Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Side 26

Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Side 26
26 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014 framundan er sjávarréttardagur Eldborgar sem fer fram 28. febrúar nk. í Hamarssal í Flens­ borgarskóla, ágóði fer í styrktar­ sjóð Eldborgar sem rekur líka auglýsingaskiltið við Fjörð. Styrkir eru vettir til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana. Úttekt á íþróttastyrkjum Hafnarfjarðarbær hefur feng­ ið R3 ráðgjöf til að greina fyrirliggjandi samninga við íþróttafélög, gera samantekt yfir framlög bæjarins sl. 10 ár og að gera tillögu að nýju samningsformi við íþrótta­ félögin. Skoða á form viðlíka samninga hjá Kópavogsbæ en þar eru gerðir tvennskonar samningar við hvert félag, annarsvegar samn ingur um rekstur íþrótta mannvirkja og hinsvegar samn ingur um framlög sem tengjast fjölda iðkenda hjá hverju félagi. Þá á að bera saman styrkina við framlög annarra sveitarfélaga og að vinna þarfa greiningu á viðbótar íþrótta aðstöðu íþrótta­ félaganna. Hafist verður strax handa við verkefnið og áætlað er að það taki um einn og hálfan mánuð. Áætlaður kostnaður við þessa aðkeyptu vinnu eru tæpar tvær milljónir kr. með vsk. Bæjarráð samþykkti að fara í þessa vinnu á fundi sínum í síðustu viku. TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, vefur: www.tollur.is Við verndum samfélagið og tryggjum ríkinu tekjur Traust - Samvinna - Framsækni tollur.is Breyting á fyrirkomulagi við innheimtu opinberra gjalda Orðsending til skattgreiðenda með lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarrði vegna breytinga á fyrirkomulagi við innheimtu skatta og gjalda til ríkisins Vakin er athygli á að frá og með 1. janúar 2015 mun Tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs. Frá og með þeim degi geta þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ekki lengur greitt skatta og gjöld hjá sýslumönnum í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll afgreiðsla og þjónusta vegna innheimtunnar til Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Fyrrgreint á einnig við um innheimtu álagninga fyrri ára. Í samræmi við stefnu Tollstjóra mun embættið leitast við að veita íbúum á höfuðborgar- svæðinu faglega og góða þjónustu. Bent er á að allar nánari upplýsingar, m.a. um bankareikninga, má finna á vef Tollstjóra tollur.is og í síma 560-0300. V E I T I N G A S T A Ð U R • Ó S E Y R A R B R A U T 2 • 5 6 5 1 5 5 0 Minnum á okkar geysivinsæla skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu. Í boði verður kæst skata, saltfiskur, plokkfiskur, síld og fl. Verð kr. 3.200,- Með jólakveðju frá starfsfólki Kænunnar Skötuhlaðborð á Þorláksmessu Kiwanisklúbburinn Eldborg 45 ára Kiwanisklúbburinn Eldborg Hafnarfirði var stofnaður 27. nóvember 1969. Þann 29. nóvem ber sl. héldu Eldborgar­ félagar afmælis­ og jólafund með eigin konum og gestum. Meðal gesta voru Gunnlaugur Gunn laugsson umdæmisstjóri Kiwanis á Íslandi, Magnús Eyjólfsson svæðis stjóri Ægis­ svæðis, Ás mundur Jónsson forseti Kötlu Reykjavík, Guðjón H. Ingólfsson forseti Hraun­ borgar, Dröfn Sveinsdóttir frá­ farandi um dæmisstjóri og félagi í Sólborg. Eiginkonum látinna Eldborgar félaga var boðið eins og venjan er á jólafundum. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Hjallasókn flutti jóla­ hugvekju. Eldborgarfélagar og gestir áttu góða kvöldstund saman með góðum hátíðarmat og ýmsum úppákomum. Forseti Eldborgar er Guðlaugur Ævar Hilmarsson. Haldnir eru almennir fundir annan hvern miðvikudag með ræðumanni og eru gestir vel­ komnir. Stóra verkefnið sem er Þeir fengu aldursviðurkenningar f.v.: Guðlaugur Ævar Hilmars son forseti, Valgarð Sigmarsson 35 ár, Sigurður Guðmundsson 40 ár, Hans Kragh Júlíusson 45 ár, Andrés Magnússon stofnfélagi, Sigurbergur Sveinsson stofn félagi, Hjörtur Laxdal Gunnarsson 25 ár og Sigurjón Stefánsson 25 ár.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.