Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 54
 Sjónvarp Tökur á SenSe8 undirbúnar á ÍSlandi Íslenskir leikarar í þáttum Wachowski-systkinanna Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is Íslenska framleiðslufyrirtækið TrueNorth undirbýr nú tökur á nýj- um sjónvarpsþáttum Wachowski- systkinanna hér á landi. Tökurnar hefjast á næstu dögum. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True- North, vildi ekki tjá sig um þetta verkefni þegar Fréttatíminn leitaði eftir því. Um er að ræða athyglisverða þætti sem Wachowski-systkinin, Lana og Lawrence, gera með J. Michael Strac- zynski. Þættirnir kallast Sense8 og gerast í átta borgum. Netflix hefur þegar keypt réttinn af þáttunum. Ein af aðalpers - ónunum átta er veisluglöð íslensk stúlka. Á tímabili stóð til að íslensk leikkona fær i með hlutverk hennar en svo fór að banda- r í s k l e i k - kona hreppti hnossið. Hins vegar hafa far- ið f ram prufur fyrir íslenska leikara vegna hlutverka í þáttunum. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans liggur enn ekki fyrir hverjir fá hlutverk í þáttunum. Talið er að tökurnar hér á landi standi í eina til tvær vikur. Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að tökuliðið komi aftur í október til að ná íslenskum vetri og norður- ljósunum í mynd. Wachowski-systkinin eru þekkt- ust fyrir að hafa skrifað handrit Matrix-myndanna, V For Vendetta og Cloud Atlas. Wachowski-systkinin, Lana og Lawrence, undirbúa nú tökur á nýjum sjón- varpsþáttum hér á landi í samvinnu við TrueNorth. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty  Fjölmiðlar magnúS geir brýTur niður veggi og núTÍmavæðir rúv Fimm mánuðir eru síðan Magnús Geir Þórðarson tók við starfi útvarpsstjóra. Hann hefur flutt skrifstofu sína úr turni útvarpshússins og vinnur nú að því að brjóta niður veggi milli starfs- fólks og miðla Ríkisútvarpsins. Starfsfólk getur nú slakað á í nýjum sófum undir bláum ljósum. Þ að er verið að gera ýmsar breyt-ingar á starfsemi Ríkisútvarpsins. Hingað er komið nýtt fólk með nýjar áherslur og við erum rétt byrjuð á þessari spennandi vegferð,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fimm mánuðir eru nú liðnir síðan Magn- ús Geir tók við starfi útvarpsstjóra og starfs- fólk RÚV er farið að finna fyrir breyttum áherslum. Fyrsta verkefni Magnúsar var að endurnýja alla yfirstjórn félagsins þegar hann réð inn nýja framkvæmdastjórn sem samanstendur af jafn mörgum konum og körlum. Þá kynnti hann að innlend gæða- framleiðsla yrði sett á oddinn auk þess sem aukin áhersla yrði lögð á barnaefni, öflugri miðlun á netinu, jafnrétti, opið samtal um Ríkisútvarpið og bætta þjónustu við lands- byggðina. Eins og kunnugt er verða efstu tvær hæð- ir Útvarpshússins leigðar út og því hefur Magnús komið sér fyrir á skrifstofu meðal almennra starfsmanna. Samfara þessum breytingum hafa verið sett upp blá ljós í loftin og starfsfólk getur nú slakað á í ný- móðins sófum og við barborð. Enginn er þó barinn, enn sem komið er alla vega. Þykja þessir nýju innanstokksmunir bera smekk- vísi útvarpsstjóra gott vitni. „Fyrst og fremst erum við að gera breyt- ingar á vinnustaðnum til að skapa dýna- mískara og frjórra umhverfi,“ segir Magn- ús Geir um þessar breytingar. Hann segir jafnframt að breytingar á umhverfi starfs- fólksins muni styðja við dagskrárbreytingar sem unnið sé að. „Markmiðið er að nýta betur þann mikla slagkraft sem býr í okk- ar frábæra starfsfólki, auka flæðið á milli fólks og miðla. Nú er búið að brjóta niður veggi og færa fólk saman. Við vonumst til að samtalið verði opnara og vinnustaðurinn skemmtilegri.“ Hitt markmiðið er, að sögn Magnúsar Geirs, fjárhagslegs eðlis. „Við erum að gera miklar breytingar á starfsemi RÚV og miða þær allar að því að sem mest af okkar fjármunum nýtist beint í dagskrá en sem minnst fari í umbúðir eins og húsnæði, tækni og þess háttar. Húsnæðið var einfald- lega óþarflega stórt og dýrt. Því fannst okk- ur liggja beint við að losa þar um. Með því leigja út efstu tvær hæðirnar skapast bæði leigutekjur og rekstrarkostnaður lækkar. Ávinningurinn af því eins og öðrum breyt- ingum nýtist svo til að bæta dagskránna.“ Hvenær má búast við því að landsmenn verði varir við breyttar áherslur nýrra stjórnenda á RÚV? „Það er allt á fleygiferð, skal ég segja þér, og margar breytingar í farvatninu. Einhverjar áherslubreytingar verða þegar sýnilegar þegar haustdagskráin fer í gang en annað hefur lengri meðgöngutíma. Við erum mjög bjartsýn og hlökkum til að kynna fjölbreytta og spennandi vetrardag- skrá í öllum miðlum.“ Hvernig hefur starfsfólk tekið þessum breytingum? „Hér er frábær hópur starfsfólks sem hef- ur tekið þessum breytingum fagnandi enda er öllum ljóst að fjölmiðill á að vera lifandi og á sífelldri hreyfingu. Starfsfólk RÚV hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera og við ætlum að gera gott RÚV enn betra.“ Og hvernig líður þér á nýju skrifstofunni? „Þó útsýnið hafi verið með eindæmum fallegt á fimmtu hæðinni, þá get ég ekki líst því hvað það á miklu betur við mig að vera hér í hringiðunni, innan um fólk. Þetta er miklu meira gefandi og skemmtilegra,“ segir Magnús Geir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Við ætlum að auka flæði á milli miðla og færa fólk saman. Það skap- ast alltaf hagræði þegar það er styttra á milli fólks. Líður betur eftir að ég flutti af lúxusskrifstofunni Dorrit í afmæli Jóns Ólafs Athafnamaðurinn Jón Ólafsson fagnaði sextugsafmæli sínu í Hörpu á miðvikudagskvöld. Um þrjú hundruð manns var boðið í veisluna og nutu gestirnir þriggja rétta málsverðar og skemmtiatriða. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru meðal gesta en meðal þeirra sem héldu ræður voru Einar Kárason rithöfundur, sem skrifaði ævisögu Jóns fyrir nokkrum árum, og synir Jóns en athygli vakti að þeir fluttu sína ræðu á ensku. Pálmi Gunnarsson og Laddi sungu með Brunaliðinu, Högni Egilsson spilaði undir á píanó fyrir Helga Björnsson, Stuðmenn tróðu upp en fyrstur á svið var þó Geir Ólafsson. Þrjár messur á viku Enski boltinn fer aftur að rúlla um næstu helgi og munu Gummi Ben og hans menn á Stöð 2 Sport 2 bjóða upp á mun veglegri umfjöllun í vetur en áður hefur verið. Auk þess að sýna alla leikina í beinni verða þrjár Messur á viku, einn spjallþáttur og klukkutíma upphitunarþáttur á hverjum laugardegi. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans verða Ríkharður Daðason og Bjarni Guðjónsson meðal álitsgjafa í þáttunum í vetur. Brennivínið ekki lengur grænt Íslenska brennivínið fær nýtt útlit í tilefni 80 ára afmælis þess. Flaskan góðkunna verður hér eftir glær en hefur verið græn um áratugaskeið. Svarti miðinn fær að halda sér en er núna úr pappa í stað plasts. Myndin af Íslandi er nú fyllt í stað hvítra útlína og Vestmannaeyjar eru loks komnar á sinn stað. Það var Hjalti Karlsson sem hannaði nýtt útlit Brennivíns- ins. Hann starfar sem kunnugt er í New York og hlaut á síðasta ári hin eftirsóttu og virtu Söderberg-verðlaun í Svíþjóð þar sem tæpar nítján miljónir króna komu í hans hlut. Þess má geta að sýning á verkum Hjalta í Hönnunar- safni Íslands stendur nú yfir og mun gera til 20. október. www.siggaogtimo.is Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- 54 dægurmál Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.