Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Það hefur margt breyst frá því Björn Stefán Guðmundsson fyrr- verandi kennari í Búðardal og á Laugum í Sælingsdal ólst upp á Skarðsströndinni. Þótt Björn Stef- án sé ekki kominn nema á miðjan áttunda áratuginn á hann minning- ar frá sínum uppvaxtarárum sem vel gætu sómt sér í sögu eftir höfunda sem færðu í letur sveitalífið eins og það gerðist hérna áður fyrr, eins og til dæmis Guðrúnu frá Lundi. Það er svo sem ekki sveitarómantík- in sem einkennir þessar minning- ar Björns Stefáns. Þetta voru erf- iðir tímar og ekki síst var það hinn illvígi berklasjúkdómur sem hjó skörð í fjölskyldur. Björn Stefán var ekki orðinn fimm ára þegar hann missti bróður sinn úr berklum. Sá hét Eiríkur og var nokkrum árum eldri og þegar Björn Stefán var ell- efu ára gamall missti hann móð- ur sína úr þessum illvíga sjúkdómi. „Það var samt gaman í sveitinni þegar ég var barn ef frá eru tald- ar þessar hörmungar,“ sagði Björn Stefán þegar blaðamaður Skessu- horns heimsótti hann í Búðardal í síðustu viku. Þessi gamli Skarðs- strendingur ólst upp á Reynikeldu og var bóndi þar á sjö ára tímabili upp úr miðri síðustu öld. Hann var kennari lengst af ævi. Varð gagn- fræðingur frá Héraðsskólanum að Laugarvatni og fór ungur að kenna í farskóla í sinni heimasveit. Björn Stefán var kominn vel á fullorð- insár þegar hann dreif sig síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk það- an prófi 1973. „Ég hafði alltaf gam- an af kennarastarfinu. Hlakkaði til að mæta í vinnu og þegar ég kenndi á Laugum og í Búðardal var ég yfir- leitt búinn að hella á kaffi þegar hinir komu,“ segir Björn Stefán. Gæðafólk á Skarðsströndinni Það var við upphaf seinna stríðs, árið 1939, sem Björn Stefán kom í heiminn á Reynikeldu á Skarðs- strönd. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jóhannesson frá Hellu á Fellsströnd og Helga Björnsdótt- ir ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu. Björn Stefán átti tvö systkini, Eirík sem áður er minnst á og systir sem var yngst og hét Margrét Kristín. Hún var hjúkrunarkona í Reykjavík og dó fyrir allmörgum árum. „Það var svo sem þannig í minni æsku að dauðinn virtist ansi nálægur víða. Skarð með Skarðsstöð var á þessum tíma höfuðbólið í sveitinni. Mér virtist að þar væri einskonar dvalar- heimili. Þangað kom gamalt fólks, ekki síst konur, til að eyða síðustu árum ævinnar. Breiðafjörðurinn var og er gjöfull og frá Skarðsstöð- inni var mjög í hann sótt. Það var ekki aðeins á Skarði sem var gæða- fólk, það var allsstaðar í kringum okkur og reyndar hefur mér virst að í Dalasýslunni sé það þannig að ef einhver þarf hjálp þá gangi fólk hvert undir annars hönd til að bæta úr því.“ Hamingjan byrjaði í Laugarnesskólanum Björn Stefán segir að Guðmund- ur faðir sinn hafi verið mikill skap- og alvörumaður. „Faðir minn sagði fátt en ef hann sagði eitthvað var eftir því tekið. Hann brást þann- ig við þegar móðir mín féll frá og hann stóð eftir með tvö ung börn, að þá gerði hann hlé á búskapn- um um tíma. Þá voru miklar fram- kvæmdir í Reykjavík, svo sem upp- bygging hitaveitunnar og rafveitu og hann réðist til starfa við Elliða- árnar í Reykjavík. Vinafólk á næstu bæjum tók við bústofninum á með- an við vorum fyrir sunnan. Þar héldum við til hjá Steinunni systur pabba sem bjó með manni sínum í Blesugróf. Þaðan fór ég með stræt- isvagni í Laugarnesskólann þar sem ég var einn vetur. Hamingja mín byrjaði í Laugarnesskólanum og ég á mjög ljúfar minningar frá þessum vetri. Á hverjum morgni var farið út á svalir og sunginn skólasöngur- inn. Það fannst mér dýrlegar stund- ir. Ég var hraðlæs og ágætur í skrift og reikningi þegar ég kom í skól- ann. Það var þó lítið vitað um mína kunnáttu og ég þess vegna settur í hálfgerðan tossabekk. Það voru til svokallaðir tossabekkir hérna áður fyrr. Fyrsti kennarinn minn var Pálmi Pétursson. Ég kunni vel við mig í tossabekknum. Leið vel þar og fann fyrir öryggi. Hjart- að seig því nokkuð mikið þegar ég var færður til í einn besta bekkinn. Það var svo sem ekki lakari kennari sem ég fékk þá, blessunin hún Inga Guðbrandsdóttir sem ég minnist alla tíð. Þótt ég væri kominn í nýj- an bekk hélt ég samt áfram lengi á eftir að fara í gömlu röðina mína. Þá var Inga snögg til, kom og sótti mig og leiddi með sér í rétta röð. „Þú átt að koma með mér vinur,“ sagði hún. Fermingarfötin fengin að láni Eftir þennan vetur í Reykjavík var aftur farið á Reynikeldu. „Pabbi vildi fara heim og taka aftur við búskapnum. Á þessum tíma minn- ir mig að við höfum verið með um hundrað kindur og tvær kýr til heimilis. Það var mikil fátækt á þessum tíma og efnin lítil. Þegar ég fermdist vorið 1953 þurfti ég að fá lánuð fermingarföt. Mig minnir að það hafi verið gæðakonan Mar- grét á Á sem lánaði mér þessi fal- legu föt sem ég fermdist í. Það var svo sem eitt af því sem sat svolít- ið í mér frá æskunni. Ég skamm- aðist mín fyrir að þurfa að fá lán- uð föt en ég þurfti svo sem þannig lagað ekkert að gera það. Þetta var svo mikið indælisfólk á Á eins og reyndar annars staðar í nágrenn- inu.“ Aðspurður segir Björn Stefán að þrátt fyrir lítil efni og umkomu- leysi þennan vetur sem hann var í Laugarnesskóla hafi hann aldrei fundið fyrir neinu sem nú á dögum er einelti, en var hér áður fyrr kall- að að leggjast á eða stríða. Eins og áður segir varð hann síðan gagn- fræðingur frá Héraðsskólanum að Laugarvatni. „Það var mjög gam- an á Laugarvatni og þar hitti ég ungmenni víðsvegar af landinu. Einhvern veginn er það þó svo að veturinn í Reykjavík tók fram öll- um námsárunum. Líka eftir að ég á fullorðinsárum, 1970-’73, var í kennaranáminu. Mér fannst ekki verra að þegar ég kom í Kennara- skólann var þangað kominn gamli kennarinn minn úr Laugarnes- skólanum; Pálmi Pétursson, þá reyndar kominn í hjólastól. „Nei, ert þú kominn drengurinn minn,“ sagði Pálmi fagnandi þegar hann sá mig. Verslunarstjóri í Skarðsstöð Kona Björns Stefáns féll frá fyrir nokkrum árum, en hún var Auð- ur Tryggvadóttir frá Arnarbæli á Fellsströnd. Þau stóðu fyrir búi á Reynikeldu árin 1957-1964. Á því tímabili var Björn einnig verslunar- stjóri við útibú Kaupfélags Stykkis- hólms í Skarðsstöð. „Það voru þó- nokkur umsvif í Skarðsstöð á þess- um tíma, einkum þegar flutninga- skip komu með vörur. Þá var þetta ein aðal uppskipunarhöfnin við Breiðafjörð og þegar skipin komu þurfti að fá talsverðan mannafla úr sveitinni til vinnu. Frá Skarðs- stöð var svo vörum keyrt með bíl- um fyrir Klofning eða um Svína- dal og yfir Laxárdalsheiði á Borð- eyri. Á þessum tíma voru mikil um- svif á Borðeyri en þar er nú varla opið hús lengur né í Skarðsstöð,“ segir hann. Spilaði á böllum Björn lét snemma til sín taka í fé- lags- og menningarmálum. Hann var formaður Ungmennafélagsins Vöku í Skarðshreppi um tíma, for- maður Ungmennasambands Dala- manna í nokkur ár og ritari þess 1964-1968. Hann var formaður karlakórs og söngfélagsins Vorboð- ans í Búðardal, var líka einn af stofn- endum Tónlistarskólans í Búðardal og sat í fyrstu skólanefndinni. Björn fékk snemma áhuga á tónlist og hljóðfæraleik. Ungur varð hann sér úti um harmonikku og lærði á hana með sjálfsnámi. „Svo voru það böll- in maður. Það var gaman að spila á þeim og skemmta fólki. Oft var þá fjör og ógleymanlegt að minnast þess tíma,“ rifjar hann upp. Seinna kenndi hann svo á harmonikku við Tónlistarskólann í Búðardal. Gott og gefandi að starfa á Laugum Björn byrjaði kennslu sem far- kennari á Skarðsströndinni 1959 en varð síðan kennari og skóla- stjóri við Barnaskólann í Búðar- dal 1964-1969. Á þessum tíma byggði hann sér hús í Búðardal. „Þá var það eins og mér virðist hér í Dölunum að maður gekk undir manns hönd að hjálpa. Við vorum þrír sem byggðum okk- ur eins hús hér í Búðardal á þess- um árum. Þetta voru kölluð land- námshús. Við tókum reyndar ekki allt húsið í notkun í einu. Pabbi var hjá okkur Auði hérna í Búð- ardal og hann þekkti það ekki að skulda. Ég hafði sama háttinn á og framkvæmdi ekki meira en við höfðum efni á,“ segir Björn Stef- án. Húsbyggingunni var svo varla lokið þegar hann ákvað að drífa sig í Kennaraskólann. Þegar það- an kom fór hann að kenna við skóla Dalamanna á Laugum í Sæ- lingsdal og kenndi þar nær sam- fleytt frá 1973 og þar til skól- inn á Laugum var lagður af 2001. „Þetta var mjög góður og gefandi tími á Laugum og ég sá eftir því þegar skólanum var lokað. Ég bjó þar að reynslu minni frá uppvext- inum. Laugar var heimavistarskóli og þau yngstu áttu erfitt með að hleypa heimdraganum. Oft féllu tár á kodda og þá kom lítil hendi sem leitaði eftir minni. Mér fannst Oft var þá fjör og ógleymanlegt að minnast þess tíma -segir gamli barnakennarann, harmonikkuleikarann og hagyrðingurinn Björn Stefán í Búðardal Björn Stefán er trjáræktarmaður og á skjólsælan garð við heimili sitt við Sunnubraut í Búðardal. Björn Stefán ásamt einum af sínum bekkjum sem hann kenndi á Laugum í Sælingsdal á sínum tíma. Frá vinstri í efri röð: Lárus Guðbjörnsson, Bjarki Björnsson, Óli Bjarkar Magnússon, Berglind Magnúsdóttir, Svanhildur Kristjánsdóttir og Jenný Erla Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Harðarson, Björn Stefán Guðmundsson og Ragnar Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.