Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Reksturinn innan fjárhagsáætlunar BORGARBYGGÐ: Á fund byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir samanburð á rekstri sveit- arfélagsins við fjárhagsáætl- un eftir fyrstu átta mánuði árs- ins. Þar kom fram að í heild er rekstur innan fjárhagsáætlunar en nokkrir liðir þurfa sérstakr- ar athugunar við. Byggðarráð- ið ítrekaði á fundinum að for- stöðumenn séu meðvitaðir um að ekki er heimilt skv. sveitar- stjórnarlögum að fara fram úr fjárheimildum skv. fjárhags- áætlun. Telji þeir að rekstur við- komandi stofnunar standist ekki áætlun er þeim skylt að tilkynna það til skrifstofustjóra eða sveit- arstjóra. –þá Peningum stolið úr heimahúsi AKRANES: Dagana 17. eða 18. október sl., líklega að nætur- lagi, var brotist inn í íbúðarhús á Akranesi og stolið þaðan tölu- verðum fjármunum úr læstum peningaskáp. Að sögn lögreglu var peningaskápurinn brotinn upp. Allir fjármunirnir voru tekn- ir úr skápnum og rótað í skúffum og skápum í húsinu en engu öðru var stolið. Er þetta í annað skipt- ið á tiltölulega stuttum tíma sem það gerist að miklum fjármunum er stolið í innbroti í heimahús á Akranesi. Í bæði skiptin voru fjár- munir í reiðufé geymdir í læstum öryggisskápum sem brotnir voru upp. Rannsóknardeild lögregl- unnar á Akranesi er með málið til rannsóknar og nýtur aðstoð- ar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið er sími hjá lögreglunni 444-0111. Allar upplýsingar verða skráðar sem trúnaðarmál. Af gefnu tilefni vill lögreglan á Akranesi benda á að varsla mikilla fjármuna á heim- ilum getur laðað að innbrotsþjófa og aðra sem að hafa eitthvað mis- jafnt í hyggju. -þá Fimm umferðaróhöpp LBD: Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í lið- inni viku. Þar af þrjú þar sem lítilháttar meiðsli urðu á fólki. Tvö þessara óhappa má rekja til hálku og krapa á yfirborði veg- ar. Þar fyrir utan bárust lögreglu tilkynningar um ákeyrslur á dýr. Um var að ræða þrjár kindur, einn hund og einn ref og var sá síðastnefndi á veginum við Dýr- astaði. Einn ökumaður var tek- inn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í vikunni og 15 öku- menn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku. -þá Stakk af en góm­ aður við göngin AKRANES: Í vikunni var til- kynnt um að bifreið hefði verið ekið á aðra í Mosfellsbæ. Öku- maður hafði farið af vettvangi og ekið í norðurátt. Lögregl- an á Akranesi stöðvaði för um- rædds ökumanns við Hvalfjarð- argöng. Hann reyndist ekki í góðu ástandi og er grunaður um að hafa ekið undir áhrif- um áfengis, kannabis og am- fetamíns. Þá fundust í bílnum nokkur grömm af kannabisefn- um sem grunur leikur á að séu í eigu ökumanns. –þá VÍS endurskoðar þjónustusamninga LANDIÐ: Umboðsmenn á þjón- ustuskrifstofum VÍS á Vesturlandi og víðar um land hafa fengið bréf þar sem þjónustusamningum er sagt upp. Að sögn Björns Frið- riks Brynjólfssonar fjölmiðlafull- trúa VÍS er í gangi endurskoð- un á þjónustuneti VÍS og hefur samningum við umboðsaðila ver- ið sagt upp af þeim sökum. „Þótt fyrirséð sé að einstaka umboðs- aðili hætti að vinna fyrir VÍS er ekki fyrirhugað að skerða þjón- ustu félagsins á landsvísu. Ætlun- in er að ljúka endurskipulagningu þjónustunetsins á næstu vikum,“ sagði Björn Friðrik. -þá Ferskir úr æfingabúðum á Azoreyjum BORGARFJ: Mánudagskvöld- ið 13. október var spilaður tví- menningur hjá Briddsfélagi Borgarfjarðar í Logalandi, líkt og önnur mánudagskvöld um þetta leyti árs. Heiðar og Logi voru nýkomnir úr strangri æfinga- og keppnisferð á Azoreyjum og áttu brúnir og sællegir ekki í vand- ræðum með að knésetja lítt æfða mótherja sína sem setið höfðu heima á köldum klakanum. Skor þeirra var einkar glæsilegt, 62,7%. Næstir þeim komu Jón og Baldur sem virðast vera að ná tökum á „nýja kerfinu.“ Þriðja sætið kom svo í hlut Lárusar og Sveinbjarnar. Aftur mættu spila- unnendur á sama stað, á sama tíma, viku síðar. Nú voru það Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus sem stóðu uppi sem sig- urvegarar, skólastjórarnir fyrr- verandi, Flemming og Sveinn, komu fast á hæla þeirra og þriðju urðu Borgnesingarnir Elín Þór- isdóttir og Guðmundur Arason. Næsta mánudagskvöld verður síðasta upphitunarkvöld fyrir að- altvímenninginn alræmda sem hefst 3. nóvember. Gert er ráð fyrir að hann yfirtaki öll mánu- dagskvöld í nóvember og hið fyrsta í desember, sem ber upp á 1. des. –ij Bændur á Leirárgörðum í Hval- fjarðarsveit fögnuðu því með sveit- ungum sínum og gestum um síð- ustu helgi að Bugavirkjun er nú komin í full not og virkjunarfram- kvæmdum að mestu lokið. Reynd- ar hófst raforkuframleiðsla í virkj- uninni um miðjan júlímánuð en þá átti eftir að ganga frá fullnaðar still- ingum á stýribúnaði við túrbínu virkjunarinnar. Það eru bændurn- ir á Eystri- og Vestri - Leirárgörð- um sem sameiginlega byggðu virkj- unina og er áætlað að hún fram- leiði að meðaltali um 40 kílówött. Sú orka á að nægja til lýsingar og reksturs á bæjunum á Leirárgörð- um. Umframorka verður seld inn á kerfi Rarik og bæirnir á Leirár- görðum fá orku miðlað um netið í báðar áttir verði truflanir á fram- leiðslu Bugavirkjunar. Framkvæmdir hófust við virkj- unina síðsumars 2012 og hafa stað- ið síðan með nokkrum töfum sem urðu á framkvæmdum veturinn 2012-13, meðal annars vegna kæru- mála sem upp komu. Túrbína virkj- unarinnar var keypt frá framleið- andanum Clink Hydro í Tékkó- slóvakíu. Hún er knúin með vatni úr miðlunarlóni við Bugalæk sem virkjunin dregur nafn af, en það er aðeins að flatarmáli er nemur ein- um hektara lands. Þá er fallhæð frá stíflu niður í stöðvarhús að túrb- ínu um 36 metrar. Með aflsetningu á Bugavirkjun er að baki margra ára barátta bændanna á Eystri- og Vestari - Leirárgörðum. Þeir voru lengi búnir að hafa augastað á því að virkja Bugalækinn en ýmiss ljón urðu á veginum til að fá endanlegt samþykki fyrir virkjuninni. þá Hálka og snjóþekja var víðast hvar á vegum á Vesturlandi og Vest- fjörðum í gærmorgun þegar lands- menn risu úr rekkjum. Meðfylgj- andi mynd var tekin á bílastæðinu við skrifstofu Skessuhorns á Akra- nesi. Meiri snjór og erfiðari færð var þó um norðan- og norðaustanvert landið. Talsverð hálka myndaðist strax á götum þéttbýlisstaða og upp til heiða á vestanverðu landinu var enn meiri snjór. Miklar annir voru og biðraðir viðskiptavina myndaðist strax um morguninn á dekkjaverk- stæðum. Hjá N1 á Akranesi varð um níuleytið um morguninn biðlisti upp á hálfan annan vinnudag og allt brjálað að gera, eins og einn starfs- maðurinn orðaði það. mm Landsmenn vöknuðu upp við snjó og hálku Stjórnkerfi virkjunarinnar. Bugavirkjun tekin formlega í notkun Bændurnir Magnús Hannesson á Eystri-Leirárgörðum og Marteinn Njálsson á Vestri-Leirárgörðum með tertusneið í tilefni dagsins. Stífla Bugavirkjunar en miðlunarlónið er aðeins að flatarmáli sem nemur einum hektara lands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.