Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Side 4

Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014 Hafa misst leikskólapláss vegna skuldar Ríkur vilji til að semja um vangoldnar skuldir Það heyrir til undantekninga að foreldar missi leikskólaplássin vegna skuldar en því miður þá kemur það fyrir þar sem viðkomandi forráðamenn hafa ekki samið eða gert upp skuldina. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi fræðsluráðs þann 15. desember sl. um það hvort og þá hversu mörg börn í Hafnarfirði njóti ekki leikskóla vistar eða dvalar á frístunda heimili vegna vangoldinna vist unar gjalda. Í þetta sinn var svar sent út degi eftir fyrirspurnina en ekki beðið eftir næsta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkferlum vegna innheimtu hjá Hafnarfjarðarbæ sem fram koma í samningi um leikskólagjöld sem finna má á heimasíðu bæjarins undir leik­ skólar segir að ef tveir gjald dagar eru ógreiddir fer af stað upps­ agnarbréf vegna vangold inna skulda. Langflestir bregðast þá strax við og ganga frá eða semja um skuldina. Ef ekkert er gert missa viðkomandi forráða menn leikskólaplássið. Þegar uppsagnarbréfið er sent út er leitað til Fjölskyldu þjón­ ustunnar sem fer yfir hvort að það sé ástæða til að stíga inn með einhverjum hætti. Sama verklag er viðhaft hvað varðar frístunda­ heimilin. Það hefur verið unnið eftir þessu fyrirkomulagi í meira en áratug – engar breytingar hafa verið gerðar frá því sem verið hefur. Öll eigum við okkar minningar tengdar jólum og jólahaldi. Minningar sem við tökum áfram með okkur út í lífið, hefðir sem við gerum að okkar og blöndum saman við jólahefðir annarra sem við eigum samleið með í lífinu, hefðir sem margar hverjar lifa kynslóð fram af kynslóð. Sömu smákökurnar sem alltaf eru bakaðar fyrir hver jól, malt og appelsínið, hangikjötið og rauðkálið, rjúpurnar, jólatréð, pakkarnir og jólakortin sem lesin eru yfir kaffi­ bollanum á aðfangadagskvöld allt þetta, og meira til, ómissandi hluti af jólahefðunum. En það sem mestu máli skiptir er samveran með fjöl skyldunni og vinum. Í mínum huga eru jólin tími til að staldra við og njóta samvista með mínum nánustu. Tíminn hefur þá tilhneigingu til að týnast og þegar maður eldist þá er ekki síst notalegt að fá tækifæri til að upplifa jólin í gegnum barnslega gleði barnanna í fjölskyldunni. Jólunum fylgir ljós i margþættri merkingu, ljós sem færir birtu inn í líf okkar og ljós sem lýsa upp umhverfið okkar. Aðventan er tími útaf fyrir sig, tími þar sem við kveikjum ljós í trjám og gluggum, ljós sem lýsa upp skamm­ degið og um leið færa þau okk ur vonandi birtu og frið. Á aðventunni árið 1904 var í fyrsta skipti kveikt á rafmagnsljósum í nokkrum húsum hér í Hafnarfirði þegar fyrsta almenningsrafveitan var sett af stað þann 12. desember það ár, af þúsundþjalasmiðnum Jóhannesi Reyk dal. Dagur sem markaði þáttaskil ekki bara í sögu bæjarins heldur í sögu þjóðarinnar. Ljósin vöktu mikla athygli og Jóhannes annaði ekki eftirspurn eftir þeim og tveimur árum seinna hafði hann reist nýja rafstöð ofar í læknum, upp við Hörðuvelli, rafstöð sem gat séð öllum bænum fyrir ljósum. Það er því vel við hæfi, nú þegar það eru ljós í hverjum glugga, að minn ast þessa tíma þar sem ljósin þóttu ekki eins sjálfssögð og þau eru í dag og um leið að minnast þeirra sem fallnir eru frá. Við skulum líka muna að jólin geta verið mörgum erfið af margvíslegum ástæðum. Kvíði og sorg skyggir á ljósið og mikilvægt er að huga vel að þeim sem eru í kringum mann og þegar vel er leitað er alltaf hægt að finna eitthvað til að þakka fyrir. Og það er tími til að þakka. Vil ég þakka ykkur fyrir hve vel hefur verið tekið á móti mér hér í Hafnarfirði, þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu öfluga og kraftmikla samfélagi sem Hafnar fjarðarbær er. Það er búið að vera mjög skemmti­ legt að upplifa aðventuna hér í Hafnarfirði og fá tækifæri til að taka þátt í að tendra ljós á vinabæjartrjánum okkar og upplifa þá gleði sem jólaþorpið okkar færir bæjarbúum en þorpið er orðið æ stærri þáttur á aðventunni bæði fyrir Hafnfirðinga sjálfa og gesti þeirra. Þorpið gegnir líka mikilvægu hlutverki í undirbúningi jólanna, skap­ ar skemmtilega og jákvæða umgjörð um miðbæinn, verslun og þjónustu og um leið styrkir það ímynd okkar sem Jólabærinn Hafnarfjörður. Jólabærinn sem einu sinn lét jólin fram hjá sér fara. Sagan, sem margir Hafnfirðingar þekkja sem Jólin sem hurfu Hafnfirðingum segir frá því þegar jólahald bæjarbúa fór úr skorðum jólin 1901. Rétt áður en kirkju klukk­ urnar hringdu inn jólin í Garðakirkju, sem þá var sóknarkirkja Hafnfirðinga, kom laskað saltskip inn í höfnina og kastaði þar akkerum. Klukkan sex á jóladagsmorgun voru menn mættir til að bjarga dýrmætum farminum og var unnið sleitulaust báða jóladagana. Síðan þá hafa jólin 1901 verið í minningunni, jólaminningunni, falleg jólasaga um jólin sem hurfu Hafn­ firðingum. Að lokum langar mig til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Haraldur L. Haraldsson. Tími til að staldra við Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar SKÖTUVEISLA Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.des 2014 til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra komna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið tíma í síma Hraunkots 565 33 61 eða á hraunkot@keilir.is Gleðileg Jól unglinga- og afreksstarf Keilis. KEILIS Á ÞORLÁKSMESSU Vil ég þakka ykkur fyrir hve vel hefur verið tekið á móti mér hér í Hafnarfirði, þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu öfluga og kraftmikla samfélagi sem Hafnarfjarðarbær er. Á göngustíg Ökumaður þessa bíls gat ekki beðið lengur og ók eftir göngustíg í undirgöng við Öldugötu. Á myndinni má sjá hann munda kaðla en hann hugðist draga frá stólpa sem hindra eiga slíka umferð.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.