Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 t ht.is HEIMILISTÆKJA DAGAR 20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM STÓRUM HEIMILISTÆKJUM OFNAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR FRYSTISKÁPAR FRYSTIKISTUR GUFUGLEYPAR HELLUBORÐ KÆLISKÁPAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ELDAVÉLAR HÁFAR HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK AKUREYRI KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 AKRANESI S: REYKJAVÍK S: 569 1500 VAXTALAUSAR GREIÐSLUR TIL 6 MÁNAÐA Í BOÐI Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gerð „sleppistæðis“ í Borgarnesi. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Steypt gangstétt 280 m2 Kantsteinn 135 m Gröftur 280 m3 Fylling 280 m3 Steyptur stoðveggur 15 m2 Útboðsgögn verða afhent rafrænt með tölvupósti frá 27. október 2014. Senda má beiðni um gögn á netfangið jokull@borgarbyggd.is eða í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs S K E S S U H O R N 2 01 4 Alþjóðlegi beinvernardagurinn var haldinn hátíðlegur í yfir 80 lönd- um af rúmlega 170 beinvernar- félögum mánudaginn 20. október síðastliðinn. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Vertu á varðbergi – dragðu úr áhættunni á beinþynn- ingu.“ Nokkrar röskar kvenfélags- konur í Ólafsvík létu veðrið ekki á sig fá og fóru í göngu í tilefni dags- ins. þa Í gönguferð á beinverndardegi manns í tímana,“ segir Erla. Hún tekur einnig þrjátíu leikskólabörn á Klettaborg í jógatíma og segir að það sé mjög skemmtilegt. Börnin séu í stuttan tíma í senn en allir hafi gott af því að leggjast niður og hugsa eitthvað fallegt. Auk þess kenndi Erla jóga í Brákarhlíð síð- asta vetur og endurtekur leikinn í vetur. „Maður á aldrei að vanmeta hreyfigetu eldra fólks. Maður á að hreyfa sig lífið á enda. Það er undirstaðan til sjálfshjálpar. Fólk á að finna hreyfingu við hæfi, að meta og þekkja líkama sinn vel og hreyfa sig í samræmi við það. Sóf- inn er okkar versti óvinur,“ segir Erla alvarleg í bragði. Erla býð- ur einnig upp á jógatíma í saln- um nýja, þar sem við sitjum og spjöllum. Hún segist hafa byrjað nýlega og ákveðið að fara af stað með opna tíma. „Ég var upphaf- lega með fjóra tíma á viku. Það komast tíu til tólf manns í salinn og það fylltist allt strax hjá mér þannig að ég bætti fimmta tíman- um við. Tímarnir eru á þriðjudög- um kl. 06:30, 16:30 og 18:15. Og á fimmtudögum kl. 16:30 og 19:30. Ef fólk hefur áhuga er hægt að hafa samband við mig á Facebo- ok með því að finna Yoga Mah- an.“ Hún segir að fólk finni mun á sér eftir örfáa tíma. „Þetta er fyr- ir alla, ég segi það. Maður finnur sér leið og aðlagar sig að tíman- um. Það er líka hægt að koma bara og vera. Fá orkuna frá hinum og njóta kyrrðarinnar.“ Unnið gegn streitu og álagi Það var Indverjinn Yogi Bhajan sem kynnti Kundalini jóga fyrir Vesturlöndum árið 1969. Fram að því hafði það verið hálfgert leynd- armál í Indlandi. Hann hafði þau einkunnarorð að hamingjan væri fæðingarréttur fólks og að allir ættu að öðlast hana. „Hann seg- ir að það sé meðfætt tilkall hverr- ar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm. Mikið er unn- ið með þessi kjörorð í Kundal- ini jóga. Einnig er verið að vinna gegn streitu og álagi og jafnvægi komið á ónæmis-, innkirtla-, og taugakerfið. Okkur er kennt að eiga nærandi samstarf við okkar innri mann og sál okkar. Það er mjög áhrifaríkt og skilar sér fljótt, er styrkjandi og veitir innri ró,“ útskýrir Erla. Hún segir Kundal- ini vera jóga upplifunar og ekki sé óalgengt að fólk fari að gráta eða hlæja í tímum. „Það er svo margt sem gerist þegar maður iðk- ar Kundalini jóga. Það er nauð- synlegt að vera með opinn huga, vera hér og nú og tengja hugann. Kundalini orkan er lífsorkan sem innra með okkur býr.“ Hún segir tímana sem hún býður upp á ekki vera trúarlega og að iðkendur geti tilheyrt hvaða trúfélagi sem er, eða engu. Hún hvetur iðkendur til að til að koma í hvítum bol í tímana. „Það er engin skylda en maður veit að svart dregur niður og hvítt lyftir upp. Það er kannski gott fyrir okkur að vita það þegar skammdegið hellist yfir að klæð- ast oftar í hvít eða ljós föt.“ Þá segir hún alla tímana byrja eins í Kundalini, hvar sem iðkandinn er staddur í heiminum. „Þá er kyrj- að með möntrunni „Ong na mo Guru dev namo“ sem þýðir: Ég lýt minni innri og æðri visku. Eins enda allir tímarnir á fallegri bæn: Megi eilífðar sól á þig skína, kær- leikur umliggja og þitt innra ljós þér lýsa áfram þinn veg,“ segir jógakennarinn Erla að lokum. grþ Í þessu tjaldi sátu 2000 manns, hné í hné í lótusstellingu við iðkun „White tantra“. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.