Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 52
Í takt við tÍmann ÓlÍna viðarsdÓttir
Lúði í fatavali og á ekki tölvu
Ólína Viðarsdóttir er 31 árs sálfræðingur og leikmaður Vals í Pepsideild kvenna. Hún vinnur á
Laugarásnum sem er endurhæfingadeild fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma. Hún
hlakkar til að demba sér á fullu í sálfræðina eftir fótboltann. Ólína er í sambúð með Eddu
Garðarsdóttur og eiga þær dótturina Bergþóru Hönnu. Hún var skírð eftir ömmum sínum.
Staðalbúnaður
Vá, ég er al-
gjör lúði þegar
kemur að fata-
vali. Ég hef t.d.
aldrei átt Diesel
gallabuxur eða
Ray-Ban sólgler-
augu og mæti með
takkaskóna í Bónus-
poka. Er í fínni fötum
í vinnunni en er fljót að skipta í
„sweats“ þegar ég kem heim. Er
mjög dugleg að versla í landsliðs-
ferðum og fer þá oftast í H&M. Ég
yfirleitt ekki meira en 3 tíma að
eyða dagpeningunum í allskonar
nauðsynjar.
Hugbúnaður
Er náttúrulega á
fullu í fótbolt-
anum alla daga.
Boltinn er enn
í dag, eftir 20
ár, eitt það
skemmtilegasta
sem ég geri. En
mér finnst lang-
skemmtilegast að
eyða tíma með dóttur minni.
Við erum nýkomnar úr yndis-
legu 4 vikna sumarfríi þar
sem hver dagur var sem
nýtt ævintýri. Annars
er ég mikil félagsvera
og finnst mér gaman
að vera með vinum,
skemmta mér og ferðast.
Er líka að fikta við golfið
og það er að koma skemmti-
lega á óvart.
Vélbúnaður
Iphone 5s er mest notaður til að
hringja og senda sms, taka myndir
og spila 2048. Er
einnig mikið inn á
fasteignaappinu
þessa dagana að
skoða. Á enga
tölvu en Edda
leyfir mér að
nota sína
þegar
hún er
í góðu
skapi.
Aukabúnaður
Veitingastaðurinn
Local er í algjöru upp-
áhaldi þessa dagana en
svo er pabbi sjómaður og
er duglegur að skaffa fisk
sem tengdamamma mat-
reiðir óaðfinnanlega. Það er
besti matur í heimi og svo mikill
kærleikur sem fylgir. Í haust er
það skemmtiferð til Svíþjóðar og
vinnuferð til Tókýó sem bíður.
Fyrst er það að klára tímabilið
með stæl og svo auðvitað fagna
Gay Pride núna um helgina.
appafengur
Ekki veit ég hvernig höfundar appsins
„Bugs and Buttons“ – sem á íslensku
myndi útleggjast sem „Pöddur og
hnappar“ – fengu hugmyndina. Mér
fannst nafnið alltaf fráhrindandi en nú
þegar það er komið Bugs
and Buttons 2 ákvað ég
að prófa fyrra appið með
dóttur minni.
Í stuttu máli er í app-
inu að finna alls 18 leiki
fyrir börn þar sem þau
læra tölustafi og bókstafi,
fylgja ákveðnu mynstri
og spila myllu, en líka
bara að kremja pöddur.
Þó er hægt að færa rök
fyrir því að sá leikir æfi
viðbragðsflýti.
Eins mikilla vinsælda og
þetta app hefur notið þá er
það vart fyrir viðkvæma.
Ég viðurkenni að fá nett-
an hroll þegar maurar og
kakkalakkar skríða yfir
skjáinn á iPadnum, þar sem pöddurnar
sjást enn betur en á símaskjánum. En
miðað við hversu ánægð dóttirin er með
þetta app eru töluverðar líkur á að hún fái
hið seinna þegar fram líða stundir. - eh
Bugs and Buttons
52 dægurmál Helgin 8.-10. ágúst 2014