Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014
Arion banki óskar viðskiptavinum sínum
og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Ó, Jesúbarn, þú kemur nú í nótt,
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn, þú kemur undrahljótt,
í kotin jafnt og hallir fer þú inn.
(Sb. 75 – Jakob Jóhannesson Smári)
Senn verður heilagt, jólahátíðin
gengur í garð. Við væntum þess þá að
fá að eignast hlut í hinu heilaga,
skynja og finna frið og fögnuð í sálu
og sinni, sem er hluti af því sem er
mest og æðst alls sem er, hluti af eilífð
Guðs.
Jólin eru kærleikshátíð, og grund
völlur þess kærleika er elska Guðs til
okkar manna og allrar sköpunar sem
birtist í Jesú Kristi, lífi hans og
boðskap. Allir menn hafa ríka þörf
fyrir að elska og vera elskaðir, gefa og
þiggja og á aðventu og um jól tökum
við frá meiri tíma en venjulega til að
gleðja ástvini og samferðarfólk. Við
heimsækjum einmana og sjúka og
styðjum bágstadda framar venju.
Þannig kveikir jólahátíðin einstaka
kærleiksglóð í hjörtum okkar enda
skynjum við og vitum að í þeim
kærleika sem hátíðin er grundvölluð á
er að finna rót þeirrar gleði og friðar
sem við sækjumst eftir að eignast.
Flestir hrífast með boðskap hátíðar
innar og vilja hefja á loft þann kyndil
ljóss og friðar sem Guð hefur tendrað
á meðal okkar. Það ljós er svo sterkt
að það getur útrýmt myrkri harð
neskjulegs tals úr lífi manna, rekið á
braut hranalegt viðmót, ósætti og
illvilja, en skapað samhug, góðvild og
hlýhug manna á milli. Þakkarvert er
hve margir leggja boðskap aðventu og
jóla lið með margvíslegum hætti. Það
á ekki síður við um börnin en hina
fullorðnu, en börnin láta ekki sitt eftir
liggja fái þau tækifæri og hjálp til að
gleðja aðra eins og greint hefur verið
frá hér í þessu blaði. Hjálparstofnanir
liðsinna þurfandi nú fyrir hátíðina
eins og undanfarin ár og kalla eftir
stuðningi okkar við sitt mikilvæga
starf. Því kalli skulum við einnig
hlýða. Dýrustu og mikilvægustu
jólagjafir okkar eru þó ekki fólgnar í
því sem við látum af hendi af verald
legum gæðum okkar. Þær eru fólgnar
í því sem við gefum af ríkdómi
hjartans og birtast í því að við gefum
af dýrmætum tíma okkar, sýnum
hvert öðru tillitssemi og hjálpsemi,
brosum og tölum hlýlega hvert til
annars. Slíkar gjafir geta allir gefið
óháð efnahag, aldri eða ytri aðstæðum.
Á aðventu og um jól og áramót eru
margar hátíðarstundir í kirkjum
bæjarins. Svo er einnig í Hafnar
fjarðarkirkju þar sem því er fagnað nú
í desember að ein öld er liðin frá
vígslu hennar. Sá skari er stór sem
hefur komið í það fagra musteri í eitt
hundrað ár, sótt sér uppbyggingu og
endurnæringu í boðskap Jesú Krists
og fengið blessun og styrk í gleði sem
sorg.
Þessi fagnaðarboðskapur hljómar til
okkar allra á komandi jólahátíð eins
og hann hefur hljómað til mannkyns í
aldir, gleðitíðindin um Drottinn Guð
sem þekkir okkur hvert og eitt, líf og
líðan, og vitjar okkar í Jesú Kristi.
Aðstæður okkar manna eru ólíkar nú
á jólahátíð sem endranær, en hlið við
hlið stöndum við sem hirðarnir á
Betlehemsvöllum forðum og hlýðum
á boðskapinn. Í undrun fóru þeir og
sáu það sem gjörst hafði og Drottinn
hafði kunngjört þeim. Við jötu hins
nýfædda barns í Betlehem eignuðust
þeir hlut í hinu heilaga. Drottinn gaf
þeim þann frið og fögnuð í hjarta sem
heimurinn gat hvorki gefið né frá
þeim tekið.
Guð gefi að við fáum séð og skynjað
það sem mannkyni er boðað á
fæðingarhátíð frelsarans, eignast hlut
deild í hinu heilaga. Guð gefi okkur
gleði og frið á helgri jólahátíð.
Já, þakka, sál mín, þú,
þakka og lofsyng nú
fæddum friðargjafa,
því frelsari er hann þinn,
seg þú: ‚Hann skal hafa
æ hjá mér bústað sinn,
vinur velkominn.
(Sb. 88 – Björn Halldórsson)
Sr. Jón Helgi Þórarinsson
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkikju:
Að eignast hlut í hinu heilaga