak af ævisögu sinni að gjöf. Hrútavinafélagið heiðraði arfleifð Jónasar frá Hriflu Rektor og hrútavinir eru hér staddir í Jónasarstofu á Bifröst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.