Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Opnun fjöldahjálparstöðva ­ Eldað fyrir Ísland Okkur í Rauða krossinum í Borgar- firði langar til að þakka öllum þeim sem komu að æfingunni við opn- un fjöldahjálparstöðvar sl. sunnu- dag. Rúmlega 300 íbúar Borgar- byggðar, sumarhúsagestir og aðrir gestir gerðu sér ferð í eina af þrem- ur fjöldahjálparstöðvum sem við opnuðum; á Bifröst, Hvanneyri og í Borgarnesi, skráðu sig inn, þáðu súpu og skráðu sig út. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Með þessu móti gátum við æft okkur í að setja upp fjöldahjálparstöð, koma merk- ingum fyrir, fara yfir tiltækan bún- að, setja upp skráningarkerfi, vinna á miðlægum gagnagrunni og með fjarskiptatæki auk þess að huga að öðrum fjölmörgum þáttum sem nauðsynlegir eru í aðstæðum sem þessum. Félag matreiðslumanna og ýmsir styrktaraðilar gerðu okkur kleift að bjóða upp á dýrindis súpu og þökkum við Magnúsi kokki sér- staklega fyrir hans framlag. Sjálf- boðaliðar frá Rauða krossinum sem tóku þátt í æfingunni voru um 30 talsins og er mikill styrkur fyrir okk- ur á svæðinu að vita af þeim mann- skap sem er tilbúinn að bregðast við ef á þarf að halda. Bestu þakkir fyr- ir daginn. Elín Kristinsdóttir, formaður Rauða krossins í Borgarfirði Lítill munur á fjölda þjónustuþátta á þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Byggðastofnun birti nýverið nið- urstöðu könnunar um fjölda þjón- ustuþátta í landinu. Þar kemur fram að þjónustuþættir eru flest- ir á þeim stöðum sem flesta hafa íbúana og þar með á sömu stöðum og flest ríkisstörf. Þetta er í gróf- um dráttum niðurstaða könnunar á staðsetningu þjónustustarfa fyr- irtækja og samanburður á henni og niðurstöðum á könnun á stað- setningu starfa ríkisins sem birt- ist á heimasíðu Byggðastofnun- ar fyrr á árinu. Báðar kannanirn- ar voru gerðar á þessu ári af lands- hlutasamtökum sveitarfélaga og at- vinnuþróunarfélögum á Norður- landi eystra í samráði við Byggða- stofnun. Meðal niðurstaða þessarar nýju könnunar um fjölda þjónustu- þátta er að lítill munur er á fjölda þeirra milli þéttbýlistaða á Vestur- landi. Þeir eru 50 á Akranesi, Borg- arnesi 43, Hellissandi/Ólafsvík 41, Stykkishólmi 37, Búðardal 33 og Grundarfirði 30. Margt annað er líkt með könn- unum. Til dæmis var byggt á sömu þéttbýlisstöðum í báðum könnun- um. Könnun á staðsetningu þjón- ustustarfa fyrirtækja náði til 58 þjónustuþátta, skipt í átta þjón- ustusvið sem spanna bæði þjón- ustu við fyrirtæki og einstaklinga. Reykjavík hefur alla 58 þjónustu- þætti og fjórir aðrir bæir hafa 50 þætti eða fleiri; Akranes, Akureyri, Selfoss og Keflavík/Njarðvík. Í nið- urstöðunum segir einnig að raunar megi segja að Akranes og Keflavík/ Njarðvík séu undantekningar frá reglunni sem nefnd er um samfall- andi staðsetningu á starfsemi ríkis- ins og þjónustufyrirtækja. Á báð- um þessum stöðum eru starfsþætt- ir ríkisins tiltölulega fáir. Annars má lesa úr niðurstöðum að í hverj- um landshluta er hið minnsta einn bær með marga starfsþætti þjón- ustufyrirtækja, 40 eða fleiri. Einnig er bent á að niðurstöður könnun- ar sem þessarar séu ekki óskeikular og sumar byggjast á mati sem getur verið umdeilanlegt. T.d. má nefna að augnlæknar heimsækja reglulega heilbrigðisstofnanir víða um land en þeir teljast ekki með þar held- ur þar sem þeir eiga fasta bækistöð. Sama má segja um starfsemi bíla- skoðunarfyrirtækja sem hafa fast- ar bækistöðvar en skoða bíla á mun fleiri stöðum. Niðurstöður könn- unarinnar telur Byggðastofnun að lýsi stöðu vel og hafa megi þær til hliðsjónar við stefnumótun. þá Frá áhugahópi um velferð unglinga á Snæfellsnesi Með stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði varð breyting í samfélaginu okkar hér á Nesinu sem hefur áhrif á okkur öll. Fyrir utan það að fá unglingana okkar „heim,“ sem þýðir m.a. minni kostnaður fyrir heimilin, þá erum við fyrst og fremst að fá „heim“ meiri og sterkari unglingamenningu inn í samfélagið okkar. Við í áhuga- hópi um velferð ungs fólks á Snæ- fellsnesi viljum bregðast við á ábyrg- an hátt. Okkar markmið er að vakta, fræða og halda utan um líf og störf ungmenna á aldrinum 13- 23 ára og eru búsett á Snæfellsnesi. Þetta er einskonar almannaheillahóp- ur þar sem saman vinna fulltrúar félagsþjónustu, lögregla, kirkjan og heilsugæslan auk forvarnafulltrúa, starfsmanna félagsmiðstöðva, full- trúa bæjaryfirvalda, ásamt fulltrúum frá skólakerfinu. Við höfum nú þegar haldið nokkra fundi og finnum mjög sterkt fyrir því að það sé gott að tala saman og bera saman bækur okkar. Við ræð- um það sem brennur á okkur varð- andi það sem er að gerast í heimi barna og unglinga á Snæfellsnesi og tengist okkar vinnu. Við skipt- umst á upplýsingum um það sem betur mætti fara og langar að koma á enn meiri samvinnu okkar á milli og framkvæma sameiginlega fræðslu og fyrirlestra fyrir foreldra, börn og unglinga þannig að allir græða. Við höfum m.a. rætt mögulegan sam- starfsvettvang fyrir hópinn á eftir- farandi sviðum: Sameiginlegir fyrirlestrar • Starfskynningar og meiri teng-• ing við fyrirtæki á svæðinu – sér- staklega þau sem ráða ungt fólk í vinnu. Kortleggja Snæfellsnesið – hvað • eru unglingarnir okkar að gera og hvað geta þau gert meira? Sameiginleg forvarnarstefna fyr-• ir allt Snæfellsnes, jafnvel sameig- inlegt fræðslusetur þar sem ung- lingar og foreldar geta leitað til fagaðila. Mannauður á Snæfellsnesi, hver er • hann? Hvernig getum við virkjað hann hann betur í þágu unglinga og ungs fólks. Auka þarf hreyfanleika ungs fólks • um Nesið þannig að þau geti um- gengist hvort annað eftir skóla- tíma og um helgar. Opna FSN enn frekar fyrir ungt • fólk. FSN er í miðjunni. Bæjarhátíðir –eru einhverjar sér-• stakar reglur? Gætum við gert okkur sýnileg þar t.d. í samvinnu við lögreglu? Ungmennaráðin – eru þau virk? • Getum við hjálpað til að þau vinni meira saman? Til þess að framkvæma þetta allt þarf aðkomu bæjaryfirvalda í öllum sveitafélögunum á Snæfellsnesi og okkur langar að huga vel að þeirri aðkomu sem væri jafnvel í formi styrkja, hagnýtra upplýsinga og góðu aðgengi að þeim sem stjórna hverju sinni. Til þess að þetta gangi upp þurfa allir að vinna saman og raddir ung- linga/ungs fólks og foreldra/að- standenda þeirra þurfa að fá að heyrast. Hugmynd er um að stofna opinn fésbókarhóp þar sem allir gætu séð hvað er að gerast hverju sinni og fylgjast þannig betur með því sem unglingar og ungt fólk er að gera áamt því að koma með ábend- ingar um það sem betur mætti fara eða gera. Við í velferðarhópnum teljum það vera eitt af lykilatriðunum að samvinna allra sem koma að því að vinna með unglinga sé best til þess fallin að ná árangri. Okkur sem vinnum með ungu fólki og kom- um að þeim með einhverjum hætti langar að virkja samfélagið allt með okkur til þess að unga fólkið okkar komi út úr þessum áfanga lífs síns ábyrgt, heilbrigt og glaðir einstak- lingar. Breyttar aðstæður í samfé- laginu okkar sem heitir Snæfells- nes með grunnskólana okkar, fjöl- brautaskólann, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, skátana, björgunar- sveitir og svo mætti lengi telja, þetta kallar á breyttar áherslur gagn- vart unga fólkinu okkar og ekki má gleyma unga fólkinu sem telst vera brottfallsnemendur - hvert fara þau? Hvað getum við gert fyrir þau þannig að þau verði virkir sam- félagsþegnar sem við getum verið stolt af. Samábyrgð okkar í samfélaginu er mikil og ef hlutirnir eru ekki í lagi þá eigum við að hafa verkfærin klár til að laga það sem laga þarf. Vel- ferðarhópur í samvinnu við bæj- aryfirvöld, foreldrana, unga fólkið og alla hina sem vilja láta sig mál- ið varða verða því öll að vera á tán- um um að láta vita! Látum fagaðila vita ef við sjáum eitthvað sem við viljum ekki að viðgangist í samfé- lagi okkar. Við höfum fagfólkið til að taka þau mál lengra – við eigum ekki að þagga niður hluti sem hægt er að kom í veg fyrir. Vinnum sam- an t.d. gegn ofbeldi, útbreiðslu eit- urlyfja og almennri vanlíðan unga fólksins okkar ásamt því að efla það sem vel er gert. Velferðahópurinn er ein leið og okkar von er sú að við fáum brautargengi til þess að vinna á þennan hátt í samfélaginu okkar. Vinnum saman að því að gera gott samfélag unga fólksins okkar enn betra. Allar ábendingar eru vel þegn- ar og langar okkur að benda ykkur á að snúa ykkur til einhverrar þeirra þjónustustofnana sem nefndar eru hér að ofan með ábendingar um það sem betur mætti fara í samfélagi okkar eða með hugmyndir um eitt- hvað skemmtilegt, fræðandi og upp- byggilegt okkur til handa. Áhugahópur um velferð ungs fólks á Snæfellsnesi. Svipmynd frá Þemadögum í FSN. Ljósm. tfk. www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.