Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 08.08.2014, Blaðsíða 22
ALLRI SUMAR VÖRU 40-60 TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is 40 TEVA sólstóll/bekkur Fjórir litir – 8.700 kr. 40MAUI sólstóll með taubaki 10.350 kr. Jón Gnarr eða Rögnu sem næsta forseta? Jón Gnarr og Ragna Árnadóttir fengu flest atkvæði þeirra tíu forsetaefna sem lesendur Frétta- tímans kusu á milli í vikunni. Undanfarnar tvær vikur hefur Fréttatíminn leitað að næsta forseta með hjálp þjóðarinnar í gegnum kannanir á Facebook-síðu sinni og með tölvupóstum. Alls tóku um 1300 manns þátt í síðustu könnun og fékk Jón Gnarr flest atkvæði, um 24 prósent og Ragna næstflest, um 19 prósent. Næstu vikuna gefst lesendum kostur á að velja á milli þeirra tveggja og verða úrslitin á vali lesenda Fréttatímans á næsta forseta lýðveldisins kynnt í næsta blaði. Jón Gnarr 24% R agna er lögfræðingur sem vakti athygli þegar hún var dómsmálaráðherra, utan þings, í kjölfar hrunsins. Hún hef- ur lengi verið orðuð við forseta- framboð en hefur hvorki sagt af né á um áform sín í þeim efnum. Hún er í dag aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Hún er fædd árið 1966. Eiginmaður hennar er Magnús Jón Björnsson tannlækn- ir og eiga þau tvær dætur, fæddar 1993 og 2000. Ragna hefur mikla reynslu úr opinberri stjórnsýslu, hefur verið í stjórnunarstöðum í heilbrigðis- ráðuneytinu og dómsmálaráðu- neytinu og var dómsmálaráð- herra á árunum 2009-10. Hún stýrir samstarfshópi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair sem vinnur að því að finna nýjan stað fyrir Reykja- víkurflugvöll. Þá stýrir Ragna einnig þverpólitískum og þver- faglegum samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi. Á vett- vangnum eiga sæti formenn allra stjórnmálaf lokka sem sæti eiga á Alþingi og ýmis hagsmunasamtök, fulltrúar sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja. Í viðtali við RÚV sagði Ragna frá því að hún væri mikill teiknimynda- nörd og safnaði sögum um Andrés önd, Dick Tracy og fleiri. Hún sótti námskeið í Beyoncé-dönsum hjá Kramhúsinu í fyrravetur og sagði frá uppátækinu í fjölmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is J ón Gnarr er fyrrverandi borg-arstjóri Reykjavíkur. Hann vakti heimsathygli með upp- átæki sínu fyrir fjórum árum – þeg- ar hann náði kjöri. Hann hefur verið þráspurður um hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta og segist ekkert útiloka í þeim efnum. Jón er fæddur árið 1967. Hann er kvæntur Jóhönnu (Jógu) Jóhanns- dóttur nuddara og eiga þau fimm börn, fædd 1986, 1987, 1989, 1992 og 2005. Jón hefur sagt frá því í viðtali við fjölmiðla að Jóga sé hans helsti ráðgjafi og stór hluti af öllum þeim ákvörðunum sem hann tekur. Í við- tali við Grapevine frá því í vor segir Jón að Jóga spili mun stærri rullu en fólk geri sér grein fyrir vegna þess að hún sé ekki mikið í framlínunni heldur kjósi fremur að halda sig utan kastljóss fjölmiðlanna. Jón segist snemma hafa verið ódæll og til vandræða. Á unglings- árum varð hann pönkari og þekkt- ur undir nafninu Jónsi Pönk. Eftir grunnskólapróf frá Héraðsskólan- um Núpi við Dýrafjörð sótti Jón Gnarr ýmsa framhaldsskóla, m.a. Flensborgarskóla í Hafnarfirði, Fjöl- brautaskólann í Ármúla, Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Hann staldraði þó stutt við á hverjum stað fyrir sig og lauk ekki stúdentsprófi. Hann hefur unnið ýmis störf á lífsleiðinni, hann var starfsmaður á Kópavogshæli og næturvaktmaður á Kleppi á árunum 1985-90 og flutt- ist svo til Svíþjóðar árið 1990 þar sem hann vann í verksmiðju bíla- framleiðandans Volvo. Eftir að hann kom heim aftur tveimur árum síðar sá hann fjölskyldu sinni farborða með akstri leigubifreiðar hjá Bæjar- leiðum. Árið 1994 fóru hann og Sig- urjón Kjartansson að skrifa og leika í grínsketsum á Rás 2 sem var upp- hafið að grínferli Jóns sem meðal annars skóp Tvíhöfða og Fóstbræð- ur. Þá sló Jón í gegn í vakta-þrí- leiknum svokallaða og kvikmynd- inni Bjarnfreðarsyni. Ragna Árnadóttir 19% 22 forsetakadídatar Helgin 8.-10. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.