Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Laugardagskvöldið 1. nóvem- ber næstkomandi klukkan 20:30 verða haldnir tónleikar í Loga- landi í Borgarfirði. Tilefnið er 50 ára afmæli Hafsteins Þórisson- ar bónda og tónlistarkennara fyrr á þessu ári. Hafsteinn starfar sem kennari við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. Árið 2010 gaf hann út sinn fyrsta geisladisk sem nefndist Eitt- hvað fyrir alla. Hann hefur undan- farnar vikur unnið að undirbúningi fyrir tónleikana og mun þar ásamt hljómsveit leika lög af fyrrnefnd- um diski ásamt ýmsu öðru efni sem hann hefur samið síðastliðin 15 - 20 ár. Nú þegar er Hafsteinn bú- inn að taka upp nokkur lög sem fyrirhugað er að setja á næsta disk sem hann kveðst vona að komi út á næstu árum. Hafsteinn hefur verið viðloð- andi tónlist í meira en 35 ár og samdi meðal annars alla tónlist við söngleikinn Töðugjaldaballið eftir Bjartmar Hannesson bónda á Norðureykjum í Hálsasveit. Þá hefur hann leikið í ýmsum dans- hljómsveitum úr Borgarnesi og ná- grenni. mm Daprast hugur, dimmir sýn - dropi varla sýndur Vísnahorn „Fátt er betra en íslenska lambakjötið“ seg- ir Villi naglbítur í hverjum sínum spurninga- leik og það er örugglega ekki það vitlausasta sem hann hefur sagt. Nú stendur sláturtíðin sem hæst sem var um hríð uppgripavertíð fyr- ir marga úr sveitunum sem unnu ósleitilega í sláturtíðinni þó nú orðið séu mörg sláturhús mönnuð útlendingum að mestu. Það hefur líklega verið árið 1950 sem Erlingur Jóhann- esson orti svokallaða Gorvellingarímu um þá er störfuðu það haust við sláturhús Kaupfélags Borgfirðinga við Kljáfoss. Verkstjóri þar um árabil var Pétur Jónsson í Geirshlíð og er hans getið í þeim fræðum með þessum orðum: Mikli Pétur æðstur er, eins og hetja störfin rækir. Stjórnað getur hraustum her, hann í metorð drjúgum krækir. Vaxtarhár svo einstakt er, álnir þrjár - og skippund vegur. Feikna knár og fylginn sér, fjandans ári hermannlegur. Árni Theódórsson á Brennistöðum mun hafa haft með höndum eftirlit með hreinlæti og öðru sem ýmsum hefur án vafa þótt óþarfa pjatt á þeim árum: Frægur maður Árni er engar dyggðir felur berum augum sýkla sér, safnar þeim og telur. Haustið 1962 fór starfsfólk sláturhússins í skemmtiferð til Reykjavíkur í lok sláturtíðar. Var fengin rúta hjá Magnúsi Gunnlaugs- syni sem þá hafði sérleyfið Akranes – Reyk- holt – Reykjavík en ökumaður var Gunnlaug- ur sonur Magnúsar. Í förinni voru meðal ann- arra Ingvar Magnússon á Hofsstöðum í Staf- holtstungum, Sigmundur Einarsson í Gróf og Ólafur Kjartansson á Veiðilæk. Í Gorvellinga- rímu Erlings er minnst á Ingvar með þessum vísum: Ingvar kannast allir við oft við staupið snjallt hann syngur. Heldri manna hefur sið hestakaupasérfræðingur. Tíðum hann með hesta sést hlaupaglanna úrvals merka. Ríður manna mest og best -mikið kann til þeirra verka. Bjartur skallinn ávallt er eins og mjallhvít jökulhetta. Glansinn allur af þó fer ef að kallar gori sletta. Stuttu eftir að lagt var af stað til þeirrar stóru Babýlonar vors lands kom þessi fyrri- partur frá Sigmundi: Ingvar þykir allra bestur, einkum þó í rómantík. Ingvar botnaði: Simbi þóttist manna mestur í miðbænum í Reykjavík. Nokkru síðar segir Sigmundur aftur: Glampar sól á gullinn skalla gamli Ingvar skammast sín, okkar sól á ferð til fjalla fegra líf og brennivín. Nú kom fyrripartur frá Ingvari: Sit ég glaður sumbli í sumir hugsa um físu. Sigmundur botnaði: Ingvar situr einn frammí er að smíða vísu. Síðan kom næsti smíðisgripur frá Ingvari: Engan dreymir ástartól eftir breiðum vegi. Ólafur er okkar sól ef að hallar degi. Og svo Sigmundur aftur: Ingvar verður frjáls og frí frárri en nokkur kálfur, Klúbbinn mun hann komast í kannske meira en hálfur. Næst kom svo frá Ingvari: Daprast hugur, dimmir sýn, dropi varla sýndur, enginn hefur ekta vín, Elefantur týndur. Ingvar hafði sem sagt týnt tösku sinni á skemmtistaðnum en í henni var ílát með þeim ágæta drykk Elephant sjenever sem var tísku- drykkur á þeim árum en er nú flestum gleymd- ur eins og margt fleira sem nær hylli fjöldans um stundarsakir. Á heimleiðinni sveif Ingvari blundur á brá en Sigmundur gerði sitt besta til að skemmta honum með því að syngja ,,Ó solo mió“. Þar sem Ingvar var hins vegar sof- andi naut hann ekki söngsins sem skyldi en kvað þegar hann vaknaði: Nú fór illa auminginn. Ákaft Gulli keyrði. Ég solo mio sönginn þinn sá hvorki né heyrði. Þær vísur sem Sigmundur fékk í brag Erlings voru á þessa leið: Simbi æði sýnist mjór, svona hálfur maður, Í eigin huga alltaf stór alltaf sjálfur glaður. Þó að grannur þyki hann það ei sakað getur, sálin dygði í meðalmann, máske heldur betur. Eitthvað yrði minna að gera í sláturhúsum landsins ef ekki kæmu til fjallskil manna og eftirleitir. Í eftirsafni orti Þórður Kárason á Litla Fljóti: Drjúgum jóar teygja tær traust með hófa blökin, nokkrir menn með tíkur tvær tóku að hirða rökin. Almennt held ég að það hafi verið húsfreyj- um nokkurt metnaðarmál að nesta fjallmenn sína nokkuð rausnarlega ásamt því að leitapel- inn þótti sjálfsagður og gat raunar verið nauð- synlegur ef menn lentu í vondum veðrum en raunar því aðeins að notkun hans væri mjög í hóf stillt. Um einhverja samferðamenn sína í leitum kvað Þórður Kárason: Skildi þetta ganga greitt þó gott sé í meðlætinu vilja rommið aðeins eitt en ekki neitt af hinu. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Afmælistónleikar Haffa á Brennistöðum Héld tombólu fyrir RKÍ Þessi duglegu krakkar; Bergþóra Edda, Anna María, Kara Líf og Árni Daníel gengu í hús á Akranesi og seldu myndir sem þau teiknuðu sjálf. Söfnuðu þau 4.922 krónum og færðu RKÍ á Akranesi. „Rauði krossinn á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir framlagið,“ segir í tilkynningu. mm Segir rangt að ekki sé til lausn við álfta­ og gæsaplágu Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um vanda bænda vegna ágangs gæsa og álfta á tún- um og í kornrækt. Ítrekað hef- ur komið fram að ekki sé til lausn við vandanum. Jónas Björgvinsson framkvæmdastjóri Fuglavarna.is segir þetta rangt. „Við erum með vistvænan búnað sem heldur gæs- um og álftum frá kornökrum og túnum á mannúðlegan hátt. Það er ekki þörf á að skjóta fuglana. Bún- aðurinn virkar vel þar sem hann spilar aðvörunarhljóð fuglanna sjálfra og því venjast fuglarnir ekki búnaðinum. Fuglanir skynja að það sé hætta á ferðum, treysta á sína eðlisávísun og forða sér. Þess vegna er ekki hægt að líkja búnað- inum okkar við gasbyssur, fugla- hræður eða að skjóta á þá sem eru skammvinnar lausnir,“ segir Jónas. Hann segir að með þessari lausn sé hægt að halda fuglunum frá kornökrum og túnum allan sólar- hringinn án þess að skaða fuglana. „Margir bændur eru með bún- að frá okkur og hefur hann reynst vel. Jafnframt eru fjölmörg sjáv- arútvegsfyrirtæki, hafnir og bæj- arfélög með búnaðinn og er fólk mjög ánægt með hann,“ segir Jón- as. Hann kveðst undrandi á frétta- flutningi um vandann og að ekki sé til lausn í ljósi þess að viðtöl við sig hafa m.a. birst í Bænda- blaðinu, Skessuhorni og í Landan- um á RUV. „Það kemur því nokk- uð á óvart að bændur virðast ekki vita af okkar lausnum né aðrir fjöl- miðlar,“ segir Jónas. Hann segir búnaðinn hafa ver- ið í notkun í yfir 25 ár í Bretlandi með góðum árangri. Framleiðandi búnaðarins er leiðandi í heimin- um í fuglavarnabúnaði sem bygg- ir á fyrrnefnum hljóðbúnaði. Bún- aðurinn hefur verið notaður um árabil út um allan heim í landbún- aði t.d á vínekrum og kornökrum. Fyrir utan landbúnað og sjávarút- veg er búnaðurinn jafnframt not- aður t.d. á golfvöllum, íþróttaleik- vöngum og mörgum alþjóðleg- um flugvöllum s.s. Gatwick, Heat- hrow og Schiphol. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.