Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 8
S íðan Ísraelsríki var stofnað árið 1948 hafa Bandaríkin verið helsti stuðn-ingsmaður þess. Hvers vegna? Það hafa reyndar komið nokkur frávik frá þessum stuðningi, eins og til að mynda í Suez-deilunni, en stuðningurinn hefur far- ið vaxandi með árunum. Það er að hluta til vegna þess að Ísrael skilgreinir sig inn í hið vestræna módel, sem kapítalískt lýðræðis- ríki og er eina ríkið í Mið-Austurlöndum sem gerir það. Með því að rækta þessi nánu tengsl við Ísraelsríki þá hafa Bandaríkin stutt svokallaða „tveggja stöpla stefnu“ , en það er utanríkisstefna sem byggir á því að eiga alltaf tvo bandamenn í Mið-Austur- löndum. Ávinningurinn hefur verið gagn- kvæmur þar sem bæði ríkin hafa hagnast á sambandinu. Bandaríkin fluttu mat og aðr- ar nauðsynjar til Ísraels, sem var umkringt óvinum og því einangrað. Og Bandaríkin settu upp herstöðvar og flugmóðurskip í Ísrael til að tryggja stöðu sína á svæðinu.“ Eftir kalda stríðið hafa Bandarík- in haldið fjárhagslegum stuðningi við Ísrael áfram og segir Silja Bára aðallega tvo þætti spila þar inn í. „Í fyrsta lagi er það almennings- álitið, bæði kristinna bókstafs- trúarmanna sem trúa því að gyð- ingar eigi rétt á því að setjast að í fyrirheitna landinu og svo þeirra bandarísku gyðinga sem styðja Ísrael. Þessir tveir hópar settir saman mynda meirihluta kjósenda í Bandaríkjunum. En það er rétt að taka það fram að allra hörðustu stuðnings- menn Ísraels í Bandaríkjunum eru kristnir bókstafstrúarmenn, á meðan ungir gyðing- ar hafa verið mjög gagnrýnir á Ísrael.“ „Í öðru lagi er það AIPAC (Amercan Israeli Public Affairs Committe) en það er mjög öfl- ugur ísraelskur þrýstihópur í Bandaríkjun- um sem hefur gífurlega mikil áhrif á útkomu stjórnmála. Það þorir enginn að ganga í al- vöru gegn þeim. Þegar Obama var að keppa við Hillary Clinton um tilnefninguna til for- setaframbjóðanda þá daðraði hann mjög mik- ið við Palestínumenn en um leið og hann var búinn að fá meirihluta og ljóst var að hann myndi vinna, þá mætti hann á fund hjá AI- PAC og hélt ræðu þar sem hann lofaði sam- band Bandaríkjanna og Ísrael.“ Í umræddri ræðu, sem Obama hélt á fundi ísraelska þrýstihópsins þann 5.júni 2008, sagði hann meðal annars; „Ameríkanar og Ísraelar eiga það sameiginlegt að trúa á framtíðina, að trúa því að lýðræðisríki geti mótað sín eigin örlög og að allir þegnar skuli standa jafnir fyrir lögum lýðræðisins.“ Er Ísraelsríki ekki að fjarlægjast þessi sameigin- legu gildi? Nálgast stjórnarhætti einræðisríkis „Jú, og þess vegna er mjög áhugavert að fylgjast með því hvað muni gerast núna. Ísra- el er að nálgast mjög hratt stjórnarhætti ein- ræðisríkis og hvernig ætla vestræn ríki að bregðast við því? Ísraelar hafa til að mynda neitað Bandaríkjamönnum um öruggan að- gang að Ísrael þar sem margir bandarískir ríkisborgarar eru af palestínskum uppruna. Ísrael er því að mismuna borgurum þrátt fyrir að kalla sig lýðræðisríki. Ísrael er fjöl- menningarríki en samt ekki fyrir alla, bara fyrir hvíta gyðinga.“ Bandaríkin hafa óspart beitt neitunar- valdi sínu innan Sameinuðu þjóðanna sem gerir það að verkum að ráðið getur ekki samþykkt bindandi ályktanir um aðgerðir gegn Ísrael. Þeir voru eina ríkið sem neitaði og kaus gegn rannsókn á stríðsglæpum á Gaza 22. júlí síðastliðinn. Er eðlilegt í ljósi þessa, og þess sambands við Ísrael sem þú hefur lýst, að Bandaríkin spili svo stórt hlut- verk í friðarviðræðunum? „Það er rétt að Bandaríkin hafa ofboðs- legt vald yfir örlögum Palestínumanna. En í þessum samningum verður að vera milli- göngumaður sem báðir treysta og Palest- ínumenn hafa að mörgu leyti ekki annars kosta völ en að treysta Bandaríkjunum þar sem þeir hafa alltaf verið þeir einu sem Ísrael treystir. Núna var Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, að reyna að blanda Tyrkalandi í viðræðurnar, og Katar, sem á í samskiptum við Hamas. Þetta eru ríki sem hafa trúverðugleika gagnvart Pal- estínu. Abbas, forseti Palestínu, hefur átt í þokkalegum samskiptum við Bandaríkin, en auðvitað miklu minni en Netanyahu, forsætisráðerra Ísraels. En ég held að það verði aldrei samningaviðræður án Banda- ríkjanna.“ Stofnanir á borð við Human Rights Watch og Amnesty International hafa bent á tví- skinnunginn sem felist í utanríkispólitík Bandaríkjanna. Þeir leika eitt aðalhlutverkið í friðarviðræðunum en á sama tíma útvega þeir Ísraelsher peninga og vopn til að ráðast á Gaza. Á utanríkispólitík Bandaríkjanna óbeinan þátt í hörmungunum sem eiga sér stað á Gaza? „Já, Ísrael gæti ekki haldið þessu stríði áfram ef ekki væri fyrir stuðning Banda- ríkjanna. En Bandaríkin munu ekki hætta að styðja Ísrael því þeir geta það ekki. Fæst Arabaríki hafa viðurkennt tilverurétt Ísra- elsríkis þannig að ef Bandaríkin hætta að styðja Ísrael þá verða Ísraelsmenn hreinlega réttdræpir á svæðinu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hlíðasmára 3 I 520 3090 I www.bosch.is Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi. Bosch-heimilistæki, borðbúnaður og gjafavara. Líttu inn og gerðu góðu kaup. Eldfimt samband Bandaríkjanna og Ísraels Gagnkvæmur ávinningur hefur hlotist af nánu sambandi Bandaríkjanna og Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin hafa stutt Ísrael með innflutningi og fjárstyrkjum og um leið styrkt stöðu sína í Mið-Austurlöndum. Stuðningurinn hefur ekki minnkað með auknu fjárhagslegu sjálfstæði Ísraelsríkis en á síðasta ári styrktu Bandaríkin Ísraelsher um 3,1 milljarð Bandaríkjadala, sem er hæsta upphæðin frá upphafi. Á sama tíma eru Bandaríkin helsti styrktaraðili UNWRA, flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem hlúa nú að fórnarlömbum Ísraelshers á Gaza og spila stórt hlutverk í friðarviðræðum á svæðinu. Margir hafa bent á þverstæðuna sem í felist í þessum staðreyndum. Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í alþjóðasamskiptum, segir ómögulegt fyrir Bandaríkin að draga sig til hlés. Silja Bára Ómars- dóttir, stjórnmála- fræðingur og sérfræðingur í alþjóðasamskiptum, segir að ef Banda- ríkin hætti að styðja Ísrael gætu afleiðingarnar verið hörmulegar. 8 fréttir Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.