Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 28
H elga Kristjana Bjarnadóttir ein göngustýra hinsegin daga segir eftirvænt- inguna gríðarlega. „Mér sýnist þetta verða frá- bær ganga í ár og mjög margir áhugaverðir hópar sem munu taka þátt. Þar ber hæst að nefna hóp frá Amnesty International og Æsku- lýðssambandi þjóðkirkjunnar sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Það verður mikið um gleði þar sem litir og hamingja ráða ríkjum,“ segir Helga. Ekki er vitað hvort Jón Gnarr komi fram eins og undanfarin ár en Helga segir Dag B. Eggertsson, núverandi borgarstjóra Reykjavík- ur, vera búinn að boða komu sína. „Ég held samt að hann verði ekki í drag-i en það er aldrei að vita,“ segir Helga. Einnig eru fastir liðir í göngunni eins og hópar frá Dragkeppni Ís- lands og sendiráðum Kanada og Bandaríkjanna. „Við gerum ráð fyrir því að gangan taki um einn og hálfan til tvo tíma og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Arnarhóli.“ Einn hópurinn sem tekur þátt samanstendur af tveimur félögum sem vinna saman að sínu atriði. Það eru Ungliðahreyfing sam- takanna 78, og Q – félag hinsegin stúdenta. Þessi hópur hefur unnið lengi að skipulagningu síns atriðis sem ber yfirskriftina Fögnum fjöl- breytileikanum. „Við ætlum að flagga fánum eins margra landa og hópa heimsins og hægt er,“ segir Sigurður Ýmir Sigurjónsson einn forsprakka hópsins og formaður Q-félagsins. „Það eru 25 manns sem eru í atriðinu ásamt um 8 gæsluvörðum sem vernda vagninn á meðan göngunni stendur. Það er mikill metnaður í þessu hjá okkur eins og öllum öðrum sem taka þátt. Eftir- væntingin er gríðarleg.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Göngustýrurnar og kærustuparið, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Helga Kristjana Bjarna- dóttir.  Gay Pride GleðiGanGan í reykjavík á lauGardaG Gríðarlegur metnaður í þátttakendum Gleðiganga hinsegin daga í Reykjavík fer fram á morgun, laugardag. Gangan er hápunktur hátíðarinnar sem staðið hefur frá þriðjudegi. Að venju ríkir mikil leynd yfir öllum þeim atriðum sem hafa skráð sig til leiks í göngunni en um 30 pallar og vagnar hafa tilkynnt komu sína. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur í fullum skrúða í gleðigöngunni 2012. Ljósmynd/Hari Sigurður Ýmir Sigurjóns- son formaður Q-félags hinsegin stúdenta undir- býr gleðigönguna ásamt öðrum þátttakendum. 28 gleðiganga Helgin 8.-10. ágúst 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Ný bók eftir höfund Skugga vindsins Stór og flók i n l ey n da r m á l , h v e nær nær fortíði n a ð ba n k a u ppá? Fangi himinsins er þriðja bókin úr sagnaheimi metsöluhöfundarins Carlosar ruiz Zafón um kirkjugarð gleymdu bókanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.