Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þjóðhátíð í Öskjuhlíð? Á undanförnum árum þegar ég hef fært í tal þann ótta minn að gjáin milli íbúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis sé að breikka, er oftar en ekki sussað á mig. Ég eigi ekki að ala á slíku rausi, það sé einungis ein þjóð í þessu landi og hana nú! Auðvitað er bara ein þjóð í þessu landi. Það erum við sem búum á landsbyggðinni og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu - en eru ættaðir af landsbyggðinni. Það er ekki flókið. Það er svo stutt síð- an Reykjavík hætti að verða smáþorp við sjávarsíðuna að jafnvel afar okkar og ömmur muna það. En líkt og í öðrum löndum er þéttbýlismyndun að aukast. Sífellt fleiri kjósa að búsetja sig þar sem þjónusta er mest og fjöl- breyttust og fjarlægðir milli staða eru minnstar. Því breytum við ekki og þurfum því að gera það besta úr stöðunni. Við sem búum á landsbyggðinni eigum að sýna hæfilega auðmýkt þeim sem það ekki gera. Það þurfa líka hinir að gera í okkar garð. Ef við bein- línis lítum niður á höfuðborgarbúann er kannski ekki við öðru að búast en því verði svarað með viðeigandi hætti. Hvað sem þessu líður kom í liðinni viku upp vísir að ósætti milli landsbyggðar vs. höfuðborgar. Það voru hesta- menn sem áttu í hlut. Reyndar er sá hópur, eða „mengi“ fólks, ekki harla ólíklegur til að vera ósammála. Allavega, til að gera langa sögu stutta þá lagði stjórn Landssambands hestamannafélaga það til að brotið yrði skrif- legt samkomulag frá því í sumar þess efnis að landsmót hestamanna fari fram í Skagafirði árið 2016. Það skyldi fært í miðju höfuðborgarsvæðisins, að mörkum Kópavogs og Garðabæjar þar sem hestamannafélagið Sprett- ur hefur komið sér upp fyrirtaks aðstöðu á nýliðnum árum. Formaður LH færði fyrir því ýmis rök að ekki væri lengur tækt að halda landsmót hesta- manna utan höfuðborgarsvæðisins. Nefndi hann m.a. skort á gistirými fyr- ir erlenda gesti, aðstöðuleysi, dýr ferðalög og fjárhagslega of mikla áhættu. Skemmst er frá því að segja að öll þessi rök létu hestamenn sem vind um eyru þjóta og kolfelldu formanninn á fundi um síðustu helgi. Hingað og ekki lengra sagði meirihluti hestamanna og öll stjórnin fylgdi formanni sín- um að máli og tók sinn hatt og staf. Persónulega finnst mér á allan hátt skynsamlegra að halda landsmót hestamanna á landsbyggðinni, fjarri ys og þys borgarinnar. Kannski er ég gamaldags, en ég færi fyrir því söguleg rök en ekki síst þau að á landsbyggð- inni er fallegra, meiri víðátta og heilnæmara loft. Ekki þó síst vil ég nefna að úti á landi eru hin náttúrulegu heimkynni íslenska hestsins sem þetta hlýtur jú allt að snúast um. Íslenski hesturinn hefur alist upp í víðáttu Ís- lands og er þess vegna eins og hann er, að sumu leyti fremri öllum öðrum hestakynum. Ég er líka á þeirri skoðun að peningaleg sjónarmið eigi ekki að ráða í staðsetningu landsmóts hestamanna eins og því miður er raunin í svo mörgu öðru. Vissulega er meira gistirými í Reykjavík en úti á landi og flottari veitingahús. En eru það endilega þeir kostir sem gestir á landsmóti, innlendir sem erlendir, eru að sækjast eftir? Er ekki fólk líka komið á slík mót til að fanga náttúruna og hið upprunalega umhverfi íslenska hestsins sem gerði hann fremstan allra hrossa. Ég held það. Þessi fljótfærnislega ákvörðun fráfarandi stjórnar LH var semsé að engu höfð. Meirihluti hestamanna ákvað að þetta væri jafn vitlaus ákvörðun og ef t.d. burtfluttir Eyjamenn gæfu út yfirlýsingu um að hér eftir skyldi ekki halda Þjóðhátíð í Eyjum, heldur í Öskjuhlíð. Grínlaust væri það jafn fjar- stæðukennt að taka einhliða slíka ákvörðun. Nei, nú held ég að það sé kom- ið að höfuðborgarbúum að slaka aðeins á og telja upp að tíu. Þeir ekki frek- ar en aðrir mega láta peningaöfl breyta því sem hingað til hefur ekki þótt vandamál. Mætum því öll sem eitt á landsmót eftir hálft annað ár á skag- firska efnahagssvæðið og njótum þess að sjá íslensk góðhross etja kappi. Magnús Magússon. Í síðustu viku fékk leikskólinn Garðasel á Akranesi 18 gesti í heimsókn frá ýmsum leikskólum víðsvegar um Evrópu. Þetta voru kennarar sem eiga í Comeníusar- samstarfi við leikskólann og stóð heimsóknin í vikutíma. „Við feng- um hingað gesti frá Spáni, Frakk- landi, Kýpur, Rúmeníu og Þýska- landi. Pólland er einnig með í þessu samstarfi en fulltrúar þeirra fengu ekki leyfi til að heimsækja Ísland út af eldgosinu í Holuhrauni. Þessi móttaka er á ábyrgð Garðasels en við höfum fengið hjálp frá mörg- um við að taka á móti gestunum. Við förum svo út í sex heimsóknir til þeirra,“ sagði Ingunn Ríkharðs- dóttir leikskólastjóri á Garðaseli í samtali við Skessuhorn. Ingunn segir Garðasel hafa sótt um að taka þátt í Comeníusar- verkefni til menntaáætlunar Evr- ópusambandsins og að leikskólinn hefði verið einn af þeim heppnu sem fengu styrk, en einungis hluti þeirra leikskóla sem sækja um hljóta styrki. Hún sagði samskipt- in vera lærdómsrík og ánægjuleg og að margt sé rætt og gert. „Við höfum unnið að verkefni um hefð- ir og siði í löndunum, kynnt þjóð- lega dansa, mat og svo framveg- is. Við höfum til dæmis deilt upp- skriftum og eldað eftir þeim og gert bækur um hvert land. Í þessari ferð hefur einnig verið fjallað um lög og reglugerðir skólakerfisins í hverju landi og það er eins og að stíga tíu ár aftur í tímann að heyra hvernig þetta er í sumum löndum.“ Norðurljós eftir pöntun Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í síðustu viku þegar hóp- urinn var á fundi í Hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökk- um. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina á Akranes og sögðu að það væri margt sem kæmi þeim á óvart. „Við erum búin að sýna þeim báða grunnskólana þar sem nemendur úr 10. bekk tóku að sér að fylgja hópnum og veita þeim leiðsögn um skólana. Krakkarn- ir stóðu sig frábærlega og töluðu reiprennandi ensku og kom það hópnum verulega á óvart. Hér eru öll tungumál töluð en reynt er að hafa samskiptin á ensku,“ útskýrði Ingunn. Hún bætti því við að hóp- urinn hefði einnig farið á ferð um Suðurland og til stóð að fara með hann í heimsókn á byggðasafnið, í Akranesvita og svo ætluðu þau sem treystu sér til að prófa sjó- sund. Þá hefðu gestirnir beðið spenntir eftir að sjá norðurljós- in sem létu sjá sig beint yfir Akra- fjalli á þriðjudagskvöldinu, líkt og eftir pöntun. Sérkennslan sér á báti Þegar gestirnir voru spurður um hvað hefði komið þeim mest á óvart stóð ekki á svörum. Þeim líkaði mjög vel á Akranesi og þótti staðurinn yndislegur, áhugaverður og rólegur. „Við höfum lært margt af skólakerfinu hér. Það er góð skipulagning og við höfum einn- ig lært af hvort öðru. Það er gott að vera gestur á Íslandi og matur- inn hér er góður. Það er gott að við ætlum ekki að stoppa lengur en í viku, því annars myndi maður bæta á sig,“ sögðu evrópsku gest- irnir sem höfðu fengið að smakka þjóðlegan mat, svo sem hangikjöt og grafinn lax og líkað vel. Þá voru gestirnir einnig sérlega hrifnir af nemendunum og aðstöðu þeirra á leikskólum á Akranesi. Þeim fannst leikskólakennarar eiga ein- stakt og persónulegt samband við nemendur og þekktu ekki slíka nánd úr sínu starfsumhverfi. „Það er magnað að sjá hvernig kennar- ar eiga samskipti við börnin, sam- skiptin eru svo opin. Sérkennslan er sér á báti, við eigum ekki orð yfir stuðningnum sem nemendur fá sem þurfa sérstaka aðstoð eða sérkennslu. Að auki kom verulega á óvart hvað börnin hafa mikið val. Þau mega velja hvað þau vilja gera næst,“ sögðu nokkrir þeirra sem blaðamaður ræddi við. Aðr- ir nefndu að aðstaðan hefði kom- ið þeim mest á óvart. Hversu mik- ið pláss væri, að skólastofurn- ar væru opnar og mikið gegnsæi. „Það er allt svo vel búið. Mikið pláss, mikið af efni, tölvur og góð aðstaða fyrir alla. Sérherbergi fyr- ir listsköpun og stór og góð eld- hús þar sem eldaður er góður mat- ur. Nemendur fara úr skónum og bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Allt er hreint og skipulagt,“ sögðu evrópsku gestirnir, alveg heillaðir af íslenskum leikskólum. grþ Nýlega keypti Kvika ehf útgerð á Arnarstapa Kóna II SH af Nesveri í Rifi. Kóni II er um 15 tonna bátur með beitningarvél um borð. Hjört- ur Sigurðsson verður skipstjóri á Kóna II og er nýr eigandi báts- ins ásamt Brynjari Kristgeirssyni í Vinnslustöðinni í Eyjum. Hjört- ur sagði að Kóni II væri frá 2006 en hafi legið við bryggju ónotaður í ár. Báturinn hafi verið keyptur án kvóta af Nesveri, útgerð Tryggva Eðvalds, en kæmi í stað eldri báts sem útgerðarfélagið Kvika ehf á, báts með sama nafni. „Við ætlum að nýta 300 þorskígildistonn sem eru á Kvikunni og meiningin er svo að selja þann bát. Það voru bal- ar þar um borð en engin beitning- arvél. Það munar um hana. Ég er að vonast til að komast á sjó núna í lok vikunnar en veit svo sem ekkert hvort það muni ganga eftir,“ sagði Hjörtur Sigurðsson í samtali við Skessuhorn. þá Kóni II SH á siglingu. Ljósm. af. Kóni II seldur frá Rifi á Arnarstapa Fulltrúar sex mismunandi Evrópulanda sem starfa saman í Comeníusarsamstarfi. Garðasel fékk góða erlenda gesti í heimsókn Segja íslenska leikskólakennara eiga einstakt samband við nemendur sína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.