Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Guðlín Erla Kristjánsdóttir, eða Erla eins og hún er jafnan kölluð, hefur búið í Borgarnesi í 35 ár. Hún lauk nýverið jógakennara- námi frá Jógasetrinu, þar sem hún lærði svokallað Kundalini jóga, sem er elsta tegund jóga í heimin- um og kallað jóga vitundarinnar. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Mávakletti hjá Erlu og spjallaði við hana um jógakennaranámið, lífið og tilveruna. Börnin það dýrmætasta sem lífið lánar Þegar blaðamann bar að garði kemur fallegur dalmatíuhundur hlaupandi á móti gesti, dillandi skottinu. Erla býður inn í nota- legan bílskúrinn, sem hefur nýlega verið innréttaður sem jógasalur. Það fyrsta sem tekið er eftir þegar inn er komið er góður ilmur, eins konar blanda af reykelsi og salvíu. Í salnum er þægileg birta, hlýtt og notalegt og við Erla setjumst nið- ur með heitan tebolla. Hún segir að hún og Hálfdán Þórisson, eig- inmaður hennar, hafi byggt húsið þar hafi þau búið síðastliðin þrjá- tíu ár. „Ég kem upprunalega frá Reykjavík en flutti í Borgarnes 1979. Ég ætlaði nú bara að vera hér í eitt ár,“ segir Erla og brosir. Þau hjónin eiga fjögur uppkomin börn; Kristján, Júlíönu, Sigurstein og Ísak. „Þau eru auðvitað það dýrmætasta sem lífið gefur eða lánar. Ég er að reyna að segja að ég eigi ekki börnin, þau eiga sig sjálf þegar upp er staðið. Svo eig- um við þrjú barnabörn og hund- inn Depplu,“ segir Erla og á við dalmatíutíkina blettóttu (hún tek- ur það sérstaklega fram að Deppla skuli skrifað með tveimur pé-um). Erla og Hálfdán verða ein í hús- inu í vetur ásamt Depplu, í fyrsta sinn frá því þau fluttu inn í það. Erfitt en skemmtilegt Erla vann lengst af í apótekinu í Borgarnesi, þar sem hún starfaði sem lyfjatæknir í þrjátíu ár. Hún bætti við sig sjúkraliðanámi 2008 og lauk stúdentsprófi 2013. Í dag starfar hún sem lyfjatæknir og sjúkraliði á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Brákarhlíð. „Frá því ég flutti hingað hef ég alltaf starfað annað slagið á Brákarhlíð, þó svo að starfsaldurinn þar telji ekki mik- ið í árum. Ég tók aukavinnu þar í gegnum árin og mér hefur alltaf þótt gott að vinna þar.“ Hálfdán er bifvélavirki og rekur bifreiða- verkstæðið Bílabæ í Borgarnesi. Hann var lengi vel með aðstöðu í bílskúrnum sem í dag er jógasetur en verkstæðið er við Brákarbraut. Þau hjónin breyttu bílskúrnum fyrir stuttu og Erla opnaði Yoga Mahan í haust. En hvernig datt henni í hug að demba sér í jóga- kennaranám? „Þetta kom bara til mín. Ég hafði verið með sjálf- stæðan atvinnurekstur en var hætt því og fannst erfitt að slíta mig frá því. Ég hef alltaf haft áhuga á jóga frá því ég man eftir mér og hef stundað jóga af og til, þegar boð- ið hefur verið upp á það í Borgar- nesi. Ég rakst svo á þessa auglýs- ingu á netinu fyrir algera tilviljun og þar með kviknaði forvitni mín á þessum fræðum. Ég er búin að græða mikið á þessu námi og hef lært mikið. Þetta er það besta sem ég hef gefið mér í lífinu. Þetta var erfitt en skemmtilegt,“ segir Erla. Var á réttum stað Kennslan í Jógasetrinu fór fram í mánaðarlegum lotum. Tímar byrjuðu klukkan 6 á morgnana og voru allt upp í tólf tíma á dag, í fjóra til fimm daga í senn. Nem- endurnir voru 23 talsins, þar af þrír karlmenn. „Ég þekkti eng- an þegar ég byrjaði. Í fyrsta tím- anum var spiluð tónlist og við lát- in ganga í hringi. Svo var tónlist- in stoppuð og þá stóðum við fyr- ir framan hvert annað og áttum að taka stutt spjall og kynna okk- ur. Fyrsti maðurinn sem stopp- aði fyrir framan mig hét Hálf- dán, eins og maðurinn minn. Næsta manneskjan sem ég stopp- aði hjá hét Júlíana, líkt og dóttir mín. Þetta eru bæði frekar sjald- gæf nöfn og mér fannst því fjöl- skyldan vera með mér þarna. Ég hugsaði: Hér á ég að vera, ég er á réttum stað,“ segir Erla og brosir. Hún segir námið hafa verið mjög lærdómsríkt og fékk hún áhuga á andlegum málefnum í kjölfarið. „Jóga kemur inn á margt í lífinu. Hvernig maður virkar í samfé- laginu og svo margt annað. Þetta spinnur allt saman. Hvernig á að vera jákvæður og hvernig á að lifa í núinu, sem er gott í þjóðfélagi sem er á ógnarhraða.“ Hún seg- ist ekki hafa farið oft í hugleiðslu áður en í dag hugleiðir hún oft, og lengi í senn. „Í náminu áttum við fyrst að hugleiða í þrjár mínútur. Svo myndi það stigmagnast og fljótlega yrði hugleiðslan 62 mín- útur. Þegar það var sagt þá hugs- aði ég með mér að það yrðu mörg ár í það að ég gæti hugleitt svo lengi. Mér fannst þrjár mínútur heil eilífð! En í næstu lotu, mán- uði síðar var farið í 62 mínútna hugleiðslu. Það var ótrúleg upp- lifun að kyrja möntru í svo lang- an tíma,“ útskýrir Erla. Hún segir að lengsti tími sem æskilegt er að vera í hugleiðslu í einu séu tveir og hálfur tími. „Það er eitthvað sem ég hef ekki enn gert. En hver veit hvað kemur til manns?“ Hefur öðlast innri ró Erla segir að möntur séu mikið notaðar í Kundalini jóga. Mantra er endurtekning orða eða hálf- gerður söngur og er notuð til að róa hugann. „Ég nota möntrurnar mikið í hugleiðslunni, finnst þær hjálpa. Ég er hálf ofvirk, þarf að vera að gera svo mikið og hug- urinn oft á reiki. Ég finn mikinn mun sjálf, bæði á líkama og sál. Hef öðlast mikla innri ró, þetta hefur gert mér rosalega gott.“ Hún segir að orðið „man“ þýði hugur en „tra“ þýði frelsi. „Þetta þýðir því frelsi hugans. Möntrur eru notaðar til að frelsa hugann frá þeim 1000 til 1500 hugsunum sem herja á þig á hverri mínútu. Með þeim kyrrum við hugann, því ef þú fylgir möntrunni er hug- urinn ekki reikandi. Orðið yoga þýðir aftur á móti sameining. Í Kundalini jóga er verið að sam- eina hug, sál og líkama með stöð- um og hugleiðslum. Þetta er því meira en bara stöður og teygjur.“ Stappað í pollum í hvítum fötum Í sumar fór Erla til Frakklands á stærstu Kundalini jóga hátíð sem haldin hefur verið. Hún átti einn hluta námsins eftir, sem kallast „White tantra“ og hafði mögu- leika á að klára það á þessari hátíð. „Við fórum saman fjórar jógasyst- ur með bakpokana okkar og vor- um í ellefu daga á svæðinu. Svæð- ið er úti í náttúrunni, í kyrrð fjarri byggð fyrir utan París. Þar gisti ég í tveggja manna tjaldi.“ Á hátíð- inni voru þrjú þúsund manns sam- ankomin og var þetta eins konar jóga-útihátíð. Vaknað var klukkan fjögur á nóttunni og tekið svokall- að „sadhana“, morgunástundun jógans, í tvo og hálfan tíma. „Svo fengum við morgunmat, súpu með kartöflum, rauðrófum og gulrót- um. Við fengum sömu súpuna alla morgna. Dagskráin stóð frá 10 til 16 alla dagana, þar sem boðið var upp á ýmis námskeið, tónlist, möntrur, jógatíma, hugleiðslur og fyrirlestra. Síðdegis fengum við svo sömu baunakássuna á hverjum degi.“ Á fimmta degi var komið að þeim hluta námsins sem Erla átti eftir að klára. White tantra er hugleiðsla, þar sem tveir og tveir vinna saman og þurfti Erla að taka þátt í því í einn dag, en hún tók þátt í þrjá daga. „Þarna vorum við samankomin 2000 manns inni í tjaldi. Allir voru hvítklæddir því í Kundalini jóga eru hvít föt sögð hafa góð áhrif á fólk og gera gott fyrir áruna. Setið var hné í hné í lótusstellingu og var hugleiðslan fimm sinnum á dag, í 62 mínútur í senn, í þrjá daga í röð. Þetta var svakalega erfitt, með því erfiðasta sem ég hef gert. Á þriðja deginum gerði svo skýfall, þrumur og eld- ingar. Tjaldið fór að leka og það varð hálfgert flóð inni í tjaldinu. Það þurfti því aðeins að breyta síðustu hugleiðslunni og þá stóð- um við og stöppuðum í pollunum í hvítum fötunum,“ útskýrir Erla og segir þetta hafa verið mjög sér- staka upplifun. Lærið endist lengur Í Frakklandi fékk Erla sama mat- inn í ellefu daga. Hún segir að þrátt fyrir það hafi hún ekki feng- ið ógeð á matnum. „Ég vissi af þessu fyrirfram og hafði tek- ið með mér harðfisk og ýmislegt góðgæti í nesti, en ég kom með það allt aftur til baka.“ En hefur mataræði Erlu breyst eftir að hún fór að stunda jóga? „Já, ég verð að segja það. Ég hef samt alltaf spáð í hvað ég hef borðað. Ég er mik- ill sælkeri og finnst sælgæti gott. Ég drakk kók áður en ég er hætt því núna.“ Þremur mánuðum eft- ir að Erla byrjaði í náminu ákvað hún að hætta að borða í 40 daga. „Það er sagt að það taki 40 daga að brjóta upp venjur okkar og að það taki 90 daga að búa til nýjar venjur. Að festa nýja vanann í sessi tekur 120 daga og eftir 1000 daga verði maður meistari í nýja van- anum. Ég byrjaði því á þessum 40 dögum en mig hefur bara ekki langaði í kjöt eftir það.“ Erla seg- ist samt ekki vera hætt að borða kjöt fyrir fullt og allt, heldur sé hún bara að hvíla sig á því, þar til annað kemur í ljós. Í staðinn borð- ar hún baunir og fisk. „En ég elda ennþá kjöt, maður má ekki þvinga aðra í eitthvað svona. Hálfdán fær því sitt kjöt ennþá, lærið endist honum bara lengur!“ Hún segist hafa fundið mikinn mun um jól- in í fyrra, þegar hún borðaði hnet- usteik í fyrsta sinn um jólin. „Jól- in hafa alltaf verið mér hálf ónýt. Allt þetta saltaða og reykta kjöt gaf mér bjúg og vanlíðan. Í fyrsta sinn leið mér vel á jólunum,“ út- skýrir hún. Jóga er fyrir alla Erla segir alla geta iðkað jóga. Hún kennir til að mynda eldri borgurum í Borgarnesi jóga í blokkinni við Borgarbraut 65. „Í fyrsta tímanum átti ég von á tíu til tólf manns. Ég raðaði stólum fyr- ir þrettán manns en það var hvergi nærri nóg því það mættu 29. Eftir það hafa alltaf komið yfir tuttugu Segir iðkun jóga vera fyrir alla Rætt við G. Erlu Kristjánsdóttur jógakennara í Borgarnesi Erla Kristjánsdóttir ásamt tíkinni Depplu. Erla í jógastöðu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.